Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 8. mars 1997 ®ítgur-®úttnttt rlega greinast 40-50 börn börn með hjartasjúkdóma á ís- landi. Af þeim þurfa 20-25 að gangast undir aðgerðir. Frá og með síðustu áramótum eru flestar aðgerðirnar fram- kvœmdar hér á lazndi en alltaf er þó eitthvað um að börn greinist með svo flókinn hjartasjúkdóm að þau þarfnist aðgerðar erlendis. Nœsta föstudag, 14. mars, fer fram landssöfnun Stövðar 2 og Bylgjunnar til styrktar hjartveikum börnum. Það er Neistinn, syrktarfélag hjartveikra barna, sem stendur að söfnunnni í sam- starfi við íslenska Útvarpsfélagið, SPRON, Gulu línuna og fleiri. Yjirskrift söfnunarinnar er „Gefum þeim von!“ og er markmiðið þríþœtt. í fyrsta lagi miðar söfnunin að því að tryggja að hjartveik börn geti haft báða foreldra sína hjá sér án þess að stofha jjár- hagsöryggi fjölskyldunnar í hœttu. 1 öðru lagi að tryggja að börnin sem og aðstandendur þeirra fái félagslega og sálfrœðilega þjón- ustu. Öll fjölskyldan „ veikist“ með barninu og því er brýn þörf á þeirri þjónustu fyrir fjölskyldumeðlimi. í þriðja lagi að hjartveik börn geti lifað sem eðlilegustu lífi utan sjúkrahúsa. Hjartagœslu- og súrefnistœki og önnur dýr hjálpartœki eru sumum hjartveikum börnum nauðsynleg til þess að þau geti dvalist á heimilum sínum. í tilefni vœntanlegrar söfnunar hajði Dagur-Tíminn samband við tvœr mœður, aðra á Akureyri og hina í Reykjavík, sem báðar eiga hjartveik börn. Sú reykvíska býður nú milli vonar og ótta eftir að dóttir hennar komist í hjartaaðgerð. Hin segir sögu af drengnum sínum sem fór í aðgerð fyrir 12 árum og hefur verið heilbrigður síðan. „Hann er dæmi um hve vel getur gengið, “ segir norðlenska móðirin. Saga sem endaði vel Akureyri og er sonur hjón- anna Sólveigar Gísladóttur og Harðar Blön- dal. Hann greindist með hjartagalla nokkurra vikna gamall og var sendur til London í að- gerð tvisvar sinnum, fyrst þegar hann var sex vikna gam- all, og aftur þegar hann var 18 ára. Sólveig móðir hans lýsir atburða- rásinni á eftir- farandi hátt: „Viku eftir að hann fædd- ist var hann útskrifaður af fæðingardeild- inni sem heil- brigður. Þá var barnalæknir búinn að skoða hann en sá ekkert at- Tólf árum seinna. Hress og sprækur með verðlauna- hugavert við bikara sem hann fékk á Andrésar Andar leikunum árið hann. Eftir að 1995- Ekki eru allar sögur um hjartveik börn sorgarsög- ur. Sumar sögur enda vel og gefa hinum, sem bíða milli vonar og ótta, styrk í erfíðleik- um sínum. Björn Blöndal Harðarson er einn hinna heppnu sem lifað hefur full- komnlega eðli- legu h'fi eftir tvær hjartaað- gerðir sem hann fór í á unga aldri. við komum heim kom fljótt í ljós að eitthvað var athugavert. Gráturinn var svo skrýtinn, hann var kaldur á fótum og alltaf að kasta upp. Hann varð Björn er íjórtán ára gamall. Hann er búsettur á Þessi mynd er tekin á öðrum degi eftir seinni aðgerð ina árið 1983 þegar Björn var 18 mánaða gamall. jjky. ^ÆM §ffftfw&íitvi íiik'íf $41 ím'fMw'/Iii 'JwSw ímm,. „Á sínum tíma vissum við ekkert við hverju mátti búast. Hvort hann yrði sjúklingur alla ævi eða hvernig lífi hann myndi lifa,“ segir Sólveig Gísladóttir um son sinn Björn sem fór í tvær hjartaaðgerðir á fyrstu tveimur æviárunum. Mynd: GS samt aldrei neitt blár eins og sagt var að hjartveik böm væru oft. Þegar kona frá ungbarna- eftirlitinu kom í heimsókn ráðg- aðist ég við hana en hún taldi ekki að neitt væri að. Það sem eiginlega bjargaði honum var að systir mín og maðurinn hennar voru bæði í læknisfræði á þessum tíma. Hann var að vinna á Landspítalanum og gekk í að fá barnalækni til að skoða hann. Þegar ég kom með hann á spítalann mátti ekki tæpara standa. Hann var með þrengsli í ósæð sem þýddi að blóðið náði ekki að streyma eðlilega út í líkamann. Því myndaðist svo mikill þrýstingur á hjartað að það stækkaði og var að gefast upp. Hann var settur í frekari rannsóknir og þá kom í ljós að hann var líka með stórt op á milli hólfa.“ Hraðferð til London Björn var drifinn til London í aðgerð strax að þessum rann- sóknum loknum, þá sex vikna gamall. Þar var ósæðin löguð og gekk sú aðgerð vel að sögn Sól- veigar. Opið milli hólfa var þó ekki hægt að laga fyrr en hann varð stærri og því þurftu for- eldrarnir að fara aftur með hann til London í aðgerð einu og hálfu ári seinna. Heppnin var með fjölskyldunni því seinni aðgerðin gekk vel eins og sú fyrri. En hvað með fjárhagslegu hliðina? „Fargjaldið út fyrir annað foreldrð var borgað. En við þurftum að borga hótel og ann- að sjálf. Við vorum heppin því báðar aðgerðirnar gengu vel en ég veit ekki hvað hefði gerst ef við hefðum þurft að vera þarna mánuðum saman,“ segir Sól- veig. Annar fjárstuðningur var ekki til staðar að undanskyld- um styrk sem þau fengu úr minningarsjóði á Landspítalan- um og auk þess fékk Sólveig aukamánuð í fæðingarorlof vegna þess að barnið var veikt. Orlofið á þeim tíma var þrír mánuðir en hún fékk það fram- lengt upp í ljóra mánuði. Hefur spjarað sig vel Eins og áðm- segir hefur Björn náð sér vel eftir aðgerðirnar og neitar að veikindin í æsku hafi háð honum á nokkurn hátt síð- ar. Sólveig tekur í sama streng og bendir á að sonur hennar hafi t.d. verið duglegur að stunda íþróttir og náð góðum árangri bæði í júdó og skíðagöngu. En á Sólveig ein- hver orð til foreldra sem eiga hjartveik börn? „Ekki nema að peningunum er svo sannarlega ekki kastað á glæ með svona aðgerðum. Björn er dæmi um hve vel getur gengið. Á sínum tíma vissum við ekkert við hverju mátti bú- ast. Hvort hann yrði sjúklingur alla ævi eða hvernig lífi hann myndi lifa. Fyrir foreldra sem standa í sömu sporum nú og við þá getur því verið styrkur í að sjá hann í dag.“ AI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.