Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 1
^Oagur-ÍEmttrm
[ VÍKUR jH BLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. mars 1997 - 19. árgangur - 9. tölublað
Lögreglufréttir
Ekið á hest
í Reykja-
hverfi
Tiltölulega rólegt hefur
verið hjá Húsavíkurlög-
reglunni undanfarna
daga. S.l. mánudagskvöld var
ekið á hest í Reykjahverfí, og
skemmdist bfllinn nokkuð en
hesturinn stakk af frá slysstað.
Á föstudagskvöldið slasaðist
maður á fæti í bænum og þurfti
að fara á sjúkrahús. Ein kæra
barst vegna hávaða í heimahúsi
sem hélt vöku fyrir nágrönnum.
í fyrri viku slasaðist maður
lítillega þegar dráttarvél rann
til í hálku í Laxárdal. Og s.l.
laugardag var klippt númer af
einum bfl á Húsavík vegna van-
goldinna tryggingagjalda. Einn
var tekinn fyrir hraðakstur í
bænum s.l. mánudagskvöld.
„Að öðru leyti hefur vikan
verið róleg hjá okkur, eins og
yfirleitt á þessum árstíma,"
sagði Bjarni Höskuldsson, lög-
reglumaður. js
Snjórinn hefur ýmist verið í ökkla eða eyra undanfarnar vikur og hér er hann sannarlega í eyra. Heiðursmaðurinn Sigurjón Kristjánsson hamast við að
grafa sína góðu bifreið upp úr sköfiunum og þurfti að byrja á því að moka sig niður um hálfa metra til þess að komast niður á þak bílsins.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
Unnið að framtíðar stefiiu-
mörkun fyrirtækisins
Að sögn Sigurjóns Bene-
diktssonar, stjórnarfor-
manns Fiskiðjusamlags
Húsavíkur, er nú unnið að því
innan fyrirtækisins að móta
heildar stefnumörkun þess til
framtíðar. Frá áramótum hafa
sérfræðingar á ýmsum sviðum
komið til skrafs og ráðagerða
við stjórn og yfirmenn FH. Gerð
hefur verið úttekt á innri mál-
efnum fyrirtækisins og upplýs-
ingum safnað um markaði, þró-
un í veiðum og vinnslu og fleiri
þætti sem hafa áhrif á rekstur
fyrirtækisins til lengri og
skemmri tírna.
4 mánaða rekstraryfirlit ligg-
Öxarfjörður
Lágfóta á
ferli
Athygli hefur vakið og um-
ræður hve mikið hefur
verið um hrafna í vetur,
eða þeir a.m.k mjög áberandi
nálægt byggð. Og það eru fleiri
dýr á kreiki. M.a. herma fréttir
úr öxarfirði að þar hafi lágfóta
verið mikið á ferli og að undan-
förnu hafa 10 dýr verið unnin
þar í sveit. js
Sigurjón Benediktsson.
ur fyrir og vildi Sigurjón ekki
upplýsa um niðurstöður þess að
svo stöddu, á þessu stigi væri
þetta innanhússplagg, en hann
gæti hinsvegar sagt að niður-
stöðurnar væru í samræmi við
áætlanir. Skuldir fyrirtækisins
hafa hinsvegar hækkað í kjölfar
hækkunar á enska pundinu, en
umtalsverður hluti af afurða-
lánum FH er í enskum pundum.
Stjórn FH mun funda um
helgina og fara yfir þessi mál
og vinna áfram að stefnumörk-
un sem líta mun dagsins ljós
innan tíðar.
Verið er að leggja lokahönd á
frágang skrifstofuhúsnæðis í
höfuðstöðvunum. Þessi fram-
kvæmd hefur verið gagnrýnd af
ýmsum í bænum, en Sigurjón
sagði hana leiða til sparnaðar
og stefnt væri að því að leigja
eða selja fyrra skrifstofuhús-
næði togaraútgerðanna.
Sigurjón var óánægður með
það að FH átti ekki kost á því
að bjóða í innfjarðarrækjuna á
Skjálfanda þegar hún var aukin
Leikfélagið Búkolla sýnir
gamanleikinn Á svið í
Ljósvetningabúð annað
kvöld og er þessi sýning að því
leytinu sérstök að allur ágóði af
henni rennur til styrktar Guð-
mundi Stefánssyni frá Hólkoti
og íjölskyldu hans, en Guð-
mundur á við mjög erfið veik-
indi að stríða. S.l. laugardag
var menningardagur í Fram-
haldsskólanum á Laugum, mikil
fyrir skemmstu, en bátarnir
ákváðu að semja strax við þann
aðila sem þeir hafa verið í við-
skiptum við í vetur. „Það var
ekkert óeðlilegt þó útgerðirnar
hafi hafnað okkar tilboði s.l.
haust, þá urðum við einfaldlega
undir í tilboðum. En nú var
okkur ekki gefinn möguleiki á
að bjóða í rækjuna og það tel ég
óeðlilegt,“ sagði Sigurjón. js
og fjölbreytt skemmtun þar sem
tónlist var í öndvegi og ágóðinn
af skemmtuninni rann til Guð-
mundar og fjölskyldu.
Framundan er síðasta sýn-
ingarhelgi hjá Búkollu Á svið
verður sýnt á föstudagskvöld og
sunnudag, og fer hver að verða
síðastur að sjá þetta skemmti-
lega verk sem hlotið hefur mjög
góða dóma. js
Leíklist
Búkolla með
styrktarsýningu
Húsavík
Fermdist
um leið og
prmsinn!
Síðasthðinn sunnudag bár-
ust fréttir af því að Vil-
hjálmur prins, Karlsson og
Díönu, hefði verið fermdur í
Englandi og fylgdi fréttinni
að snáði hefði fermst einn
en ekki í hópi jafnaldra
sinna.
Sama dag var svipuð
fermingarathöfn í Ilúsavík-
urkirkju, þegar Benedikt
Sigurjónsson, skák-prins á
Húsavík var fermdur og var
eina fermingarbarnið sem
heitið sór þann dag í bæn-
um. Ástæðan var sú að
Benedikt mun fara til Ug-
anda um páskana með for-
eldrum sínum, en þar dvelur
nú og starfar systir hans
Sylgja. js
Mývatnssveit
Sigimi sil-
imgur og
kæst egg
Kiwanismenn í Mývatns-
sveit standa fyrir svo-
kölfuðu heimaréttakvöldi
n.k. föstudag, eins og þeir
hafa gert undanfarin ár. Þar
verður tekið pragtuglega á
móti gestum og þeim boðið
að snæða þjóðlega mý-
vetnska rétti, s.s. siginn sil-
ung, kæst egg og hvera-
brauð. Mun næsta víst að
aungvir þjóðhollir menn
munu fúlsa við slíkum krás-
um. js