Dagur - Tíminn Akureyri - 01.03.1997, Page 7
Jlagur-'ðSmímt
Laugardagur 1. mars 1997 - VII
MINNINGARGREINAR
Séra Guðmimdur Sveinsson
Séra Guðmundur Sveinsson
fæddist í Reykjavík 28.
aprfl 1921. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu Skjóli í
Reykjavík 16. febrúar síðastUð-
inn. Foreldrar hans voru Sveinn
Óskar Guðmundsson múrara-
meistari í Reykjavík, f. 5.11.
1895, d. 13.11 1973, og Þórfríð-
ur Jónsdóttir húsmóðir, f.
26.4.1895, d. 20.12 1973. Systir
sr. Guðmundar er Guðrún
Sveinsdóttir kennari, f.
23.7.1927. Maður hennar var
Magnús Bæringur Kristinsson
skólastjóri Kópavogsskóla, f.
9.10.1923, d. 21.7.1995, og eiga
þau fímin uppkomin hörn.
Hinn 15.4. 1944 kvæntist sr.
Guðmundur Guðlaugu Einars-
dóttur, f. 3.5.1918, dóttur Ein-
ars Jónssonar kennara og verk-
stjóra í Reykjavík, f. 21.4.1885,
d. 29.7.1969, og Guðbjargar
Kristjánsdóttur, f. 12.1.1888, d.
1.9.1979. Dætur sr. Guðmundar
og Guðlaugar eru Guðbjörg, f.
18.2.1943, ritari í Reykjavík,
gift Ólafi Péturssyni forstöðu-
manni mengunarvarna og eiga
þau tvö börn, Guðlaugu Rafns-
dóttur og Ólaf Pétur Ólafsson,
og tvö barnabörn; Þórfríður, f.
28.9.1944, skólastjóri á Hvann-
eyri, gift Gísla Jónssyni kenn-
ara og eiga þau þrjár dætur,
Guðlaugu Ósk, Karen Rut og
Guðbjörgu Brá, og eitt barna-
barn; Guðlaug Guðmundsdóttir,
f. 22.5.1952, skrifstofumaður í
Reykjavík, gift Steinþóri Guð-
bjartssyni blaðamanni og eiga
þau þrjú börn, Guðmund Þórð-
arson, Svein Óskar Þórðarson
og Guðrúnu Steinþórsdóttur.
Sr. Guðmundur lauk stúd-
entsprófi frá MR 1941, embætt-
isprófi í guðfræði við HÍ 1945,
stundaði framhaldsnám í
gamlatestamentisfræðum við
háskólann í Kaupmannahöfn
1948-1950, lauk prófi í hebr-
esku 1949, stundaði framhalds-
nám í semítamálum og
gamlatestamentisfærðum við
háskólann í Lundi og lauk það-
an fil.cand. prófi 1951. Hann
vann að fræðslustörfum við há-
skólann í Kaupmannahöfn
1953-54, nam nútímahebresku í
London 1959-60, kynnti sér
rekstur samvinnuskóla á Norð-
urlöndum, í Þýskalandi og á
Englandi sumarið 1955 og fór
m.a. í náms- og kynnisferðir til
Sviss 1956, Bandarflcjanna 1963
og 1974, og til Norðurlanda,
Þýskalands og Bretlands 1974.
Sr. Guðmundur var sóknar-
prestur í Hestþingum 1945-56.
Hann var stundakennari við Kl
1943-45, stundakennari við
Bændaskólann á Hvanneyri
1945-48, 1952-53 og 1954-55,
kenndi guðfræði við HÍ 1952 og
1954, var skólastjóri Samvinnu-
skólans í Bifröst 1955-74,
skólastjóri Bréfaskóla SÍS 1960-
1974 og skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti
1974-1988.
Sr. Guðmundur var um árabil
í norrænni nefnd sem vann að
samræmingu verslunaraskóla-
menntunar á Norðurlöndum,
var formðaur nefndar sem
samdi heildarfrumvarp um full-
orðinsfræðslu 1971-74, sat í
nefnd er gerði tillögur um skip-
an íjölbrautaskóla í Reykjavík
1973, sat í námskrárnefnd Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti frá
1978, formaður Sundlaugar-
nefndar Breiðholts 1980 og í
starfshópi á veguin mennta-
málaráðuneytisins 1981 sem
vann að samræmingu náms í
frainhaldsskólum með áfanga-
kerfi.
Sr. Guðmundur var ritstjóri
Samvinnunnar 1959-1963.
Hann skrifaði Ijölda greina og
ritgerða um guðfræðileg, trúar-
leg og menningarleg málefni.
Helstu rit: Islam, menningar-
sögurit, 1956 (íjölr.). Menning-
arsaga I-IV, 1960-68 (fjölr.).
Persónusaga I-III, 1968-70
(Qölr.). Samtíðarsaga I-II, 1979-
80 (Qölr.). Trú og guðfræði,
1970. Dönsk málfræði, 1968 og
1970 (Qölr.). Menningarsaga:
Fjarlægari Austurlönd, Sinolog-
ia, 1968 (fjölr.). Sama: Indland,
Hindúar, 1968 (íjölr.). Mannleg
samskipti, 1971 (Qölr.). Sam-
vinnusaga, 1971 (fjölr.). Samtíð-
arsaga, 1981 (fjölr.). Forsendur
vestrænnar menningar, 1983
(fjölr.).
Við fráfall séra Guðmundar
Sveinssonar, skólameistara, er
horfinn af sjónarsviðinu einn
merkasti skólamaður samtíðar-
innar. Hans er sárlega saknað af
ástvinum og öðrum samferða-
mönnum, sem áttu því láni að
fagna að kynnast honum á langri
vegferð.
Örlagadísirnar voru sérstak-
lega gjafmildar í garð Guðmund-
ar og gáfu honum í vöggugjöf
margbrotnar gáfur og hæfileika,
sem einstætt má teljast. Ef litið
er yfir ævistarf hans kemur
glöggt í Ijós hversu mikill af-
burðamaður hér var á ferð og
hve víða spor hans lágu en vafa-
laust verður hans minnst fyrst og
fremst fyrir þátt hans við mótun
íslenska skólakerfisins.
Vert er að skipta æviskeiði
Guðmundar í þrjá meginþætti,
sem hver og einn er afskaplega
sérstæður. Fyrsta þátt í ævi Guð-
mundar má rekja fram að þeim
tíma, sem hann lét af störfum
sem sóknarprestur á Hvanneyri.
Annar þáttur spannar einstæðan
feril í nær tuttugu ár sem skóla-
stjóri á Bifröst og þriðja og síð-
asta æviskeið Guðmundar hefst
þegar hann tekur við skólastjórn
Fjölbrautarskólans í Breiðholti á
árinu 1974.
Ljóst var strax í upphafi að
hugur Guðmundar lá til lang-
skólanáms og að loknu stúdents-
prófi hóf Guðmundur nám í guð-
fræði við Háskóla íslands. Að
guðfræðiprófi loknu gerðist Guð-
mundur sóknarprestur á Hvann-
eyrarprestakalli þar sem hann
dvaldi með hléum vegna fram-
haldsnáms erlendis allt til ársins
1956. Mér er vel kunnugt um
það að Guðmundur var vinsæll
af sóknarbörnum sínum og fór
það ekki framhjá Borgarfirðing-
um að Hvanneyrarprestakall
hafði eignast sem prest og sálu-
sorgara einstakan gáfu- og
drengskaparmann. Þó nú séu
rúmlega 40 ár síðan Guðmundur
hætti prestsstörfum á Hvanneyri
er hann enn minnisstæður í hug-
um sóknarbarna sinna enda átti
hann þar fjölmarga vini og
kunningja, sem minnast hans
með hlýhug og vináttu. Þrátt fyr-
ir annasöm prestsstörf á Hvann-
eyri gat þó Guðmundur stundað
framhaldsnám í guðfræði í
Kaupmannahöfn og Lundi. Hann
hafði fullan hug á frekari fram-
haldsnámi og hafði á árinu 1955
fengið heimild ráðherra og bisk-
ups til að dvelja erlendis í allt að
þrjú ár til að ljúka allviðamiklu
vísindaveiki í Gamla testament-
isfræðum sem þá var í smíðum.
Örlögin höguðu þó því að Guð-
mundur var kallaður til að taka
við starfi skólastjóra Samvinnu-
skólans og sjá uin flutning skóla-
starfseminnar að Bifröst í Borg-
arfirði svo og að skipuleggja
skólann á nýjum forsendum sem
heimavistarskóla og framhalds-
skóla á sviði viðskiptamenntun-
ar.
Sem fyrirmynd að Samvinnu-
skólanum á Bifröst leitaði Guð-
mundur aðallega til Norður-
landa, einkum til Svíþjóðar og
Danmerkur. Tillögur og ábend-
ingar Guðmundar beindust fyrst
og fremst að því að starfrækja
verslunarskóla, sem byði fram
mikið bóknám ásamt raungrein-
um viðskiptalífsins og að stofna
til nýrrar skólategundar sem
legði áherslu á uppeldis- og
heimilisþátt skólastarfsins auk
þess sem lögð yrði rækt við fé-
lagslegan og menningarlegan
þátt í skólastarfinu. Hugmyndir
Guðmundar fengu góðar undir-
tektir og teningnum var kastað.
Samvinnuskóhnn að Bifröst hóf
skólastarf haustið 1955 og þar
með hófst farsæll ferill Guð-
mundar sem skólafrömuðar.
Undirritaður átti þess kost að
njóta leiðsagnar Guðmundar á
Bifröst og síðar sem samkennari
hans við skólann. Öllum Bifrest-
ingum var Guðmundur einstakur
persónuleiki og uppaiandi. En
minnisstæðastur var hann nem-
endum sem góður kennari enda
var Guðmundur vel til þess fall-
inn að fást við kennslu. Hans að-
alfag var menningarsaga, sem
var í senn kennsla í menningu,
listum og heimspeki. Vinsældir
Samvinnuskólans á Bifröst létu
ekki á sér standa og fór orðspor
skólans víða. Flykktust í skólann
nemendur víðs vegar af landinu
og komust færri að en vildu. Að
því hlaut að koma að hróður
Guðmundar sem skólastjóra
vekti athygli stjórnvalda því að
hér var um afburðamann að
ræða á sviði mennta- og skóla-
mála. Var Guðmundi m.a. falin
formennska í nefnd sem gerði
tillögur um skipan Fjölbrautar-
skóla í Reykjavík. Enn var Guð-
mundur kallaður til frekari
starfa og átaka á sviði mennta-
mála. Eftir nær tveggja áratuga
starf yfirgaf Guðmundur Sam-
vinnuskólann að Bifröst vorið
1974 til að taka við starfi skóla-
meistara fjölmennasta skóla
fandsins, Fjölbrautarskólans í
Breiðholti.
Stofnun Fjöfbrautaskólans í
Breiðholti var algjör bylting á
sviði menntamála á fslandi og
vann Guðmundur einstakt braut-
ryðjendaverk á því sviði. Var
honum mikið kappsmál að allur
undirbúningur varðandi stofnun
skólans yrði sem vandaðastur og
feitaði hann sér fanga og reynslu
víða um lönd. Leið ekki á löngu
þar til Fjölbrautaskólinn í Breið-
holti varð stærsta skólastofnun
landsins. Metnaður Guðmundar
lá ekki síst í því að geta boðið
nemendum upp á Ijölbreytt og
vandað námsefni á margvísleg-
um sviðum. Þá vann Guðmundur
mikið verk að koma á öldunga-
deild við skólann, sem brátt varð
mjög vinsæl af nemendum. Þótt
Guðmundur hafi bæði hafl góða
þekkingu á menntamálum og
áratuga reynslu sem skólastjórn-
andi var þó fljótlega ljóst að hið
mikla brautryðjendaverk hjá
Fjölbrautaskólanum í Breiðliolti
var erfitt enda viðfangsefnið
bæði tröllaukið að stærð og um-
fangi. En Guðmundur var ekki
þannig skapi farinn að gefast
upp a miðri leið og tókst honum
ásamt góðri hjálp samverka-
manna sinna að auka veg skól-
ans þannig að hann varð fljót-
lega bæði eftirsóttur af nemend-
um og kennurum. Guðmundur
lét síðan af starfi skólameistara
árið 1988 og kom bæði til að
hann var nú kominn á almennan
eftirlaunaaldur, en auk þess
hafði hann síðustu mánuðina átt
við alvarleg veikindi að stríða.
Guðmundur Sveinsson var
gæfumaður í sínu einkalífi. Hann
kvæntist ungur glæsilegri konu,
Guðlaugu Einarsdóttur, og eign-
uðust þau þrjár mannvænlegar
dætur. Samband þeirra hjóna
var einstakt í alla staði enda stóð
Guðlaug samhliða manni sínum
og veitti honum mikinn stuðning
og skjól í störfum hans. Er nú
mikill harmur kveðinn meðal
nánustu vandamanna Guðmund-
ar. Við Kristín sendum Guðlaugu,
dætrunum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Það er huggun harmi gegn að
minningin um góðan dreng mun
þó lifa meðal samferðamanna
hans um ókomna framtíð.
Blessuð sé minning Guðmundar
Sveinssonar.
Kristín og Hrafn Magnússon
Með sr. Guðmundi Sveinssyni
er genginn merkur frumkvöðull
á sviði fræðslumála. Hann var
brautryðjandi nýrrar framhalds-
skólastefnu og sem skólastjóri
mótaði hann starfsemina með
sterkum persónuleika sínum.
Nemendur hans þakka honum
mótandi uppeldisáhrif, varan-
lega örvun og h'fsstefnu sem hef-
ur greitt leið þeirra til farsældar.
Sr. Guðmundi var falið að
gróðursetja Samvinnuskólann í
nýju umhverfi á Bifröst í Norður-
árdal. Þar skópu þau hjónin,
Guðlaug Einarsdóttir og sr. Guð-
mundur, einhverja sérstæðustu
uppeldis- og menningarstofnun
landsins á sinni tíð. Verka þeirra
á þeim vettvangi sér ennþá stað
víða í íslensku atvinnulífi og
menningu. Margir forystumenn í
íslensku þjóðlífi minnast sr. Guð-
mundar með þakklæti og virð-
ingu fyrir uppeldi, fræðslu og
forsjá á viðkvæmu mótunar-
skeiði þeirra sjálfra.
Seinna gerðist sr. Guðntundur
einn fremsti frumkvöðull þeirrar
menningarbyltingar sem upp-
bygging framhaldsskólanna varð
á 8. og 9. áratug aldarinnar. í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í
Reykjavík skóp hann forystu-
stofnun sem að sumu leyti skar
sig úr hópi fjölbrautaskólanna í
landinu. Einnig þar mótaði sr.
Guðmundur stofnunina með
mætti frumlegrar hugsunar og
heildstæðrar skipulagsstefnu.
Við hlið mikilla anna við
stjórnunarstörfm vann sr. Guð-
mundur að fræðastörfum, bók-
leslri og áhugagrúski. Hann var
leitandi hugur og síspurull um
rök tilverunnar. Hann leitaði
víða fanga enda mikill tungu-
málamaður. Hann hafði forðum
starfað sem sóknarprestur og
guðfræðin leitaði jafnan á hann.
En hann hneigðist líka að heim-
speki og félagsfræði, og menn-
ingarsagan varð kjörsvið hans.
Um menningarsögu ritaði hann
nokkrar kennslubækur og var
rómaður kennari á því sviði,
bæði á Bifröst og í Breiðholti.
Sr. Guðmundur var kappsfull-
ur áhugamaður um það sem
hann tók sér fyrir hendur, enda
skilaði hann drjúgu dagsverki.
Hann lagði sig allan í verkið og
helgaði sig því að öllu leyti. Þá
hirti hann ekki alltaf um vinnu-
tímann og hlífði sjálfum sér
aldrei við erfiði eða óþægindum.
Hann var mjög örlátur og gjöfull
á tíma sinn og á sjálfan sig, eink-
um í samskiptum við ungt fólk
sem var að þroskast undir
verndarvæng hans. Nemendur
hans á Bifröst ylja sér enn við
margar sögur af ósérhlífni hans
og hita og metnaði fyrir þeirra
hönd.
Sr. Guðmundur Sveinsson
varð velgjörðamaður rnargra og
þau minnast hans í dag. Sá sem
þessi orð skrifar er í þessum fjöl-
menna hópi. Sr. Guðmundur átti
m.a. þátt í því að við hjónin tók-
um að okkur störf á Bifröst
Iöngu eftir að þau Guðlaug hurfu
þaðan. Hann hvatti mig á allar
lundir, m.a. í því að raska mjög
þeirri menningarstofnun sem
hann sjálfur hafði áður skapað.
Hann skynjaði og skildi glöggt að
hverju fór í íslenskum háskóla-
málum og hafði enn fullan metn-
að fyrir hönd skólans á Biíröst.
Og ég á honum ekki síður þakkir
að gjalda fyrir forsjá og leiðsögn
innan Frímúrarareglunnar.
Ég heimsótti sr. Guðmund fyr-
ir nokkru þar sem hann dvaldist
á hjúkrunarstofnun. Þegar ég
spurði hann hve lengi hann yrði
þarna, svaraði hann hiklaust:
“Dauðinn einn mun brátt skera
úr um það.” Hann vissi að dauð-
inn er dyrnar inn og upp, og trú
hans var sterk. Hann átti góða
heimvon. Við Sigrún sendum
Guðlaugu og afkomendum inni-
legar kveðjur með þakklæti og
virðingu.
Jón Sigurðsson
Minningargreinar
Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsblöðum
Dags-Tímans.
Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar.
Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með
greinunum.
Sendist merkt Dagur-Tíminn
Strandgötu 31, 600 Akurevri
Garðarsbraut 7, 640 Húsavik
Brautarholti 1, i05 Reykjavik