Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 1
Ríkisstjórn Davíö viður- kennir mistök Markmiðið að finna leiðir sem koma fólki til góðs en ekki ills. Við erum opnir fyrir því að taka upp viðræður við ASÍ að finna annan ílöt á vaxtabótakerfinu. Það virðist sem það sé einn stærsti fleinn í holdi ASf. Markmið okkar er að finna einhverja leið sem gæti orðið fólki til góðs en ekki ills,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra í gær. Ráðherra sagði að ASÍ hefði sýnt fram á það með sannfær- andi dæmum að vaxtabótatil- lögurnar gætu haft öfug áhrif á það sem að var stefnt. Hann benti hinsvegar á að skatta- frumvörp ríkisstjórnar væru í vinnslu og því einsýnt að þau yrðu ekki lögð fram fyrr en eftir páska. Væntanlegar breytingar á vaxtabótakerfinu yrðu þá í þeim pakka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri sambandsins, gengu á fund forsætisráðherra í gær. Þar gerðu þeir ráðherra grein fyrir afstöðu sambandsins til framkominna tillagna ríkis- stjórnar í skatta- og vaxtabóta- málum. Jafnframt ítrekuðu þeir skoðun sambandsins um fleiri skattþrep. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, benti einnig á að sá hluti sem snýr að stjórnvöldum í tengsium við gerð kjarasamn- inga, væri álíka mikilvægur og kröfurnar á hendur atvinnurek- endum. -grh Rannsóknir Yfir 100 ný dýr fundin Yfir 100 tegundir hafa fundist af óþekktum sjáv- ardýrum í hafinu við ís- land frá því ein stærsta rann- sókn sem gerð hefur verið á líf- inu í hafinu kringum fsland, Botndýr á íslandsmiðum, hófst sumarið 1991. í flestum tilfell- um er um lítil sjávardýr að ræða, krabba og orma af ýmsu tagi, Tindakrabba og Maðka- móður svo dæmi séu nefnd. „Tindakrabbi er eiginlega stærsti íslenski krabbinn, mjög groddalegur og ógeðslegur," segir Jörundur Svavarsson, prófessor við Iláskóla íslands, en hann ijallar um rannsóknina og sjávardýrin óþekktu í fyrir- lestri í Námskynningu Háskóla íslands á sunnudag klukkan 14.30. -GHS Fréttir og þjóðmál Jörundur Svavarsson prófessor segir að Tindakrabbi sé stærsti íslenski krabbinn, „groddalegur og ógeðslegur." Mynd: Hilmar Þór Viðskipti Landsbankinn kaupir VIS Stærsti kaupsamningur á fyrirtæki á íslandi var undirritaður í gærdag í bankaráðssal Landsbanka ís- lands við Austurstræti. Landsbankinn keypti Vá- tryggingafélag íslands hf.-VÍS - að hálfu. Á þrem árum mun bankinn reiða fram 3,4 millj- arða króna. Um er að ræða byltingu í bankastarfsemi á ís- landi. Sverrir Hermannsson banka- stjóri sagði í gær að hefði ekki staðið í samkeppni við aðra um þessi kaup. „Það ræður enginn annar við svona lagað nema Landsbankinn,“ sagði bankastjór- inn. Landsbanka- menn hafa um skeið leitað færis á bankinn tryggingamarkaði, en án árang- Sverrir Hermannsson bankastjóri „Það rœður enginn við svona nema Landsbankinn' urs þar til nú að þeim bauðst að kaupa stærsta tryggingafé- lag landsins að hálfu, eign Eignarhaldsfélags Brunabótafé- lags íslands, sem heldur áfram starfsemi sinni sem eignar- haidsfélag með digra sjóði, en utan VÍS-hússins við Ármúla. „Erlend tryggingafélög sáu aðallega fyrir sér sölulúgu hjá okkur fyrir tryggingar sínar, sem við höfum engan áhuga á,“ sagði Kjartan Gunnarsson bankaráðsformaður meðal ann- ars í gær um viðleitni bankans að hasla sér völl á trygginga- markaði. Ein vika fór í samningaum- ræður Brunabótar og Lands- banka áður en fyrirtækin kom- ust að niðurstöðu um kaup- verðið, - 3,4 milljarða króna. Nánar um ann/VÍS á bls. 6 Landsbank- íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag Bls 4 Samherjar að fornu og nýju

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.