Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 10
10 - Laugardagur 15. mars 1997
AKUREYRARBÆR
Sviðsstjóri fræðslu
og frístundasviðs
Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fræðslu-
og frístundasviðs hjá Akureyrarbæ.
Sviðsstjóri er framkvæmdastjóri fræðslu- og frí-
stundasviðs, samræmir og ber ábyrgð á allri starf-
semi er undir það svið heyrir, sem eru leikskólamál,
skólamál, menningarmál, íþrótta- og tómstundamál.
Sviðsstjóri skal hafa góða yfirsýn yfir starfsemi á
fræðslu- og frístundasviði. Hann ber ábyrgð á að
stýra og viðhalda formlegu samskiptakerfi allra
deildarstjóra á sviðinu. Einnig skal hann fylgjast
með þróun og nýjungum í þeim málaflokkum sem
tilheyra sviðinu og hafa frumkvæði að þeim nýjung-
um í starfsháttum sem til framfara mega vera. Hann
ber ábyrgð á eðlilegri framþróun þeirrar þjónustu
sem sviðið veitir bæjarbúum.
Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf á einhverju
því sviði sem tengjast verkefnum sviðsins og/eða
langa starfsreynslu, sem nýtist í starfinu. Hann þarf
a.m.k. að hafa eitt norðurlandamál á valdi sínu.
Æskilegt er að hann hafi þekkingu á og reynslu af
stjórnun og sveitarstjórnarmálum.
Honum þarf að láta vel að vinna með öðrum, hafa
með hendi forystu, skipuleggja verkefni og setja
fram mál í ræðu og riti.
Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðrum
áhrifastöðum hjá Akureyrarbæ eru karlmenn. í sam-
ræmi við landslög og jafnréttisáætlun bæjarins vill
Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynjanna á
áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvetur konur
jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið, kaup og kjör, veita bæjar-
stjóri og starfsmannastjóri í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar í Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 4. apríl.
Bæjarstjóri.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
auðsýndu einlæga samúð, vinarhug og
framúrskarandi hjálpsemi vegna svip-
legs fráfalls ástvinar okkar,
ÁRNA ÞORSTEINSSONAR
í Fljótstungu.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR,
Lindasíðu 4,
Akureyri,
sem lést að heimili sínu föstudaginn 7. mars síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. mars
kl. 13.30.
Guðni Friðriksson,
Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson,
Agnes Guðnadóttir, Konráð Alfreðsson,
Þorbjörg Guðnadóttir,
Steinunn Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
íyagur-®ttrtirm
ÞJÓÐMÁL
Leigj endasamtök?
Ragnar
Sverrisson
skrifar
Leigjendasamtök eru varla
til sem hugtak á Norður-
landi, það höfum við orðið
vör við sem höfum staðið í und-
irbúningi að stofnun Leigjenda-
samtaka Norðurlands.
Mjög skýrar reglur gilda um
samskipti og viðskipti á leigu-
markaðnum, það vita þeir sem
hafa kynnt sér húsaleigulögin.
En því miður virðast fáir hafa
gert það. Mín reynsla er að
leigjendur eru illa upplýstir um
rétt sinn og skyldur. Og þegar
kemur að leigusölum er svipaða
sögu að segja. Ég hef orðið var
við mjög undarlegt viðhorf hjá
leigusölum, margir þeirra virð-
ast líta svo á að þeir séu að
gera manni stórkostlegan
greiða, að þeir séu af tómri
manngæsku að leigja manni
íbúðina „sína“ á okurprís. Stað-
reyndin er sú að leigjandinn
borgar oft stóran hluta af eign-
armyndun leigusalans. En auð-
vitað eru leigusalar misjafnir.
Það er eflaust ekki öfundsvert
hlutskipti að vera leigusali og
misjafn sauður í hópi leigjenda,
en það réttlætir ekki að leigu-
salar brjóti húsaleigulögin.
Svartur
leigumarkaður
Ég vil nefna hér eitt dæmi sem
leitað var með til mín nýlega og
hér er ekki um einsdæmi að
ræða. Einstæð móðir með tvö
börn hér í bæ leigir Iitla þriggja
herbergja íbúð á 40.000 krónur
á mánuði sem ekki ætti að leigj-
ast á meira en 28-35.000 krón-
ur hámark að mínu mati. En
það er ekki allt. í leigusamningi
er aðeins gefið upp 25.000
krónur til skatts sem er innan
skattleysismarka fyrir leigutekj-
ur. Hver er réttur leigjandans í
þessu dæmi og hvert getur
hann snúið sér til að fá upplýs-
ingar um hann og aðstoð til að
sækja rétt sinn?
Jú, rétt til getið, til Leigj-
endasamtaka Norðurlands.
í þessu dæmi væri auðsótt að
rétta hlut leigjenda verulega og
koma í veg fyrir þessa lögleysu.
Ég skora á þá sem eru í svip-
aðri aðstöðu eða telja að brotið
sé á sér á einhvern hátt að leita
til Leigjendasamtaka Norður-
lands.
Húsaleigubætur
Hvaða áhrif hefðu húsaleigu-
bætur á fyrrnefnt dæmi? Væru
greiddar húsaleigubætur á Ak-
ureyri fengi leigjandinn 17.400
krónur í húsaleigubætur, að því
tilskyldu að hún/hann hefði
þinglýstan samning upp á
40.000 krónur. Ég hef grun um
að upphæð leigunnar yrði eitt-
hvað lægri ef um þinglýstan
Ég skora á þá
sem eru í svipaðri
aðstöðu eða telja
að brotið sé á
sér á einhvern
hátt að leita til
Leigendasamtaka
Norðurlands.
samning væri að ræða. Leigj-
endasamtök Norðurlands munu
veita sem best þá ráðgjöf og
lagaaðstoð sem við á ásamt því
að upplýsa félagsmenn um rétt-
indi og skyldur. Einnig leggja
samtökin áherslu á að unnið
verði að úrbótum og lausnum á
húsnæðisvandamálum, en tak-
marki sínu hyggjast samtökin
ná með upplýsingastarfi, þátt-
töku í opinberum umræðum um
húsnæðismál og í samstarfi við
opinberar stofnanir. Það hefur
sýnt sig nú þegar að gríðarieg
þörf er á slíkum samtökum, þá
ekki síst til að breyta því við-
horfi sem ríkir um leigumál.
Það þykir nánast skammarlegt
að eiga ekki sína eigin íbúð sé
maður kominn til vits og ára.
Litið er á leigu sem tímabundið
neyðarúrræði en ekki sem val-
kost í mismunandi búsetuformi
fólks. Þetta kemur m.a. fram í
því hversu stutt er síðan húsa-
leigubætur komu til. Vel má
vera að lögum um húsaleigu-
bætur þurfi að breyta en það að
sum sveitafélög borgi en önnur
ekki er óþolandi misrétti. Gam-
an væri að fá einhver svör frá
bæjarstjórn Akureyrar um
hvers vegna þeir vilja ekki
greiða húsaleigubætur. Það
hvarflar að manni að það
standi eitthvað í þeim að opin-
bera hvernig viðskiptum á
leigumarkaðnum hér er í raun
háttað. Sú röksemd að erfitt sé
að breyta húsaleigulögunum
eftir að bæjarfélögin hafa sam-
þykkt að greiða bætur er fárán-
leg. í lögunum er ákvæði um að
lögin skuli endurskoða í ár og
er sú endurskoðun í gangi.
Reynsla Reykjavíkurborgar er
að það íjármagn sem sparast í
félagslega kerfinu við það að
greiða húsaleigubætur er hærri
upphæð en þau 40% sem borg-
in greiðir í húsaleigubótum á
móti ríkinu, þ.e. borgin hagn-
ast. Gaman væri að vita hvort
einhver könnun hefur verið
gerð á Akureyri um áhrif
greiðslu húsaleigubóta á kostn-
að-til félagslega kerfisins. Það
er mun manneskjulegra fyrir
Ieigendur að fá greiddar húsa-
leigubætur en að þurfa að leita
sér fjárhagsaðstoðar hjá Fé-
lagsmálastofnun. Húsaleigu-
bætur eru mikið hagsmunamál
fyrir leigjendur og myndu
svipta hulunni af því svarta-
markaðsbraski sem ríkir á
leigumarkaðnum á Akureyri.
Mikil þörf er á öflugum samtök-
um leigjenda til að lyfta Ieigu-
markaðnum á ásættanlegt plan
og gera leigu að réttlátum val-
kosti fyrir þá sem það velja eða
þurfa að leigja.
Höfundur er i undirbúningsnefnd fyrir
stofnun Leigjendasamtaka Norður-
tands.
Eru leigjendasamtök á
Akureyri nauðsynleg?
Nemendur í Háskólanum á
Akureyri eru um 400
manns og er stór hluti
þeirra á leigumarkaðnum.
Nemendafélagi skólans hafa á
undanförnum misserum borist
kvartanir og ábendingar frá
nemendum um mörg mál er
lúta að leigumarkaðnum. Þar
má nefna margt sem ábótavant
er, s.s. húsnæðisframboð,
ástand leiguhúsnæðis og hátt
leiguverð. Einnig hefur stefna
Akureyrabæjar hvað húsaleigu-
bætur varðar vakið mikla
óánægju meðal nemenda.
Hingað til hafa engin samtök
verið til á Akureyri sem berjast
fyrir hagsmunum allra leigj-
enda. En frá og með gærdegin-
um, fimmtudeginum 13. mars
er breyting á því. Þá var hald-
inn stofnfundur Leigjendasam-
taka Norðurlands.
Máttur leigjendasamtaka
sem þessara er mikill þar sem á
bak við þau stendur stór en
jafnfram ólíkur hópur. Slík
samtök munu breyta miklu fyr-
ir háskólanemendur á Akur-
eyri þar sem þeir verða ekki
lengur einir að berjast fyrir
sameiginlegum hagsmunum
leigjenda heldur sameinast þeir
öðrum hópum sem allir eiga
sömu hagsmuna að gæta.
Stjórn Félags stúdenta við
Háskólann á Akureyri (FSHA)
fagnar þessu framtaki og vill
hvetja alla námsmenn, leigj-
endur og aðra áhugasama ein-
staklinga til að ganga í þessi
leigjendasamtök og styðja
þannig í verki kröfur leigjenda
um bætt kjör á leigumarkaði.
F.h. FSHA
Helga Sif Friðjónsdóttir,
Rúnar Þór Sigursteinsson.