Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-®TOrimt
Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 7
ERLENDAR FRÉTTIR
Clinton með her sínum: Sigur fyrir hann?
Rautt strik
Baksvið
Dagur Þorleifsson
Eftir Helsinkifund þeirra
Clintons Bandaríkjafor-
seta og Jeltsíns Rúss-
landsforseta er ofarlega í f]öl-
miðlum sú skoðun að niður-
stöður fundarins séu sigur fyrir
þann fyrrnefnda. Jeltsín hafi í
raun samþykkt að Pólland,
Tékkland og Ungverjaland
verði tekin inn í NATO.
Á fundi þessum hafi komið
skýrt í ljós að Bandaríkin séu
eina risaveldi heims og að
Rússland, risaveldi þangað til
fyrir nokkrum árum, verði sem
önnur ríki að sætta sig við þær
takmarkanir sem ofurveldi
Bandaríkjanna setji því.
Ný skipting í áhrifasvæði?
En ýmissa annarra mál, þ. á m.
sumra bandarískra fréttaskýr-
enda, er að á fundi þessum í
höfuðborg Finnlands hafi Evr-
ópu verið skipt upp á nýtt í
áhrifasvæði milli Vestursins og
Rússlands. Vestrið færi út kví-
arnar yfir þrjú áðurnefnd fyrr-
verandi fylgiriki Rússaveldis en
önnur riki milli NATO og Rúss-
lands, a.m.k. fyrrverandi sovét-
lýðveldi, verði „grátt“ svæði er
skilji sundur nefnda fyrrverandi
(?) andstæðinga. Sérstaklega
virðast Rússar viðkvæmir fyrir
því að fyrrverandi sovétlýðveldi
gangi í NATO og líta á það sem
óþolandi auðmýkingu fyrir sig.
Sergej Karaganov, einn helstu
öryggismálaráðunauta Jeltsíns,
segir Rússland hafa dregið
„rautt strik“ eftir vesturlanda-
mærum Eystrasaltslanda,
Hvíta-Rússlands og Úkraínu. í
löndum þessum og víðar munu
margir taka þetta sem merki
þess, að Rússland hafi ekki sætt
sig við að ríki þessi séu eða
verði því óháð. Rússland virðist
raunar þegar komið langt á leið
með að innlima Hvíta-Rússland
á ný.
Ljóst virðist að nærgætni við
Rússland og skoðanir Banda-
ríkjastjórnar á því, hvað borgi
sig best fyrir Bandaríkin pólit-
ískt, hafi skipt meira máli í
ákvarðanatöku NATO um það,
hvaða ríkjum skuli „boðið inn“ í
sumar, en meiri eða minni
áhugi hinna ýmsu þjóða fyrr-
verandi sovétblokkar á NATO-
aðild.
Pólverjar óðfúsir,
Ungverjar beggja blands
Ýmsir þekktir fréttaskýrendur,
eins og Wiiliam Pfaff við Inter-
national Herald Tribune, halda
því fram að síðustu árin hafi
áhrif og völd Bandaríkjanna í
NATO aukist drjúgum, þannig
að bandalagið sé nú fyrst og
fremst tæki til að tryggja pólit-
ísk völd þeirra í Evrópu. Á þeim
vettvangi hafi Bandaríkin ýtt til
hliðar Frakklandi, er löngum
hafi verið þeim óþjálast af
NATO-ríkjum, og reiði sig á
Þýskaland, sem bæði er öflugra
og hlýðnara Bandaríkjunum en
Frakkland, sem aðalbanda-
Vera kann að Rúss-
land hafi sætl sig við
að Pólland, Tékkland
og Ungverjaland
gangi í NATO, en það
leggur þeim mun
þyngri áherslu á að
engin fyrrverandi
sovétlýðveldi komist í
það bandalag.
mann í Evrópu. Samkomulag
Clintons og Jeltsíns um sam-
starfssáttmála NATO og Rúss-
lands, er veitir Rússlandi að-
stöðu til áhrifa í bandalaginu,
þarf ekki að vera formsatriði
eitt af Clintons hálfu. f Banda-
ríkjunum hefur ekki vantað
undanfarið raddir sem hvetja til
aukins samráðs Bandaríkjanna
við Rússland. Áhugi á tilkomu
nýs öxuls, Washington-Berlín-
Moskva, að sjálfsögðu undir
forystu Bandaríkjanna, kann að
vera með í myndinni af þeirra
hálfu.
Samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannana vill þorri Pól-
verja komast í NATO, en tæpur
helmingur Ungverja. Margir
kváðu og vera beggja blands
um þetta í Tókklandi. Ekki er
laust við að í austanverðri Mið-
Evrópu votti fyrir draumi,
blöndnum fortíðarsöknuði, um
blokk fyrrverandi IJabsborgara-
landa er yrði óháð Rússlandi,
en ekki í NATO. Sennilega er
áhugi Eista, Letta og Litháa á
NATO-aðild ekki minni eða
jafnvel meiri en Pólverja, en
ríkjum þessara þriggja smá-
þjóða verður þó vart boðið inn í
NATO í sumar.
Öryggi Eystrasaltslanda
Bæði í Bandaríkjunum og Vest-
ur-Evrópu heyrast raddir, sem
telja stækkun NATO í austur
glapræði er muni leiða til nýs
kalds stríðs með Vestrinu og
Rússlandi. En aðrir vestur-
landamenn hvetja eindregið til
þess að auk Póllands, Tékk-
lands og Ungverjalands verði
a.m.k. Eystrasaltslöndum boðin
NATO-aðild í sumar. Það muni
leiða til þess að Rússar loksins
gefist upp á stefnu sinni um
skiptingu álfunnar í áhrifasvæði
og í staðinn leitast við að verða
Evrópuþjóð í alvöru, taka upp
eindregið samstarf við önnur
Evrópuríki í stað þess að eiga í
meira eða minna íjandsamleg-
um metingi við þau, enda muni
þeir vart búa við neinn skort á
óvinum fyrir það. Upp úr Jeltsín
hrökk raunar nýlega að Rúss-
land vildi komast í Evrópusam-
bandið og að það ætti að forð-
ast þjösnaskap gagnvart
Eystrasaltslöndum.
Erling Bjol, danskur sagn-
fræðingur sem var eindreginn
andkommúnisti í kalda stríðinu,
skrifar að óraunhæft hefði verið
að bjóða Eystrasaltslöndum inn
í NATO í „fyrstu umferð." Pól-
land, Svíþjóð og Finnland geti
hins vegar haldið rússneskri
ágengni frá Eystrasaltslöndum,
Pólland með því að hóta að öðr-
um kosti nánara hermálasam-
starfi við NATO og Svíar og
Finnar því að ganga í það
bandalag. 1961 reyndi Krúsjov
að þvinga Finnland til nánara
hermálasamstarfs við Sovétrík-
in. En Norðmenn létu þá sov-
ésku stjórnina vita að þeir
myndu bjóða öðrum NATO-ríkj-
um að koma upp herstöðvum í
landi sinu og Svíar gáfu Sovét-
mönnum í skyn að þeir kynnu
að ganga í NATO, ef Krúsjov léti
ekki af ágengni við Finna. Og
þá gáfu Sovétríkin eftir.
Aðalsafnaðar-
fundur
Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður
haldinn f Safnaðarheimili Akureyrarkirkju eftir
guðsþjónustu sunnudaginn 6. apríl nk.
Fundurinn hefst kl. 15.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Hjó °kkur f'nnur
þú m.a. ferðabækur
barnabækur • handbækur
Ijóð • bestabækur • kynlífsbækur
spennusögur • ævisögur
myndabækur • ættfræðirit
fræðsluefni • spennuefni
afþreyingu • skáldskap • heilafóður
skemmtun • útivist • dulspeki • tækni
landkynningarefni • ferðalög • íþróttir
• matreiðslubækur og margt fleira.
► Bókamarkaðurinn stendur
2 aðeins yfir i nokkra daga.
—v Ekki láta þetta
einstaka tækifæri
framhjá þér fara.
bókatitlar
OPID DAGLEGA10-19
UM HELGAR;
Hafnarstræti 93
(Áður Vöruhús KEA)
Gengið inn hjá Stjörnuapóteki
Hinn árlegi bókamarkaður
Félags islenskra bókaútgefenda stendur nú yfir á Akureyri,
Simar 898-5868 og 897-6427.
24 more _ •% • mars # • « pm
24. MARS TIL 7. APRÍL
1 B 1 é é
I i \ 1.,
é