Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 5
^JDagur-SImróm
Þriðjudagur 18. febrúar 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Budda reykíngamanna
Guðmundur Steinsson segir beinar og óbeinar áfengis- og tóbaksauglýsingar víða og enginn sjái ástæðu til að
fetta fingur út í þær.
fengis- og tóbaksverslun
ríkisins gaf verðlagningu
írjálsa á tóbaki um ára-
mótin. Guðmundur Steinsson,
eigandi söluturnsins Póló á Bú-
staðaveginum, er óánægður
með að á sama tíma var stað-
greiðsluafslátturinn af magn-
viðskiptum afnuminn og inn-
kaupsverðið hækkað. Hann
mótmælti með því að auglýsa
tóbak á lágmarksverði.
„Mótmæli mín beinast fyrst
og fremst að því að vera gerður
að blóraböggli fyrir hækkun-
inni. Á sama tíma og verðlagn-
ingin á tóbaki var gefin frjáls
urðu allir að hækka vegna þess
að ríkið tók af okkur stað-
greiðsluafsláttinn og hækkaði
tóbakið um 2%. Mér finnst
þetta lélegt bragð og ákvað því
að halda verðinu óbreyttu og
fara síðan að
selja á lág-
marksverði
enda finnur
fólk fyrir hækk-
uninni og held-
ur að frjálsri
verðlagningu
sé um að
kenna.“
Guðmundur
segir lág-
marksverð á
algengustu am-
erísku sígarett-
unum vera 271
krónu núna
eða krónu
lægra en það
var en flestir
séu að selja
pakkann á
278-285 krón-
ur og hafi
þannig hækkað um þessi 6%,
sem aðgerð Áfengis- og tóbaks-
verslunarinnar hafi gefið
ástæðu til.
Fylgistfólk vel með?
„Eg ákvað að vekja athygli á
verðinu og setti hálfsíðuauglýs-
ingu í DV um síðustu mánaða-
mót. Þar auglýsti ég sölu á
tóbaki á lágmarksverði.“
Erþað ekki bannað?
„Ég talaði við samkeppnisráð
sem sagðist ekki gera athuga-
semdir og menn eru almennt á
því að þetta sé löglegt á meðan
ég auglýsi ekki sjálfar tegund-
irnar. Hitt er annað mál að
beinar og óbeinar áfengis- og
tóbaksauglýsingar eru víða og
enginn virðist sjá ástæðu til að
fetta fingur út í þær. Þá er ég
jafnvel að tala um ákveðnar
tegundir sem eru auglýstar
stórum stöfum fyrir utan
skemmtistaðina og stundum á
íþróttakappleikjum. Stefna rík-
isstjórnarinnar virðist líka vera
hömlulaust frelsi í þessum mál-
um. - Sjálfur er ég hlynntur
banni á áfeng-
is- og tóbaks-
auglýsingum,
ég vildi bara
mótmæla
hækkuninni
frá rfldnu á
sama tíma og
verðlagning
var gefin
frjáls.“
Hvaða við-
brögð fékkstu
við auglýsing-
unni?
„í sjálfu sér
hafa ekki orðið
svo mikil við-
brögð við
henni sem
slíkri en fólk
er yfirleitt
mjög ánægt
með verðlagn-
inguna. Auðvitað er enginn að
stórgræða og þetta er kannski
frekar sálrænt, ef menn reykja
pakka á dag spara þeir 5.000
krónur á ári með því að kaupa
á lágmarksverði. Sá peningur
gefur reykingamönnum e.t.v.
ekki ástæðu til að endur-
skipuleggja budduna hjá sér;
eins og ég segi er þetta frekar
svona táknrænt og ég reikna
með að einhverjir af mínum
viðskiptavinum séu að styðja
mig í þessari afstöðu. Það var
þó ein kona sem hellti sér yfir
mig og hótaði mér helvítisvist
og spurði hvort þetta væri mitt
framlag til tóbaksvarna í land-
inu. En ég var ekki að auglýsa
tóbak heldur verð á tóbaki og
ég let fólk frekar en hvet til
reykinga." -mar
„Sjálfur er ég
hlynntur hanni á
áfengis- og
tóbaksauglýsing-
um, ég vildi bara
mótmœla hœkk-
uninnifrá ríkinu
á sama tíma og
verðlagning var
gefinfrjáls. “
Saga um gijótbáta og gamla daga
Már
Karlsson
skrifar
ir nú sögunni til. Stefán Jónsson
fréttamaður, rithöfundur og al-
þingismaður
Utgerð svonefndra grjót-
báta á fyrri hluta þessar-
ar aldar hér austur á
Djúpavogi mun vera einstakt
fyrirbrigði að talið er. Ekki er
vitað um svo kunnugt sé að
drengir á aldrinum fjögra til níu
ára hafi í öðrum sjávarplássum
stundað slíka iðju. Þessi útgerð-
arleikur verðandi sjómanna í
plássinu vakti verðskuldaða at-
hygli gestkomenda. Færeyingar,
sem sigldu á skútum til Djúpa-
vogs á stríðsárunum og fluttu
fisk til Bretlands tóku þátt í
leiknum og töluðu um að kynna
hann heima fyrir. Ekki er vitað
um tilurð þessarar pollaútgerð-
ar né hvenær hún hófst. Henni
lýkur svo um árið 1950 og heyr-
og hans jafn-
aldrar ásamt
mörgum öðr-
um útskrifuð-
ust úr þessum
sjómanna-
skóla. Þrátt
fyrir skrif hans
um æskustöðv-
arnar getur
hann hvergi
um þennan
kafla sögunnar
í bókum sín-
um. Útgerð
grjótbáta
byggðist fyrst
og fremst uppá
miklu hug-
myndaflugi og
athafnaþrá —............—......
þátttakenda.
Settur var á svið hér á klettun-
um sjónleikur af sjómannastörf-
um hinna eldri sem réru til
Þegar áhöfnin var
mœtt um borð og
allt var orðið klárt
kallaði skipstjór-
inn hvellri rödd:
„Sleppa að framan
og aftan“. Um leið
buldu við miklir
skellir frá dúnkn-
um í vélarrúminu
fiskjar og færðu björg í bú. Það
var alloft töluverð ásókn að
_______________ komast í gott
pláss á grjót-
bát, ýmist sem
skipstjóri, vél-
stjóri eða há-
seti. Ef fleiri en
einn sóttu um
laust pláss gat
klíkuskapur
ráðið um hver
var ráðinn og
út frá því orðið
töluverður has-
ar. Grjótbátar
voru byggðir
uppá klettum
eða í námunda
við þá, þar sem
efnistaka var til
staðar. Eins og
nafngiftin gefur
til kynna voru
þeir hlaðnir úr
grjóti eftir lögun báta og voru
fram- og afturendi þeirra
hlaðnir ívið hærri heldur en
miðjan. Stefnið var nokkuð hár
stuðlabergssteinn sem framtóið
var hringað utan um. Tvær
þóftur voru hlaðnar fyrir miðju
og mynduðu þær lestarrými fyr-
ir aflan. Þar aftan við var vélar-
rúmið ásamt stýrigræjum. Vélin
samanstóð af ýmsu járnadóti
sem safnað var saman hér og
þar í plássinu. Aðalhluti vélar-
innar og sá þýðingarmesti var
stór olíudunkur sem vélstjór-
innn barði í með járnflein þegar
vélin var ræst. Sver bambus-
stöng var notuð sem mastur
sem stóð fyrir miðju og út frá
því gærubandsvantar sem
strengdir voru út í lunningarn-
ar. Skipstjóri ákvað alltaf róðr-
artíma sem oftast nær var eftir
hafragrautarát og lýsisinntöku
milli klukkan níu og tíu að
morgni. Mætt var með nestis-
tösku í róðurinn sem tekið gat
nokkrar klukkustundir ef veð-
urútlit var gott. Þegar áhöfnin
var mætt um borð og allt var
orðið klárt kallaði skipstjórinn
hvellri rödd: „Sleppa að framan
og aftan“. Um leið buldu við
miklir skellir frá dúnknum í vél-
arrúminu, sem bergmáluðu frá
klettunum í nágrenninu. Það
var stímt á fullri ferð og ekki
slegið af fyrr en komið var á
miðin. Þá hófst fiskeríið sem fór
þannig fram að skipverjar fóru
út um hvippinn og hvappinn til
að tína steinvölur, sem ýmist
voru þorskur, lúða, steinbítur
eða ýsa. Aflanum var haganlega
komið fyrir í lestinni eftir teg-
undum og siglt síðan í land.
Þannig var í þá daga baukað oft
heilu dagana frá morgni til
kvölds af miklum áhuga. Fyrir
langa löngu hafa leikskólar,
sjoppurölt ásamt sjónvarps- og
vídeóglápi leyst slíkt hug-
myndaflug af hólmi. Að lokum
þetta;
Um grjótbáta og gamla daga
gaman vœri að yrkja Ijóð.
Er sextugskveðju sendi Braga
sindrar minninganna glóð.