Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 9
Jlagur-®nttmrt
Laugardagur 8. mars 1997 - 21
Guðmundur Ómar Þráinsson er varðstjóri í almennri deild Lögreglunnar í Reykjavík. Dags daglega sér hann um
pappírsvinnu og stjórnunarvinnu af ýmsu tagi. Af og til bregður Guðmundur Ómar sér þó í sérsveitarbúninginn
og heldur á skylduæfingar í skotfimi í kjallara Digranesskóla. Guðmundur Ómar hefur nefnilega verið í Víkinga-
sveitinni í 14 ár og kann ágætlega við það. MyndinE.ói.
Til sölu frystigámur
Höfum til sölu 20 feta frystigám, innréttaðan til mat-
vælageymslu.
Til kaups óskast rafall
Óskum að kaupa 6-10 kw rafal 380/220 v. 1500 snún-
inga.
Skipagötu 14, Akureyri,
sími 462 6899.
ÞJONUSTAN ehf
m
Framsóknarflokkurinn
Máiþing um kynferðisofbeldi
Háskólabíó 8. mars
VÆNDI, KLÁM OG KYNFERÐISLEGT OFBELDI
DAGSKRÁ:
1. Konur og klám.
(Háskólanemar)
2. Eykur klám líkur á ofbeldi?
(Guðrún Jónsdóttir)
3 Kynferðisleg áreitni.
(Stefanía Traustadóttir frá Skrifstofu Jafnréttismála)
4. Klám á IntemetMu. Snúum vöm í sókn.
(Anna Ó. Bjömsson og Salvör Gissurardóttir)
5 Sagt frá nýlegri ráðstefnu í Stokkhólmi.
(Kristín Jónasdóttir)
6. Hvemig er vændismarkaðurinn á íslandi og
hvemig hefur hann áhrif á stöðu kvenna?
(Fulltrúi frá Stígamótum)
Guðmundur er
í sérsveitinni
tli ég hafi ekki sóst eftir
því að komast í sér-
sveitina til að hafa fjöl-
breytni í starfi og vera ekki allt-
af í því sama,“ segir Guðmund-
ur Ómar, þar sem hann er að
skjóta á mark í kjallara Digra-
nesskóla. Hann byrjaði í sveit-
inni um sama leyti og Jón
Bjartmarz.
- Hefur hann velt þeirri til-
hugsun fyrir sér að þurfa ein-
hvern tímann að skjóta mann?
„Maður hefur náttúrulega
velt þessu fyrir sér,“ segir Guð-
mundur Ómar og kveðst ekki
hafa komist að neinni niður-
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 10. mars kl. 20-
22 verða bæjarfulltrúarnir
Ásta Sigurðardóttir og Sig-
urður J. Sigurðsson til viðtals
á skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu
svara símaviðtölum eftir því
sem aðstæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
stöðu. „Þessi þjálfun byggist á
því að vera yfirvegaður og ró-
legur. Það er vont að segja
hvernig maður myndi bregðast
við,“ segir hann. Hann viður-
kennir að það sé slæm tilhugs-
un að þurfa að skjóta fólk.
Guðmundur er áhugamaður
um skotveiðar og reynir að fara
einu sinni til tvisvar á ári á gæs
og rjúpu. Hann segist þó ekki fá
neitt betri feng en veiðifélag-
arnir þó að hann hafi sennilega
betri þjálfun en þeir.
„Heppni spilar svo mikið inn
í,“ útskýrir hann. -GHS
Menntamálaráðuneytið
Þýðingarsjóður
Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum
bókmenntum.
Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982
og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk
sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá tii útgáfu
vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðsl-
ur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera
þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða-
kröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1997 nemur 7.6
milljónum króna.
Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í
afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 4. apríl
1997.
Reykjavík,
3. mars 1997.
Fundarstjóri: Valgerður Sverrisdóttir
f
Landssamband Framsóknarkvenna
B
Landsvirkjun
Útboð
Su Itartangavi r kj u n
Byggingarvinna
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingarvinnu
fyrir 120 MW Sultartangavirkjun, í Þjórsá við
Sandafeil, í samræmi við útboðsgögn SUL-02.
Verkinu er skipt í þrjá hluta sem hér segir:
Hluti 1. Gröftur um 100 metra langs aðrennslisskurðar.
Gröftur 3,4 km langra jarðganga sem verða um 140
fermetrar að þverskurðarflatarmáli og steinsteypt inntak
í jarðgöng.
Hluti 2. Gröftur fyrir stöðvarhúsi og tengivirkishúsi,
bygging þessara húsa og fullnaðarfrágangur. Upp-
steypa inntaksvirkis og steypa með aðrennslispípum
að stöðvarhúsi, gröftur kapalganga milli stöðvarhúss og
tengivirkishúss og gerð vega að húsunum. Gröftur er
um það bil 200.000 rúmmetrar, steypa 30.000 rúm-
metrar og mót 35.000 fermetrar.
Hluti 3. Gröftur 7,2 km langs frárennslisskurðar frá
stöðvarhúsi að Þjórsá skammt ofan við Búrfellsvirkjun og
bygging um 30 metra langrar tvíbreiðrar brúar á skurð-
inn. Gröftur er um það bil 3.000.000 rúmmetra. Heimilt er
að bjóða í hvern hluta fyrir sig, eða fleiri saman.
Verkinu skal Ijúka í janúar árið 2000.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeg-
inum 11. mars 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upp-
hæð kr. 10.000 með VSK fyrir fyrsta eintak og kr. 4.000
fyrir hvert viðbótareintak með VSK.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12 þriðjudag-
inn 6. maí, 1997.
Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að
Bústaðavegi 7, Reykjavík, sama dag, 6. maí 1997 kl.
14. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir
opnunina.