Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 18
30 - Laugardagur 8. mars 1997
JlagKr-'ðKtnmn
Þrír frakkar unnu
Þorláksson
Sveit Priggja frakka hafði
öruggan sigur í sveita-
keppni kvenna 1997 sem
fór fram um síðustu helgi í
Þönglabakka í Reykiavík. Sveit-
ina skipa Guðrún Oskarsdóttir,
Anna ívarsdóttir, Esther Jak-
obsdóttir, Valgerður Kristjóns-
dóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og
Jacqui McGreal.
Þannig varð lokastaða efstu
sveita:
1. Þrír frakkar 208
2. Erla Sigurjónsdóttir 192
3. Sparisjóður Kópavogs 185
4. íris 174
5. Jóhanna Sigurjónsdóttir 173
6. Stefanía Skarphéðinsd. 169
í fjölsveitaútreikningnum
urðu Ljósbrá og Jacqui efstar
með 19.00. María Asmunds-
dóttir-Þóra B. Ólafsdóttir urðu
aðrar með 17,36 og Hertha
Þorsteinsdóttir-Elín Jóhanns-
dóttir þriðju með 17,05. Keppn-
isstjóri var Jakob Kristinsson og
spilastjóri Ragnheiður Ragnars-
dóttir.
ísfirðingar sigruðu í
flokki yngri spilara
Á sama tíma og íslandsmót
kvenna í sveitakeppni fór fram
spiluðu íjórar sveitir yngri spil-
ara um íslandsmeistaratitilnn í
sveitakeppni. Verður það að
teljast ansi róleg þátttaka hver
sem skýringin er. Sveit Ragnars
Torfa Jónassonar sigraði örugg-
lega með 183 stig. Ásamt Ragn-
ari spiluðu Tryggvi Ingason,
Halldór Sigurðarson og Hlynur
T. Magnússon. Þessir kappar
koma allir frá ísafirði.
í öðru sæti varð sveit Strýtu
frá Akureyri með 165 stig, sveit
Halldórs Más Sverrissonar varð
þriðja með 102 impa og sveit
Austurlands rak lestina með 81
stig.
Fyrirfram var búist við
harðri keppni milli fsfirðing-
anna og sveit Strýtu. í lokaum-
ferðinni kom þetta spil upp í
innbyrðisviðureign:
* 54
V 97432
♦ 963
4 875
4 ÁK76
VÁKG8
♦ ÁKD54
* -
N
V A
S
4 DG
»6
♦ G872
* KGT964
4 T9832
VDT5
♦ T
<4 ÁD32
Þetta eru engin smáspil í
vestur og eins og sést er al-
slemma í tígli á borðinu. Hvor-
ugt parið náði þó henni og ann-
að parið lét sér geim duga.
Á öðru borðinu hindraði
Steinar Jónsson í austur á
tveimur gröndum sem sýndu
einhvern lit og væntanlega ekki
góðan. Stefán Jóhannsson í
vestur sagði 3 tígla sem er
krafa og hefur ekkert með tígul
að gera. Steinar sagði þá 3
grönd og þar enduðu sagnir. f
þessu spili reyndist hindrunin
afar óheppileg.
Þeir unnu fjölmennt (!) mót yngri spilara um síðustu helgi. Frá vinstri Hlynur T. Magnússon, Halldór Sigurðarson,
Tryggvi ingason og fyrirliðinn Ragnar Torfi Jónasson. Myndin var tekin í fyrra þegar sveitin keppti undir nafni
Tímans en þá varð silfrið hlutskipti sveitarinnar. Mynd: Björn Þorláksson
Við hitt borðið fékk Ragnar
Torfi að opna á sterku laufi og
makker hans, Hlynur Magnús-
son, kreisti upp úr sér 2 lauf.
Ragnar sagði 2 tígla, makker
hækkaði í þrjá og eftir það var
aldrei spurning um að komast í
slemmuna. Sagntækni fsfirðing-
anna sýndi hins vegar ekki að
13 slagurinn væri í augsýn og
enduðu þeir í 6 tíglum. En það
var handfylli af impum samt.
Það lá allt
Umsjónarmaður var staddur á
árshátíð nýverið þegar sá ágæti
áhugamaður um bridge, Jón
Aðalsteinsson, vék sér að hon-
um með söngtextablað hátíðar-
innar og hafði þar párað á spil
sem hann spilaði í tvímennings-
keppni á dögunum.
4 Á5
VÁ97
♦ ÁT863
<4 KD6
N
S
4 K632
*DG8
♦ G
* ÁT853
„Ég varð sagnhafi í sex lauf-
um og fékk út spaða. Hvernig
spilar þú, spurði Jón og hélt
strax áfram. „Ég ákvað að
reyna að fá 7 slagi á tromp og
gera ráð fyrir laufgosanum öðr-
um. Ég trompaði því tvisvar
spaða í blindum og fór heim
með tígultrompun. Laufgosinn
kom annar í laufásinn og þá
voru alltaf 12 slagir í húsi.“ Én
með því að hringsvína hjartanu,
hvernig hefði spilið þá farið?
„Ja, þetta var ótrúlegt spil. Það
lá bara allt. En þetta er besta
leiðin, er það ekki,“ sagði Jón
en beið ekki svars, enda nægar
stelpur til að dansa við á árshá-
tíðinni. Jón spilaði rétt en
væntanlega hefur hann fyrst
tekið einu sinni hátt tromp áður
en hann fór í „víxlið“. Þannig
getur hann með ákveðinni legu
enn unnið spilið þótt suður eigi
blankan laufgosa.
Það nýjasta nýtt hjá unglingunum, 13 ára
og eldri, er mikil litagleði íförðun. Varalitirnir
eru svartir, hvítir, bláir, grœnir, silfurlitaðir
eða gylltir. Eiginlega allt nema rauðir,
eins og áður var.
s
kringum varirnar er síðan
teiknuð lína í sama lit og
varaliturinn og yfir er sett
glimmer sem getur verið í sama
lit, silfurlitað eða gyllt. Farðinn
sem unglingarnir nota er mjög
ljós. Augnskuggar með glimm-
ergeli yfir og jafnvel algengt að
stúlkur noti fölsk augnhár í silf-
urlituðum, grænum, bleikum
eða bláum lit. Neglurnar eru
líka lakkaðar í öllum regnbog-
ans litum í stíl eða sjálflýsandi í
myrkri eða diskóljósum.
Litagleðin kemur einnig fram
í hárlitum. Hárrautt, blátt,
grænt, appelsínurautt og bleikt
er í tísku. Gallinn við að lita
hárið í þessum litum er að lit-
urinn upplitast illa og því þarf
oft að aflita undir litinn. Það
getur líka verið erfitt að fara í
strætó í skólann með grænt hár
þó það sé „kúl“ að mæta þannig
á diskótekið. Þessu má komast
hjá með því að fá sér bara
skærlita hárkollu til að bregða
á sig eina kvöldstund.
Litagleðin gefur unglingun-
um tækifæri til að vera virki-
lega öðruvísi og skera sig úr
íjöldanun). Þannig geta þeir
virkjað sköpunarmátt sinn og
hannað sinn eigin stfl.
Ljós farði, glimmer á vörum og
augnlokum og naglalakk í öllum
regnbogans litum er meðal þess
sem er áberandi í unglingatískunni
um þessar mundir.