Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Blaðsíða 3
Jlitgur-'ffittvmm
Miðvikudagur 9. apríl 1997 -15
3 I LANDINU
starfsmaður SÞ, en ekki aðeins
óbreyttur útlendingur. Manni er
þá frekar kippt úr landi, ef eitt-
hvað kemur uppá eða styrjaldir
brjótast út,“ segir Kristín. Að-
spurð segist hún vissulega hafa
orðið fyrir menningaráfaili að
koma frá þróuðu samfélagi á
íslandi, í þann frumbýlishátt
sem er þarna við lýði.
Margt átakanlegt að
sjá
„Alltaf eru það góðu minning-
arnar sem sitja eftir, hvert sem
maður hefur farið eða hvað
sem maður hefur séð. En þegar
ég loka augunum og riija upp
Angóla, þá sé ég auðvitað fyrir
mér drulluna, skítinn og
kannski það sem ekki er síst
sláandi, börnin sem þar veltast
um og lifa á matarleifum af
öskuhaugunum. Einnig er átak-
anlegt að sjá hve margir ganga
um á einhvern hátt limlestir.
Talið er að um 25 til 30 þúsund
manns sé þannig komið fyrir.
En það er kannski ekki nema
„Eg mœtiþvísem
að höndum her og
með því hugarfari
verður maður að
taka öllu í þessu
starfi. “
von, því í styrjöldum síðustu
ára er landið allt lagt jarð-
sprengjum," segir Kristín og
bætir við: „Allt heilbrigðiskerfið
í landinu er í molum, miðað við
mælikvarða vestrænna þjóða.
Malaría er mjög skæð, sá sem
hana fær er hætt kominn, eink-
um vegna lélegrar heilbrigðis-
þjónustu.
Á Hveravöllum
Vist Kristínar og Kristins í An-
góla síðustu árin er ekki eina
sem þau hjón hafa gert, sem er
stílbrjótur við „kassasamfélag-
ið“ sem liann kallar svo. Á ár-
unum 1987 til 1989 gegndu þau
starfi veðurathugunarmanna á
Hveravöllum og reyndar nota
þau hvert tækifæri sem býðst
liérlendis til hálendisferða.
„Það er hitastigið sem er mesti
munurinn á Hveravöllum og
Angóla. Þarna inn á hálendinu
gat hann slegið í 25 stiga
gadd,“ segir Kristín. Hún segir
að þau hjón hafi átt góð ár á
Hveravöllum og dvölin þar skilji
eftir sig margar góðar minning-
ar.
Kann vel við mig í
starfi
„Ég kann vel við mig í þessu
starfi hjá SÞ og hyggst að
óbreyttu verða í því svo lengi
sem kostur er. Það verður að
koma í ljós hvort mér er ætlað
að starfa áfram í Angóla, eða
hvort ég verð fluttur eitthvað
annað. Það ræðst mest af því
hvernig friðarferlið í landinu
þróast. Nei, ég veit ekki ná-
kvæmlega livaða verkefni ég fer
í, þegar ég kem aftur til starfa
úti í maí. En það var reyndar
verið að tala um að setja upp
víðsvegar um landið eftirlits-
stöðvar SÞ vegna fyrirhugaðra
kosninga. Ég mæti því sem að
höndum ber, og með því hugar-
fari verður maður að taka öllu í
þessu starfi," segir Kristinn
Pálsson.
Akademískar hremm-
ingar
Skúli Sigurður er sonur herra
Ólafs Skúlasonar biskups og
Ebbu Sigurðardóttur, eiginkonu
hans. Hann er fæddur árið
1968 og lauk embættisprófi í
guðfræði í byrjun október sl.
Eiginkona Skúla er Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, skattstjóri í
Vestfjörðum, og eiga þau eina
dóttur, Ebbu Margréti.
Ætla mætti að það hefði ver-
ið Skúla biskupssyni auðveld
ákvörðun að helga sig guðfræði,
en hann segir að svo hafi ekki
verið til að byrja með. „Ég lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Sund 1988 og var
fyrst í lögfræðinámi við Háskóla
íslands. Síðan lenti ég, eins og
margir aðrir, í akademískum
hremmingum en leysti þær með
því að fara í guðfræðinám. Eft-
ir því sé ég ekki.“
Kynnist þverskurði
mannlífsins
Lokahnykkinn í sínu guðfræði-
námi tók Skúli úti í Kaup-
mannahöfn sl. vetur þegar
hann stundaði nám í kenni-
mannlegri guðfræði og trúar-
bragðasögu. Síðastliðið haust lá
leiðin svo vestur. „Ég hef feng-
ist við kennslu í vetur. Hef
kennt í 4. og 10. bekk grunn-
skóla Ísaíjarðar og þjóðhag-
gerist prestur
Eg flutti hingað vestur á
Isaijörð í haust. Hafði þá
aldrei komið hingað áður,
og eftir því sem ég best veit á
ég engar rætur við Vestfirði.
Faðir minn er úr Hreppum og
uppalinn í Keflavík og móðir
mín er frá Siglufirði. Eg kann
afar vel við mig hér fyrir vestan
og hlakka til að takast á við
þau viðfangsefni sem bíða,“
segir Skúli Sigurður Ólafsson,
væntanlegur aðstoðarprestur á
ísafirði.
„Síðan lenti ég, eins og
margir aðrir, íakadem-
ískum hremmingum en
leysti þœr með því að
fara í guðfræðinám.
Eftir því sé ég ekki, “
segir Skúli Sigurður
Ólafsson, væntanlegur
aðstoðarprestur á ísa-
firði
fræði við Framhaldsskóla Vest-
fjarða. Það er áhugavert fyrir
prest að starfa að kennslu, því
þannig kynnist maður þver-
skurði mannlífsins," segir Skúli.
Lengi hefur verið baráttu-
„Gott að koma inn í preststörf með vanan og góðan mann mér við hlið,“ segir Skúli Sigurður hér í viðtalinu.
mál í stjórnsýslu Þjóðkirkjunn-
ar að embætti aðstoðarprests í
ísafjarðarprestakalli væri föst
staða. Kallinu tilheyra þrjár
sóknir, þ.e. Hnífsdals-, ísafjarð-
ar- og Súðavíkursóknir, og íbú-
ar innan þeirra eru um 4.000
talsins. Loks nú hefur tekist að
fá fasta fjárveitingu til þessa
embættis.
Geng inn í mótaðar
starfshefðir
Á kjörmannafundi í síðasta
mánuði var Skúli kjörinn til
þessa starfs, með góðum meiri-
hluta atkvæða. Þörfin á aðstoð-
arpresti á ísafirði hefur þótt
brýn, meðal annars með tilliti
til náttúruhamfara og almennt
þungra aðstæðna vestra á síð-
ustu árum.
„Ég held að það sé mjög gott
fyrir mig að koma inn í prest-
störf með vanan og góðan
mann mér við hlið. Ég geng inn
í mótaðar starfshefðir í kallinu
og það er auðveldara en að
byrja sem nýgræðingur á byrj-
unarreit. Ég tek prestvígslu 20.
apríl næstkomandi og tek svo
við embættinu 1. maí. Þá er
sumarið framundan sem er ró-
legasti tíminn í störfum kirkj-
unnar. Þann tíma reikna ég
með að við sr. Magnús Erlings-
son, ísaijarðarprestur, munum
í sameiningu nota til að móta
verkaskiptingu okkar í milli og
hvernig við í sameiningu get-
um best þjónað sóknarbörnum í
ísaljarðarprestakalli." -sbs.
Biskupssonur