Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Side 11
jDagur-ÍEtmmn
Miðvikudagur 2. apríl 1997 -11
H E S T A R
Töitið er besta söluvaran
HESTA- f :J||^
MÓT •• -
Kári
Arnórsson
*
Holtsmúla í Holta- og
Landssveit búa hjónin Sig-
urður Sæmundsson og Lis-
bet. Þau hafa skapað sér ákveð-
inn sess í íslenskri hesta-
mennsku og eru einnig vel þekkt
sem knapar erlendis. Sigurður
hefur hvað eftir annað verið val-
inn sem fyrirliði íslenskra kepp-
enda á Heimsmeistaramótum og
einvaldur liðsins. HESTAMÓT
tók þau tali og forvitnaðist um
hestahaldið í vetur.
I Holtsmúla eru 32 hross á
járnum, en þau eru ekki öll í
umsjá þeirra hjóna því Daníel
Jónsson úr Reykjavík, sem er
með snjöllustu yngri knöpunum
sem komið hafa fram á síðustu
árum, er með hluta af aðstöð-
unni og er að temja á fullu.
Daníel er með hóp af stóðhest-
um, en eins og menn muna frá
síðasta ári þá sýndi hann einn
af efnilegustu 4ra vetra folun-
um í fyrra. Petta var Roði frá
Múla, Orra sonur og móðirin
undan Höfða-Gusti. Þessi foli
hlaut 1. verðlaun bæði fyrir
byggingu og hæfíleika aðeins
4ra vetra en hann hefur bætt
miklu við sig í vetur og menn
bíða spenntir eftir því að sjá
hann í dómi í vor. Þá er Danni
með Nökkva frá Hafnarnesi.
Hann er á 6. vetur undan Blökk
frá Hafnarnesi sem er dóttir
Blakks 999 og faðir Nökkva er
Stormur frá Bjarnanesi sem er
undan Snældu-Blesa og Gyðju
frá Bjarnanesi. Þessi hestur er
mikill Hornfirðingur, góður
reiðhestur en hefur slaka bygg-
ingu. Þá er Gimsteinn frá Lauf-
hóli í þjálfun en hann er á 8.
vetur. Gimsteinn er undan Glað
frá Sauðárkróki og Hrímu 5219
frá Laufhóli. Þessi hestur hlaut
1. verðlaun 1995. Þá er Ófeigs-
sonur á 5. vetur undan 1. verð-
launa hryssunni Glóð frá
Möðruvöllum í Kjós sem er
dóttir Mána frá Ketilsstðum og
Lipurtáar frá Möðruvöllum.
Þetta er einn af mörgum
Ófeigssonum sem nú eru að
koma fram á sjónarsviðið. Þá er
hjá Danna rauður foli á 5. vet-
ur, sem Þorkell Bjarnason á,
undan Fáfni frá Laugarvatni og
Kolbrá frá Kjarnholtum, en
Dam'el hefur fengist talsvert við
Kjarnholtahrossin. Þessi foli lít-
ur vel út.
Þá má geta þess að Daníel
keypti Dug frá Minni-Borg sem
er undan Kolgrími frá Kjarn-
holtum og Huggun frá Engihlíð
sem var dóttir Skáneyjar-Blesa.
Dugur verður 7 vetra í vor.
Fyrir utan þessa graðhesta
þá er Daníel með hóp af efni-
legum hryssum sem koma
munu fram í vor.
Hópur af hryssum í
tamningu
Iljá Sigurði og Lísbet er aðeins
einn stóðhestur í tamningu en
hópur af hryssum. Þessi hestur
er undan Ófeigi frá Flugumýri
og Freyju Kjarvalsdóttur frá
Glæsibæ. Foli sem fer vel af
stað. í fyrra keppti Sigurður á
Ófeigsdótturinni Sögu frá Holts-
múla. Hún er í þjálfun núna og
fer væntanlega í sýningu í vor.
Þá er hryssa á 7. vetur undan
Otri frá Sauðárkróki og Vissu
frá Glæsibæ en hún er undan
Hrafni frá lloltsmúla og alsystir
Sölva frá Glæsibæ. Undan
Þokka frá Garði eru tvær hryss-
ur í tamningu. Þær eru báðar
frá Jóni í Ilala. Undan Toppi frá
Eyjólfsstöðum er bráðefnileg
hryssa á 6. vetur og heitir Vera.
Eina Kjarvalsdóttur eru þau
hjón með undan 1. verðlauna
hryssu frá Fellskoti í Biskups-
tungum. Nýlega er svo Grábrá,
grá hryssa undan Hrafni frá
Hrafnhólum, komin í hús. Þetta
er hryssa með mikið fas og lyft-
ingarmikil.
Margt efnilegt í
uppvexti
í uppeldi er margt ungviðið.
Sigurður á átta hluti í Orra svo
Orrabörn eru mörg að vaxa úr
grasi þó talsvert hafi verið selt
af þeim til útlanda „og kannski
of mikið,“ eins og Sigurður
komst að orði, en þetta er jú allt
rækað til sölu. Nýlega var seld-
ur til Svíþjóðar móvindóttur foli
á þriðja vetur undan Orra. Móð-
irin er Feykisdóttir. Annar foli
svartur var kominn á söluskrá
Viðburðaskrá L.H. í apríl
04. Sörli Innanfélagstölt Sörlastöðum
04.-06. Glaður Vestlenskir hestadagar Reiðhöll Gusts
04.-06. Frh.skólam. í hestaíþróttum Reiðhöllin Víðidal
05. Fákur Vetraruppákoma Víðivöllum
11.-13. Fákur Reiðhallarsýning Reiðhöllin Víðidal
12. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum
12. Sóti íþróttamót Mýrarkoti
18. Fákur Unghrossatamning Hvammsvelli
19. Hörður Vetrarleikar Varmárbökkum
19. Sörli Hestadagar Gaflarans Sörlastöðum
19. Snæfellingur Gæðingakeppni (opin) Stykkishólmi
19. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaílötum
24. Kópur Firmakeppni Kirkjubæjarkl.
24. Hörður Firmakeppni Varmárbökkum
24. Gustur Kaffisala kvennad. Glaðheimum
24. Fákur Firmakeppni Víðivöllum
26. Sóti Firmakeppni Mýrarkoti
26. Sörli Nýhestamót Sörlastöðum
26. Andvari Firmakeppni Kjóavöllum
26. Dreyri Stóðhestasýning Æðarodda
26. Hörður Heimsókn í Fák
en Sigurður
tímdi ekki að
láta hann
þegar til
kom. Sá er
undan Skálm
frá Holts-
múla. Þá er í
uppvexti hjá
þeim jarpur
foli á 2. vetur
undan Dömu
gömlu frá
Hólum og
Hrannari frá
Kýrholti,
mjög hreyf-
inga fallegur.
Á hverju
hausti undan
farið hafa
þau hjón
keypt folöld
frá Jóni
Karlssyni í
Hala. í haust
keyptu þau 7
folöld undan
Þokka frá
Garði og
Roði frá Múla er í mikilli uppsveiflu. Knapi Daníel Jónsson.
Mjölni
Þokkasyni frá Sandhólaferju.
Sigurður fer líka venjulega í
kaupaleiðangur í Skagafjörð á
haustin og hefur um mörg ár
keypt folöld frá Sæmundi Her-
mannsyni frá Ytra-Skörðugili.
Sigurður á hlut í Pilti frá
Sperðli og segist nú vera farinn
að halda mjög í hrossin undan
honum. Hann gefi mýkra bak
en hann hafi kynnst hjá öðrum
heslum. Töltið er besta söluvar-
an og þar er Piltur úrval, en
það þarf að velja á móti honum
prúðar og framfallegar hryssur.
í vor er m.a. von á folöldum
undan Ófeigi frá Flugumýri,
Orra frá Þúfu, Pilti frá Sperðli
og Galsa frá Sauðárkróki.
Sigurður Sæmundsson í keppni á Sögu frá Holtsmúla. Myndir E.J.
Vestienskir hestadagar
Vestlendingar verða með
sýningar í Reiðhöll Gusts
í Kópavogi um næstu
helgi. Þeir vilja með þessum
hætti vekja áhuga á Qórðungs-
mótinu sem verður í sumar á
Kaldármelum. Á sýningunum í
Kópavogi koma fram stóðhestar
og hryssur auk snjallra gæð-
inga. Þá verður Bændaskólinn á
Hvanneyri með dagskrá. Stóð-
hestar koma fram með af-
kvæmum og sérstök barna- og
Ijölskyldusýning verður á laug-
ardag kl. 14 og sunnudag kl.
15. Kvöldsýningar verða föstu-
dags- og laugardagskvöld kl.
21.
Það verður fróðlegt að sjá
hvaða fyrirheit Vestlendingar
gefa varðandi (jóröungsmótið í
sumar á þessum sýningum og
þess að vænta að aðsókn verði
góð.
Keppni framhaldsskól-
anna í hestaíþróttum
Árleg keppni framhaldsskól-
anna í hestaíþróttum fer fram
um næstu helgi í Reiðhöllini í
Víðidal. Undanfarin ár hefur
þátttaka verið góð og nemend-
ur komið með hross víða að.
Stóðhestabæklingur Hrossa■
ræktarsamtaka Suðurlands
Hrossaræktarsamtök Suð-
urlands hafa gefið út
mjög vandaðan bækhng
þar sem birtar eru upplýsingar
um þá stóðhesta sem verða til
notkunar á Suðurlandi í sumar.
Þar er um að ræða marga af
hæst dæmdu og eftirsóttustu
stóðhestum landsins. Á síðasta
ári var svipaður bæklingur gef-
inn út í fyrsta sinn af Hrossa-
ræktarsambandi Suðurlands og ,
reynslan sýndi að fyrir vikið
fékkst mun meiri notkun á þá
hesta sem sambandið hafði
með að gera. Bæklingurinn nú
er frábrugðinn að því leyti að
mörgum einstaklingum var nú
gefinn kostur á að kynna sína
hesta. Birtur er hæsti dómur á
þeim hestum sem þegar hafa
verið sýndir svo og kynbóta-
matið. Hjá ungfolunum er kyn-
bótamatið birt, en þær upplýs-
ingar hafa sífellt meira og
meira vægi í ræktuninni.
Kristinn Guðnason, formaður
II.S., fylgir bæklingnum úr hlaði
og gerir grein fyrir sameiningu
Hrossaræktarsambands Suður-
lands og Félags hrossabænda á
Suðurlandi í ein samtök. Jón
Vilmundarson, framkvæmda-
stjóri H.S., skrifar fróðlega
grein um starfsemi H.S., tilgang
þess og markmið. Þá skrifar
Páll Stefánsson dýralæknir
grein sem hann nefnir Gang-
mál-hestalæti-sæðingar, grein
sem er hollur lestur fyrir alla
þá sem ætla sér að vera með
hryssur í folaldseign.
Bæklingurinn er sérlega
glæsilegur og Hrossaræktar-
samtökunum til mikils sóma.
Þar kemur fram mikill metnað-
ur bæði hjá stjórn og fram-
kvæmdastjóra H.S. Litmyndir
eru af öllum stóðhestunum og
upplýsingar um ætt og uppruna.
Um sæðingarnar sem fram-
kvæmdar verða í Gunnarsholti á
vegum H.S. í vor verður síðar
fjallað hér í IiESTAMÓTUM.