Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Side 6
6 - Fimmtudagur 6. mars 1997 ,íDagur-®mTtmT FRÉTTASKÝRING Gáfu vertshúsin kannski brennivínið og bjórinn? Áfengisinnkaup veitingahúsa hjá ÁTVR jukust um 130% á árunum 1988-1994 en velta þeirra óx þó aðeins um 36% á sama tíma. Almannarómurinn um opnun veitingahúsa og ölstofa í öðru hverju húsi og á hverju „krummaskuði“ á undanförnum árum og mikla „sóknaraukningu" landsmanna á vertshús virðist alveg úr lausu lofti gripinn, þ.e. ef marka má Atvinnuvegaskýrslur þær sem Þjóðhagsstofnun vinnur ár hvert upp úr ársreikningum og virðisaukaskattskýrslum fyrir- tækja og launamiðum starfs- manna. Próuninni sem lesa má úr skýrslum undanfarinna ára má fremur líkja við „hrun“ í greininni. Nýjasta skýrslan sýnir árið 1994. Heildarvelta veitingahúsa (samkv. vsk-skýrslum) hafði þá aðeins aukist um rúman þriðj- ung (36%) frá árinu 1988, sem var síðasta árið fyrir bjór. í rauninni þýðir þetta gífur- legan tekjusamdrátt þegar til þess er litið að almennt verðlag (framfærsluvísitala) hækkaði um 63% á sama árabili. Og verðlag á söluvörum og þjón- ustu veitingahúsanna hækkaði samt ennþá meira, eða kring- um 80%. Að rekstrartekjur veit- ingahúsa skyldu á sama tíma aðeins aukast um rúman þriðj- ung er líka afar athyglisvert í ljósi þess að áfengisinnkaup veitingahúsa frá ÁTVR jukust t.d. um rúmlega 130% á þessu árabili. Ilvert fór eiginlega bjór- inn og brennivínið, ef það var ekki selt? Fyrirtækjum fjölgaði lítið eða ekkert Skráðum fyrirtækjum fjölgaði nær ekkert, eða úr 460 í 480 á þessum sex árum. Rúmlega hundrað þeirra teljast ekki launagreiðendur, enda von þar sem um 200 fyrirtækjanna voru aðeins skráð með 0-1 ársverk. Og meira en helmingur allra veitingahúsa var með minna en 10 milljóna kr. veltu árið 1994 (samkv. vsk- skýrslum). Starfsfólki (ársverkum) í greininni fækkaði líka frekar en hitt á þessum árum og voru um 2.600 árið 1994. Sá samdráttur virðist hafa verið umtalsvert meiri í Reykjavík en annars staðar, þar sem það hlutfall heildarlauna í veitingahúsum sem fór til Reykvfkinga lækkaði töluvert (úr 66% niður í 60%) á tímabilinu. Lægstu laun í landinu Meðaltekjur á unnið ársverk (reiknuð eftir launamiðum) hækkuðu iíka miklu minna í þessari starfsgrein en öðrum, aðeins um 35%, á sama tíma og meðallaun á ársverk hækkuðu um 53% í landinu. Árið 1994 voru meðallaun í veitingahús- um líka orðin lægri heldur en í nokkurri annarri starfsgrein í landinu. Þróunin í hótel- og gisti- húsarekstri var að flestu leyti hlutfallslega svipuð á þessu árabili og í veitingabransanum - nema hvað rekstrartap af gistingu varð ennþá meira. I þrjú af þessum sex árum var tapið á bilinu 12-30% og aðeins eitt árið var réttu megin við núllið. Þessi raunasaga í rekstri veitinga- og gistihúsa virðist meðal annars athyglisverð í ljósi þess að erlendum ferða- mönnum ljölgaði um 40% á umræddu árabili og gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði úr 600 þúsund í 750 þúsund. Óneitanlega vekur þetta spurningar um atvinnu- sköpunina í ferðaiðnaðinum sem svo oft ber á góma. -HEI Skattrannsóknastjóri „Flór“ sem aldrei þomar Dæmi um að um- talsverður veitinga- rekstur hafi verið í gangi án þess að skattayfirvöld hafi fengið nokkrar upp- lýsingar um hann fyrr en eftir á. Sláandi dæmi um að velta veitingahúsa (samkvæmt vsk-skýrslum) hafi aðeins aukist um 36% á sama tíma (1988-94) og þau hafa t.d. auk- ið áfengisinnkaup af ÁTVR um 130% var borið undir skatt- rannsóknastjóra, Skúla Eggert Þórðarson. „Þetta er út af fyrir sig alveg skýr vísbending um að eitthvað kunni að vera að. Og það má alveg taka undir það að það er heilmikið að í þessum rekstri," sagði Skúli Eggert, sem staðfestir að þessi atvinnu- grein hafi verið til rannsóknar hjá embættinu. „Og allir þeir aðilar sem komið hafa til rannsóknar hafa verið athugunarverðir, að meira eða minna leyti. í sumum tilfellum er hreinlega um tals- verð skattsvik að ræða, þar sem starfsmenn eru á svörtum laun- um og tekjur kerfisbundið van- taldar. f öðrum tilfellum er minna að, jafnvel mjög lítið. En þau tilfelli sem þannig er ástatt um kannski færri.“ Um tekjutap ríkissjóðs af þessum sökum sagði Skúli Eggert: „Við erum að tala um hundruð milljóna á þessu tímabili." Búið að rannsaka um 20 veitingahús -Er ekki hœgt að gera eitthvað til að breyta þessu? „Jú, við erum einmitt að „sópa gólfið.“ Það er búið að taka nær tvo tugi veitingahúsa á landinu í rannsókn á tiltölu- lega stuttum tíma. Og í mjög mörgum tilfellum er eitt og annað athugunarvert. Þar að auki eru síðan - fyrir utan skráða aðila - mjög margir óskráðir aðilar í þessum rekstri, sem skýrslur Þjóðhags- stofnunar ná þá heldur ekki til.“ Skúli Eggert segir það líka umtalsvert vandamál, að alls konar „vertar“ spretti upp í takmarkaðan tíma; komi t.d. inn í þorrablótin og fermingar- veislurnar. Þeir taki inn drjúgar tekjur og innheimti virðisauka- skatt og annað í þeim dúr, sem þeir síðan standa ekki skil á. Það séu líka dæmi þess að umtalsverður veitingahúsa- rekstur hafi verið í gangi án þess að skattayfirvöld hafi nokkrar upplýsingar fengið um það fyrr en eftir á, eða þá að starfseminni hafi verið hætt um leið og hans menn mættu á staðinn. Þarna væri um að ræða tugi milljóna sem gengið heíðu ríkissjóði úr greipum. Skattrannsóknastjóri vildi ekki gefa upp hvað mikið hefur verið upplýst hjá embættinu. „En það eru mjög umtalsverðar Ijárhæðir, í einstöku tilfellum jafnvel tugir milljóna.“ Flór sem aldrei þornar Um það hvort breytinga yrði að vænta í atvinnuvegaskýrslum næstu ára sagði Skúli Eggert: „Það get ég ekkert sagt til um. Það er nú mín reynsla að þetta sé flór sem aldrei þornar. Þann- ig að þó maður moki, þá er ekki þar með sagt að allt verði fínt á eftir. Raunar hafa nokkrir aðilar lent oft- ar en einu sinni hérna inni á borði." Þessi at- vinnugrein sé líka sér- staklega erfið vegna þess hvernig tekju- skráningin fari þar fram. Oft sé viðskipta- vinurinn þannig ekki viðstaddur þegar skráningin fer fram, heldur við borð úti í sal. Afgreiðslumaður- inn sé þá einn við kassann, án nokkurs aðhalds frá kaupand- anum. Oft séu viðskiptavinirnir heldur ekki í því ástandi þegar líður á nóttina að þeir séu lík- legir til mikils eftirlits. Ilvað snertir t.d. veitingafyr- irtækin 200 sem aðeins eru með 0-1 ársverk sagði skatt- rannsóknastjóri: „Það eru þó nokkuð margir einyrkjar að föndra við þetta. Reyndar held ég þó að þeir tilkynni sig ekki nærri allir og teljist þá heldur ekki með í opinberum skýrsl- um.“ Óþolandi fyrir hina Auk embættis hans segir Skúli Eggert að Samband veitinga- og gistihúsa hafi löngum lýst áhuga á að koma málum í sæmilegt horf í þessari grein. „Raunar held ég að Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, hafi verið 1. eða 2. manneskjan sem talaði við mig hérna. Enda samkeppnis- staðan alveg óþolandi fyrir þá sem eru að brasa við að hafa rekstur sinn í aðalatriðum í lagi.“ Rétt er að taka fram að veitingahúsarekstur, í skýrslum Þjóðhagsstofnunar, spannar allt frá litlum pöbb eða einyrkja í veislubransa og upp í stórt hótel með veitingasölum og skemmtidagskrá - þ.e.a.s. að því tilskyldu að viðkomandi skili inn skýrslum um virðisauka- skatt og skattskýrslum og launamiðum starfsmanna, sem opinberar skýrslur byggjast á. - HEI Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri: „ Við erum að tala um hundruð millj- óna á þessu tíma- bili sem hér um rœðir. “

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.