Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 9
21 - Þriðjudagur 18. febrúar 1997 |Dagmr-®mtmn Undírbúningurínn á fullri f - segir Kristmar Ólafsson framkvœmdastjóri Landsmóts UMFÍ1997 útisundlaugar við íþróttahúsið og samhliða því verða byggðar vatnsrennibrautir og heitir pottar. Öll vinna fer fram innanhús hjá Loftorku þessa dagana en lítið sem ekkert hefur verið hægt að vinna úti að undanförnu vegna veðurs.“ En þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir þá munuð þið líka leita til nágrannabæja þegar að mótinu kemur? „Við í Borgarbyggð búum vel að eiga góð íþróttamannvirki en það sem helst skortir á til að geta hýst alla keppni á Lands- mótinu er stærrra íþróttahús. En við eigum góða granna sem hlaupa undir bagga með okkur. Riðlakeppnin í blaki og einn riðill í körfuknattleik fara fram á Akranesi en úrslitaleikirnir verða í Borgarnesi. Þá verður hluti starfsíþrótta á Hvann- eyri.“ Svo undirbúning miðar vel? „Undirbúningur fyrir mótið sjálft er á fullri ferð. Allir sér- greinastjórar hafa tekið til starfa við undirbúning sinna greina. Einn fundur hefur verið haldinn með hópnum og annar er í undirbúningi. Önnur vinna gengur samkvæmt áætlun. Kristmar Ólafsson framkvæmda- stjóri 22. Landsmóts UMFÍ. Fjármögnun er komin vel á veg og eru skipuleggjendur mótsins bjartsýnir á að endar náist saman. Þá hafa fyrstu drög að dagskrá litið dagsins Ijós og skipulagning á öðrum viðburðum og uppákomum eru í vinnslu." ákvað að ráðast í miklar framkvæmdir fyrir mótið en hvernig miðar þeim? „Á síðasta ári var lokið við að leggja gerviefni á hlaupa- brautir á Skallagrímsvelli og áhorfendastúka sem rúmar vel á annað þúsund manns var mótuð. Frjálsíþróttaaðstaðan er því tilbúin og hefur íþrótta- fólk úr UMSB nýtt hana mjög vel við undirbúning fyrir væntanlegt Landsmót." Nú átti einnig að byggja nýja sundlaug hvernig miðar Stjórnarmenn UMFI skoðuðu aðstæður í Borganesi fyrr i vetur. er Kristmar Ólafsson, fram- því á köldum vetrardögum? kvæmdastjóri Landsmótsins, „Fyrr í vetur var hafist fullur bjartsýni. Borgarbyggð handa við byggingu 25 metra Landsmótsárið 1997 er runnið upp og loka- sprettur í undirbúningi fyrir 22. Landsmót UMFÍ er framundan. Þrátt fyrir að marga enda eigi enn eftir að hnýta og mikið starf sé óunnið Jón Amar kynþokkafyllstur og bestur Borgarnes ^ S.-ófjáll 1997 y Merkið hér að ofan sem hannað var fyrir Landsmótið í Borgar- nesi var unnið af Erni Guðnasyni en Búi Kristjánsson teiknaði fígúruna sem minnir á Egil Skallagrímsson á sínum yngri árum. Aðalmerki mótsins er birt hér en einnig hefur Lands- mótsnefnd sent frá sér aðrar teikningar þar sem EgiII skellir sér í sumar af keppnisgreinum mótsins Jón Arnar Magnússon hefur verið mikið í fréttunum að undanförnu en hann fékk á dögunum góðan styrk sem kemur til með að hjálpa honum að undirbúa sig fyrir næstu Ólympíuleika. Það var ef til vill ekki stærsta fréttin því stuttu seinna var Jón Arnar valinn kynþokkafyllsti maður fslands og íþróttamaður ársins. En átti hann von á því að verða valinn kynþokka- fyllsti maður landsins? „Nei ég átti nú enga von á því og vissi hreinlega ekki að það væri verið að velja kyn- þokkafyllsta mann landsins. Það var ansi gaman að vinna þótt konan stríði mér auðvitað aðeins." Var skemmtilegra að vinna þennan „titil“ en íþrótta- maður ársins? „Ég segi það nú ekki.“ Jón Arnar Magnússon í allt annað. Nú fékkst þú styrk á dögunum svo þú gætir einblínt á æfíngar þínar fram að næstu Ólympíuleikum. Ertu ánægður með styrkinn? „Ég er mjög ánægður með styrkinn og hann gerir mér kleift að komast meðal þeirra bestu. Ég mun enn æfa mest hér heima og eyða mestum tíma á Sauðárkróki en ef þessi styrkur hefði ekki komið væri mjög erfitt að einblína á æfingarnar." Og aftur í allt annað. Telur þú að sú tímasetning að Júlíus Hafstein hættir svo skömmu fyrir Smáþjóðaleikana komi til með að hafa áhrif á undir- búning leikanna? „Ég hef ekkert spáð í það og verð að segja eins og er að ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég geri ekki ráð fyrir því að ég taki þátt í þeim leikum og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta hefur farið alveg fram hjá mér.“ Hvað flnnst ungmennafélaganum? Var það slæm tímasetning að fella Júlíus Hafstein formann Ólympíunefndar svo stuttu fyrir Smáþjóðaleikana? Einar Már Sigurðsson formaður ÚÍA Ég þekki málið ekki nogu vel til að segja hver hefur rétt fyrir sér en eitt er víst að þessu persónustríði verður að linna svo hægt verði að snúa sér að því sem máli skigtir og þá á ég við íþróttafólkmu f hreyiingunni. Hvað varðar undirbúning held ég að hann eigi að vera í lagi ef staðið hefur verið vel að honum hingað til. Björn B. Jónsson varaformaður UMFÍ Ég er nokkuð viss um að það muni korna niður á Smáþióðaleikunum að Júlíusi hafi ekki náð kjöri. Það er alveg sama hversu óð manneskja emur í hans stað tíminn er bara svo naumur og þótt Júlíus skilji öll sín gögn eftir þá er bara svo margt sem hver og einn geymir í kollinum. Snorri Hjaltason formaður Umf. Fjölnis Tímasetningin var alls ekki rétt og ég er ekki hlynntur því að Júlíus skuli hverfa frá, svo skömmu fyrir leikana. Þetta kemur til með að hafa áhrif á leikana og þótt nýir einstaklingar byrji ekki á byrjunarreiti þarf án efa að vinna aftur margt af þvf sem Júlíus hefur þegar gert. Jón Arnar á Landsmóti - en ekki á Smáþjóðaleikum? íþróttamaður ársins, Jón Arnar Magnússon, setur stefnuna á Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borganesi í sumar. Óljóst er hins vegar hvort Jón keppi á Smáþjóða- leikunum en hann mun taka þátt í erfiðri keppni erlendis vikuna áður. Ingólfur hættir Ingólfur Víðir Ingólfsson hefur hætt sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Suður-Þing- eyinga. Ingólfur starfaði sem framkvæmdastjóri í tvö ár en sagði að tímabært væri að fá nýtt og ferskt blóð á skrif- stofuna. UMFÍ þakkar Ingólfi vel unnin störf í þágu hreyf- ingarinnar. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu tók Arnór Benonýsson við starfi Ingólfs. Falur og Magga bikarmeistarar Það hefur án efa verið fagnað vel á heimili þeirra Fals Harðarsonar og Margrétar Sturlaugsdóttir laugardags- kvöldið 1. febrúar því bæði urðu þau bikarmeistarar í körfubolta þann sama dag. Magga og stelpurnar í kvennaliði Keilavíkur unnu dramantískan sigur á KR- stelpum en Falur og félagar hans hjá karlaliði Keflavíkur rúlluðu yfir KR-strákana seinna um daginn. Við hjá UMFÍ óskum þeim og öðrum Kefl- víkingum til hamingju með sigrana. Sjálfstætt fólk Leikdeild Ungmennafélags Dagrenningar í Lundar- reykjadal hafa nú lokið sýningum á verkinu „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Laxnes. Þetta var í fyrsta skipti sem áhugamannaleikfélag setur þetta verk upp en um 40 af 80 íbúum sveitarinnar kom við sögu í leikritinu sem er alveg með einsdæmum. Um 800 hundruð manns sáu leikritið á þeim 17 sýningum sem sýndar voru. i !l 3

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.