Dagur - Tíminn Akureyri - 09.04.1997, Blaðsíða 4
16 - Miðvikudagur 9. apríl 1997
JOagur-'Sfentrat
Umbúdalaust
Vort daglega
æsku sinni og uppeldi. Myndin
sýnir einstaklega vel hvernig of-
beldi uppalenda, hvort heldur
það er líkamlegt eða andlegt,
brýtur börn niður. David
Helfgott flýr undan ofbeldi og
útskúfun föður síns inn í sinn
einkaheim, sem liggur á mörk-
sumir einstaklingar eru lagðir
ekki bara sem börn í skóla,
heldur sem fullorðnir á vinnu-
stöðum. Vort daglega ofbeldi er
líklega eitt af mestu bannsvæð-
unum í mannlegum samskipt-
um. Það má ekki tala um það
eða benda á vonskuna sem við-
Viðþolum ofbeldisfólkinu
allt of mikið og erum allt
offljót að grípa til skýr-
inga á begðun þess og
framkomu í staðþess að
stöðva það. Þegar þú kem-
ur að brennandi búsi
byrjarðu ekki að leita að
eldsupptöktmum.
um geðveikinnar. Börn sem búa
við ofbeldi af hálfu uppalenda,
hvort heldur á heimilum eða í
skóla eru rænd möguleikum
sínum til þess að ná fullum
þroska á fullorðinsárunum.
Þetta ofbeldi getur birst í mörg-
um myndum, t.d. í einelti sem
gengst og þrífst í framkomu og
hegðun okkar gagnvart hvert
öðru. Ætli ýmis munstur kúgun-
ar og valds myndu þá ekki
hrynja. Gerendur ofbeldis
sleppa ótrúlega oft, kannski
vegna þess að athyglin beinist
að fórnarlambinu, líðan þess og
ástandi. Á meðan komast ger-
endurnir upp með að endur-
taka fyrri hegðun aftur og aftur.
Það þorir enginn að styggja of-
beldismanninn af hræðslu við
að verða beittur ofbeldi sjálfur.
Glundroði
persónuleikans
Þetta verður sýnu flóknara þeg-
ar ofbeldið fer fram innan fjöl-
skyldunnar eins og í tilfelli Dav-
ids Helfgott. Hann kastast á
milli lærðrar ástar á föður sín-
um og uppreisnar gegn honum.
Þegar honum loksins tekst að
brjótast undan ægivaldi hans og
þiggja styrk til frekara náms í
Þegar ég byrjaði í
7 ára bekk var
ég forvitinn
krakki og þyrsti í all-
an fróðleik sem skól-
inn minn bauð mér
upp á. Fyrsti kennar-
inn minn, karlmaður
á miðjum aldri,
brýndi fyrir okkur
börnunum að ein af
æðstu dyggðum
skólagöngunnar væri
að mæta aldrei of
seint í skólann. Ég tók
þetta sem heilagan
sannleika og lagði mig
í líma við að mæta á
réttum tíma á
hverjum degi. Ég var
ekki búin að vera
nema örfáar vikur í
skólanum þegar
kennarinn kom dag
einn 20 mínútum of seint til
kennslu. Þá sagði ég upphátt
svo allur bekkurinn heyrði:
„Krakkar, nú kom kennarinn of
seint“ og svo hlógum við öll
skærum, dillandi barnahlátri.
Kennarinn gerði sér litið fyrir,
gekk rakleitt að mér þar sem ég
sat áhugasöm og opin fyrir
visku heimsins og rak mér
rokna löðrung þannig að ég
næstum hrökk út af stólnum.
Niðurlæging mín gagnvart
skólasystkinum var alger. Þessi
löðrungur átti líklega að kenna
mér hver réði í heimi skólastof-
unnar.
Gerendur sleppa
Þetta og ýmislegt annað ofbeldi
sem við höfum öll þurft að þola
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég
var að horfa á bíómyndina
Shine um ástralska píanóleikar-
ann David Helfgott, sem bjó við
ofríki og kúgun föður síns í
Afkoma
bankanna
ekki nógu góð
■BOS6I
S*Wal»nlJuQórt
MVtrtóftað
QAr rtMdptalunfc-
annawpf BOL
ofbeldi
píanóleik í London þá er honum
hafnað fullkomlega af föður
sínum og fær aldrei að stíga
fæti sínum inn á æskuheimili
sitt. Faðir hans refsar honum
með því að slíta hann úr tengsl-
um við systkini sín og móður.
Honum er hafnað af þeim sem
gaf honum lífið, þeim fullorðna
einstaklingi sem hann lagði allt
sitt traust á. Ofbeldi íjallar ekki
endilega um blóð og barsmíðar,
heldur miklu frekar um þá
höfnun sem fórnarlambið verð-
ur fyrir og þann glundroða sem
allt persónulegt líf hafnar í.
Höfnun í líki ofbeldis er líklega
einhver versti glæpur sem for-
eldrar og uppalendur geta
drýgt gagnvart börnum sínum.
Slík höfnun getur sett mark sitt
á allt líf barnsins síðar meir á
ævinni. David Helfgott er frá-
bært dæmi um einstakling sem
lendir í glundroða og upplausn
persónuleikans af því honum er
hafnað þrátt fyrir snilligáfu og
afburða hæíileika á tónlistar-
sviðinu.
En allt á sér skýringu, of-
beldið líka. Faðir Davids Helf-
gott hafði misst foreldra sína og
systkini í útrýmingarbúðum
nasista. Áður en hann veit af er
hann búinn að reisa sínar eigin
fangabúðir á heimilinu og orð-
inn yfirpyntingarstjóri íjölskyld-
unnar. Mér var líka sagt síðar
að þessi fyrsti kennari minn
hafi verið alkóhólisti og hafi lík-
lega verið eitthvað illa fyrirkall-
aður morguninn sem hann sló
mig. Orsök verknaðarins átti að
réttlæta ofbeldið og afsaka
manninn. Og þannig er það líka
í voru daglega ofbeldi. Við þol-
um ofbeldisfólkinu allt of mikið
og erum allt of fljót að grípa til
skýringa á hegðun þess og
framkomu í stað þess að stöðva
það. Þegar þú kemur að brenn-
andi húsi byrjarðu ekki að leita
að eldsupptökunum.
Hinn niikli leiðtogi
Mikill leiðtogi stétta-
baráttunnar í land-
inu reis upp á Al-
þingi í vikunni þegar Stein-
grímur J. Sigfússon alþingis-
maður harmaði hin stór-
felldu mistök verkalýðshreyf-
ingarinnar að semja frá sér
verkfallsvopnið í þrjú ár. Er
það niðurstaða
leiðtogans að með
því að semja til
þriggja ára hafi
verkalýðshreyfing-
in dæmt sig úr leik
í baráttunni við
ríkisstjórnina, sem
er „harðsvíraðasta
ríkisstjórn pen-
ingamanna og einkagróða"
sem nokkru sinni hefur
gengið um gólf í íslenska
stjórnarráðinu. Steingrímur
sagði m.a.: „Ég hef miklar
áhyggjur af því (ég verð að
segja það?!) að ríkisstjórnin
láti kné fylgja kviði. Það eina
sem er eftir, er að stjórnar-
andstaðan getur rifið kjaft.
Það er annað valdajafnvægi í
landinu þegar búið er að
hefta verkalýðinn í svo lang-
an tíma“.
Konaná
kaupstaðarskónum
Og það er e.t.v. eðlilegt að
Steingrímur J. hafi áhyggjur
af því að menn geri sér ekki
grein fyrir því hversu skelfi-
leg ríkisstjórnin er sem
verkalýðshreyfingin var að
semja við. Út af fyrir sig er
það nógu slæmt að allir
verkalýðsforingjarnir láti
sakleysislega ásjónu Davíðs
glepja sig, en það sem verra
er þá virðast foringjar í
stjórnarandstöðunni ekki
með böggum hildar þegar
kemur að því að „ríí'a kjaft".
Konan á kaupstaðarskónum,
Margrét Frímannsdóttir
sjálfur formaður Alþýðu-
bandalagsins og þar ineð
formlegur foringi Steingríms
J., hóf utandagskrárumræð-
ur í vikunni um þessa
illræmdu kjarasamninga sem
breyttu valdahlutföllunum.
En í staðinn fyrir að benda á
hversu skelfileg staðan er
orðin, endaði sú snerra með
því að forsætisráðherrann
baðaði sig í ijölmiðlum upp
úr því að hér stæði til að
auka kaupmátt meira en
nokkru sinni fyrr og að hann
væri í forsvari fyr-
ir ríkisstjórn sem
væri hinn eini
sanni velgjörðar-
maður verkalýðs-
ins. Meira að segja
kratar sem alla
jafnan þurfa ekki
margar áskoranir
til að ráðast á rík-
isstjórnina héldu að sér
höndum og viðurkenndu
upphátt og í hljóði að tíma-
setning umræðunnar hefði
eiginlega ekki getað verið
betri fyrir ríkisstjórnina og
Davíð Oddsson.
Hin dulda merking
I ljósi þessa er athyglisvert
að skoða yfirlýsingu Stein-
gríms um að síðasta úrræðið
í baráttunni gegn stjórninni
sé að „stjórnarandstaðan rífi
kjaft“. Sú yfirlýsing er ekki
öll þar sem hún er séð, eins
og sérfræðingar í „kremlóló-
gíu“ Alþýðubandalagsins og
aðrir innvígðir vita. Margrét
reyndi semsé að rífa kjaft við
ríkisstjórnina, en tókst ekki
betur en svo að Davíð endaði
sem góði kalhnn. - í því fel-
ast skilaboð Steingríms J. til
sinna manna í flokknum.
Þetta mikla útspil Steingríms
á þingi er því í raun ekki
hugsað sem árás á ríkis-
stjórnina nema að öðrum
þræði. Aðal tilgangurinn er
að sýna fram á að hann er
miklu betri í því að „rífa
kjaft“ gegn Davíð en Mar-
grét. Hann er að sýna að
ílokksmenn völdu vitlaust
þegar þeir kusu Margréti en
ekki hann í formennskuna.
Hann er að minna á að óðum
styttist í að menn fá tækifæri
til að breyta til. Garri.