Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Blaðsíða 9
ÍDagur-'SJtmírat
Miðvikudagur 9. apríl 1997 - 21
^ifæga
ióikio
Vorir framsýnu imglingar
Felulitir, hermannabuxur, langar og mjóar
flaksandi flíkur frá byrjun áttunda ára-
tugarins toppaðar með ABBA-hárgreiðsl-
ur virðist vera það sem koma skal í sum-
ar hjá þeim bresku ungmennum sem eru
hlýðnir sínum tískuspekúlöntum. Fína og
frœga leggst auðvitað ekki svo lágt og
heldur áfram að kaupa sínar rándýru
merkjaspjarir en hér má sjá sönnun þess
hve íslenskir unglingar eru framsýnir.
Hver hefur ekki rekist á íslenskan ungling
í enn lummulegri (og þá vœntanlega
framúrstefnulegri) útfœrslum á búnaði
ABBA-kynslóðarinnar?
Jarðlitir eru í
tísku. En það er
þessi skæri og
ógeðfelldi blái
litur á pilsinu
líka. Minnir
helst á þessa
sundlaugar-
botna sem grili-
ir í þegar bækl-
ingum ferða-
skrifstofanna er
flett. Þessi ann-
ars heimsblái
litur sem laðar
okkur til Algar-
ve en ekki út í
búð að kaupa
pils.
Krossið
ykkur í
bak og
fyrir og
biðjið þess af
öllu hjarta að
stúlkur vorar
taki ekki upp
þessa car-
menrúllu-út-
jaðraogtoppa
greiðslu. Það
er hægt að
sætta sig við
stórgert
munstur,
óþægilega liti
og ofvaxna
hælaskó en
að þurfa að
rekast á litlar
Agnetur og
Fridur á rölt-
inu á 17. júní
er einum of
mikið af því
góða.
Ekkert frumlegt (enda Freemans) og fer alveg prýðilega (þ.e. ef þú sveltir
þig í 10 mánuði áður en þú keyptir þér þrjú 10 tíma kort í Trimmformi - og
nýttir atla tímana í fitubrennslu).
Reiðbuxurnar eru úti.
Gammosíurnar líka.
Gallabuxnasniðið iafir
en er á leiðinni út. Inn
eru komnar buxur
sem á allan hátt líta út
fyrir að hafa verið
sniðnar heima af van-
kunnáttu og saumað-
ar upp úr forláta af-
gangsgardínu- eður
púðaefni breskrar
húsmóður.
Undirkjólarnir
eru nú aiveg
sér kapítuli.
Þunnir skulu
þeir vera.
Nariurnar
verða að sjást
- annars er
ekkert fútt í
þessu. Og
þeir eru nú
ekki allir
svona klæði-
legir og bera
flestir mun
meiri keim af
uppruna sín-
um (með
blúndum og
þvíumlíku).
Það eru náttúrulega ár og dagar
síðan íslenskir unglingar fóru að
klæðast felulitum og hermanna-
buxum en Bretunum líst víst vel á
slíkar múnderingar fyrir næsta
sumar.
Svona skór
eins og hún
amma hefði
laumað ofan í
ferðatöskuna
til að tipla á
úti á Mallorca
fyrir um 25 ár-
um síðan.