Dagur - Tíminn Akureyri - 21.03.1997, Side 1
Verið
viðbúin
vinningi!
Hetjur hafsins
ur Kristinn skipstjóri orðið:
„Erfiðast er að vera í löngum
leitum. Þegar leit hefur staðið
sólarhringum saman veit mað-
ur oft fyrirfram að voveiflegir
atburðir hafa skeð. Það tekur
mest á. Sumir eru með píptæki
á sér allt árið, við rúmstokkinn
heima hjá sér og í vinnunni því
að þetta er að stærstum hluta í
sjálfboðavinnu. Það segir sig
sjálft að það hlýtur að vera eitt-
hvað andlegt erfiði kringum
það,“ segir hann og hinir í
áhöfninni bæta við að þeir taki
sér bara hvfld í smátíma ef
álagið verði of mikið.
Sátu við matarborðið
Áhöfnin á Hannesi hefur lent í
ýmsu og sumu miður skemmti-
legu. Síðast fóru menn út um
síðustu helgi, til að fara með
lóðs og fara með viðgerðamenn
um borð í togara. Þar áður var
Hannes við björgunina úr Þor-
steini GK undir Krýsuvíkur-
bjargi. Sú ferð er áhöfninni
minnisstæð því að veður var
leiðinlegt og sjólag erfitt, tíu til
ellefu vindstig og átta metra
ölduhæð. Það er ýmislegt annað
sem þeir geta riijað upp, til
dæmis þegar þeir voru að taka
á móti vinasveit frá Flúðum og
sátu við matarborðið í spariföt-
unum þegar kallið kom.
í ljós kom að 100 tonna stál-
bátur úr Reykjavík hafði verið á
Sjóveiki er það
erfiðasta sem
áhafnarfélagar á
flaggskipinu í
björgunarflota
Slysavarnafélags
íslands hafa lent í.
leið inn í Hafnir en verið vin-
samlegast beðinn um að snúa
við því að hann kæmist ekki
inn. í framhaldinu kom í ljós að
báturinn var kominn mjög ná-
lægt landi og „svo til kominn
upp í kartöflugarða í Höfnun-
um“. Báturinn var búinn að til-
kynna að hann væri með slas-
aða menn um borð. Þegar
menn voru komnir á staðinn og
sendir um borð kom í ljós að sá
sem var við stýrið var góðkunn-
ingi lögreglunnar og ekki einu
sinni með bflpróf.
„Það var alliskyggilegt
ástand um borð, allavega á
skipstjóranum. Hann var búinn
að drekka sig dauðan í koj-
unni,“ segir Kristinn. „Það var
búið að ganga mikið á um borð,
skildist mér á þeim sem voru
með rænu. í þessu tilfelli hefði
getað farið illa ef báturinn hefði
farið upp í f]öru.“ -GHS
Kjarninn í áhöfninni á Hannesi Þ. Hafstein í Sandgerði er tíu til tóif manns. Venjulega fara fimm í útköll og er að
meðaltali farið út tvisvar í mánuði. Þessir menn eru tvímælalaust hetjur hafsins því að þeir fara út í öllum veðrum
til að aðstoða fólk í háska og sækja sjúklinga. Þeir unna sjónum og vilja lítið úr hetjuskapnum gera. Myndinbg
Vanir sjómenn sækja mikið
í þetta starf því að það
hleypur ekki hver sem er
út á sjó, til dæmis út af sjóveiki.
Menn, sem aldrei hafa á sjó far-
ið, hafa þó líka reynst vel. Það
sigtast úr hópnum og eftir
stendur kjarni sem er geysilega
sterkur og samstilltur. Svo fara
menn á námskeið og æfingar
eru með ákveðnu millibili. Við
stjórnvölinn eru menn sem eru
staðkunnugir og þekkja vel að-
stæður. Það er náttúrulega það
sem skiptir máli hér,“ segja
áhafnarfélagar á flaggskipinu í
björgunarflota Slysavarnafélags
íslands, Hannesi Þ. Hafstein í
Sandgerði.
Tólf karlmenn úr Björgunar-
sveitinni Sigurvon í Sandgerði
mynda kjarnann í áhöfn Hann-
esar Þ. Hafstein og eru þeir all-
ir hetjur því að þetta eru menn
sem fara út á sjó í hvernig veðri
sem er og hvenær sólarhrings-
ins sem er til að hjálpa fólki í
nauð, sækja sjúklinga og slas-
aða og bjarga mannslífum.
Strákarnir í áhöfninni vilja þó
h'tið úr hetjuskapnum gera. Þeir
segjast vinna mikið fyrir trygg-
ingafélögin, aðstoða skip með
veiðarfæri í skrúfum, sækja
sjúklinga og fara með varahluti
og lóðs í fraktskip.
Hannes er 76 tonna stálbát-
ur smíðaður í Þýskalandi árið
1965. Þjóðverjar seldu 'bátinn
fyrir lítið árið 1993 og hefur
hann verið í Sandgerði æ síðan.
Báturinn er notaður til björgun-
ar auk þess sem
hann er leigður út til
að fá tekjur upp í
reksturinn. Einn
maður er fastráðinn,
Ragnar Kristjánsson
vólstjóri, og er hann
jafnframt umsjónar-
maður skipsins.
Sjóveikin er
erfiðust
Þegar farið er í leið-
angra á Hannesi eru
venjulega fimm
menn í áhöfn, skip-
stjóri, stýrimaður,
vélstjóri og tveir há-
setar en báturinn
getur tekið allt upp í
150 farþega, sam-
kvæmt þýskum áætl-
unum, og er þá orð-
inn troðfullur og
meira en það. Skip-
stjórar eru tveir,
Kristinn Guðmunds-
son og Árni Sigur-
pálsson, og skiptast
þeir á að stýra skip-
inu í útköllum.
- En hvað skyldi
vera það erfiðasta
sem áhöfnin hefur
komist í?
„Sjóveiki,“ segja þeir þar
sem þeir láta fara vel um sig í
kabyssunni á Hannesi og fara
að hlæja. Bæta við að það komi
fyrir að menn verði sjóveikir, til
dæmis „starfandi spýtukallar í
Kristinn skipstjóri við stýrið á Hannesi.
landi". Þeir eru tregir til að
segja sögur úr starfinu og
benda á að þetta sé „ekkert
grín“ heldur bláköld alvara þó
að það sé viss spenningur að
taka þátt í björgunum. Svo tek-