Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 3
|Dítgur-'3Bnrám VÍKUR Miðvikudagur 12. mars 1997 - III M \ BLAÐIÐ Þingeyskir hagyrðingar í ham „Gott er að sofna við sjónvarpið - þegar samfaramynd er að ljúka“ Ingibjörg, Ósk, Örn, Þorsteinn og Njáll. Kveðandi, vísnafélag Þing- eyinga, var með hagyrð- ingakvöld á Húsavflc í fyrri viku. Fjöldi vísnavina mætti á staðinn og 11 manna harðsnúið lið hagyrðinga sat á palli og kvað um afmörkuð yrk- isefni sem lögð voru fyrir þá. Hagyrðingarnir voru þessir: Jó- hannes G. Einarsson, Sigvaldi Jónsson, Kristján Jónsson, Jón- as Egilsson, Guðmundur G. Halldórsson, Hreiðar Karlsson, Ingibjörg Gísladóttir, Ósk Þor- kelsdóttir, Örn Jensson, Þor- steinn Bjarnason og Njáll Þórð- arson, sem var fyrirliði liðsins. Víkurblaðið var á staðnum og nam vísur og við skulum líta á nokkrar sem valdar voru af handahófi. Spurt var um umdeilt fiug ráðherra yfir gosstöðvarnar í Vatnajökli. Hreiðar Karlsson kvað: Ríkisstjórn sem hefur allt á hreinu, hrapar vœntanlega ekki að neinu. En komi aftur gos, þá kemur á hana los og þá er best að allir fari í einu. Njáll hafði séð Halldór Blön- dal í sjónvarpinu segja yfir gos- stöðvunum að þarna væri „voða gos til vinstri.“ Og Njáll kvað: Herrum vorum halda ei bönd, hart í jökul klóra. Voða gos á vinstri hönd, vellur upp úr Dóra. Útgerðarstjóri í Senegal Spurt var um álit manna á því að Sigurjón Benediktsson yrði bæjarstjóri, en það var í um- ræðunni fyrir nokkru. Kristján Jónsson sagði: Allt mun verða á uppleið þar, enginn niðurdreginn. Þá mun Jlokkur Framsóknar fara breiða veginn. Jónas Egilsson kvað: Efvœri nú þessi saga sönn, að Sigurjón langaði á pallinn, þá hlýtur að vanta vísdómstönn vinstra meginn í kallinn. Guðmundur G. Halldórsson hafði þetta að segja: Þó vermi ei stólinn, ég vona að hann tóri, víðsýni Sigurjóns fagna skal. Hann œtti að verða útgerðarstjóri í Uganda eða Senegal. Ganga hommar í spyrðuband? Hvað fannst hagyrðingum svo um hjónabönd homma? Ingi- björg hafði þetta á takteinum: Drottin mun varla dœma þig, hann deildi út þessum fógum. Þeir mega gjarnan gifta sig fyrir guðs og manna lögum. Jónas hafði áhyggjur af vexti og viðgangi ættar sinnar og kvað: Ef þjóðkirkju verður á þvílíku stœtt, þá yrðu hér döpur kvöldin. Og halla mun undan Hraunkotsœtt ef hommarnir tœkju völdin! Jói Einars tók þennan pól í hæðina: Við drottins tróm og trúarmátt tryggðabönd sín ófu. Fljótt úr því, í fullri sátt, fóru í rass og rófu. Hreiðar var á þessum nótun- um: Hin íslenska þjóð er loksins búin að leyfa og lögfesta reglur um samkynjað ektastand. En fyrst að engri frjósemi er til að dreifa finnst mér við hœfi að tala um spyrðuband. Rætt var um fyrirbærið „ferska" bændur sem dúkkuðu upp með sitt kjöt í Hagkaupum. Ósk kvað: Kostafœði á karl í vœndum, kistan frystir endalaust. Hún er full afferskum bœndum, - ég fór í Hagkaup, nú í haust. Jóhannes sat millum Keld- hverfinganna Valda og Krist- jáns, fitjaði upp á trýnið og kvað: Víða í sveitum fúlir frœndur fastir eru í sínu kerfi. Finnst mér Ijóst að ferskir bœndur finnast varla í Kelduhverfi. Njáll Þórðarson liðsstjóri. Fallin spýta Og aðspurðir um áramótaheiti nýgefin, kvað Jói: Efia skal reykingar, auka þœr má, ölglas á dag bœtir haginn. Konuna skal ég úr fötunum fá, fimm sinnum yfir daginn! Hreiðar gladdist ógurlega yf- ir heiti Jóa og taldi fagnaðar- efni að enn væru slíkir kjarn- orkukarlar með þessari þjóð. Og Hreiðar vék að Jóa: Þó fiólni með aldrinum flestir menn og fiórlist starfsemin neðan þindar, Jóhannes virðist ungur enn og öðrum til sérstakrar fyrirmyndar. Og Jóhannes fékkst þá til að viðurkenna að hvað heitið áhrærði þá væri auðvitað hæg- ara að gefa loforð en halda þau. Njáll Þórðar gerði þetta heiti: Nakinn mun ég naflann skoða, nœgan hefi drykk og mat, ístru minni œtla að troða undir belti og minnka um gat. Guðmundur leit til baka með söknuði og kvað: Veika þrá í brjósti ber, bágt er á að líta. Mitt gamla áhald orðið er eins og fallin spýta. Ilagyrðingar voru beðnir að úrskurða um það hvort nektar- dans væri list: Jóhannes kvast hafa séð nektardansmær í sjónvarpinu, sem ók sér á framleiðslutækj- unum upp og niður rör með du- litla skinnpjötlu milli fóta: Kona með kroppinn í standi, og klofbót sem hangir í bandi, kófsveitt af jjöri, klofvega á röri, köllum finnst listaukandi! Valdi hafði einnig séð meyjar mjaka sér á súlu í sjónvarpinu: Af súlnadansi eignast aura, er úr þœr fara kjólunum. Þœr gœtu brúkað styttri staura og stundað list í bólunum. Njáll orti um spurninguna hvort skólakerfið hefði fengið falleinkunn: Núna heyrist neyðarkall nœstum enginn reiknað getur. Skólakerfið feiknafall fékk í Síngapúr í vetur. Krafist var umfjöllunar um hugmyndina um fljóitandi veit- inmgahús í Húsavíkurhöfn, sem var til umræðu í vetur. Guð- mundur kvað: Senn dregur að menn náðar njóti nýsköpunar fyrirheita. Þó Húsvíkingar fullir fljóti, finnst mér ekki miklu breyta. Hreiðar hafði þetta svona: Geturðu svarað grundvallarspurningu minni, hvort verður það staður á floti, úti eða inni? Sigvalda þykir vænt um veit- ingastaðinn Bakkann og sagði því: í landi er víða veglegt slot með vínbörum og konum. En ef að Bakkinn fœri á flot, fer ég þá með honum. Undirgögn ráðherra Um íjölmiðla og notagildi þeirra hafði Kristján þetta til málanna að leggja: Fjölmiðlum vil ég leggja lið og lœt það nú bara fjúka. Gott er að sofna við sjónvarpið, þegar samfaramynd er að Ijúka. Örn Jensson rifjaði það upp þegar konur í FH kvörtuðu yfir kulda við Pétur gæðastjóra og spurðu hvort hann gæti ekki hlýjað þeim. f tilefni að þessu kvað Örn í orðastað kvenna: Hér er orðið heldur svalt, hroll að okkur setur. Er „elementið“ ekki falt elskulegi Pétur? Þorsteinn heyrði nýyrði á dögunum þegar Ingibjörg heil- brigðisráðherra talaði um „undirgögn" sem hún þyrfti að senda sjúkrahúsunum og voru einhverja skýrslur: Að Ingibjargar eigin sögn er hún núna búin, öll sín helstu undirgögn út að senda, frúin. Við setjum punktinn með þessari vísu liðsstjórans Njáls um íjölmiðlana: Nú liðið er feikilegt fjölmiðlaár, fátt nema gott um að segja. Ég stend eftir heimskur og helvíti sár og held það sé langbest að þegja. js Jóhannes, Sigvaldi, Kristján, Jónas, Guðmundur og Hreiðar. 1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.