Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 2
Laugardagur 1. mars 1997-11 11 ■linMHIIIIII II11 lll^l■llll■llllll^lllllll IIIIIIIMIIIIIII11 HUSIN I BÆNUM J]agurJ3fomrm Hverfisgata 61 Freyja Jónsdóttir skrifar s mars 1898 fékk Sigurður Bjarnason útmælda lóð, 23 x 50 álnir, fyrir austan lóð Benedikts Jónssonar á þeim slóðum sem nú eru gatnamót Hverfisgötu og Frakkastígs. Sigurður fékk leyfi fyrir byggingu húss á lóðinni, 8x9 álnir að grunnfleti að viðbætt- um skúr, 3x3 álnir. En áður en ’nann lét veiða af því að byggja seldi hann lóðina. í janúar 1901 kaupir Guðjón Gíslason lóðina af Jónasi Jónassyni sem selur hana í umboði Sigurðar Bjarnasonar. Guðjón fær leyfi að stækka hússtæðið í 10 x 10 álnir en leyfi fyrir byggingu skúrsins helst óbreytt. Fyrsta brunavirðingin var gerð 16. september 1901. Þar segir að Guðjón Gíslason skó- smiður hafi byggt sér hús við Hverfisgötu. Húsið er byggt af bindingi klætt utan með borð- um, pappa og járni á hliðum. Það er með járnþaki á plægðri súð og með pappa í milli. í húsinu eru þrjú herbergi og eldhús. Allt þÚjað og málað, herbergin eru með pappa inn- an á þiljum og neðan á loftum sem eru tvöföld. í húsinu eru tveir ofnar og ein eldavél. Kjallari er undir öllu húsinu. Við norðurhlið hússins er inngönguskúr, byggður eins og húsið. Klæddur utan borð- um, pappa og járni þar yfir og með jámþaki á súð. Skúrinn er hólfaður í tvö rými. Samkvæmt íbúaskrá frá 1901 búa í húsinu: Guðjón Gíslason húsbóndi og skó- smiður, fæddur 28. júní 1870 í Stokkseyrarsókn, Anna María Símonardóttir, kona hans, fædd 20. janúar 1860 í Grenj- aðarstaðasókn, María Kristín Guðjónsdóttir, barn þeirra, fædd 4. apríl 1897 í Reykja- vík, Jóhanna Sigurlaug Sím- onardóttir, 28 ára fædd í Út- skálasókn, kemur til Reykja- víkur frá Hellnanesi í Þingeyj- arsýslu árið 1901. Þegar manntalið var tekið var að- ■ komukona stödd á heimilinu Þórey Gísladóttir systir hús- bóndans. Þau hjónin Guðjón og Anna María fluttu frá Eyr- arbakka til Reykjavíkur árið 1894. Guðjón Gíslason selur ræmu af lóðinni í júní 1905 Benedikt Jónssyni, en á því landi byggir hann húsið Frakkastíg 6. Ætla má að eign Guðjóns hafi verið veðsett því hann þarf leyfi hjá Landsbankanum til að mega selja Benedikt landræmuna. í nóvember 1906 fær Guð- jón leyfi til að stækka skúrinn við húsið um 3 1/2x3 1/4 áln- ir. En ekki er vitað með vissu livort hann stækkaði skúrinn j)á. En 1913 þegar hann bygg- ir ofan á húsið, fær hann leyfi til að breikka skúrinn um 65 m. Þá rífur Guðjón skúrinn ig endurbyggir hann ’ frá grunni. Eigninni er lýst á eftirfar- idi hátt í brunavirðingu sem r gerð í aprfl 1913. Guðjón ( 'slason hefur byggt ofan á i óðarhús sitt við Hverfisgötu Húsið er byggt af bindingi klætt á hliðar með járni og járnþaki á súð, einlyft með porti og 4 álna risi. í binding er fyllt með sagspónum og milligólf í efra bitalagi. Niðri í húsinu eru þrjú herbergi, eld- hús, gangur og tveir fastir skápar. Allt þiljað og herberg- in með striga og pappír á veggjum og loftum. Þar eru tveir oftiar og ein eldavél. Uppi eru þrjú íbúðarherbergi með sama frágangi og á hæð- inni. Kjallari 3 1/2 alin á hæð er undir öllu húsinu. Annar helmingur hans er með stein- steypugólfi en hinn með timb- urgólfi. í honum er eitt þiljað herbergi, tveir geymsluklefar og gangur. Þar er lítil eldavél. í húsinu eru gas - vatns - og skólpleiðslur. Við norðurhlið hússins er inn og uppgöngu- skúr, byggður eins og húsið og undir honum öllum er kjall- ari. Hann er þiljaður innan og málaður og skiptist í eitt her- bergi, tvo ganga. í kjafiara eru geymslur. Húsnúmerum var breytt á Hverfisgötu í byrjun þriðja áratugsins, þá fékk hús Guð- jóns Gíslasonar númer 61 við götuna en var áður númer 23. Árið 1924 í júmmánuði var húsið tekið til brunavirðingar en í þeirri virðingu segir að eignin sé óbreytt frá síðasta mati 1913, nema að þá er þess getið að í kjallara húss- ins sé skóverkstæði og eitt íbúðarherbergi. Árið 1927 byggði Guðjón verslunarhús neðar í lóðinni. Það var gert af steinsteypu með járnþaki á borðasúð með pappa í milli. Á aðalhæðinni var verslunarbúð með borð- um, skápum og hillum. Ennig var á hæðinni eitt skrifstofu- herbergi. Loft og gólf í húsinu voru úr járnbentri steinsteypu og skilveggir úr steinsteypu. Fyrir framan afgreiðsluborðið var terrasógólf. í þessari byggingu var brauð - og mjólkurbúð til ársins 1933. En þá um sumarið var húsinu breytt í íbúð. Næsta brunavirðing á Hverfisgötu 61 er frá 21. ágúst 1931. Þá er búið að byggja geymsluskúr, 8, 8 x 2, 5 m. úr steinsteypu á þrjá vegu en austurhliðin er byggð að hálfu leyti úr timburriml- um. Skáþak er úr borðasúð, pappa og járni. Þar eru þrír geymsluklefar og þurrkhjall- ur. Gólf og einn skilveggur eru úr steinsteypu. Skúrinn er múrsléttaður að utan. Guðjón Gíslason skósmiður var sonur Gísla Andressonar í Stokkseyrarseli en Gísli var einbirni, sonur Andrésar Gíslasonar og konu hans El- ísabetar Kristófersdóttur Kona Gísla var Guðný sem framan af var skrifuð Hans- dóttir en var laundóttir Hann- esar Einarssonar í Kaldaðar- nesi. Hannes mun síðar hafa gengist við henni. Magnea Guðný Ólafsdóttir, systurdóttir húsbóndans, bjó á Hverfisgötu 23 ( 61 ) eftir að hún flutti kornung stiílka til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Ferdinandi Róbert Eiríkssyni, sem síðar varð einn þekktast skósmiður á íslandi. Guðjón Gíslason lést í janú- ar 1933. Anna María Símonardóttir lést í júm' 1932. Næsti eigandi að Hverfis- götu 61 var Lúðvík Thorberg Þorgeirsson og kona hans Guðríður Halldórsdóttir. Lúð- vík Thorberg stofnsetti Lúlla- búð 1939 sem hann rak um árabil. Verslunin var fyrst til húsa á Hverfisgötu 59. Seint á árinu 1941 flutti Lúllabúð um set í nýtt húsnæði sem Lúðvík kaupmaður byggði á lóðinni áfast við eldra húsið á Hverf- isgötu 61. f brunavirðingu sem gerð var í apríl 1942 er byggingu þess lýst á eftirfarandi hátt: Nýtt verslunarhúsnæði hefur verið byggt upp við íbúðar- húsið, það er byggt af stein- steypu með járnþaki. Innan á útveggjum eru vikurplötur og múrhúðað yfir og málað. Þar er stór sölubúð með skápum, borðum og hillum. Terrassogólf er í búðinni. Ennfremur er í húsinu skrif- stofa, afgreiðsluherbergi, snyrting og stigagangur. I kjallara er vörugeymsla, prentsmiðja og lítið skrifstofu- herbergi. Þar er klætt innan með trétexi og útveggir kvítt- aðir. Framhlið hússins er múrhúðuð með skeljasandi. Ekki eru mörg ár síðan ljórar matvöruverslanir voru starfræktar við Hverfisgötu. En Lúllabúð er sú eina sem staðið hefur af sér harða sam- keppni stórmarkaða og ann- ara stærri búða. Þeir Ilalldór Geir Lúðvíksson og Gunn- steinn Sigurjónsson sem eiga og reka Lúllabúð eru heldur engir viðvaningar í faginu, því segja má að þeir séu uppaldir fyrir innan búðarborðið. Hail- dór Geir er sonur Lúðvíks kaupmanns og fór á barns- aldri að vinna í versluninni. Meðeigandi hans, Gunnsteinn byrjaði að vinna þar í sem sendill þegar hann var innan við fermingu. Gott viðmót kaupmannanna laðar fólk að búðinni og einnig það að óþarft er að fara lengra, allar nauðsynjavörur eru þar til sölu. Lúðvík Thorberg kaupmaður í Lúllabúð.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.