Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.03.1997, Page 11
^tgur-ÍEumm Laugardagur 15. mars 1997 - 11 ÓÐMÁL Veiðileyfagjaldið og útfærsla þess Sighvatur Björgvinsson skrifar S Ileiðara Dags Tímans (hví ekki DT?) sl. föstudag var m.a. rætt um veiðileyfa- gjald. Þáð segir ritstjórinn að sé enn óútfært. Það er misskiln- ingur. Veiðileyfagjald er hægt að útfæra á marga vegu, og hefur þegar verið gert. í þings- ályktunartillögu um veiðileyfa- gjald, sem þingmenn jafnaðar- manna lögðu fram í haust (3ja mál 121. þings), eru sýnd nokk- ur dæmi um útfærslu veiðileyfa- gjalds. í frv. til laga um breyt- ingu á lögum um stjórn fisk- veiða utan fiskveiðilögsögunnar, sem ég og þrír aðrir þingmenn jafnaðarmanna lögðu fram á AJþingi í sl. viku, er valin sú útfærsla hvað varðar veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum, að veiðiheimildirnar verði boðnar út á frjálsum markaði og því nákvæmlega lýst, hvern- ig að útboðinu skuli staðið. Sú tillaga um útfærslu er mjög í anda þess, sem Halldór Ás- grímsson, formaður Framsókn- arflokksins, gat um í ræðu sinni við setningu landsfundar Fram- sóknarflokksins á liðnu hausti. Hugmyndir um útfærslu veiðileyfagjalds hafa því þegar verið lagðar fram. Áður en val- ið er á milii þeirra aðferða, sem til greina koma, þyrfti hins veg- ar að fara fram rækileg úttekt og skoðun á hinum ólíku að- ferðum. M.a. í því skyni að reyna að spá fyrir um hvaða af- leiðingar hinar mismunandi að- ferðir kynnu að hafa í félags- legu og hagrænu tilliti. Svo það sé hægt þurfa ýmsar opinberar sérfræðistofnanir þjóðarinnar að koma að málinu. Æðstu yfir- menn þeirra, þ.e. ráðherrar í ríkisstjórn íslands, hafa hins vegar verið andvígir því að fela stofnunum þau verkefni - alveg eins og þeir létu stöðva þá at- hugun á kostum og löstum hugsanlegrar aðildar Islands að ESB, sem hafin var að tilhlutan ráðherra Alþýðuflokksins. Skoðun og samanburður á ein- stökum útfærslum á veiðileyfa- gjaldi hefur því ekki farið fram. Það torveldar mönnum auðvit- að að velja skynsömustu og hagfelldustu aðferðina. Einföld spurning Tillögur og hugmyndir um út- færslu veiðileyfagjalds eru mis- munandi. Veiðileyfagjald er t.d. hægt að leggja á sem fast gjald fyrir hvert tonn í úthlutuðum aflaheimildum, sem ákveðið yrði í upphafi fiskveiðiárs, eða með því að bjóða aflaheimildir út á frjálsum markaði. Fyrri að- ferðin, um fast aflagjald, hefur meira svipmót auðlindaskatts og ef ætti að nota hana til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi yrði gjaldið að ákvarðast mis- hátt frá ári til árs eftir aðstæð- um. Síðari aðferðin, að láta verð veiðiheimilda ákvarðast á markaði, hefur hins vegar inn- byggð sveiflujöfnunaráhrif því líklegt má telja, að markaðs- verð aflaheimilda myndi hækka samfara góðri afkomu sjávarút- vegsfyrirtækja, en lækka við versnandi hag. Þá má einnig velja um, hversu víðtækt veiði- leyfagjald ætti að vera. Á að láta það taka til allra aflaheim- ilda, t.d. í áföngum á tilteknu árabili, eða aðeins til viðbótar- aflaheimilda, sem úthlutað kynni að verða umfram tiltek- inn grunnkvóta, sem útgerðar- fyrirtæki fengju áfram ókeypis. Engin þessara aðferða er af sjálfu sér „sú eina rétta" - hinn „stóri sannleikur". Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að sér- fræðistofnanir í samvinnu við hagsmunaaðila skoði og leggi mat á þær aðferðir, sem lýst hefur verið. Sjálf spurningin um hvort leggja skuli á veiðileyfagjald eða halda áfram ókeypis úthlut- unum á aðgangi að sameigin- legri auðlind til fárra einstak- linga og fyrirtækja er hins veg- ar ekkert flókin. Hún er þvert á móti mjög einföld. Spurningin m Framsóknarflokkurinn Borgarstjórnarkosningar Fundur í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 22. mars 1997 kl. 13.00 í Ársal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Borgarfulltrúamir Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson flytja stutt ávarp. 2. Næstu borgarstjórnarkosningar 3. Önnur mál Stjórnin er einfaldlega þessi: „Er sann- gjarnt að þjóðin fái greitt fyrir, þegar tilteknum hópi manna er heimilað að nýta sameiginlega auðlind í ábataskyni?" 75% þjóðarinnar svara þessari spurningu jákvætt þegar spurt er í skoðanakönnunum. Það er rökleysa að hafna þeim þjóðar- vilja á þeim grundvelli, að fleiri en ein aðferð komi til greina við framkvæmdina. Til umhugsunar Veiðileyfagjald er ekki skattur. Til þess að skýra enn betur hvað átt er við þegar sagt er að tillagan um gjald fyrir takmörk- uð afnot af sameiginlegri auð- lind standi sjálfstætt og fyrir sínu þó framkvæmdin geti verið með mismunandi hætti getum við hins vegar tekið dæmi af skattgreiðslum til hins opin- bera. Flestir fslendingar eru t.d. sammála um, að greiða beri í sameiginlegan sjóð lands- manna eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Hins vegar er mikill ágreiningur um, hvernig það skuli gert. Eiga skattleysis- mörkin að vera hærri eða lægri? Eiga skattþrepin að vera eitt eða fleiri? Á að lækka jað- arskattana eða skattlagninga- prósentuna sjálfa? Hefðu menn beðið eftir því að innleiða tekju og eignaskatta þar til allir hefðu orðið sammála um að- ferðina eða fundið „þá einu réttu“, þá hefði það enn ekki verið gert. Hins vegar reyna menn að nálgast réttlætið og sanngirnina með viðamikilli umijöllun og athugunum sér- fróðra aðila í samráði við hags- munasamtök - alveg eins og gera þarf við val á aðferðum til þess að framkvæma veiðileyfa- gjald. Sama máli gegnir auðvitað um greiðslur fyrir afnot af tak- mörkuðum réttindum í eigu þjóðarinnar, sem eiga meira skylt við veiðileyfagjald en skattarnir. T.d. um greiðslur fyrir nýtingu námuréttinda í eigu opinberra aðila, eða greiðslu á leigu fyrir húsnæði eða jarðnæði í eigu þjóðarinnar. Menn eru ekki endilega sam- mála um, hvernig þessar greiðslur eru ákveðnar, en flestir eru sammála um, að þær skuli inntar af hendi. Annað þykir fólki óeðlilegt. Sama máli á auðvitað að gegna um greiðsl- ur fyrir afnot fárra af sameigin- legri eign íjöldans, sem eru ís- lensku fiskimiðin. Fjölmargt annað er þörf á að ræða er varðar veiðileyfagjald, en það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. í umræð- unni ber t.d. talsvert á mis- skilningi, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. En rýmisins vegna verður það að bíða betri tíma. Höfundur er formaður Alþýðuflokks- ins, Jafnaðarmannaflokks íslands f -------------------------. AKUREYRARBÆR Búsetu- og öldrunardeild Dvalarheimilið Skjaldarvík Sjúkraliðar Laus eru til umsóknar störf sjúkraliða. Um er að ræða 100% og 70% starf. Einnig vantar sjukraliða í sumarafleysingar og starfsfólk í eldhús. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK/Sjúkraliðafé- lags íslands og Launanefndar sveitarfélaga eða Ak- ureyrarbæjar og Verkalýðsfélagsins Einingar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 462 1640. Upplýsingar um kaup og kjör eru gefnar í starfs- mannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.