Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 8. mars 1997 |Dagur-®tmmn F R E T T I R Útvarpsráð Öryggið á oddinn Vissara að nota tvo smokka í einu? Ingibjörg Sólrún blés í her- lúðra sinnar sveitar á fundi á þriðjudaginn; áhyggjuleysi einkenndi umræður enda telja menn skoðanakönnun vik- unnar, sem sýnir D-lista með ómarktæka forystu, hið besta mál. „Afrekaskrá Reykja- víkurlistans er best geymda leyndarmál borgarinnar," sagði einhver á fundinum, og ræður borgarfulltrúa bentu til þess að í kosningabaráttunni yrði af nógu að taka. Ham- ingjan var innsigluð yfir ölglasi með borgarstjóra á Ara í Ögri. Arni er að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðis- flokksins - vona Reykajvíkur- listamenn sem hvísla um skoðanakönnun um hvort þeirra Ingibjargar Sólrúnar borgarbúar treysti betur í hið háa embætti. Stjarna Sólrúnar rís ennþá hærra nú en í könnun sem gerð var mánuði fyrir síðustu kosningar - samkvæmt enn- þá óbirtri könnun. Menn reikna dæmið svona: borgar- búar eru búnir að gera í eitt skipti fyrir öll upp við sig hvort þeir vilji frekar hana eða Árna. Heildsali í pottinum hélt því fram að áfengis- smygl væri miklu meira en upp hefur komist um. Tölur Ríkisins og Hagstofunnar um vodkadrykkju sýndu helmings samdrátt hennar, sem fengi ekki staðist. Óhemju smygl væri f gangi og vitað væri að gámur af Jenkins-vodka fram hjá tolli, hefði viðgengist viku- lega um alllangan tíma, gám- ur eftir gám hefði farið í gegn. Hjá veitingamönnum mætti heyra að vodkadrykkja hefði ekki minnkað hið minnsta... Rannsóknir hafa sýnt að möguleiki er á að hættuleg- ar veirur, m.a. HIV, geta komist í gegnum blauta gúmmíhanska, sem engin göt eru á. Hefur því verið mælt með því „að þeir sem þurfa að vera með hanska tímunum saman séu í tveim pörum í einu,“ segir í Tímariti hjúkrunarfræðinga, þar sem sagt er frá þessum rannsókn- um. Þær hafa sýnt að breytingar, sem fólk finni á gúmmíhönsk- um við að vera í þeim (teyjast og þykkna), orsakist af raka sem smjúgi inn í latexefnið. Þótt hættan á smitun gegnum vota gúmmíhanska sé hverf- andi, er samt mælt með að vera í tvennum til öryggis. Sömu lögmál og greint er frá að framan ættu eins að eiga við gúmmíverjur. Landsvirkjun Árshátíð starfsmanna á Akureyri Starfsmenn Landsvirkjunar halda árshátíð sína í fyrsta skipti utan borgarmarka höfuð- borgarsvæðisins í kvöld, og fer árshátíðin fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Um 350 manns taka þátt í hátíðinni og hefur fólkið verið að drífa að síðan á fimmtudag. Starfsmannafélagið styrkir hátíðina og einnig fyrir- tækið en ætla má að kostnaður við hátíðina sé ekki undir 7 milljónum króna, þ.e. flug, gist- ing og árshátíðin með öllu. Hjá Landsvirkjun starfa um 270 manns. GG „Grínið um Bjöm var ekkert fyndið“ Svanhildur Konráðsdóttir, ritstjóri Dagljóss, kveðst að siunu leyti geta tekið undir þær athugasemdir sem Út- varpsráð bókaði á fundi sínum sl. mánudag. Þar er harmað „dómgreindarleysi stjórnenda Dagsljóss sem birtist lands- mönnum í þættinum þann 17. febrúar sl. í umíjöllun um hag námsmanna," einsog það er orðað. Mál þetta snýst um að áður- nefndan dag fékk Stúdentaráð Margréti Frímannsdóttur og Hjálmar Árnason alþingsmenn til að bregða sér í hlutverk námsmanna dagstund. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hafnaði þáttöku. Því var Jóhannes Kristjánsson eftir- herma fenginn til að bregða sér í hans hlutverk. „Þegar ég ákvað að um mál- ið skyldi fjallað taldi ég að jafn- ræði ríkti, m.a. með tilliti til að fram komu bæði stjórnarþing- maður og -andstæðingur. Hins- vegar viðurkenni ég að þetta gat skilist þannig að við ættum beina aðild að því að Jóhannes Kristjánsson var fenginn til að herma eftir Birni Bjarnasyni. Það var gert af Stúdentaráði, sem skipulagði þessa uppá- komu alfarið," segir Svanhildur. Hún lítur ekki svo á að bók- un Útvarpsráðs sé á neinn hátt vantraust á stjórnendur Dags- ljóss, heldur sé hún hluti af skoðanaskiptum um efni fjöl- miðla. Þau séu eðlileg, hvort sem þau komi frá Útvarpsráði eða fólki úti í bæ. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður Stúdtentaráðs, kveðst á engan hátt telja að aðför hafi verið gerð að menntamálaráð- Ritstjóri Dagljóss tekur undir athugasemdir Útvarpsráðs um að ósmekk- legt grín um menntamálaráðherra gæti hafa misskilist. „Mér fannst þetta ekkert fyndið, og út úr korti,“ segir formaður Útvarpsráðs. herra þegar Jóhannes Krist- jánsson hermdi eftir honum. „Þeir sem standa í þrasi stjórn- mála verða að þola gagnrýni, þótt hún sé sett fram sem beitt háðsádeila." Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, formaður Útvarps- ráðs, segir að sér hafi þótt um- ljöllun Dagsljóss um tiltekið mál fyrir neðan allar hellur. „Mér fannst þetta ósmekklegt, ekkert fyndið og út úr korti. Þetta var daginn fyrir kosningar til Stúd- entaráðs og ekki eðlilegt á þeim tímapunkti að taka þá til um- fjöllunar málefni stúdenta með þeim hætti sem gert var. Þarna brást Ríkisútvarpið hlutleysis- skyldum,“ segir Gunnlaugur. -sbs. VEÐUR OG FÆRÐ Reykjavík SV4 V 3 SV 4 A2 Akureyri____________ °C Sun Mán Þri Mið SSV4 S3 SV3 SSV3 A3 SV4 VSV2 SV4 A2 Stykkishólmur Egilsstaðir________ c Sun Mán Þri Mið mm °c Sun Mán Þri Mið mm_ 0- -5- -10 SSV 6 SSV4 SV4 SV4 NA3 SV5 VSV4 SV 5 NA3 7-15 ■I: —\ L Bolungarvík SSV4 S 3 VSV3 SSV3 SSV3 SV4 S 5 SV4 SSV4 Kirkjubæjarklaustur 5- 0- -5- -10 SSV4 SSV2 SV2 SV2 NA2 SV4 SV2 SV4 NA2 -10 SSV5 SSA3 SV3 SSV3 S3 VSV2 VSV2 SV2 S2 Blönduós Stórhöfði Línuritin sýna Ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Sunnan stormur, rigning og 5 til 7 stiga hiti víða um landið framan af degi, þó líklega úrkomulítið á Norðausturlandi. Síðdegis snýst vindur til lítið eitt hægari suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum um sunnan- og vestanvert landið og kólnar heldur. Færð á veg'tim Flughálka og skafrenningur er á nær öllum vegum á Suður- og suðvesturlandi. Fært er um Mosfellsheiði og Hellisheiði opnaðist um kl. 15.30. Fært er um aðalvegi á Snæfellsnesi og í Dölum. Á Holtavörðuheiði er skafrenningur og nánast ófært fyrir litla bfla. Djúpvegur norðan Guðlaugsvíkur og Steingrímsijarðarheiði eru í þann mund að lokast vegna veðurs og ófærðar. Á Norðurlandi er Öxnadalsheiði aðeins fær jeppum og stærri bílum. A norðaustur- landi og Austfjörðum eru allir aðalvegir færir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.