Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 11
©itgur-®útmm Laugardagur 8. mars 1997 -17 PJOÐMÁL Hvernig byiiaði þetta allt? Jón Kristjánsson alþingismaður skrifar Kvótakerfið í fiskveiðum hefur nú verið í gildi síð- an árið 1983. Deilur hafa staðið um ágæti þess æ síðan, enda er um einhverja mestu hagsmuni að ræða sem höndlað er með í löggjöf. Vegna umræð- unnar sem verið hefur nú und- anfarið, er ástæða til þess að líta aftur í tímann og riíja upp nokkur grundvallaratriði í sam- bandi við fiskveiðistjórnunina. Hver á auðlindina Það kannast allir við umræðuna um að nokkrir „sægreifar" hafi slegið eign sinni á auðlindina sem þjóðin á, þar að segja fisk- inn í hafinu. Þetta hafi þeir gert þrátt fyrir að það sé skýrt tekið fram í fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða að hún sé sam- eign þjóðarinnar. Auðlindin gangi kaupum og sölum og nú sé svo langt gengið að frumvarp sé fyrir Alþingi um að veðsetja hana, sem muni festa eignarráð sömu manna yfir henni um ald- ur og æfi. Skyld þessari um- ræðu eru skoðanaskipti um veiðileyfagjald en sú kenning byggist á því að veittur sé ókeypis aðgangur að eignum þjóðarinnar. Varðandi þetta er nauðsyn að hafa nokkur grundvallarat- riði í huga og hverfa fyrst til upphafsins. Þegar ljóst var að frjálsar veiðar gengju ekki lengur vegna mikillar afkastagetu ílotans og hættu á ofveiði varð það niðurstað- an að taka upp aflamarkskerfi í fiskveiðum. Áð- ur höfðu þó verið reyndar aðferðir á borð við sóknar- mark, lokanir og íleira. Þegar aflamarkskerfið var tekið upp var ákveðið að úthluta afla- heimildunum á skip miðað við þriggja ára veiðireynslu. Því voru skilyrðin í upphafi fyrir því að fá þessar heimildir að hafa stundað sjó og hafa hætt sínu Hins vegar er ég alls ófáanlegur til þess að standa að grundvallarbreyt- ingum á kerfinu, án þess að sýnt hafi verið fram á annað betra. Þú hefur tapað millj- ónum og tapar enn Einar Ágústsson háskólanemi skrifar Mér finnst mjög einkenni- legt að taka ekki mið af námsárangri við veit- ingu námsstyrkja en Lands- banki íslands hefur ákveðið að hafa spillingu og vanhæfni að leiðarljósi við úthlutun náms- styrkja. Ég sótti rnn námsstyrk til Landsbanka íslands á síðasta ári en þá veitti bankinn sjö slíka styrki. Nú vissi ég reyndar eins og þjóðin öll að Lands- bankinn er þekktur fyrir gríðar- lega spillingu í útlánum og al- gert ábyrgðarleysi en ég hélt að Landsbankinn gæti veitt náms- styrki án þess að vanhæfni og spilling Landsbankans fengju þar öllu ráðið. Ég fékk ekki námsstyrkinn frá Landsbankanum sem ég sótti um en tel að ég hefði átt að fá hann. Ég skrifaði Lands- bankanum og bað um útskýr- ingar á því hvað var haft til hliðsjónar við styrkveitinguna, t.d. hvert vægi námsárangurs hefði verið. Skemmst er frá því er að segja að Landsbanki ís- lands neitaði að svara hvaða al- meiinu viðmiðanir dómnefhdin hefði haft við styrkúthlutunina! Styrkirnir voru auglýstir sem námsstyrkir og því er eðlilegt að ætla að námsárangur hefði verið lagður til grundvallar. Nú er það þannig að styrkur minn liggur miklu meira utan skóla heldur en í skóla en námsár- angur minn einn sér hefði átt að duga mér til að fá styrkinn. Ég hef stundað háskólanám með þessu misseri í fimm ár. Ég tekið námið í þremur löndum og í fjórum háskólum. Þetta miss- erið er ég í þremur háskólum í tveimur löndum. Ég hef tekið námskeið frá átta námsbrautum (skorum) Háskóla íslands. Ég mun á þessu ári útskrif- ast með sex B.S./B.A. gráður og meðaleinkunnir mínar í þessum sex B.S./B.A. gráðum eru núna: 9,2; 9,0 ; 9,0 ; 8,5 ; 8,3 ; 7,8. í þremur af sex greinum eru inn- an við 1% af útskrifuðum nem- endum með hærri einkunn en égU Eg hef vitaskuld sótt fjölda námskeiða og lokið fjöldamörg- um einingum. Til dæmis hef ég lokið vel yfir 100 einingum á einu námsári en fullt nám er 30 einingar og meðalnámsárangur er um 23 einingar á ári. Ég legg þessar upplýsingar um nám mitt fram sem rök- stuðning fyrir því að ég hefði átt að fá námsstyrk frá Lands- banka íslands. Þessi upptalning hefur ekki neitt annað hlutverk en að sýna fram á að Lands- bankinn stendur ófaglega að úthlutun námsstyrkja. Það er mikilvægt að allir þeir sem höfðu hugsað sér að sækja um námsstyrki frá Landsbanka fslands núna fyrir 15. mars viti af því að það er ekki námsár- angur sem skiptir máli við styrkúthlutunina og raunar neitar Landsbanki Islands að segja hvað það er sem skiptir máli. Það verður að teljast afar óeðlilegt að Landsbankinn skuli neita að segja hvað hann hefur til viðmiðunar við styrkveiting- ar af þessum toga. Til eru tvær gerðir af spill- ingu. Fyrri gerðin er almenn spilling. Fjölmörg dæmi má finna um slfkt á Islandi og má þar t.d. nefna óeðlileg hluta- bréfaviðskipti, lánafyrirgreiðsla og stöðuveitingar á stjórnmála- legum forsendum. Þjóðin býr við lýðræði þannig að ef hún ákveður að sækja ekki þá menn til saka, sem t.d. nýta sér trún- aðarupplýsingar um yfirvofandi gengisfellingu til að hagnast um tugi milljóna þá er það alfarið mál þjóðarinnar. Þjóðin getur einnig ákveðið að níðast á fórn- arlömbum nauðgana og barna- níðinga í réttarkerfinu. Þið get- ið sætt ykkur við ömurleg laun og Qárvana menntakerfi og Það verður að teljast afar óeðli- legt að Lands- bankinn skuli neita að segja hvað hann hefur til viðmiðunar við styrkveitingar af þessum toga. raunar getur þjóðin eiginlega haft hlutina eins og hún vill. Ég er reyndar á móti launa- misrétti kynjana, prófsvindli við Háskóla íslands og að geðsjúk- um einstaklingum sé ekki veitt nægjanleg hjálp, auk þess sem ég hreinlega skil ekki af hverju eiturlyfjanotkun hefur verið leyft að blómstra. í lýðræðis- þjóðfélagi hef ég rótt til að væla, en þið viljið hafa þetta svona og þið eruð fleiri en ég þannig að þið ráðið. Mér dettur ekki í hug að vinna á íslandi að námi loknu svo það er enn frekari ástæða fyrir miklu umburðalyndi mínu gagnvart þessu þjóðfélagi sem þið hafið kosið ykkur hér á landi, landi sem annars hefði getað fært ykkur svo mikið. Ilin gerð spillingar er spilling sem beinist gegn mér. Gagnvart henni hef ég ekkert umburðar- lyndi. Ég hef að sjálfsögðu hætt öllum viðskiptum mínum við Landsbanka Islands en ég sætti mig ekki við að Landsbankinn geti ekki veitt námsstyrki á fag- legan hátt. Nú kannt þú að vera að velta fyrir þér hvað þetta allt kemur þér við. Þú berð því miður ábyrgðina á því að ég fékk ekki styrkinn því að þessi banka- stjórn Landsbankans er á þín- um vegum svo að það er þitt að bregðast við. fjármagni eða tekið áhættu með lántöku til skipakaupa. í mínum huga er þetta algjört grundvallarat- riði. Það var þetta sem veitti upphaflega réttinn til þess að ganga í auðlindir hafs- ins að vissu hámarki og vissulega var _______ þessi réttur ekki ókeypis. Fiskimiðin eru eign þjóðar- innar. Hins vegar skapar sú eign ekki rétt til ráðstöfunar á auðlindinni fyrir hvern og einn þjóðfélagsþegn. Sigurður Líndal prófessor hefur orðað það svo að ekki megi rugla saman full- veldisrétti og eignarrétti. í skjóli fullveldisréttarins geti stjórnvöld fyrir hönd þjóðarinn- ar úthlutað atvinnuréttindum til þess að sækja í þessa auðlind svo framarlega sem um það gildi almennar reglur. Framsalið Það hefur verið gagnrýnt mjög að fiskveiðiréttindin séu fram- seljanleg. Um þetta er það að segja að framsalið hefur aukið hagkvæmni í kvótakerfinu og á mikinn þátt í þeirri verðmæta- aukningu sem orðið hefur í framleiðslu sjávarafurða. Því er óhyggilegt að hverfa frá þeirri reglu. Hins vegar er rétt að endurmeta í ljósi reynslunnar úthlutun til þeirra sem ekki nýta sér réttinn ár eftir ár. Sömuleiðis væri hægt að halda eftir veiðiheimildum til þess að hlaupa undir bagga þar sem áföll verða og einstök byggðar- lög standa eftir án kvóta. Margs konar leiðir eru til aðrar en að stofna hagkvæmni í kerfinu í voða með því að fella niður heimildir til framsals. Gjald fyrir veiðileyfi Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi eru sterk um þessar mundir og hlutabréf í þeim ganga á mörk- uðum á margföldu nafnverði. Sjávarútvegurinn hefur verið að ganga á skuldir sínar sem er mjög af hinu góða. Umræða um veiðileyfagjald hefur verið mjög hörð og samkvæmt skoðana- könnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því. í þessu sambandi verða nokkur grundvallaratriði að vera ljós. í -fyrsta lagi greiðir sjávarútveg- urinn nú þegar ýmis gjöld fram yfir hefðbundna skattlagningu, til dæmis framlag í þróunar- sjóð. í öðru lagi er gjald fyrir veiðiheimildir skattlagning, ver- ið er að draga fé út úr atvinn- ugreinni í ríkissjóð. í þriðja lagi er ljóst er að ef hagstæð þróun heldur áfram í sjávarútvegi fer að ganga á tap fyrri ára sem verður til þess að greinin fer að greiða skatta með hefðbundn- um hætti. í fjórða lagi væri eðli- legt ef það er vilji til þess að leggja meiri gjöld á atvinnu- greininni að hún borgaði þá stærri hlut í þeirri þjónustu sem henni er veitt, t.d. gjald á móti hafrannsóknum. Hins vegar á Ilafrannsóknastofnun að vera óháð útgerðinni og ekki rekin af henni svo skýr skil verða að vera þar á milli. Einnig er mikið grundvallar- atriði að veiðileyfagjald hefur ekkert með breytingar á kvóta- kerfinu að gera. Kvótinn mundi vera gjaldstofn og grundvöllur gjaldsins. Að vita hvað maður hefur Ég er einn af þeim sem hef ekk- ert á móti því að ræða agnúana á því kerfi sem nú er notað til fiskveiðistjórnunar og reyna að sníða þá af. Hins vegar er ég alls ófáanlegur til þess að standa að grundvallarbreyting- um á kerfinu, án þess að sýnt hafi verið fram á annað betra. Ég hef ekki trú á sóknarmarki eða sóknarstýringu og er sann- færður um að ef það kerfi hefði verið í gildi síðasta áratug, hefði verðmætasköpun í sjávar- útvegi verið minni heldur en hún er nú og ástand flskistofn- anna enn verra. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavik - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 - Netfang: isr@ rvk.is Utboð F.h. Árbæjarsafns er óskað eftir tilboðum í rekstur Dillons- húss. Árbæjarsafn er opið frá 1. júní til 31. ágúst og 20. september, svo og tvo sunnudaga í desember 1997. Á opn- unartímabilinu er safnið opið frá kl. 9 til 17 virka daga nema mánudaga og frá kl. 10 til 18 laugardaga og sunnudaga. Rekstur Dillonshúss þarf að vera í takt við aðra starfsemi safnsins, og er áhersla lögð á að Dillonshús bjóði upp á þjóðlegar veitingar. Áhugasamir sæki útboðsgögn á skrifstofu vora að Fríkirkju- vegi 3, 101 Reykjavík. Opnun tilboða: Miðvikud. 26. mars 1997 kl. 14 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lagnir dreifikerfis í Hafnarfirði. Verkið felst í að leggja dreifikerfi hitaveitu í tvö ný íbúðarhverfi, Einarsreit og „Byggðina í hrauninu" og jarðvinnu fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar. Helstu magntölur eru: ^ Hitaveitulagnir, alls um 2.300 m Skurðir fyrir Rafveituna um 2.500 m Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með þriðjudegin- um 11. mars nk. gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: Miðvikud. 19. mars 1997 kl. 11 á sama stað.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.