Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 8
20 - Þriðjudagur 18. febrúar 1997 |Dagur-®óntmT DAGBÆICUR LÖGREGLUNNAR Úr dagbók lögreglunnar á Akureyri vikuna 10.-16. febrúar 1997 Um 130 mál voru færð til bókar hjá lögreglu þessa viku en að sjálfsögðu eru mörg útköll og afskipti lögreglu af málum það lítil að ekki þykir ástæða til að bóka um þau sér- staklega í dagbók. Afskipti af umferðarmálum eru yflrleitt stærsti liðurinn í löggæslumálum og á því er eng- in, undantekning þessa viku. Samkvæmt dagbók voru helstu brot á umferðarreglum sem skýrslur voru gerðar um sem hér segir: Tekin voru númer af 20 bif- reiðum sem annað hvort höfðu ekki verið færðar til skoðunar eða trygging verið felld niður vegna vanrækslu á greiðslu hennar. 20 manns voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti, 11 fyrir að aka of hratt, 2 fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu, 1 fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og 1 fyrir að aka án ökurétt- inda. Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um að aka und- ir áhrifum áfengis. Sljóleiki ökumanna Algengt er að þegar ökumaður er stöðvaður fyrir eitthvert um- ferðarlagabrot komi fleiri brot í ljós, svo sem að viðkomandi sé ekki með öryggisbelti spennt, hafl ekki ökuskírteini sitt með- ferðis, ökuljós vanti og bifreiðin sé óskoðuð eða í ólagi. Sektir við öilum þessum brotum geta numið þónokkrum fjárhæðum samanlagt og hrökkva margir við þegar kemur að skuldadög- um. Því væri hollast að haga sínum málum þannig að til slíkra hluta þurfi ekki að koma og stuðla þaxmig jafnframt að öruggari akstri og slysaminni umferð. Af öðrum málum er það að segja að 11 árekstrar urðu í vikunni en ekki er vitað að alvarleg meiðsli hafi orðið í þeim. Hafa þurfti afskipti af 8 mönnum vegna ölvunar og voru þeir ýmist fluttir heim eða fengu gistingu í eins manns herbergi án þæginda upp á vatn og brauð á gistiheimili lög- reglunnar. 7 innbrot og þjófnaðir voru kærðir og í sumum tilfellum var engu stolið en í öðrum stolið peningum og öðrum verðmæt- um. Sungið fyrir lögguna Á laugardagsmorgun varð all- mikið tjón lagnadeild er bruna- slanga sem vatns- þrýstingur var á sprakk og vatn flæddi um gólf lager og verslun. Á ösku- daginn var að venju mikið um að vera hjá yngstu kynslóðinni sem ferðaðist um bæinn og söng fyrir starfsmenn í verslunum og fyrirtækjum en auk þess var sleginn kötturinn úr tunnunni á Ráðhústorgi að fornum sið, en þar hafa menn frá Rafveitu Akureyrar unnið gott starf árum saman við framkvæmd á þeim leik. 735 börn tóku lagið fyrir lögreglu- menn hér á Lögreglustöðinni og fengu að launum fóður fyrir Karíus og Baktus og er vonandi að þau hafi burstað tennurnar vel þegar heim var komið og í það minnsta ekki gleymt tann- burstanum fyrir háttinn. IS í Raf- KEA m <• j WmH'' ■ r • ■- wumm í fullum gangi Vetrarfatnaður, skíðagallar, brettafatnaður, úlpur, skautar, hanskar og húfur og margt margt fleira.... GÆÐAVARA á mikið lækkuðu verði Nýtt kortatímabil UTILIF GLÆSIBÆ • SÍMI581 2922 \ m Akureyri Reykjavík Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík 14.-17. febrúar m Um helgina var tilkynnt um 60 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavík þrátt fyrir bærilegar aðstæður. Auk þess urðu 4 umferðarslys. Fimmtán ökumenn, sem stöðv- arir voru í akstri, eru grunaðir um ölvunarakstur. Þá voru 19 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 14 fyrir að leggja ólöglega. Tíu ökumenn, sem af- skipti þurfti að hafa af, höfðu ekki ökuskírteini sín meðferðis og 3 reyndust ökuréttindalaus- ir. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og í einu tilvika var farþega vís- að úr bifreið þar sem um of marga slíka reyndist vera að ræða. Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af 40 manns vegna slæms ölvunarástands á al- mannafæri og vista þurfti 34 í fangageymslunum vegna ým- issa mála. Tilkynnt var um 2 líkamsmeiðingar, 18 innbrot, 14 þjófnaði og 11 eignarspjöll. Þá þurftu lögreglumenn að sinna 19 tilkynningum vegna hávaða og ónæðis innandyra. Oftast var um að ræða ölvað fólk, sem ekki kunni sér hóf við „skemmt- an“ sína. Partýið fór úr böndunum » Lögreglumenn og starfs- 'i~q fólk ÍTR og útideildar fóru um hverfi Austur- borgarinnar á föstu- dagskvöld og aðfara- nótt laugar- dags til eftir- lits með úti- vistartíma barna og unglinga. Við eftir- grennslan sáust krakkar við Hóla- garð. Rætt var við þau og fóru þau heim til sín. Eitt foreldralaust samkvæmi var í húsi við Flúðasel. Foreldrarnir komu heim skömmu eftir mið- nætti. Rætt var við þá, en börn- in voru ekki undir áhrifum áfengis. Síðdegis á sunnudag bað 14 ára stúlka um aðstoð lögreglu í hús í Vesturbænum. Hún hafði verið ein heima og boðið til sín vinum sínum, en boðið fréttist meðal unglinga á svæðinu. Úr varð mjög mann- margt samkvæmi sem stúlkan réð engan veginn við. Hún óskaði eftir aðstoð lögreglu til að hreinsa út og var það gert. Þegar foreldrarnir komu heim uppgötvuðu þeir að búið var að stela 15-30 geisladiskum, 10 tölvudiskum og ýmsum smá- hlutum, auk þess sem smávægi- legar skemmdir höfðu verið unnar á gólfi og á húsgögnum. Lögreglumenn við eftirlitsstörf í miðborginni urðu varir við 3 unglinga á því svæði á föstu- dagskvöld. Þeir voru færðir í at- hvarfið og sóttir þangað af for- eldrum sínum. Það heyrir sem betur fer til undantekninga að börn og unglingar finnist í mið- borginni eða annars staðar að kvöld- og nætnrlagi um helgar. Umferðarslys Síðdegis á föstudag skellti kona bflhurð á hönd sé með þeim af- leiðingum að sin slitnaði í fingri. Ökumenn tveggja bif- reiða voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur þeirra á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar. Auk þess var- hundur fluttur ómeiddur á dýraspítalann. Á laugardag varð árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Tveir öku- menn og farþegi voru færðir á slysadeild. Aðfaranótt sunnu- dags var gangandi vegfarandi fluttur á slysadeild eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Hringbraut gegnt Landspítalanum. Meiðsli hans virtust minniháttar. Þá voru ökumaður og tveir farþeg- ar fluttir á slysadeild eftir harð- an árekstur þriggja bifreiða á Fríkirkjuvegi við Skothúsveg. Meiðsli þeirra virtust einnig minniháttar. Líkamsmeiðingarnar tvær voru báðar óverulegar. í fyrra tilvikinu veittist maður að konu í Hafnarstræti. Hann var hand- tekinn og vistaður í fanga- geymslunum. í síðara tilvikinu réðst ölvaður maður á annan og reif utan af honum fötin á veitingastað við Höfðabakka. Manninn sjálfan sakaði ekki. Símaskrá á eldavélinni Eldur kom upp í mannlausri íbúð íjöleignahúss við Blöndu- bakka aðfaranótt laugardags. íbúar hússins slökktu eldinn, en hann hafði kviknað út frá síma- skrá er gleymst hafði á heitri eldavélarhellu. Vegna fréttar nýlega um að bifreið hefði verið tekin í mis- gripum við fyrirtæki í Sunda- höfn skal þess getið að kveikju- láslykillinn hafði verið skilinn eftir í bifreiðinni. Því miður er þetta ekki eina tilvikið því iðu- lega kemur fyrir að bifreiðum er stolið eftir að ökumaður hef- ur yfirgefið bifreið sína og skilið lykilinn eftir í kveikjulásnum. Þá eru dæmi um að bifreiðar hafi horfið eftir að ökumenn hafi skilið þær eftir í gangi utan við fyrirtæki og verslanir. Að þessu þurfa ökumenn að hyggja ef þeir vilja draga úr líkum á að óviðkomandi geti fært bifreiðar þeirra úr stað í leyfisleysi. Ó

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.