Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Síða 4
Laugardagur 1. mars 1997 -IV
^igur-SSmimt
S 0 G U R 0 G S A G N I R
Leifar i
tveimur
löndum
4. og síðasta grein
Jónas Hallgrímsson í Danmörku - fyrr og enn. Bein komu til Islands, en án
höfuðs, herða og brjósts. Þetta skáld Jóhannesar Sveinssonar (Kjarvals)
er í Hjástoðarkirkjugarði. Hraunið: fæðingarstaðurinn. Eldingaleiftur:
skáldgáfan. (Mynd í eigu Á. S.)
Hver var hún, vonin,
sem dó, er leið á hátíð-
lega minningarathöfn í
gömlu sóknarkirkjunni
í Öxnadal hinn 12.
október 1946? íslensk, þjóðleg
uppreisnarvon, og er þá mikið
sagt um leyndan hug svo gam-
alkunnugs fólks kúgunarvaldi
og fullreyndri yfirdrottnun sem
íslendingar eru. Einhverjir
kirkjugestanna áttu þá von,
þeirra á meðal presturinn, að
utan úr garðinum heyrðist
nokkurt hark af járni við stein
og ekki hóglega sleginni mold
af reku. Stundin var svo andleg
og endurminningin ljúf, en
samfélagið svo löghlýðið, að
jafnvel ólögmætar fyrirskipanir
voru teknar gildar og staðlaus-
um stöfum fylgt.
Þegar tónskáldið hafði leikið
síðustu hljómana, lyftu engir
undir létta beinakistuna og
báru út, af því að það var ekki
opin gröf í kirkjugarðinum. Ým-
ist gekk fólk innar og gerði
kveðju krossmarksins yfir
beinakistunni og þjóðfánanum
eða fór rakleiðis fram og upp á
hlaðið, einstaka kunnugur að
gömlum leiðum foreldra og
systra skáldsins. Brátt varð
hljótt á staðnum og Þór Þor-
steinsson kirkjuhaldari læsti
tortryggilega eins og hinn fyrsta
dag þessarar undarlegu viku á
Bakka, þegar kistan var borin í
kirkjuna. Sorg bjó í hjarta og
söknuður í huga fólksins, þegar
það týndist burt í átt af göngu-
brúnni undan Auðnum, hjá
samkomuhúsi sveitarinnar, þar
sem hin veglega aldarártíð var
hátíðleg haldin 3 misserum
fyrr. Stoltarhæfi og virðingu
eins kirkjugestanna var þó svo
misboðið við þessa atburði, að
lét fiytja sig heim, áður en
Björgvin Guðmundsson gaf tón-
inn að síðasta sálminum. Hér
var dauðans tími óviss og að-
stæðurnar mótsögn. Kveðju-
sálmur fslendinga eftir formóð-
urbróður listaskáldsins áttu
ekki við þennan lægingardag í
Öxnadal. Anna ljósmóðir á
Þverá fór, áður en embætti var
úti, af því að sýnt var, að ekki
yrði fylgt úr kirkju og rekunum
kastað við gröfina.
Dagur kom að kvöldi og
dimm haustnóttin lagðist yfir,
kyrr og hljóð, ólík síðustu helgi,
þegar hrakviðrið afvegaleiddi
Sigurjón Pétursson, af því að
kirkjuvegurinn var ófær. Svo
var það í lýsingu morguninn
eftir, sunnudaginn 13. október,
að lögreglulið kemur heim að
Bakka að sækja kistuna sam-
kvæmt ráðherraskipun og með
fógetavaldi. Engin hindrun var
gerð. Seig svo hópurinn niður
fyrir Bakkann og austur yfir á
og lyfti kistunni á bflpall.
Hörmuleg afmyndun þess, er
gert var við Laufásveg 14 í
Reykjavík, áður birti af degi
viku fyrr. Nema að nú var engin
gleði og von, enginn viðhafnar-
hugur, aðeins skyldug forsögn
og hlýðni. Þannig bar það að
“þegar skáldið hvarf á braut”
eins og frá var sagt í síðustu
grein. Ríkisvaldið var komið á
vettvang. Áður en fyrstu sólar-
geislarnir höfðu vermt Hraun-
dranga, höfðu embættismenn
þess ekið vögnum sínum fram í
Öxnadal “og hrifið kistuna úr
kirkjunni, úr reit foreldra og
ástvina. Hégóminn og tildurs-
mennskan höfðu fengið sínum
vilja framgengt. En heima í
djúpum dali stendur ást dalbú-
anna á Jónasi Hallgrímssyni
dýpri rótum en áður. Minning
hans er ósnortin af ömurleika
þessara síðustu daga”:
Vert er að vekja enn athygli
á, að hvorki var skoðað í kist-
una meðan hún stóð uppi í
Bakkakirkju í fulla viku né að
morgni sunnudagsins, áður en
hún var numin úr kirkjunni og
borin yfir Öxnadalsá og flutt
burt. Er það raunar með ólík-
indum, einkum af því að efa-
semdarraddir tóku strax að
heyrast, þegar kunnugt varð,
að bein skáldsins væru komin
til landsins. Lok kistunnar var
alls ekki innsiglað. Hitt gat virst
enn furðulegra, að ekki skyldi
að hugað, þegar kistan var aft-
ur heimt til Reykjavíkur, þar
sem hún var geymd í 33 nætur,
þangað til farið var með hana í
Reykjavíkurdómkirkju á fæð-
ingardegi skáldsins, hinn 16.
nóvember, en síðar um daginn
jarðsett í þjóðargrafreitnum á
Þingvöllum. Til þess nú, að allt
væri sem hátíðlegast, talaði
herra biskupinn í Reykjavík, en
sjálfur forsætisráðherrann,
Olafur Thors, var einn líkmann-
anna austur á Þingvöllum. Þar
sem ríkið kostaði útförina, var
skylt, að sóknarpresturinn
kastaði rekunum. Mjög þókti
síra Hálfdani Helgasyni á Mos-
felli það allt öndvert. Hann var
einn nánasti vinur föður míns
ævilangt, og sóknarprestur Sig-
urjóns á Álafossi alla sína löngu
þjónustutíð. En nú voru það
ekki orðin gömlu og dönsku
eins og í Hjástoðarkirkjugarðin-
um 31. maí 1845: “Til jord skal
du igen blive,” heldur: “Sáð er
jarðneskum líkama, en upp rís
andlegur líkami.”
Engin tilkynning var gefin
um athugun beina Jónasar
Hallgrímssonar. Vakti það
furðu, en sú skýring fékk brátt
vængi, sem von mátti vera, að
frá litlu hefði verið að segja og
hæfði því þögnin best, enda
engar líkur til að málið kyrrðist
eða gleymdist, ef opinbert yrði,
að mikils væri vant af líkams-
beinum skáldsins, jafnvel með
öllu eða væri annars leifar.
Verður að telja sennileg
reynsluhyggindi fyrrverandi
lögreglustjóra Hermanns Jón-
assonar í Þingvallanefnd, að
ekki væri hreyft við kistunni.
Eftirgrennslan þess, sem á
vantaði, var óumræðileg útmál-
un á smánarblettinum, sem fé-
lög náttúrufræðinga og rithöf-
unda höfðu lýst yfir, að beina-
málið væri þegar orðið, meðan
kistan var enn í Bakkakirkju.
Annar uppgröftur í Kaupinhöfn
var auðmýkjandi fyrir íslend-
inga, þar sem þjóðminjavörður
þeirra hafði staðið samkvæmt
opinberum, löggegnum leyfum.
Aleinasta leit að leggnum, sem
ætlandi er, að Sigurjón Péturs-
son hafi tekið úr kistunni, frek-
ar en ekki, um nótt á Möðruvöl-
um, yrði til að ýfa und. Auk
þess mun hinum nýja meiri-
hluta í Þingvallanefnd, Her-
manni og Stefáni Jóhanni Stef-
ánssyni, hafa verið sárt um, að
beinið, sem brotnaði í stiganum
í Sankti Pétursstræti 22 rúmri
öld fyrr, væri hulið fósturjarðar-
mold á Bakka í Öxnadal. Andi
listaskáldsins góða var ódauð-
legur jafnt fyrir því, að höfuð og
brjóst hins jarðneska lægi í
danskri jörð og brotið leggjar-
bein manns, sem aldrei átti
auðvelt um gang, norður á
Bakka. Leggurinn einn hefði
verið táknleg nægð í þjóðar-
grafreitinn. Hver veit nema svo
hafi verið.
Þannig eru lyktir beinamáls-
ins sagðar - og svæfðar út í frá.
En heima í djúpum dali var
þetta rætt enn og aftur mörg
hin næstu árin. Af þeim létt-
leika, jafnvel nokkrum fegin-
leik, ef þeir, sem meir vissu
gleymdu sér í gleði augnabliks-
ins, er hlaut að benda til ann-
ars sannleika. Svo vel var hans
gætt, að aldrei var hann aijúp-
aður, aðeins styrktist grunurinn
um, að skáldið hafi ekki horfið
burt, líkamsleifarnar, sem Sig-
urjón Pétursson kom með norð-
ur í óveðrinu hið minnilega
októberkvöld fyrir 50 árum.
Ein sagan, sem ýmsir lögðu
trúnað á, var sú, að beinakist-
an, sem dr. Matthías Þórðarson
lagði beinin í við uppgröftinn,
hafi þeir Sigurjón og Asmundur
J. Steenstrup prófessor, áður
mýrafræðingur og lektor í Sórey á
Sjálandi. Vinur og velgerðarmaður
Jónasar skálds, sem dvaldi lang-
dvölum hjá nonum í Sórey. Eftir
það fór hann í Skt. Pétursstræti og
lét jafnt og laust undan síga. -
Jónas kvað hafa verið einstaklega
lélegur göngumaður, allt frá
bernsku. Þessvegna e.t.v. brotnaði
hann í hinum prýðilega gerða
stiga.
skáld frá Skúfsstöðum, lagt
óhreyfða í kistuna á Laufásvegi
14. Var það raunar með öllum
líkindum, ella hefði Sigurjón
komist að því hve mikils beina
var vant. Kassann hafi Sigurjón
tekið úr kistunni í haustmyrkr-
inu og rigningunni hjá sam-
komuhúsinu á Þverá og hulið
þar til bráðabirgða norðan við
vegarslóðann að göngubrúnni,
en þar er nú Jónasarlundur,
fallegur minningarreitur. Þegar
allt hafi verið orðið kyrrt og
kistan flutt suður heiðar, hvað,
í Bakkakirkju stóð steinkistan í fulla viku (6.-13. okt.). Var til þess ætlast, að við aðhefðumst nokkuð eða gerðum
ekkert? Á.S.