Dagur - Tíminn Akureyri - 21.03.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.03.1997, Side 8
20 - Föstudagur 21. mars 1997 JDagur-Œtttróm LÍF O G F J Ö R WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ Star Wars er nú orðin tekjuhæsta bíómynd sögunnar í Bandaríkjunum en gamla metið átti ET. í Borgarbíói á Akureyri er einnig verið að sýna myndina Jerry Maguire, sem hlaut fimm tilnefningar til óskarsverðlauna og Tom Cruise m.a. fyrir bestan leik. Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika nk. laugar- dag. Hina fyrri kl. 15 í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hina síðari kl. 21 í sal Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna F.Í.H. Rauðagerði 27 í Reykjavík. Kórinn hyggur á strandhögg á írlandi um páskana og eru tónleikarnir á laugar- daginn liður í undirbúningi fararinnar. Auk kórsöngs verða kvartett, tríó, dúett og einsöngur einnig á dag- skránni. Einsöngvarar með kórnum verða Theodóra Þorsteinsdóttir sópr- an, Snorri Hjálmarsson tenór og Gunnar Örn Guðmundsson bassi. Aðgangseyrir er kr. 1.000,- Endur- koma Star Wars Stórmyndin Star Wars verð- ur frumsýnd í Borgarbíói á Akureyri og í Háskólabíói í kvöld. Þetta er fyrsta myndin í stjörnustríðsþrennunni en hin- ar myndirnar tvær: The Empire Strikes Back (Stjörnustríð 2) og Return of the Jedi (Stjörnustríð 3) munu fylgja í kjölfarið á næstu vikum. Undanfarnar vik- ur hefur Stjörnustríðsæði gripið um sig enda er komin upp ný kynslóð sem aldrei hefur upplif- að Star Wars myndirnar eins og þær njóta sín best á hvíta tjald- inu. Hallgrímur alls staðar. - Það er vart hægt að tylla sér inn á myndlistarsýningu eða hlusta á upplestur án þess að hafa altmúligmanninn Hallgrím Helgason dinglandi fyrir framan sig. Þessa helgina ætlar hann ásamt kollegum úr rithöfundastétt, Gyrði Elíassyni, Kristínu Ómarsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur, að lesa upp úr eigin verkum á íslenskri bókakynningu sem verður í Norræna húsinu á morgun kl. 16. Dagný Krist- jánsdóttir fjallar þar um bókaútgáfuna á íslandi á síð- asta ári sem hún telur einkennast af ferðabókum í víð- um skilningi, hvort sem farið er til útlandi í leit að ís- landi, hamförum eða bara á barinn (í leit að?)... Magic skyldi látinn hvíla í friði inní ísskáp þegar rölt er í móki fram til að pissa á helg- armorgnum til þess eins að geta hjúfrað sig lengur upp í rúmi. En ef menn hafa átt í vandræðum með að vakna til vinnu og drekka úr sér morgungeispann með kaffi- gutli þá ku Magic-orkudrykkurinn vera lausnin. Maður nokkur sem blaðið hafði spurnir af mætir til vinnu ki. 5 á morgnana og mun ekki alltaf vera stjörnuhress þegar klukkan hringir. En kominn með Magic, sem inniheldur bæði koffín og ginseng, í sýste- mið sprettur hann upp eins og gorkúla til að takast á við 8 klst. pikk á tölvu. (Gallinn er að ein lítil dós kostar 130-40 kr. eða um hálfan sígarettupakka). Maðurinn og umhverfið - Hann Sigurður Þórir Sigurðsson er að opna heilar tvær sýningar á morgun. í Galleríi Ófeigs á Skólavörðustig kl. 14 verður opnuð sýning með myndum unnum í vatnslit og gouache (sem mun vera einhver tegund af lit, svokölluðum gvasslit). Tveimur tímum síðar (kl. 16) verður opnuð önnur sýning í Norræna húsinu. f myndum sínum er Sigurður að pæla í þeirri óvissu og ógn sem manninum stafar af eigin tilvist (og þá vegna þess að maðurinn er farinn að lifa í eigin heimi úr tengslum við náttúruna og nánasta umhverfi) og and- stöðunni sem aðskilur reynsluheim manns og konu. Karlakórinn Söngbræður ALLT UM ARGENTÍNU Sértu firrtur blokkarbúi í Grafar- vogi (eða miðbæ Reykjavíkur en firrtur samt) væri ráð mæta á heímildarmyndina íslands þúsund ár um „einn dag í lífi og starfi ára- bátasjómanna, á vetrarvertíð fyrir tíma tæknialdar." Dagur-Tíminn garanterar ekki að þú affirrist við eina heimildarmynd en þú færð þá allavega tækifæri til að skanna líf forfeðranna sem strituðu fram í rauðan dauðann við að gera líf þitt jafn dásamlega tengslalaust við allan þennan skít og kulda sem fyrirfinnst útí náttúrunni. (Þessi eini dagur á að endurspegla sjósókn íslendinga í þau þúsund ár sem menn reru hér á árabátum - mynd- in verður frumsýnd í Háskólabíói kl. 14.30 á morgun). Wnt

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.