Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Síða 3
. _YTR>
. nr
JJagur-®bn&m Laugardagur 8. mars 1997 -15
Hinn fullkomni samruni
Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, og Sigurður Halldórsson, sellóleikari.
Beethovenaðdáendur ættu ekki að
láta tónleika þeirra Daníels Þor-
steinssonar, píanóleikara, og Sig-
urður Halldórsson, sellóleikara, fram hjá
sér fara. Fluttar verða fimm sónötur og
þrenn tilbrigði fyrir píanó og er um
heildarflutning á verkum tónskáldsins
fyrir þessi hljóðfæri að
ræða.
„Eitt tilbrigðið er við
stef eftir Hándel en hin
tvö eru við sitt hvort
stefið úr Töfraflautu
Mozarts. Tilbrigðin
bera Beethoven mjög
sterkt vitni en samt
setur hann stundum
upp hatt hinna. Þannig
heyrir maður í Mozart
í tilbrigðunum við stef-
in úr Töfraflautunni en
þau eru samt eftir
Beethoven. Þetta er
mjög skemmtileg blanda,“ segir Daníel
aðspurður um verkin sem flutt verða á
tónleikunum.
Sónöturnar fimm segir Daníel að
skipta megi í þrennt. Fyrstu tvær skrifi
Beethoven á sínum yngri árum og þær
geri miklar kröfur til píanóleikarans. I
seinni sónötunum skapist síðan meira
jafnvægi milli hljóðfæðranna. „í tveimur
síðustu sónötunum verður hinn full-
komni samruni hljóðfæranna. Þá er Be-
ethoven orðin heyrnarlaus og því með
ólíkindum að honum hafi tekist þetta
svona vel.“
Krefjandi
flutningur
Flutningur þessara
verka tekur alls þrjár
klukkustundir en þeir
Daníel og Sigurður
skipta verkunum niður
á tvenna tónleika. „Það
er bæði til að ofgera
ekki áhorfendum og
kannski ekki síður til
að ofgera ekki okkur
sjálfum. Þetta er mjög
kreljandi flutningur.
Tónlistin er svo kyngimögnuð og í henni
mikill innri kraftur sem bæði gefur mik-
ið en tekur líka frá manni í flutningi.
Þannig að það er engum greiði gerður
með því að flytja þetta allt í einu,“ segir
Daníel.
- Eiga þessi hljóðfæri vel saman?
„Já, mjög vel. Sellóið er það kraftmik-
ið að píanóið þarf ekki að gefa mikið eft-
ir. Það er hægt að nota kraftinn í píanó-
inu nokkuð óhikað á móti sellóinu sem
er töluvert öðruvísi en þegar spilað er
t.d. með flautu eða jafnvel með fiðlu."
Tónleikarnir um helgina fara fram í
Gerðurbergi í Reykjavík klukkan 17 á
sunnudag. Seinni tónleikarnir verða síð-
an á sama stað í apríl. AI
I tveimur síðustu
sónötunum verður
hinn fullkomni sam-
runi hljóðfœranna.
Pá er Beethoven orð-
in heyrnarlaus og
því með ólíkindum
að honum hafi tekist
þetta svona vel.
Hafdís Jósteinsdóttir með ömmudrenginn Jón Þór við útigrillið í skotinu
milli skaflanna.
að er satt að segja dálítið
undarleg upplifun, ef ekki
beinlínis einstök tilfinn-
ing, að paufast í myrkri á milli
himinhárra skafla sem hálfhylja
húsin í kring og finna allt í einu
leggja að vitum sér í gegnum
kófið ómengaðan ilm af lamba-
kjöti snarkandi á útigrilli. Grill-
lyktin er eins og fjarlæg angan
frá ókomnu sumri.
Þessa einstöku tilfinningu
upplifði blaðamaður Dags-Tím-
ans eitt snjóþungt vetrarkvöldið
á Húsavík. Og eins og gáttaþef-
um er gjarnt rann hann á lykt-
ina sem barst yfir skaflana, í
gegnum snjógöng sem lágu nið-
ur að húsi Sigurðar Þórarins-
sonar og Hafdísar Jósteinsdótt-
ir. í skoti við útidyrnar, þar sem
skaflar og húsveggir mynduð
skjól, stóð Hafdís og grillaði
dýrlegar hryggsneiðar frá að
sjálfsögðu Kaupfélagi Þingey-
inga og naut góðrar aðstoðar
sonarsonar síns, Jóns Þórs Sig-
mundssonar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Hafdís grillar úti í vetur en
ekki áður í svona miklum sköfl-
um. En hún segir það engu máli
skipta, aðalatriðið sé að hafa
skjól. Og hún fullyrðir að kjötið
só jafnvel enn ljúffengara grill-
að úti í stórhríð en í glampandi
sumarsól. „Þetta er frábær leið
til að koma sér í sumarskap
þegar skaflarnir hylja alla
glugga og menn eru orðnir
þreyttir á því að moka sig út á
morgnana og inn á kvöldin“
sagði Hafdís Jósteinsdóttir. Og
hefur lög að mæla. Og eiginlega
furðulegt að fleiri íbúar á snjó-
þyngslasvæðum fari ekki að
dæmi hennar. Sólarlandaferðir
á vetri gegna auðvitað fyrst og
fremst því hlutverki að slá á
söknuð íslendinga eftir sumri
og sól. En hvers vegna ekki að
sleppa sólarlandaferðinni, drífa
sig út í skafl með grillið, skutla
lærissneiðunum á og upplifa
þannig sumarið, sólina og úti-
leguna, allt í einum pakka? Það
er a.m.k. ódýrara en utanlands-
ferðin. js
Grillað á milli skaflanna
Frá degi Tónlistarskólans á Laugum í Reykjadal. Kristrún Kristjánsdóttir við píanóið og Hanna Þórsteinsdóttir
leggur fiðluna að vanga sér. Mynd: Runólfur Eentínusson.
Laugaþrestir
syngja hátt og snjallt
Dagur tónlistarskólanna
var um síðustu helgi.
Víða um land buðu tón-
listarskólar gestum og
gangandi til að kynna sér hvað
þar er að gerast - og víða var
fjölmenni. Hápunkturinn hjá
Tónlistarskóla á Laugum í
Reykjadal var söngur barna-
kórsins Laugaþrasta, sem Björn
S. Þórarinsson, skólastjóri,
stjórnar.
Alls 25 börn eru í kórnum,
sem getið hefur sér gott orð. Nú
um helgina syngur kórinn til að
mynda á Landsmóti barnakóra
sem haldið verður að Laugar-
vatni. Jafnframt verður sungið
fyrir gamla fólkið á Ljósheim-
um, sem er dvalarheimili eldri
borgara á Selfossi. „Kórfélögum
fjölgar lítið í bráð, úr því sem
komið er. Við höfum fengið í
hann öll þau börn hér í dalnum
sem liðtæk eru. Lengra komust
við ekki í bráð, hvað fjölgun
varðar. En auðvitað stefnum við
á að verða sífellt betri og betri,"
segir Björn í gamansömum tón,
Nemendur Tónlistarskólans
á Laugum eru milli 60 og 70
talsins. Þeir nemendur sem eru
á grunnskólaaldri eru alls 33,
en fjölmargir, sem komnir eru
af léttasta skeiði, hafa einnig
gaman af því að læra sitthvað í
tónlist. -sbs.