Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 2
II - Miðvikudagur 12. mars 1997
4Dagur-®mmm
VÍKUR
BI^AÐIÐ
Vörn fyrir börn
Gefa skíðahjáLma til að lána bömum
✓
Adögunum afhenti hópur-
inn „Vörn fyrir börn“ á
Húsavík tíu skíðahjálma
til notkunar í Stöllum í Húsa-
víkurfjalli. Hjálmana geta börn
sem stunda skíðaíþróttina feng-
ið lánaða meðan dvalið er í
flalbnu.
Nefndin „Vörn fyrir börn“
var sett á laggirnar 1994 og
hefur það að markmiði að gera
umhverfið eins hættuh'tið fyrir
börnin og mögulegt er. Að sögn
Hrannar Káradóttur, formanns
Slysavarnadeildar kvenna á
Húsavík, komu mörg áhugafé-
lög í bænum að málinu, en
nefndin sjálf er skipuð fulltrú-
um frá Húsavíkurbæ, frá
Heilsugæslustöðinni og Slysa-
varnadeild kvenna á Húsavík.
„Nefndin hefur farið víða um
bæinn á þessum árum og komið
með íjölda ábendinga um hluti
sem betur mættu fara, bæði í
fyrirtækjum, opinberum stofn-
unum og á ýmsum svæðum í
bænum, en misjafnlega hefur
gengið að fá það lagfært.
Nefndin vill með kaupunum á
öryggishjálmum fyrir börn, sem
eru á skíðum í Stöllunum,
tryggja öryggi þeirra eins og
hægt er. Aður hefur hópurinn
fært Sundlaug Húsavíkur tíu
sundvesti, björgunarvesti á
Hafnarsvæðið og á Heilsugæslu-
stöðinni hefur verið komið fyrir
stórri töflu þar sem á eru festir
ýmsir smáhlutir ætfaðir til að
tryggja öryggi barna á heimil-
mn. Með þessari töflu vUl
nefndin benda fólki á hvað
hægt er að fá til að tryggja ör-
yggi barna í heimahúsum. Hér
er um að ræða hluti sem t.d.
eru settir á borðshorn, á hurðir
til að ekki sé hægt að klemma
sig á þeim og mottur í sturtu-
botna svo eitthvað sé nefnt. í
kjölfar úttektar nefndarinnar
segir Hrönn að mikið hafl verið
gert á barnaheimilinu Bestabæ
sem bætt hafi aðstöðu barn-
anna hvað hættur varðar og
þangað gaf nefndin mottu sem
sett er undir leiktæki úti á leik-
vellinum. GKJ
Þetta fólk hefur starfað í nefndinni „Vörn fyrir börn“ á Húsavík. Myndin er tekin í skála skíðamanna í Stöllum þeg-
ar hjálmarnir voru afhentir. Frá vinstri: Birna Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Hreinsson, Jane Annisíus og Hrönn Kára-
dóttir. Mynd: GKJ
IBS
Þarikar þingeyings
Valíumskamintiir af Alþingi
aJóhannes
Sigurjónsson
að bar til um daginn að
einhver krankleiki í formi
innanmeina sem höfðu í
för með sér steinsmugu nokkra
og uppsölur, dró undirritaðan
heim í flet úr miðri vinnu. Og
þar lá maður fúll til allra átta í
ein tvö dægur og undi hag sín-
um illa.
Við þessar aðstæður þarf að
grípa til ýmissa ráða til að
drepa tímann og létta lund og
þarf maður ekki endilega að
vera vandur að meðölum í þeim
efnum. Sumir lauma koníaks-
fleyg undir kodda og dreypa á í
laumi og bryðja svo ópal í blóð-
spreng til að hylja gjörninginn
fyrir konu og börnum. Aðrir
sanka að sér ofbeldis- ellegar
klám-myndböndum (nema
hvortveggja sé) ef ske kynnni
að duga mætti til að blása lífi í
líkama og sál. Ég valdi hinsveg-
ar róttækari aðferð (svokallað
sjokk-treatment á læknamáli)
og horfði því uppstyttulaust á
sjónvarpsútsendingar frá Al-
þingi íslendinga.
Brotaheili á Alþingi
í þessum útsendingum fór harla
lítið fyrir klámi og því síður of-
beldi. Útsendingarnar voru
þvert á móti einkar róandi og
sefuðu sál og líkama, hkt og öfl-
ugur endaþarmsstíll eða vænn
valíumskammtur, ef marka má
umsögn manna sem brúkað
hafa þessi andlegu hjálpartæki.
Umræðurnar svæfðu sem sé
undirritaðan beðfegumann með
vissu millibilli.
En eitt sinn, þegar augnalok-
in voru að þyngjast enn eina
ferðina undir frábærlega flat-
neskjulegri ræðu einhvers
reykjavíkurþingmannsins, þá
hrökk ég óþyrmilega við. Ég tók
sem sé eftir því að forsætisráð-
herra var eitthvað að bauka í
bakgrunni á skjánum. Hann sat
þar einn ráðherra með blaða-
bunka fyrir framan sig og fletti
ótt og títt, drap annað veifið
niður penna og páraði eitthvað
stutt og laggott.
Skyndilega verður fyrir hon-
um þykkt skjal, sem fangaði at-
hygli hans öðru fremur. Hann
fletti fram og aftur, klóraði sér í
kollinum, hnyklaði brúnir,
brokkaði fingrum á borð, setti
penna við eyra, velti vöngum og
mölbraut greinilega heila.
Eftir mikla íhugun og flett-
ingar í skjalinu, brá hann á það
penna en ógjörningur var að
sjá hvort hann var að strika yf-
ir, bæta við eða teikna krúsí-
dúllur.
Að pári loknu virtist honum
létta. Brúnir lyftust, hann lagði
feginn kollhúfur að auðsjáan-
lega loknum heilabrotum. Ilann
tók skjölin, staflaði þeim sam-
an, seildist eftir umslagi, opnaði
það og renndi skjölunum ofan í.
En aðeins til hálfs, því þegar
skjölin voru að hverfa ofan í
umslagið, fékk forstætisráð-
herra greinilega bakþanka.
Hann rýndi í þann hluta skjal-
anna sem upp úr umslaginu
stóðu, og nú sást að þau voru í
einhverskonar gulbleikum lit.
Hann hóf aftur andlitsleikfimi
með augabrýr og annað tiltækt
og vangavelti nú eins og gamall
síðutogari í ofsaveðri í Norður-
sjónum í denn.
Hlutverk Hamlets
hentar illa Davíð
En hlutverk og hátterni Ham-
lets, að vera endalaust á báð-
um, ef ekki öllum áttum, henta
ekki forsætisráðherra. Ilann er
maður hinna skjótu ákvarðana,
hverjar svo sem afleiðingarnar
kunna að verða. Og svo varð
einnig í þessu máli. Hann hristi
snögglega makkann, tautaði
eitthvað í barminn, (líklega „lad
det svinge", eða „skítt og
laggó“). Og með það smellti
hann skjölunum ofan í umslag-
ið, lokaði því og rétti einhverri
hlaupatík þingsins sem væntan-
lega hefur komið því rétta boð-
leið.
Þessi skjaladramatík í þing-
inu hefur varla liðið mér úr
minni síðan ég leit og óþarfi að
taka það fram að pestin rauk úr
mér og allar illar veirur við
þessa áhorfun. En á manni
brenna spurningarnar, ekki síð-
ur en á Hamlet heitnum um ár-
ið.
Hvað var forsætisráðherra
að skoða og skrifa á?
Var hann e.t.v. að yfirfara
handrit að Ieikriti eða sálmabók
á leiðinni til útgefanda? Var
hann með í höndunum sjálft
fjöregg þjóðarinnar, grundvall-
arsamning við Evrópusamband-
ið sem sviptir fslendinga full-
veldinu og bændur fullvirðis-
réttinum að fullu og öllu? Eða
var hann kannski bara að
leggja síðustu hönd á skatta-
framtalið sitt og bæta inn á það
áður ógleymdum bflastyrk eða
duldum dagpeningum frá síð-
ustu Djakartaför sinni?
Heilsuspillandi
sjónvarpsefni
Málið snýst sem sé um það að
allajafnan vitum við harla fátt
um hvað helstu ráðamenn þjóð-
arinnar eru að bralla bak við
tjöldin þegar þeir halda að eng-
inn sjái til. Það sem við fáum að
sjá og vita, er yfirleitt aðeins
það sem þeir vilja leyfa okkur
að sjá og vita.
En annað veifið rifar í tjöldin
og við sjáum þeim bregða fyrir
við allt sitt brambolt og bauk og
baktjaldamakk, eins og ég sá
Davíð í sínu dularfulla skjala-
skaki í þinginu á dögunum.
En kannski var Davíð sér
fullkomlega meðvitaður um að
ég var einmitt að fylgjast með
honum á þessari stundu. Hugs-
anlega var hann einungis með í
höndunum pöntunarlista frá
Pizza-hut eða Parafatabúðinni,
sem hann fletti svo ábúðarmik-
ill, aðeins til að láta mig og
hinn sem var að horfa, halda að
hann væri stöðugt að puða og
púla og vinna íslandi allt.
Ég vona bara að það sé langt
í næstu veikindi hjá mér. Maga-
veikin er að sönnu horfln en
ímyndunarveikin og samsæris-
sýkingin grassera sem aldrei
fyrr. Það er sem sé engum hollt
að horfa á útsendingar frá Al-
þingi.
Ég vísa málinu í traustar
krumlur heilbrigðisráðherra.