Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Page 6
6 - Laugardagur 15. mars 1997
Jbtgur-'3Ktmtm
F R E T T I R
Landsbankinn/VÍS
Stærsti bankinn og trygg-
ingafélagið í eina sæng
að var prúttað um stórar
íjárhæðir, þegar fulltrúar
Brunabótar og Lands-
banka settust niður á föstudag-
inn fyrir viku til að semja um
kaupin. Samningar tókust síðan
í fyrrakvöld um sölu Eignar-
haldsfélags Brunabótafélags ís-
lands hf. á helmings eignarhlut
í VÍS, fyrir 3.400 milljónir
króna. Sverrir Hermannsson
bankastjóri sagði í gær að
samningsferlið hefði mátt vera
mun styttra.
Búast við heitri
umræðu
Stjórn Landsbankans hafði leit-
að víða fyrir sér um kaup á
tryggingafyrirtæki. Meðal ann-
ars var rætt við eigendur Al-
þjóðlega líftryggingafélagsins,
umræður voru við erlend trygg-
ingafélög og loks LÍFÍS, sem
aftur leiddi til kaupa á helmingi
stærsta tryggingafélags lands-
ins, VÍS.
Landsbankastjórar töldu á
blaðamannafundi í gær að án
efa ætti eftir að verða mikO um-
ræða um þessi kaup bankans á
stórfyrirtæki. Slíkt væri nýlunda
hér á landi. En þeir höfðu skýr-
ingar á reiðum höndum.
Kjartan Gunnarsson, for-
maður bankaráðs Landsbanka
íslands, sagði að hér væri um
að ræða nýja og eðlilega stefnu-
breytingu í starfsemi bankans.
Samningurinn endurspeglaði
örar og umfangsmiklar breyt-
ingar í starfsumhverfi íjármáia-
fyrirtækja. Skörp skil milli hefð-
bundinnar bankastarfsemi og
annarrar íjármálaþjónustu
heyri nú sögunni til, hérlendis
sem erlendis.
Borgað á næstu þrem
árum
Landsbankinn varð eigandi að
eignarhluta gömlu Brunabótar
Með 3,4 milijarða á borðinu.
upp úr kl. 16 í gær með miklum
undirskriftum samninga í
bankaráðssalnum við Austur-
stræti. Hér er um að ræða kaup
og kauprétt á eignarhluta í VÍS
(44,2%) og Líftryggingafélagi ís-
iands LÍFÍS (44,4%). Vegna
eignarhluta hvors félagsins í
hinu er í reynd um að ræða
kaup á 50% eignarhlut í hvoru
félagi að ræða.
Landsbanki íslands snarar
ekki allri upphæðinni, 3.400
milljónum, á borðið. Keyptur er
strax 12% eignarhlutur í VÍS,
en síðan verður borgað næstu 3
árin með reglulegu millibili þar
til 50% eignarhlut bankans er
náð.
Brunabót lifir áfram
Brunabótafélag fslands er í
eigu fjölmargra aðila, meðal
annars margra sveitarfélaga,
Kópavogur mun vera stærst
þeirra. Hilmar Pálsson fram-
kvæmdastjóri sagði í gær að fé-
lagið héldi áfram starfsemi
sinni, alla vega eins lengi og
eigendur óska ekki eftir að það
verði lagt niður. Verði það lagt
niður verður sjóðum þess skipt.
Dagur-Tíminn hefur þegar
heyrt raddir frá illa stöddum
sveitarfélögum sem mundu
fagna því að innleysa sinn hlut í
félaginu.
VÍS mun hins vegar áfram
starfa sem sjálfstætt vátrygg-
ingafyrirtæki með nýja „makk-
era“ um borð. Það er ljóst að
bankaafgreiðslur Landsbank-
ans munu í framtíðinni þjóna
sem sölukontórar fyrir VÍS og
viðskiptavinum bent á viðskipti
við tryggingafélag bankans.
Landsbankinn hefur verið aðal
viðskiptabanki VÍS.
BlS-reglan ekki í
hættu
Það var riíjað upp á blaða-
mannafundi í gær að ekki er
ýkja langt síðan að Landsbank-
inn mátti sækja til Alþingis um
aðstoð til að uppfylla reglur um
eigið fé banka, svonefndar BIS-
reglur. Bankastjórar bentu á að
bankanum hefði verið nauðug-
ur einn kostur að sækja til eig-
enda sinna, þjóðarinnar, til að
afla ijár vegna kerfisbreytinga í
bankamálum. Honum hefðu
verið allar bjargir bannaðar og
átti lögum samkvæmt ekki í
önnur hús að venda.
Mynd: Hilmar
Bankastjórar töldu að núna,
5 árum eftir aðstoð Alþingis, sé
bankinn í stakk búinn að kaupa
VÍS og taki það fé úr eigin sjóð-
um. Formaður bankaráðs sagði
að BIS- reglunum væri með
þessu á engan hátt ógnað.
Staða bankans væri öll önnur
nú en árið 1992.
Kjartan Gunnarsson neitaði
því einnig að svo stór innkaup
bankans í öðru fyrirtæki mundi
hafa nokkur áhrif á vaxtamun í
bankanum, sem flestum óar
reyndar við. Hann sagði að
vaxtamunur hjá Landsbankan-
um væri sífellt að minnka, - og
að hann mundi minnka áfram
að óbreyttu.
Með þessum kaupum (jöig-
aði eggjunum í körfunni og ijöl-
breytni þjónustunar væri aukin,
sagði Kjartan.
vís
Kcmur til greina að VÍS
fari á hlutabréfamarkað
Axel Gíslason for-
sljóri fagnar nýjum
meðeiganda í fyrir-
tækinu.
s
g fagna því að fá jafn öfl-
ugan aðila og Landsbanki
íslands er til samstarfs,“
sagði Axel Gíslason, forstjóri
Vátryggingafélags íslands, VÍS,
í samtali við Dag-Tímann í gær-
kvöldi.
„Við höfum auðvitað horft
mjög á það undanfarin ár á
hvern hátt við getum sem best
búið okkur undir vaxandi sam-
keppni, ekki síst erlendis frá, og
aukið hlutverk í langtíma lífeyr-
issparnaði landsmanna. Kaup
okkar á hlutabréfum Skandia í
Fjárvangi og það að við erum
núna eigendur að Fjárvangi
sem verðbréfafyrirtæki eru lið-
ur í því að undirbúa okkur und-
ir þetta. Samstarfið við Lands-
bankann núna gerir það að
verkum að saman verða stærsti
bankinn og stærsta tryggingafé-
lagið mikið betur í stakk búin til
að bjóða fjölbreytta og örugga
þjónustu á sviði alls konar íjár-
mála- og tryggingaþjónustu á
hagkvæmari hátt,“ sagði Axel.
„Erlend fyrirtæki víða um
Evrópu eru að huga að við-
skiptatækifærum með opnun
landamæranna. Vátrygginga-
markaðurinn er galopinn. Við
sjáum fyrir okkur að aukinni
þörf landsmanna fyrir lífeyris-
sparnað verður að mæta með
innlendum eða erlendum félög-
um, hugsanlega hvoru tveggja.
Það skiptir miklu máli að öflug
innlend fyrirtæki geti annast
áframhaldandi lífeyrissparnað-
arþjónustu með ýmsu formi og
geti þannig orðið öflugur styrk-
ur íslensku atvinnulífi, í staðinn
fyrir að horfa upp á að erlendir
aðilar selji lífeyristryggingar í
stórum stíl með það að megin-
markmiði að peningarnir hverfi
inn í þeirra fjármálakerfi, fé
sem verður bundið áratugum
saman erlendis áður en það
kemur heim aftur," sagði Axel
Gíslason.
Hann sagði að vissulega
kæmi til greina að VÍS fari á al-
mennan markað með hlutabréf.
Það væri hins vegar ákvörðun
eigendanna.
Axel kvaðst bjóða Lands-
bankann velkominn til sam-
starfs og þakkaði um leið
Brunabótafélaginu ágæta sam-
vinnu og samstarf um árabil.
-JBP
Áhugi á lífeyri
fólksins
„Bankinn hefur mikinn áhuga á
að verða öflugur þátttakandi í
lífeyristryggingum og öllu því
sem það snertir. Þar er náttúru-
lega uppspretta langtímasparn-
aðar í þessu þjóðfélagi eins og
annars staðar. Það er bönkum
nauðsynlegt að eiga hlutdeild í
þeim sparnaði og þar sjáum við
fyrir okkur marga samstarfs-
möguleika,“ sagði Kjartan
Gunnarsson. Hann sagði kaupin
fari fram í góðri sátt við með-
eigendurna sem ættaðir eru úr
samvinnuhreyfingunni: Eignar-
haldsfélag Samvinnutrygginga,
Olíufélagið, Samvinnulífeyris-
sjóðinn og Samvinnusjóðinn.
„Tryggingar og bankar eru
ákaflega tengd starfsemi, en
vissulega eru störfin þar sitt
hvað. Við gerum ekki ráð fyrir
öðru en að þessi fyrirtæki verði
rekin sjálfstætt, en samstarfs-
möguleikarnir þeirra í milli eru
miklir," sagði Kjartan Gunnars-
son, formaður bankaráðs
Landsbanka íslands. -JBP