Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 2. apríl 1997
^Dagur-®útttmt
Þ R
hjá Daníel
Daníel Jakobsson sannaði
það á Skíðamóti íslands
um helgina að hann er
konungur skíðagöngunnar hér
á landi. Daníel varð fjórf'aidur
fslandsmeistari, því hann sigr-
aði í 15 og 30 km göngu, með
miklum yfirburðum. Hann sigr-
aði því einnig í norrænu tví-
keppninni, auk þess sem hann
átti stóran þátt í sigri Ólafsfirð-
inga í boðgöngunni, 3x10 km
göngu á fostudaginn ianga, sem
margir töldu að hefði verið há-
punktur landsmótsins.
Átta sveitir mættu til leiks í
boðgöngunni í karlaflokki og
það var A-sveit Akureyrar sem
var í forystunni framan af.
Einar Ófafsson gekk fyrst fyrir
Akureyrarsveitina og eftir
fyrstu tíu km hafði sveit hans
tæplega fjögurra mínútna for-
skot á Ólafsfjarðarsveitina,
sem þá var í fimmta sæti. Ólaf-
ur Björnsson gekk næstur fyrir
heimamenn og náði að saxa á
forskotið. Það kom í hlut Þór-
oddar Ingvarssonar að ganga
síðustu tíu kflómetrana fyrir
Akureyrarsveitina, en óhætt er
að segja að hlutverk hans hafi
ekki verið öfundsvert, því
Daníel sem lagði af stað rúmri
tveimur og hálfri mínútu á eft-
ir Akureyringnum var í mikl-
um ham. Daníel fór framúr
Þóroddi þegar um 5 km voru
búnir og jók jafnt og þétt for-
skotið á seinni fimm kílómetr-
unum. Fjölmargir áhorfendur
fylgdust með boðgöngunni,
sem hófst við félagsheimilið í
Ólafsfirði, Tjarnarborg og lauk
á sama stað.
Sem fyrr segir var Daníel
Jakobsson í nokkrum sérflokki í
göngunni, en þá vakti árangur
Jóns Garðars Steingrímssonar í
17-19 ára flokki einnig athygli.
Hann sigraði nokkuð örugglega
í báðum göngunum í piltaflokki
og uppskar jafnframt titilinn í
tvíkeppninni.
Úrslit í göngugreinum
15 km ganga karla, frjálst:
Daníel Jakobsson, Ó1 40,06
Ólafur Björnsson, Ó1 42,28
Einar Ólafsson, Ak 44,04
10 km ganga pilta, frjálst.:
Jón G. Steingrímsson, Sigluf. 29,20
Gísli Harðarson, Ak 31,18
Ingólfur Magnússon, Sigluf. 31,24
5 km ganga kvenna, fijálst.:
Lísebet Hauksdóttir, Ó1 18,20
Hanna D. Maronsd., Ó1 30,50
Hólmfríður Svavarsd., 30,59
3x10 km boðganga karla:
1. Sveit Ólafsfjarðar 1:29,59
(Árni Gunnarsson, Ólafur
Björnsson, Daníel Jakobsson).
2. A-Sveit Akureyrar 1:31,31
(Einar Ólafsson, Gísli Harðar-
son, Þóroddur Ingvarsson).
3. B-Sveit Akureyrar 1:33,01
(Helgi Jóhannesson, Baldur
Ingvarsson, Haukur Eiríksson)
30 km ganga karla, hefðb.:
Daníel Jakobsson, Ó1 1:24,48
Rögnvafdur Ingþórsson, Ak 1:30,17
Einar Ólafsson, Ak 1:30,24
15 km ganga pilta, hefðb.:
Jón G. Steingrímsson, Sigluf. 47,19
Þóroddur Ingvarsson, Ak 47,57
Ingólfur Magnússon, Sigluf. 48,09
15 km ganga, 35 ára og eldri,
hefðb.:
Magnús Eiríksson, Sigluf. 49,24
Kristján Guðmundsson, ísaf. 53,03
Sigurður Gunnarsson, ísaf'. 54,20
Göngutvíkeppni pilta:
1. Jón G. Steingrímsson, Siglufirði
2. Ingólfur Magnússon, Siglufirði
3. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri
Göngutvíkeppni karla:
1. Daníel Jakobsson, Ólafsfirði
2. Einar Ólafsson, Akureyri
3. Ólafur Björnsson, Ólafsfirði
*
Daníel Jakobsson frá Ólafsfirði sýndi það um helgina að hann er konungur göngunnar. Á myndinni sést hann
komast framúr Þóroddi Ingvarssyni frá Akureyri í boðgöngunni á föstudaginn. Mynd: jhf
SKÍÐI • Alpagreinar á Skíðamóti íslands
Krístinn atkvæðamikiH
Frænkurnar Brynja og Dagný frá Akureyri
voru sigursælar í kvennaflokki.
Kristinn Björnsson frá Ól-
afsfirði hreppti þrjá ís-
landsmeistaratitla á
Skíðamóti íslands, sem lauk á
mánudaginn á Dalvík. Kristinn
varð sigurvegari í stórsvigi,
alpatvíkeppni og í risasvigi, en
keppt var í þeirri grein í fyrsta
sinn á landsmóti. Frænkurnar
frá Akureyri, þær Brynja Þor-
steinsdóttir sem er tvítug að
aldri og Dagný Linda Kristjáns-
dóttir, sextán ára gömul, skiptu
verðlaununum í kvennaflokki á
milli sín. Brynja kom fyrst í
mark í stórsvigi og risasvigi,
sem keppt var í á Dalvík, en
Dagný hafði sigur í svigi og
alpatvíkeppni.
Stórsvig kvenna (Dalvík)
Brynja Þorsteinsd. Ak 2:06,06
Theodóra Mathiesen, KR 2:06,14
Dagný L. Kristjánsd., Ak 2:08,07
Stefanía Steinsd., Ak 2:14,00
Fyrirfram var búist við
keppni þeirra Brynju og Theo-
dóru í fyrstu keppnisgrein móts-
ins í alpagreinum og það kom á
daginn. Theodóra var með betri
tíma eftir fyrri ferðina, 15/100
úr sekúndu, en Brynja hafði
vinningin, þegar upp var staðið,
aðeins 8/100 úr sekúndu á und-
an Theodóru, svo jafnari gat
keppnin varla verið.
Stórsvig karla (Dalvík)
Kristinn Björnsson, Ó1 2:06,06
Arnór Gunnarsson, ísa 2:07,36
Björgvin Björgvinss., Dal 2:07,54
Jóhann H. Hafstein, Árm 2:08,17
Tæpri hálfri sekúndu munaði
á Kristni og Arnóri eftir fyrri
ferðina, en Kristinn keyrði mjög
vel í þeirri síðari og hreppti
gullið.
Óvænt úrslit í svigi
Aðstæður voru erfiðar og úrslit-
in voru óvænt í svigi karla og
kvenna, en keppnin var haldin í
Tindaöxl, skíðasvæði þeirra Ól-
afsfirðinga. Nokkur rigning var
og brautin var því mjög þung,
auk þess sem skyggnið var lítið.
Dagurinn færði tveimur skíða-
mönnum, sín fyrstu gull á
landsmóti.
Svig kvenna (Ólafsljörður)
Dagný L. Kristjánsd. Ak 1:30.,43
Kolbrún J. Rúnarsd., Sey 1:30,97
Helga K. Halldúrsd., Árm 1:31,71
Stefanía Steinsdóttir, Ak 1:33,19
Dramatíkin var svo sannar-
lega til staðar í kvennaflokkn-
um, aðeins fjórir af fimmtán
keppendum komust klakklaust í
mark í báðum ferðum. Ein
þeirra sem féll úr keppninni var
Theódóra Mathiesen úr KR sem
svo naumlega varð af gullinu í
stórsviginu daginn áður. Ilún
hafði góða forystu eftir fyrri
ferðina og sigurinn blasti við
henni, þegar hún krækti í næst
síðasta hliðið og féll úr keppni.
„Ég var eiginlega kominn í
mark í huganum og ég held að
einbeitingarleysi hafi átt
stærstan þátt í því að svona fór.
Ég var með tveggja sekúndna
forskot eftir fyrri ferðina og
ákvað að keyra síðari ferðina
Iétt, ekki að hugsa of mikið um
öryggið, en heldur ekki að taka
neina „sjensa“ sagði Theodóra.
Dagný Linda, sem var önnur
eftir fyrri ferðina, stóð því uppi
sem sigurvegari, hún kom í
mark hálfri sekúndu á undan
Kolbrúnu Jóhönnu, og var hóg-
vær með sigurinn, sem tryggði
henni einnig gullið í alpa-
tvikeppninni.
„Ég reiknaði alls ekki með
sigri. Ég hefði líklega ekki unn-
ið Brynju og Theódóru nema
Kristinn Björnsson tryggði sér glæsilegan sigur í stórsviginu.
vegna þess að þær duttu báðar.
Þetta var því mjög óvænt, en ég
er óneitanlega glöð yfir sigrin-
um,“ sagði Dagný Linda, sem
hyggst fylgja fordæmi Brynju og
Theódóru og æfa erlendis
næsta vetur.
Svig karla (Ólafsfjörður)
Haukur Arnúrsson, Árm 1:28,4
Kristinn Björnsson, Ól. 1:29,00
Arnúr Gunnarsson, ísa 1:29,46
Björgvin Björgvinsson, Dal 1:31,03
Júhann H. Hafstein, Árm 1:33,54
„Ég er búinn að berjast við
það lengi að vinna á landsmóti.
Ég vinn sem smiður við að
byggja við álverið þannig að
það er nóg að gera og erfitt að
stunda skíðin samhliða fullri
vinnu. Ég bý hins vegar ennþá
að þessu sem ég hef lært og ég
þekki það líka, að það er erfitt
fyrir þá sem æfa erlendis að
koma heim að keppa, sérstak-
lega þegar aðstæður eru jafn
erfiðar og þær voru í sviginu,"
sagði Haukur, sem er 26 ára og
elsti keppandinn í alpagreinun-
um, átta dögum eldri en Arnór,
en báðir halda þeir upp á 27.
afmælisdaginn í þessum mán-
uði. Arnór var með nauma for-
ystu á Hauk eftir fyrri ferðina,
en Kristinn keyrði best í síðari
ferðinni og náði öðru sætinu.
Risasvig kvenna (Dalvík)
Brynja Þorsteinsdúttir, Ak 1:19,58
Theodúra Mathiesen, KR 1:25,30
Dagný L. Kristjánsd., Ak 1:27,62
Ása Katr. Gunnlaugsd., Ak 1:28,98
Brynja bar höfuð og herðar
yfir aðra keppendur í þessari
grein og árangurinn hefði fært
henni 5. sætið í karlaflokknum.
Risasvig karla (Dalvík)
Kristinn Björnsson, Ó1 1:17,50
Júhann H. Hafstein, Árm 1:17,76
Haukur Arnúrsson, Árm 1:19,33
Gunnl. Magnússon, Ak 1:19,35
Kristinn og Jóhann Haukur
voru í nokkrum sérflokki. Það
var óneitanlega tilkomumikið að
sjá keppendur renna sér niður á
miklum hraða, en bestu kepp-
endurnir lögðu að baki um það
bil 25 metra á hverri sekúndu.
SKÍÐI • Norrænar greinar
Yfírburðir