Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 17

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 17
iDagur-SImrám Laugardagur 8. mars 1997 - 29 L I F O G LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar l.Spurt er um þekktan kirkju- stað og fornt höfuðból á Fellsströnd. Þar er rekin end- urhæflngarstöð fyrir drykkju- sjúklinga. Hver er staðurinn? 2.Hvað heitir fjallvegur sá á Vestfjöröum sem liggur milli Dýraíjarðar og Önundarfjarð- ar? 3.Spurt er um kirkjustað og fyrrum prestssetur á Vatns- nesi í Vestur-Húnavantssýslu. Þar sat lengi prestur, skoskur að uppruna, sem varð inn- lyksa hér á landi í síðari heimsstyrjöld og hóf þá guð- fræðinám við Háskóla ís- lands. Hann varð góður og gegn íslendingur og þjóð- þekktur maður. Hver var hann? 4. Hvar á Möðrudalsöræfum eru sýslumörk milli Þingeyjar- og Norður-Múlasýslna, það er Norðurlands eystra og Aust- urlands? 5. Alþekkt, er að ákveðnir ætt- bogar verða ríkjandi og eign- ast ákveðin byggðalög. Þann- ig átti Wathne-ættin svokall- aða kaupstað á Austurlandi með manni og mús, þó þau ítök séu engin nú. Hver er kaupstaðurinn? 6. Spurt er um þjóðþekkta sunnlenska þjóðsögu um skessur tvær. Önnur bjó í Bjólfelli á Landi og hin í Búr- felli í Þjórsárdal. Þær kölluðu sín á milli, svo bergmálaði í fjölluin, að þær ætluðu í stór- um potti að sjóða mann. Hver var hann? 7. Myndin hér á síðunni er af fámennu kauptúni á Suður- landi, sem er við hafnlausa strönd. En samt sækja heimamenn á sjóinn og hafa bátar þeirra orðið einkennis- tákn kauptúns þessa. Hvert er það? 8. Helsta gaman ferðamanna sem heimsækja Þórsmörk er að ganga á fjall sem gnæfir yfir Mörkina. Þar er hringsjá og útsýni gott. Hvað heitir fjallið? PS. Ranglega sagði ég ( síðasta þætti að þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi pas? steytti á skerinu Hnokka á Straumsíirði árið 1936 að öll áhöfnin hefði farist. Hið rétta er að einn maður úr fjölmennri áhöfn komst lífs af. ■jn>[nruqB[BA '8 •pjpjýpi j >[ja L ■ iiimuoq.n:j j jnssij) 9 ■jnQjofjsiQXes 5 jsipqsdnjisia y 'p ■qaiir Jjoqpsi g ■iQiaqsiiujniuioo z •IiajjBQBJS l ;J°AS Möttulstrókurinn Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Löngu er orðið kunnugt að ís- land skiptist milli tveggja risastórra platna (fleka) sem renna löturhægt í sundur. Yfir- borði jarðar er skipt í all- margar slíkar og þær renna til, skríða, á deigu lagi sem er á allt að 200 km dýpi í möttli jarðar (möttullinn er hluti jað- ar, milli skorpu og kjarna). Heitir en afar hægfara efnis- straumar í mjög seigu, nærri föstu bergi möttulsins knýja plöturnar áfram. Þær skiljast að eða rekast á. Á plötuskilum, eins og undir og á íslandi og öllum Atlantshafshryggnum rís möttulefni móti yfirborði jarðar og hluti þess bráðnar um leið. Þess vegna er eldvirkni á hryggnum og tíð eldgos á ís- landi. Og þess vegna verður til nýr sjávarbotn í takt við rek platnanna í gagnstæðar áttir. II. Fyrir nokkru uppgötvuðu jarð- vísindamenn svonefnda möttul- stróka víða um heim. Sumir eru undir hryggjunum en aðrir hér og hvar, ýmist undir jarðskorpu meginlanda eða sjávarbotnin- um. Strókarnir eru sívöl upp- streymissvæði heits möttulefnis, heldur kröftugri en uppstreym- ið undir plötuskilunum (úthafs- hryggjunum). Þvermálið er bara 50-100 kílómetrar en þeir ná afar djúpt ofan í möttulinn. Svæðið þar sem þeir koma upp undir yfirborð jarðar nefnist INNRI OERO JAROAR Vln fjami ^'12000 Kilomiítra hykkui) heitur reitur og streymir þar meiri varmi frá jörðu en allt um kring. Svona heitur reitur með möttulstrók undir er á íslandi og bætir sínu uppstreymi kviku- myndandi efnis við uppstreymið vegna plötuskriðsins. Úr verður einkar íjölbreytt og mikil eld- virkni. ra. Möttulstrókurinn undir íslandi var eitt sinn norðvestan við landið. En hreyfingar platn- anna í sundur og rek þeirra saman til vesturs hafa gert að verkum að nú er heiti reiturinn á svæði sem markast m.a. af Vonarskarði, Kverkfjöllum, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hann á þátt í myndun eld- stöðvakerfanna á þessum slóð- um og líka í að spenna upp miðbik landsins og halda þykk- ildinu íslandi „á floti“ jafn hátt úr sjó og raun ber vitni. Ileiti reiturinn hefur líka áhrif á hvernig eldvirka beltið liggur um landið með hlykk í miðjunni og tveimur hliðargosbeltum, á Snæfellsnesi og á Suðurlandi. Efnafræðilegar og eðlisfræðileg- ar rannsóknir hafa staðfest til- vist hans en frekari rannsókna er þörf til þess að skoða lögun lians og dýpt og ástand efnis innan hans. M.a. er verið að nota jarðskjálftabylgjur, líkt og gert er með hljóðbylgjum (són- ar) við fósturskoðun, til þess að fá gleggri mynd af fyrirbærinu. Aðrir svona strókar eru t.d. undir Jan Mayen, Azoreyjum og Grænahöfðaeyjum hér í Atl- antshafinu. Fluguveiöar að vetri (9) Eftiraiimiilegir veiðifélagar Stefán Jón Hafstein skrifar Fyrir utan einn og einn fisk sem kannski tekur og kannski tekur ekki, eru það veiðifélagarnir sem gefa lífinu gildi. Við sátum íjögur á sunnudagskvöldi og létum hug- ann reika til liðinna ferða, og undirbjuggum okkur fyrir ferð sumarsins, svona andlega, meðan úti snjóaði. í vikunni fékk ég kveðju frá franskmanni sem ég veiddi með í sumar. myndir og gjöf, með þökk fyrir samveruna í sumar - hann kemur aftur ’98 og þá með aldraðan föður sinn. Þetta var Bruno, sem sér fisk með sínum brúnu augum hvar sem hann gengur um bakka, alveg mögnuð sjón sem maður- inn hefur og gaman að vera með honum. Með Bruno kom hinn sviss- neski Marc Petitjean. Það vildi þannig til að þeir voru boðnir til að gera litla heimilda- mynd um slóðir hins heimsfræga Laxárurriða. Ég var beðinn að liðsinna þeim. Og svo dalinn: „Ég var í Ameríku í fyrra, það voru 400 veiðimenn við einn svona hyl“! Hann var svo snortinn að hann kastaði varla. Og smám saman kynntist ég ílugunum góðu. Marc hnýtir bara úr „cul de canard”; íjöðr- um andarinnar sem krýna fitu- kirtlana við rassinn. Þar nudd- ar öndin nebba sínum og fær fitu til að smyrja fiðrið. Marc notar sem sagt bara íjaðrir þar í kring í flugur sínar. Þetta er eins og fínasti dúnn og þurr- flugurnar fljóta, maður lif- andi... Hann hnýtir líka úr þessu púpur, lirfur og straum- flugur. Með flugum sínum reynir hann ekki að líkja beint eftir neinu sérstöku skordýri, heldur frekar almennum form- um skordýra. Rassendafjaðr- irnar eru mjög lifandi í vatninu; hárin tifa og sumar flugurnar fá sérstakt líf undir yfirborði, meðan þurrflugurnar sitja mjög þekkilega. Og þær virkuðu fínt. Það merkilegasta við flugur Marcs er að þær fiska um allan heim! Hann hnýtir flugur sem lagðar eru fyrir fiska í norðri og suðri, austri og vestri, og þær veiða allar fiska. í heild lætur hann sér nægja um 40 afbrigði og stærðir. Það þarf ekki meira til að slógust » Félagarnir tóku sér drjúgan tíma frá hopmn þeir vejðurn tii að njóta eldfjallasýnar. Rudytókmyndina cilnntT Rudy og Er- vexua snung. Segir hann wm, sem eg hjálpaði með annari hendi meðan ég sagði hinum til, veiddi fyrir myndavélina og kynntist góðum félögum. Það er reyndar ekki sjálfgef- ið að taka að sér aðkomu- menn, ég vil velja mína félaga sjálfur. En vegna þess að mér var tjáð að Marc Petitjean væri merkilegur fluguhönnuður og hnýtari tók ég þá að mér - og þeir reyndust fínir félagar. Marc hóf snemma að fara sínar eigin leiðir í fluguhnýt- ingum og þar kom að vinir hans sögðu: Marc, þú átt að leggja þetta fyrir þig. Nú rekur hann lítið fyrirtæki og hannar sjálfur og selur alls konar veiðigræjur, flugur, stangir, fatnað, og vesti... Allt er það frábrugðið öðru og margt betra. Sem bet- ur fer kom í ljós að þetta voru hófsamir og prúðir veiðimenn sem unna fagurri náttúru, friði og...einum og einum fiski svona þegar vel stendur á. Við vorum heppnir, stundum. Bruno byrj- aði á að setja í 4 pundara og inni í honum fundum við and- arunga! Svona byrjun á veiðitúr kemur stemmningunni í gang. Erwin kallinn, bókasafnsfræð- ingur sem skondraði um á köfl- óttri skyrtu og með hálsklút, kvikur í hreyfingum og alltaf að biðja afsökunar á sjálfum sér - hann setti líka í vænan fisk á fyrsta degi og skrýddi hann fagurlega ofnum blóma- kransi! Og Rudy gamli öðlingur- inn... hægur í tali með sitt hlý- lega yfirskegg sagði við mig þar sem við stóðum í kvöldsólinni og horfðum á fiskana vaka, ein- ir þar sem áin fellur niður í Auminga Rudy kallinn. Ilann fékkst ekki til að vaða og var alltaf að missa fiska. Hann talaði lélega ensku og líkti meira eftir látunum þegar fisk- arnir sluppu. Það var ekki fyrr en ég heimtaði að vaða út með honum þar sem ég vissi af fiski að ég sá hvers kyns var. Ég hafði séð hvað flugurnar hans Marcs voru að gera þann dag- inn og sagði honum að setja eina á. Fiskur kom í fyrsta kasti og fór með fluguna. Rudy var með einhverja meginlands- tauma fyrir einhver dauðyfli! Ég lét hann skipta um taum og nú var sá gamli í essinu sínu: ijórir fiskar í beit, og sá stærsti 4 pund. Erwin var alltaf að mynda. „Erwin, ætlarðu ekki að drífa þig út í á?“ hrópaði ég þegar Rudy var kominn með þrjá. „Ah...nei,“ sagði hann af- sakandi, „ég þarf að mynda fuglana." Þeir minntu mig á japanska hópinn sem ég sá til í Laxá í Kjós; þegar allir voru búnir að setja í fisk fóru þeir að tína sveppi. Marc sá að ég var vonsvik- inn þegar stærðar fiskur beygði aftur öngulinn á einni af flugum hans. „Fyrirgefðu, ég hnýti á öngla sem eru ætlaðir fyrir venjulega silunga á megin- landi Evrópu. Ég skal hnýta á nógu sterka öngla fyrir ísland og sterka fiska." Og það gerði hann. í sumar ætla þeir félagar að taka myndir af fluguveiðum í Mongolíu. Ég óska þeim góðra félaga... Ps. Undirritaður kynnir Pe- titjean og flugur hans hjá Ár- mönnum á miðvikudag kl. 20.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.