Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Síða 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Síða 19
JDtagur-'Símmn Laugardagur 8. mars 1997 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Blúsinn er alltaf til staðar - og fæðir enn af sér hreinar perlur Iumróti því sem einkennir tónlistarheiminn, þar sem nýir straumar og stefnur koma og fara, nú eða snúa aft- ur eins og svo áberandi er í dag (nýpönk, Bítlapopp o.fl.) er ánægjulegt til þess að vita, að í það minnsta einum hlut er samt hægt að ganga út frá sem vísum, þ.e. ein tónlistarstefna, sem stóran þátt hefur átt í að móta margar hinna, er alltaf til staðar og hverfur aldrei þótt harðni á dalnum. Hér er auðvit- að átt við blúsinn, sem í eðli sínu er tiltölulega einfalt tján- ingarform, en er tvímælalaust eitt áhrifamesta samspil tóna og texta sem um getur. Eitt af mörgu sem gerir blú- sinn merkilegan, er að þar þekkist ekki hið svokallaða kyn- slóðabil. Allir þekkja að í rokk- inu og poppinu er hluti ímynd- arinnar í mörgum tilfellum að vera ungur og villtur, fallegur og/eða ljótur eftir atvikum „og geta geíið skít í allt“ ef svo ber undir. í blúsnum er þessu að meginhluta öfugt varið og ef eitthvað er þykja menn betri og verða reyndar vinsælli eftir því sem þeir verða eldri. Það þykir svo bara vera hrein upphefð fyrir yngri spilara í blúsnum, að fá sér eldri og reyndari menn til fullþingis, hvort heldur sem er við leik á tónleikum eða við plötugerð. Oftar en ekki hefur svo upphefð þeirra yngri verið jafnvel ennþá meiri, ef þeir hafa verið af hvíta kynstofnin- um, en þeir eldri af þeim svarta. Þarf líklega ekki að taka það fram að blúsinn er eins og svo margt annað (eins og djass- inn auðvitað líka og rokk og ról, bæði á beinan eða óbeinan hátt afsprengi blússins) tónlist svarta mannsins að upplagi, sem svo hvíti maðurinn hefin síðan notið góðs af. Einn hvítur, þrír svartir Sem fyrr sagði hefur það talist upphefð fyrir yngri menn í blúsnum að fá að vinna með sér eldri og reyndari inönnum, ekki síst ef um hvítan yngri mann er að ræða. Ronnie Earl, hvítur gítarleikari og söngvari frá Tex- as, er ekki beinlínis neinn byrj- andi í blúsnum né neitt ung- Fjórir bræður í blúsnum. Ronnie Earl, Calvin Jones. lamb. Hann hefur í yfir 20 ár getið sér góðan orðstír með Ro- om fiúl of Blues, Broadcasters og síðustu ár með plötum undir eigin nafni, auk spilamennsku með ótal öðrum m.a. svörtum tónlistarmönnum. Honum þótti þó heldur betur heiður í því að fá þrjá af heldri mönnum blúss- ins af eldri kynslóðinni til að gera með sér plötu á síðasta ári, sem svo kom út í lok ársins undir nafninu, Eye to eye. Eru þetta bassaleikarinn Calvin „Fuzz“ Jones, troinmuleikarinn Willie „Big eyes“ Smith og eng- Palli mun örugglega standa sig í Eurovision - en er þaö þess virði? Eins og að minnsta kosti lesendur Dags-Tím- ans vita, hefur sjónvarpið okkar lands- manna ákveðið einn ganginn enn að vera með í Eurovision og falið í framhaldi af þeirri ákvörðun, sjálfum Páli Óskari Hjálmtýssyni að vera fulltrúi íslands í keppninni. Mun þetta verða í tólfta skiptið sem við tökum þátt í þessari söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Er ekki að orðlengja það almennt virðist það hafa mælst vel fyrir að Palli hafi þekkst þetta boð Sjónvarps- ins að taka verkefnið að sér, sem auk þess að vera fulltrúi í keppninni Fróns í Dublin, felst í að semja og útsetja lag með meiru. Til að mynda voru fjórir valinkunnir félagar Páls í „bransan- um“, Gunnar Þórðarson, Stefán Hilmarsson, Val- geir Guðjónsson og Magnús Kjartansson, einróma um það að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið nú, þegar þeir voru spurðir álits hér í blaðinu fyr- ir réttri viku. Og það sama virðist vera upp á tengingnum hjá almenningi, allavega hafa ekki heyrst neinar neikvæðar raddir svo vitað sé. Samt má að því spyrja, eins og gert hefur verið á seinni árum, hvort það sé þess virði að vera að senda okkar besta og hæfileikaríkasta tónlistar- fólk í þessa keppni, þar sem klíkuskapur og fleira miður gott hefur viðgengist, með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Umsjónarmaður Poppsíðu hefur eins og aðrir landsmenn fylgst með keppn- inni og lengstum haft nokkuð gaman af. Á síðustu árum hefur hann hins vegar verið í hópi þeirra sem farið hafa að efast um gildi hennar og m.a. velt upp ofangreindri spurningu. Frá 1995 hefur vissulega verið dregið úr kostnaðarumfangi við keppnina með því að hætta við undanúrslit hér heima, en það hefur á móti haft það í för með sér að draga úr spenningnum hjá landanum fyrir henni, auk þess sem tækifæri ungra sem eldri tónskálda glatast að koma sér og sínu á framfæri. Nú skal því ekki neitað að nafni íslands er aldrei Pinetop Perkins, Willie Smith og inn annar en Willie „Pinetop“ Jones Perkins píanóleikari og söngvari, sem heimsótti okkur íslendinga fyrir nokkrum árum og gerði fína plötu með Vinum Dóra. Þessir þrír herramenn gerðu allir garðinn frægan í hljómsveit jöfursins mikla, Muddy Waters á árunum milli 1968-1980 og þykja með þeim allra færustu í faginu. Eftir að þeir hættu með Muddy settu þeir á fót ásamt fleirum The Legendary Blues Band og störf- uðu saman í henni við góðan orðstír í 5 ár, eða þangað til Perkins ákvað að hætta til að helja feril undir eigin nafni. Þeir Jones og Smith héldu hins vegar áfram með LBB í nokkur ár í viðbót. 1993 lágu svo leiðir þeirra þriggja aftur og enn saman í sérstakri hljómsveit sem sett var á stofn í tilefni þess að tíu ár voru liðin frá andláti Muddy Waters, 1993, Muddy Waters Tribute Band. Frábærir dómar Á Eye to eye eru lög bæði eftir þá Smith og Perkins, en megin- uppistaðan á plötunni eru lög eftir gengnar hetjur á borð við Elmore JamesWillie Dixon og Memphis Slim og fleiri. Er skemmst frá því að segja, að platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda ýmissa djass- og blúsrita og annarra fagtímarita um tónlist. Leggst þar allt á eitt, seiðandi blúsdjassaður gítar- leikur Earls, hrífandi og yfir- máta hressilegur sem aldrei fyrr píanóleikur Pinetops og síðast en ekki síst óaðfinnanleg- ur samleikur „takttvíeyksins" Jones og Smith, sem senn hafa spilað saman í 30 ár. „Yfir- þyrmandi tilfinning" eru orð sem m.a. hafa verið höfð um plötuna, sem tvímælalaust er ein af þeim bestu í blúsnum á þessum áratug. Verður Earl, sem kom þessu samstarfi á, seint fullþakkað fyrir framtakið, eru líka orð sem fallið hafa um plötuna. Ættu því blús- og djassáhugamenn að gefa henni gaum, en hana má að líkindum nálgast í gegnum Japis. Hún er gefin út hjá fyrirtækinu Audioquest Music. Páll Óskar verður verðugur fulltrúi íslands í Eurovision 1997. of oft hampað og tækifærið því gott sem fyrr, að ætla má þar sem einhverjar milljónir horfa víst alltaf á keppnina. Þá er þetta auðvitað líka tæki- færi fyrir viðkomandi tónlistarmenn sem HUGS- ANLEGA gæti komið þeim á framfæri, svo ekki sé nú minnst á ánægjuna og reynsluna sem þeir væntanlega fá af þátttökunni. Þetta dugir þó varla til að réttlæti það að vera með mikið lengur. Keppnin hefur hvorki verið frekari stökkpallur fyrir þáttakendurna á frekari afrek né haft ein- hver afgerandi áhrif á kynningu landsins út á við. Ef svo gæti verið, þá hefur það farið ákaílega hljótt. En hvað sem því líður, þá liggur sú ákvörð- un fyrir að vera áfram með í ár og við það situr. Um það skal aftur á móti ekki efast, að Palli mun án efa standa fyrir sínu og verða sér og sinni þjóð til sóma. Hann gæti ekki verið þekktur fyrir ann- að. •Þrátt fyrir mikla rann- sókn hefur ekki ennþá tekist að upplýsa morðið á rappar- anum fræga, Tupac Shakur, sem framið var sl. haust í Las Vegas. Þó segjast m.a. lífvörður hans og annar maður til, geta borið kennsl á morðingjana, en lögreglan í borginni hafi hins vegar ekki beðið þá að bera kennsl á menn sem hún hafi grun- aða. Neitar lögreglan á móti, að hún vilji ekki hafa sam- skipti við þessa menn, þann- ig að málið virðist enn vera í hnút. •Líkt og víðast hvar ann- ars staðar, m.a. í heimaland- inu Bandaríkjunum, er skap- önksveitin No Doubt að gera það heldur betur gott í Bret- landi þessa dagana, Lagið þeirra, Don t speak, sem not- ið hefur mikilla vinsælda hérlendis að undanförnu, fór beinustu leið á toppinn þar í síðustu viku og seldist smá- skífan með laginu í heilum 250.000 eintökum. Stóra platan, Tragic kingdom, er svo komin í 9. sæti sölulist- ans og er gert ráð fyrir að Silverchair. Áfram á sigurbraut í heimalandinu. hún nái hálfri milljón ein- taka í sölu innan tíðar. •Áströlsku unglingspilt- arnir í tríóinu Silverchair, sem svo óvænt og rækilega slógu í gegn með fyrstu plötunni sinni, Frogstomp, virðast ætla að ná að fylgja vinsældum sínum eftir, í einhverjum mæli að minnsta kosti, með nýju plötunni, Freak show. Fór platan beint á toppinn í heimalandinu stóra og það gerði fyrsta smáskijfulagið, Fread, einnig. í Bandaríkjunum og víðar er svo líka við miklu vænst.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.