Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Blaðsíða 3
ílagur-®tnmm Laugardagur 15. mars 1997 - 3 i; F R É T T I R Dómsmál Heiniilt að mismima fólki af sama kyni? Hæstaréttardómur segir að karl og kona í sams konar starfi skuli fá sömu laun þrátt fýrir mismun- andi stéttarfélög og kjarasamninga. Mismunandi kjarasamn- ingar geta ekki einir sér réttlætt launamismun kvenna og karla segir Hæsti- réttur, sem á grundvelli jafn- réttislaga, dæmdi RÚV-sjónvarp til að greiða konu 234 þús. kr. Konan starfaði sem útsending- arstjóri á vöktum á móti karli. Hún valdi að taka laun eftir kjarasamningi Útgarðs, en hann var í Raflðnaðarsamband- inu. „Sú lagaskylda hvílir á at- vinnurekanda að sjá til þess, að konur og karlar fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf," segir Hæstiréttur. Hefði málið farið á sama veg ef út- sendingarstjórarnir hefðu verið tveir karlar, eða tvær konu?. „Þeir/þær hefðu aldrei getað farið í mál, af því að þá var úti- lokað að vísa til þessa kyn- bundna launamunar,“ sagði Gunnar Björnsson form. samn- inganefndar ríkis- ins. „Það er þetta sem bögglast fyrir brjóstinu á manni. Manni finnst dóm- urinn ekki byggja á að þessi launa- munur sé kyn- bundinn." Gunnar segir verkalýðsforystuna líka spyrja sem svo: Þýðir þetta að stéttarfélögin séu ekki lengur samningsaðilar. „Hæstiréttur byggir dóm sinn á að ráðning- arsamningarnir séu mismun- andi, þannig að kjarasamning- urinn er ekki lengur grunn- gagnið. Það þýddi þá að áhrif stéttarfélaga í kjarasamninga- gerð verða ósköp takmörkuð." Gunnar bendir á umhugsun- arvert dæmi: BSRB og BHM; nákvæmlega sömu störf og ná- kvæmlega eins uppbygging á launatöflu. En BHM hafi undan- farin ár valið að taka launa- hækkanir í prósentum en BSRB hins vegar í krónutöluhækkun- um, sem þýði vaxandi mun í krónum talið eftir því sem ofar kemur í launatöflurnar. „Þýðir það þá, að BSRB-karl, sem er í sama starfi BHM-kona, geti nú kært og heimtað sama kaup og konan, af því krónutalan er hærri, ofarlega í BHM töfl- unni?“ Dóm Hæstaréttar segir Gunnar mynda alveg nýjan flöt á málinu, nýja túlkun sem nú taki gildi. „Jú, þetta mun hafa áhrif í alls konar áttir. Og þau eru heldur ekkert bundin við ríkið.“ Hæstaréttardómurinn hafi ekki snúið niðurstöðum Héraðs- dóms á haus heldur einnig tveim fyrri Hæstaréttardómum um sambærileg mál. f þeim báðum hafi niðurstaðan orðið þessi: Það er ekki hægt að taka svona eitt atriði út úr, það verði að h'ta á málið heildstætt. Hér- aðsdómur hafi litið svo á að um tvo mismunandi kjarasamninga væri að ræða, byggða á tveim mismunandi forsendum og þar af leiðandi - þar sem stefnandi átti val um það hvaða kjara- samning hún tæki - væri ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað vegna kynferðis. - HEI Mjólkursamsalan Mjólk ekki hellt niður Svo virðist sem verkfall Dags- brúnarmanna í Mjólkursam- sölunni hafi ekki enn haft þau miklu áhrif á bændur eins og óttast var í upphafi. Mjólkur- bændur í Kjós, Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi hafa t.d. ekki enn þurft að hella nið- ur mjólk vegna þess að hún fer til vinnslu í Búðardal og á Sel- fossi. Á þessum stöðum er mjólkin m.a. unnin í osta, smjör og aðrar geymsluþolnar mjólk- urvörur. Hinsvegar hefur verk- fallið skapað neytendum ákveð- inn óþægindi. „Það segir sig sjálft að fólk hættir ekki að drekka einhverja drykki þó mjólkin hverfi," segir Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri MS, sem óttast að það tapi markaðshlutdeild sinni í drykkj- arvörum til appelsínudrykkja og annarra álíkra. Þá getur það orðið erfitt fyrir MS að ná fyrri fótfestu á markaðnum eftir því hvað verkfallið varir lengi. Forstjóri MS segir að fyrir- tækið sé að tapa miklum pen- ingum vegna verkfallsins og einnig bændur á þessum svæð- um sem eru eigendur að MS. Hann segir erfitt að meta þann skaða sem fyrirtækið hefur þeg- ar orðið fyrir, bæði íjárhags- og markaðslega. -grh Gunnar Bjðrnsson form. samninganefndar ríkisins „Manni finnst dómurinn ekki byggjast á að þessi launamunur sé kynbundinn." Hafnarfjörður Sækja um styrk til málsvamar Hafnaríjarðarkratarnir Sverrir Ólafsson mynd- Ustarmaður og Magnús Haf- steinsson hafa óskað eftir styrk úr bæjarsjóði Hafnar- fjarðar að fjárhæð 200 þús- und krónur hvor til greiðslu málsvarnar í meiðyrðamáli sem Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi forstjóri Hagvirkis-Kletts, höfðaði á hendur þeim fyrir ummæli í sinn garð í fjöl- miðlum. í skrifum til bæjarráðs Hafnaríjarðar segja tví- menningarnir að þeir sæki um styrk til að verja stjórn- arskrárbundinn rétt borgar- anna til málfrelsis og rit- frelsis. Einnig til þess að verja rétt til réttmætrar og eðlilegrar gagnrýni á störf kjörinna bæjarfulltrúa. í samtali Dags-Tímans við Sverri Ólafsson kom fram að honum þætti lýð- ræðið í landinu skringilegt þegar kjörnir fulltrúar lög- sæktu fólk fyrir að segja skoðanir sínar og menn þurfi að sækja um aðstoð hjá bæjaryfirvöldum til að verja sig fyrir árásum kjör- inna bæjarfulltrúa. „Við teljum að þarna sé verið að brjóta á okkur mannréttindi og það sé hik- laust hlutverk bæjarins að vernda mannréttindi borg- aranna," segir hann og er ekki sammála því að bærinn þurfi líka að styrkja Jóhann ef tvímenningarnir fái styrk. Bæjarlögmaður hefur er- indið til umsagnar. -GIJS Siglufjörður Þormóður rammi með 178 milljóna hagnað Utgerðar- og fiskverkun- arfyrirtækið Þormóður rammi hf. skilaði 178,5 milljón króna hagnaði á sl. ári og nam hagnaðurinn 9,3% af veltu. Á árinu 1995 var hagnaðurinn 206,1 milljón króna. Heildarvelta fyrirtækisins varð 1.922 milljónir króna á móti 1.971 milljón króna árið 1995. Að- alfundurinn verður haldinn 25. aprfl nk. Þormóður rammi hf. tók á móti 6.500 tonnum af rækju á árinu; 2.220 tonn- um af bolfiski og 216 tonn- um af laxi. Um 80% af tekj- um fyrirtækisins myndast vegna rækjuafurða. Minni hagnaður á síðasta ári en á árinu 1995 skýrist fyrst ogt fremst af verðlækkun á rækjuafurðum á síðasta ári. GG Hvalfjarðargangavegur Gerð vegtenginga við Hvalfjarðargöng er á undan áætlun þrátt fyrir allan þennan snjó. iviyuu. i Illska en góður gangur Þrátt fyrir illviðri og snjóalög er gerð vegtenginga fyrir Hvalfjarðargöng á undan áætlun. etta tefur okkur,“ segir Ilörður Blöndal hjá Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða um tíðarfarið, en fyrir- tækið sér um gerð vegtenginga fyrir Ilvalfjarðargöng. „Við þurfum alltaf að hreinsa snjóinn undan vegstæðunum og upp úr skurðum og öðru. Það getur stundum verið hálfgerð kleppsvinna. Það er búinn að vera núna mánaðartími mjög rysjóttur og á undan þessum þremur dögum höfum við verið í hálfgerðri illsku. Við höfum tvívegis hætt vegna veðurs, það sá ekki út úr augum vegna skafrennings og éljagangs." Þrátt fyrir þetta er vegagerð- in á undan áætlun. „Það gengur mjög vel, það má segja að við séum búnir að koma fyllingum á 15 km. af 20, undirlagi og hluta af burðarlagi.“ Verkið fór af stað af krafti undir mánaðamótin október- nóvember en verklok eru áætl- að vakti athygli ýmissa viðskiptavina ÁTVR í Reykjavík í gær að ekki var hægt að fá allar tegundir af uð á miðju næsta ári. „Það voru ákvæði um að gengi gangagerð- in vel yrðum við að skila fyrr. Við reiknum með að setja bund- ið slitlag á einn þriðja af vegin- um næsta haust.“ Meðal annars er notast við efni sem kemur upp úr Hval- ijarðargöngum, en það er farið með í átt að Akranesi. Auk þess er sótt efni í tvær stórar námur. -ohr erlendum bjór á útsölustöðum. Þær skýringar voru gefnar að gámur með bjór hafi verið í Vikartindi. Reykjavlk Ber á bjórskorti

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.