Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Blaðsíða 10
22 - Þriðjudagur 18. febrúar 1997
Jlitgxtr-'ðSnróm
RADDIR FOLSINS
Bréfleiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Ofbeldið í RIJV
og ímynd karlmanna
„Margt er einnig fagurt í mannlífinu, eins og t.d. föðurástin sem íslenskir fjölmiðlar gera sjaldan skil,“ segir í grein
Arnars.
Sverrisson
Nýlega lauk „ofbeldisviku“
RÚV. Það er vel til fundið
hjá stofnuninni að beina
athyglinni að mikilvægu sviði
mannlífsins með þessum hætti.
Ofbeldi í ýmsum myndum birt-
ist víða í mannheimum. Því
gefur að skilja, að örðugt sé að
velja, hvert kastljósinu skuli
beint og hvernig skuli haga
umræðu. En í umflöllun RÚV er
að mínum dómi margt prýði-
lega úr garði gert. Umfjöllunin
um unglingana var áhrifarík og
sterk og lofa ber hugrekki hinn-
ar ógæfusömu ungu stúlku,
sem varð fyrir fólskulegri árás
kynsystra sinna. Þó hefði mátt
gæta jafnvægis í umfjöllun með
tilliti til kynja. Þátturinn um
eineltið í skólum var sömuleið-
is prýðilegur.
Karlóargadýrið
í einum dagsljóssþáttanna var
umíjöllun, að ég hélt, um fjöl-
skylduofbeldi. En þó ekki. í
reynd var ijallað um ofbeldi
karla gegn komun í hefðbundn-
um kvenfrelsunarstíl með
rymjandi skuggaveru, sem
sagði farir sínar ekki sléttar.
Karlóargadýrið var ævinlega
allt um kring. Ofbeldi af
kvenna hálfu bar hvergi á
góma, hvorki ofbeldi í garð
karlmanna né barna. í ljósi
töluverðrar þekkingar á hvoru
tveggja, er umfjöllun sem þessi
með öllu óskiljanleg. Hvaða
boðskap flytur RUV?
Áróður kvenfrelsis
Kastljóssþátturinn um kynferð-
islegt ofbeldi var með svipuðu
sniði. Fleiri rymjandi „skugga-
verufórnarlömb" vondra karla.
(Þó með einni lofsverðri undan-
tekningu). Umfjöllunin reyndist
vera um ljóta karla sem mis-
þyrmdu ungum stúlkum. Stund-
um lá við að viðmælandinn
væri óþarfur, svo mjög var
spyrlinum í mun að koma eigin
hugarórum fyrir í hugskoti
hans. Þetta var umfjöllun ein-
faldleikans og bar miklu fremur
svip frumstæðs kvenfrelsunar-
áróðurs, en hlutlausrar og mál-
efnalegrar umræðu. Dregin er
upp hin skelfilegasta mynd af
feðrum. Varla er minnst á sam-
skipti kynjanna eða samábyrgð
þeirra. Varla er ýjað að því, að
konur og mæður fremja einnig
kynferðisglæpi. Algengi kyn-
ferðisofbeldis þykir ekki áhuga-
vert. Varla er nokkur viðleitni
sýnd til að varpa ijósi á til-
brigði við það andstyggilega
hátterni, sem kynferðislegt of-
beldi er, hvorki frá sjónarhóli
þolenda, né gerenda. Rann-
sóknir og gild fræði eru tæpast
virt viðlits. Höfundur þáttanna
virðist kokgleypa hugmynda-
fræði kvennaathvarfs og Stíga-
móta, sem starfa með ofstækis-
kennd kvenfrelsunarsjónarmið
að leiðarljósi. Vinnubrögð af
þessum toga eru ámælisverð
og uppeldislega viðsjárverð.
Hvað hugsar ungviðið okkar um
feður sína og bræður, eftir shk-
an boðskap? Og hvað hugsa
ungir drengir um sjálfa sig?
Ofbeldi er viðurstyggð
Kynferðislegt oíbeldi gegn
börnum er viðurstyggilegt,
hvort sem í hlut á kona eða
karl. Þegar fjallað er um efnið
er hollt að hafa í huga, að hug-
takið er víðtækt og eins hvers
konar kynferðisleg áreitni full-
orðinna gagnvart börnum er
væntanlega tiltölulega algeng.
Danskar rannsóknir benda til,
að um fimmtungur fullorðinna
hafi í bernsku þurft að þola
slíka áreitni í einhverri mynd.
Sambærilegar rannsóknir hafa
ekki verið gerðar hér heima.
Hið fagra í mannlífinu
Vitanlega ber að leita allra
leiða til að spyrna gegn kyn-
ferðisglæpum. En mér er mjög
til efs, að umjöllum af því tagi,
sem hér er gagnrýnd, auðveldi
slíka leit, nema síður væri.
Vonandi verður áhugi á kyn-
ferðislegu ofbeldi ekki til þess,
að við látum undir höfuð
leggjast að skoða önnur til-
brigði við ofbeldi gegn börnum
og unglingum, sem eru ekki
síður örlagarík.
Að lokum er ekki úr vegi að
minna á, að margt er einnig
fagurt í mannlífinu eins og t.d.
föðurástin, sem íslenskir íjöl-
miðlar gera sjaldan skil.
Fæddir
morðingjar?
Um daginn var verið að
sýna á Stöð tvö þá um-
deildu mynd, Fæddir morð-
ingjar. Oliver Stone, sem er
alltaf sami predikarinn,
gerði þessa mynd gagngert
til þess að ganga fram af
fólki og koma af stað um-
ræðum um ofbeldi sem af-
þreyingarefni. Svo þegar
myndin gekk í reynd fram
af fólki og umræður hófust
um ofbeldi sem afþreying-
arefni, þá fór Stone eitt-
hvað að hneykslast á við-
brögðunum. Enda urðu
þau reyndar ekki nákvæm-
lega eins og hann hafði
ætlast til, blessaður.
Ritskoðunarraddir urðu
áberandi, kröfur um að
banna allt ofbeldi í kvik-
myndum og sjónvarpi. En
ekki var það víst ritskoðun
sem Stone vildi, heldur
frekar hugarfarsbreyting,
jafnvel menningarbylting.
Greinilega bjartsýnn mað-
ur, hann Oliver Stone.
Hættuleg ævintýri
En liann kom þó af stað
einhvers konar umræðum
og sýndi þar með fram á að
það er, þrátt fyrir allt, hægt
að hafa einhver áhrif á það
sem tekið er til umræðu á
svokölluðum opinberum
vettvangi í þjóðfélaginu.
A.m.k. stundum. Hann
hefði auðvitað átt að vita
það að enginn getur stjórn-
að þeim umræðum, jafnvel
ekki sá sem kemur þeim af
stað. Þær verða aldrei ná-
kvæmlega eins og ætlast
var til. Og allt í lagi með
það. Lýðræðið er bölvað
andskotans ævintýri og
getur Verið stórhættulegt
eins og dæmi sanna. Og er
ég þá ekki að gera lítið úr
mikilvægi þess.
Ætli það ekki bara
En það var þetta með of-
beldið. Erum við öll
kannski morðingjar inn við
beinið? Ætli það ekki bara.
Og æth það sé nema eðli-
legt að í sjónvarpi og bíó,
bókum og leikhúsum og
öllu því batteríi, sé fjallað
um það sem við blasir í
raunveruleikanum. Og
auðvitað hefur þetta
tvennt, raunveruleikinn og
fjölmiðlaveruleikinn, áhrif
hvort á annað - og geta
þess vegna magnað hvort
annað upp í vitleysunni.
Það er fleira en blessað
lýðræðið sem getur verið
hættulegt. En ætli einfeldn-
ingar á borð við undirrit-
aðan verði þá ekki bara að
halda sér fast í það, séu
menn ekki sáttir við vit-
leysuna, að það sé a.m.k.
ekkert fyrirfram vonlaust
dæmi að hafa áhrif á það
sem er að gerast. Annars
væri jafngott að hengja sig
strax.
Umsjón: Guðsteinn Bjarnason.
*
3prúttinn kunningi meinhornisins sem á við
þorra-þunglyndi að stríða var heldur
óhress með bolludaginn. Af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum stóð hann í þeirri meiningu að hann
gæti orðið sér úti um nokkra veikindadaga með því að úða í
sig bollum. í stað þess að verða gulur og grænn og engjast
af sárum magaverkjum hefur hann sjaldan verið hressari
en einmitt eftir bolluátið.
Meinhornið kann ekki við þetta látlausa og
meinfýsna grín sem gert er að forsætis-
ráðherra í tíma og ótíma. Á miðvikudag
fyrir skömmu sýndi sjálft Ríkissjónvarpið hann með kött á
öxlinni. Fyrr má nú rota en dauðrota en að gefa það í skyn
að ráðherrann sé einhver seiðskratti.
Miðað við allt og alla mætti halda að ár
uxans sé gengið í garð á Fróni, eins og
hjá Kínverjum. Menn baula orðið hver á
annan og láta eins og naut í flagi við minnsta áreiti.