Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 10
10- Laugardagur 8. mars 1997
|Dagur-®mxmrt
Menntamálaráðuneytið
Menningarsjóður íslands
og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl
Finnlands og íslands. í því skyni veitir sjóðurinn ár-
lega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir
verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur
við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef
sérstaklega stendur á. Styrkir til að sækja norrænar
eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til
greina.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari hluta árs
1997 og fyrri hluta árs 1998 skulu berast sjóðsstjórninni
fyrir 31. mars 1997. Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum
verður tekin á fundi sjóðsstjórnar í lok júní nk.
Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu
4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar
á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands,
6. mars 1997.
Aðalfundur 1997
Aðalfundur Gúmmívinnslunnar hf. verður haldinn
laugardaginn 15. mars 1997, í Stássinu, Glerárgötu
20, Akureyri og hefst fundurinn kl. 18.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. grein sam-
þykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega borin upp.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til
sýnis, viku fyrir aðaifund.
GÚMMÍVINNSLAN HF.
Réttarhvammi 1 • Sími 461 2600
Oska eftir að ráða
prentara til starfa
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Um vaktavinnu gæti verið að ræða.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
(Leifur) í síma 462 4166.
LIMMIÐAR NORÐURLANDS HF.
Strandgötu 31 • 600 Akureyri
Sími: 462 4166 • Fax 461 3035
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080
Útsoía
áCandy
heimilistækjum
P J Ó Ð M Á L
Leikskóli
Björg
Bjarnadóttir
skrifar
Uppbygging leikskóla á ís-
landi er víða tii fyrir-
myndar en í mörgum
sveitarfélögum þarf að gera
verulegt átak til að hægt verði
að tala um leikskóla fyrir öll
börn. Til að það verði hægt þarf
að vera fyrir hendi tilboð um
leikskóladvöl fyrir öll börn frá
því að fæðingarorlofi lýkur til
sex ára aldurs óski foreldrar
þess. Það virðist sem svo að
margar sveitarstjórnir miði
upphaf leikskólagöngu við
tveggja ára aldur barna og
byggi áætlanir um uppbygg-
ingu leikskóla á þeim leiða mis-
skilningi að börn skuli ekki
byrja í leikskóla fyrr.
Skyldur sveitarfélaga
Frá því að lög um leikskóla
voru samþykkt á Alþingi 1994
er leikskólinn skilgreindur sem
fyrsta skólastigið í landinu og
6r ætlaður fyrir börn undir
skólaskyldualdri. Bygging og
rekstur leikskóla skal vera á
kostnað og í umsjón sveitar-
stjórna og er þeim skvlt, að
hafa forystu um að tryggja
börnum dvöl í góðum leikskóla.
Það er staðreynd eins og öllum
er kunnugt að fæðingarorlof
hér á landi er einungis 6 mán-
uðir. ísland er þar eftirbátur
annarra norðurlandaþjóða í því
sem og mörgu öðru er lýtur að
aðbúnaði og kjörum ijöl-
skyldna, þar með talið barna í
landinu. Það gefur auga leið að
stutt fæðingarorlof gefur ekki
foreldrum möguleika á því að
velja um það að vera heima
með ungum börnum sínum
standi hugur þeirra til þess. Því
miður er það staðreynd að
sveitarfélög bregðast ekki á
fullnægjandi hátt við þessum
aðstæðum í samræmi við óskir
foreldra því yngstu börnunum
er víða úthýst úr leikskólunum.
Réttur barna
Það er fyrst og fremst réttur
barnsins að fá að vera í leik-
skóla. Það að vera í góðum leik-
skóla hlýtur að vera krafa for-
eldra fyrir börn sín, hversu ung
sem þau eru. Hve lengi dags
barnið dvelst í leikskólanum
fer eftir aðstæðum og óskum
hvers og eins. Því hefur stund-
um verið fleygt fram að heimil-
in og leikskólinn keppi um
börnin og að leikskólakennarar
haldi því fram að það að vera í
leikskóla sé það besta fyrir
börn í nútímaþjóðfélagi. Þetta
er misskilningur. Leikskóla-
kennarar líta á leikskólaupp-
eldi sem nauðsynlega viðbót við
foreldrauppeldið og leggja
áherslu á góða samvinnu og
Það er réttur
barnsins að fá að
vera í leikskóla. Að
vera í góðum
leikskóla er krafa
foreldra.
traust milli foreldra og leikskól-
ans, ávallt með velferð og hag
barnsins í fyrirrúmi. í þessu
sambandi má benda á að rann-
sóknir sýna að eftir því sem
börn byrja fyrr í leikskóla
standa þau sig betur hvað
varðar ýmsa þroskaþætti
seinna í skólagöngu sinni. Þetta
er að margra áliti mikilvæg-
asta forsendan fyrir nauðsyn
leikskólauppeldis fyrir öll börn
og ætti að vera hvatning til
sveitarstjórnarmanna til að
koma á móts við þarfir yngstu
barnanna.
Skóli fyrir börn frá 6
mánaða aldri
Ég hef velt því fyrir mér hvort
þetta litla fallega orð skóli geti
verið fráhrindandi í hugum ein-
hverra í þessari umræðu. Fólki
finnist það ekki viðeigandi að
tala um skóla/skólagöngu fyrir
nokkurra mánaða gömul börn,
hvað þá hugtakið að læra eða
menntun. í uppeldisáætlun leik-
skóla er kveðið á um uppeldis-
og námssvið. Eitt þeirra er leik-
urinn. Gildi leiksins fyrir
þroska barnsins er löngu við-
urkennt af fræðimönnum. Leik-
urinn er hið eðlilega tjáningar-
form barnsins og í gegn um
hann læra börn og afla sér
þekkingar. Þau fá útrás fyrir
tilflnningar sínar, sköpunar- og
hreyfiþörf.
Hugmyndaflug barnanna og
forvitni birtist í leiknum, svara
er leitað og rökhugsun efld.
Börnin iæra að vinna saman,
taka tillit, virða rétt og sam-
skiptareglur.
Annað námssvið í uppeldis-
áætlun leikskóla er umönnun
og daglegar venjur. Því yngri
sem börnin eru því meiri natni
þarf að leggja í þennan þátt
uppeldisstarfsins. Þar er lögð
höfuð áhersla á tilfinninga-
tengsl, traust og öryggi. Smám
saman verða börnin sjálfbjarga
og móta sína eigin sjálfsmynd í
samskiptum sínum við önnur
börn og starfsfólkið. Starfið í
leikskólanum mótast einnig
mjög af venjubundnum athöfn-
um sem lúta að líkamlegum
þörfum barnanna, máltíðir,
hreinlæti, hvfld, klæða sig
o.s.frv. Að annast börnin and-
lega og líkamlega af ábyrgð,
hlýju, virðingu og áhuga er
grundvallaratriði í öllu leik-
skólastarfi.
Leikskólaheitið skírskotar til
þess fjölbreytta uppeldis- og
menntastarfs sem fram fer í
leikskólum og ætti því ekki að
valda nokkurri tortryggni í
hugum fólks. Til gamans má
geta þess að latnesk/gríska
orðið schola þýðir í uppruna-
legri merkingu tómstundir sem
notaðar eru til náms.
Framtíðarsýn
Áður en hægt verður að tala
um leikskóla fyrir öll börn þarf
margt að koma til. Það sem þar
vegur þyngst er að mínu mati
viðhorfsbreyting. Að litið verði
á leikskólann sem sjálfsagðan
hluta í skólakerfinu, og hann
hugsaður fyrst og fremst vegna
barnanna og þeirra þarfa er
þar mikilvægast. Uppbygging
leikskóla þarf að vera ofar á
forgangslistum margra sveitar-
félaga. Til að efla leikskólastarf
þarf að gera átak í menntunar-
málum leikskólakennara, því
víða er skortur á fagfólki og
það háir leikskólastarfi veru-
lega. I menntun leikskólakenn-
ara þarf að taka mið af því að
öll börn eigi rétt á leikskóla-
dvöl. Þar er átt við að námsefni
og verkleg þjálfun v/yngstu
barnanna verði ekki fyrir borð
borin. Lengja þarf fæðingaror-
lof og gefa báðum foreldrum
kost á því. Það er réttur barns-
ins og barátlumál sem allir
ættu að geta sameinast um.
Áfram mætti eflaust lengi telja,
en að lokum er ekki hægt að
láta hjá líða að benda á nauð-
syn þess að hækka laun þeirra
stétta sem eru í umönnunar-,
uppeldis- og menntageiranum
svo þau verði eftirsóknarverð-
ari. Til þess er tækifæri nú.
Höfundur er formaður Félags íslenskra
leikskólakennara.
Hreinsum leður,
rúskinn og mokkafatnað
Sendum í póstkröfu.
Góö þjónusta í yfir 40 ár.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbraut 58-60, Álfabakka 12 í Mjódd og Grímsbæ við Bústaðaveg.