Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 8
20 - Laugardagur 8. mars 1997 ^Dagur-'cEínmm Ramho ...eða kannski löaaa? Islenskir lögreglumenn lenda sjaldan eða aldrei í skotbar- daga og hafa því tiltölulega litla reynslu af því að skjóta á menn miðað við starfsbræður þeirra erlendis. Sem betur fer hefur enginn íslenskur lög- reglumaður enn sem komið er Ient í þeirri aðstöðu utan einu sinni í Neskaupstað fyrr á öld- inni þegar lögreglumaður varð að verja sig og skjóta að manníjölda enda hefur reynsl- an erlendis sýnt að lögreglu- menn þurfa áfallahjálp eftir slíka reynslu. Þjóðfélagið tekur örum breytingum og ofbeldið fer sífellt vaxandi. Það er því fremur spurningin hvenær en hvort íslenskir lögreglumenn verða að beita kunnáttu sinni. „Á Iögreglustöðvunum hafa alltaf verið til byssur til að nota í neyð. Skotvopnaþjálfun hefur hins vegar ekki verið neitt mjög mikil, þó alltaf einhver gegnum árin. íslensk lögregla er óvopn- uð dags daglega. Vopn eru ekki tekin fram nema upp komi til- felli þar sem er við að eiga menn, sem eru vopnaðir skot- vopnum,“ segir Jón Bjartmarz, yflrmaður sérsveitar Lögregl- unnar í Reykja- vík, sem í dag- legu tali er kölluð Víkinga- sveitin. Heimil- að að vopna alla Grundvall- arkunnátta á skotvopn þykir nauð- synleg fyrir alla lögreglu- menn í frið- sældarríkinu íslandi þó að löggurnar þurfi sem betur fer sjaldan að rípa til vopna. Lögregluskól- anum læra menn um skot- vopn og þjálfa notkun skamm- byssu enda hafa lögreglustjórar heimild til þess að vopna alla lög- reglumenn ef nauð- syn krefur að höfðu samráði við dóms- málaráðuneytið. Al- mennir lögreglu- menn stunda ekki skotæfingar og hafa ekki mjög virka skot- kunnáttu þó þeir hafi tækifæri til þess að stunda skotfimi hjá íþróttafélagi lögreglumanna. í Reykjavík er starfrækt sér- sveit sem sinnir verkefnum út um allt land og hafa sérsveitar- mennirnir aðgang að skamm- byssum af gerðinni Glock, hríð- skotabyssum eða handvélbyss- um af gerðinni Heckler&Kock MP5, rifilum og haglabyssum af fínustu gerð. Állir eru sérsveit- armennirnir vopnaðir skamm- byssum en ekki eru þeir allir vopnaðir hríðskotabyssum eða rifflum enda þarf ákveðna sér- hæfingu í þá síðastnefndu. Ákveðin leynd hvílir yfir starf- semi sérsveitarinnar. Þannig vill Jón ekki gefa upp hversu margir sérsveitarmennirnir eru en talið er að þeir séu um 20 talsins. Skjóta í hjartað „Við erum að flestu leyti með sambærilegan vopnabúnað á við aðrar sérsveitir," segir Jón og Við erum að flestu leyti með sambærilegan vopnabúnað á við aðrar sérsveitir," segir Jón. Flestallir sérsveitar- menn í heiminum eru með hríðskotabyssur af sömu gerð og ísiendingar og marcjir eru með sams konar skamm- byssur. Rifflarnir eru hins vegar af sömu gerð og fást í venjulegum veiðibúðum. Islenskir sérsveitarmenn hittast reglulega til að æfa skotfimi og annað sem nauðsynlegt þykir að þeir hafi á valdi sínu. W020SZ&**s. sjaldnar sveitarinnar. bætir við að flestallir sér- sveitarmenn á Vestur- löndum séu með hríð- skotabyssur af sömu gerð og íslendingar og margir séu með sams konar skammbyssur. Rifflarnir eru hins veg- ar af sömu gerð og fást í venjulegum veiðibúð- um. Sérsveitarmennirn- ir sinna samtímis öðrum störfum innan lögreglunnar enda segir Jón að ekki sé fullt starf að vera í sveitinni. Erfitt er að komast í sér- sveitina enda eru strangar kröfur gerðar til sérsveit- armanna um and- legt og líkamlegt atgervi og eru þeir í reglulegum æfingum, bæði líkamsæfingum og skotæfing- um. Skotæfing- arnar eiga sér stað ýmist á æfingasvæði Skotfélags Kópavogs í kjallara Digranes- skóla eða Saltvík. Þar miða menn á pappxr með áprentuðum mannslíkama og skjóta í hjartað, hausinn eða út- limina allt eftir því á hvað er miðað. „Það má eiginlega segja um svona sveit að því betri sem hún er því sjaldnar þarf hxin að skjóta. Starfið miðast að því að leysa málin á sem farsælastan hátt. Við höfum náttúrulega oft staðið frammi fyrir vopnuðum mönnum en höfum ekki enn skotið á móti fólki nema kannski gas- skotum. Við höfum blessun- arlega sjaldan þurft að gera það,“ segir hann. Æfa meira en í út- löndum „Við æfum margt fleira en að skjóta af vopnum. Við æfum alls kyns taktík og aðferðir. Við lærum til dæmis ákveðnar aðferðir til að yfirbuga hnífamenn. Svona sér- sveit kallar á síþjálfun," segir Grundvallarkunnátta á skotvopn þykir nauðsynleg fyrir alla lögreglumenn ífriðsœldarríkinu íslandi þó að löggurn- ar þurfi sem betur fer sjaldan að grípa til vopna. Menn í Víkingasveitinni hafa aðgang að ferns konar vopnum, meðal annars skamm- byssum og hríð- skotabyssum og œfa reglulega meðferð þessara vopna. Jón og bendir á að skotæfingum sérsveitarinnar sé dreift yfir allt árið. Hann segir að sérsveitar- menn hérlendis æfi meira en almennir lögreglumenn úti í heimi þó að ekki nái þeir sama æfingamagni og aðrar sér- sveitir. Menn- irnir gangast xindir skotpróf einu sinni á ári og verða þá að ná ákveðnu lágmarki. Með viðhaldsþjálfun gengur það vel en þeir sem uppfylla ekki kröfurnar detta út úr sveitinni. „Lögreglan mætir alltaf óvopnuð með- an mennirnir, sem hún á að mæta, eru óvopnaðir," segir Jón. Þeg- ar minnst er á Rambó bendir hann á að það séu ranghug- myndir að í sérsveitum séu Rambó-týpur. Svo sé einmitt alls ekki. Slíkir menn séu ekki teknir inn í sveitina.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.