Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.03.1997, Blaðsíða 4
^Dagur-®mmm Gormar og gleðipinnar íþróttabræðurnir Arnar Björnsson og Samúel Örn Erlingsson fóru á kostum þegar þeir lýstu heimsmót- inu í frjálsum um helgina, og nutu margir mótsins af þeim sökum, án þess að hafa mikinn áhuga á sport- inu. Peir félagar voru eink- ar líílegir, slógu um sig með líkingum og konstug- heitum ýmiskonar, og íjöll- uðu um keppendur eins og nána ættingja eða góða granna, vissu t.d. allt um hjúskaparmál þeirra og jafnvel lunderni. Þannig var tiltekinn Kúbumaður „mikill gormur og gleði- pinni." Og Afríkubúi átti nokkra Benza en var ekki með bílpróf. Hástökkvari sem brúk- aði margar tilraunir til yfirkomu, var sagður „fara Þrengslin, eða jafnvel Fjallabaksleið." Annar hoppari „nýtti hvern ein- asta sentimetra sem hann gat stokkið!!“ Lágvaxinn hástökkvari, var „ansi kjarkaður sá stutti, varla hærri en Ragnar Reykás.“ Datt af en draup ekki Einhver Eiríkur meðal áhorfenda, að sögn tengda- föður langstökkskonu, þótti Samma einkar afslappað- ur, „það datt af honum en draup ekki.“ Óvenjuhávax- inn japanskur hlaupari vakti athygli þeirra félaga og upplýsti Sammi að Jap- anir hefðu hækkað þjóða mest að meðaltali á undan- förnum árum. Taldi Arnar að ástæðuna mætti rekja til Long-River-rice hrísgrjóna! Þá var heimsmetið í stangarstökki kvenna allt í einu komið upp í 7,55 metra, en hvað eru 3 metr- ar á milli vina! Ekkert unglínga- vandamálahlaup Þeir félagar lýstu leikunum uppstyttulaust klukkutím- um saman og voru undir lokin orðnir þreyttir og jafnvel kominn í þá svefn- galsi. Þegar einhver átti að fá sérstök verðlaun fyrir heimsmet, taldi Arnar lfk- legt að hann fengi Þjóðsög- ur Jóns Árnasonar. Stökk- greinum sló dálítið saman, og Sammi skýrði málið þannig: „Stangarstökkið var sýnt svo stutt að við héldum að það væri lang- stökk!!“ Einn Pólskur stökkvari var svo framsýnn að hann var búinn að framkvæma stökkið áður en hann hljóp af stað. Ann- ar bjó sig undir að stökkva ógurlega hátt. „Það er á brattan að sækja fyrir hann,“ sagði Arnar, og varla hægt að lýsa mark- miði hástökkvara betur. í einu hlaupinu urðu hlutskarpastar 2 konur 45 og 38 ára að aldri. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið verulegt ungl- ingavandamál í þessu hlaupi,“ gall þá við í Arn- ari. Mi.dni.laidn.nnr 12. mnrst 1997 Nægur snjór var á Húsavík þegar þessi mynd var tekin en það breyttist snarlega eftir að vetrarhátíðin var auglýst í fjölmiðlum. Myndijs Þjóðráð Er hægt að stjórna hitastigi á Húsavík? Síðastliðinn laugardag var fyrirhuguð vetrarhátíð á Húsavík með tilheyrandi skíðamennsku, gúmmíslönguralli og fleiri snjótengdum íþróttagreinum. Var hátíðin vel undirbúin og kyrfilega auglýst í fjölmiðlum. En það helðu menn betur látið ógert, þ.e. að auglýsa hátíðina. Það er sem sé áralöng reynsla af því í bænum, að ef skíðamót eða önnur mót vetraríþrótta eru fyrirhuguð og auglýst, þá er segin saga að það skellur á með asahláku. Og auðvitað gerðist það einnig um síðustu helgi og aílýsa þurfti vetrarhátíðinni. Svona nokkuð hefur nánast verið regla undanfarin ár. Og menn hafa jafnvel haft það á orði að hér sé fundin leið til að hafa stjórn á hitastigi á Húsavík. Þannig að ef menn eru orðnir þreytir á lang- varandi frosthörkum, þá sé einfált mál að auglýsa bara skíðamót í öllum íjölmiðlum og þá sé borðliggjandi að hiti rjúki upp úr öllu valdi. js Afmælisbörmn á Húsavík í dag Víkurblaðið sendir eftirtöldum afmælisbörnum dagsins, 12. mars, bestu kveðjur: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Höfðavegi 3, f. 1936; Vigfús Þór Leifsson, Stórhóh 69, f. 1956; Elfa Signý Jónsdóttir, Urðargerði 1, f. 1957; Sæunn Helga Björnsdóttir, Stórhóh 35, f. 1975; Sandra Baldursdótt- ir, Fossvöllum 8, f. 1988; Gunnar Örn Gunnarsson, Steina- gerði 6, f. 1993; Arnór Elí Víðisson, Grundargarði 15, f. 1994. 13. mars fagnar 99 ára afmæU heiðursöldungurinn Áskell Sigurjónsson, sem nú er búsettur í Hvammi. 15. mars verður sextug Rósa Þórðardóttir, Höfðavegi 5a. Sama dag verður fertugur Aðalsteinn Óskarsson, Baughóli 30. 17. mars verð- ur 55 ára Þuríður Hallgrímsdóttir, Fossvöllum 21. Og 18. mars verður fertug Hafdís HaUsdóttir, Sólbrekku 13. BK/js Áskell Sigurjónsson verður 99 ára á morgun. Gleraugna kynrurtg Gleraugnahús Óskars verður með gleraugnakynningu í Heilsugæslustöð Húsavíkur dagana 12. til I3.mars n.k. Kynntar verða umgjarðir eftir Óskar undir nafninu Modesty Blaise ásamt fjölda þekktra gleraugnahönnuða: Francois Pinton, Beausoleil, Kisura, Hiero, Saki, Kirei, Jean Paul Gaultier og fleiri. Fagfólk verður á staðnum og gefur ráð varðandi liti, form ásamt glerjum. 15% afsláttur af öllum Allar nánari upplýsingar veittar í síma 55 I 4455 / 898 2065. Hlökkum til að sjá ykkur. ur. GLERAUGNÁKUS GSKARS Víkurblaðið opið lyrir iimræðii Við viljum benda lesendum okkar og áskrifendum á að Víkurblaðið býður enn upp á sömu þjónustu og áður. Blaðið er áfram opið fyrir greinarskrifum og hugleiðing- um um málefni Þingeyinga og hvers kyns innansveitar- króníkum. Við erum þakklátir fyrir myndir af atburðum í héraði og ábendingar um fréttnæma atburði eru vel þegnar. VIKUR BIAÐIÐ mannúyns Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Sími - 464-1585 Fax - 464-2285

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.