Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 1
Blað
|Dctgur-®tmmn
LÍFIÐ í LANDINU
Miðvikudagur 7. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 84. tölublað
Hann er faðir
Einar Ólafsson,
körfuboltaþjálfari
hjá ÍR, hefur leikið
körfubolta og þjálf-
að ýmsa flokka hjá
ÍR og fleiri félögum
í tœp 40 ár og er
enn að. Hann er
gjarnan kallaður
faðir körfuboltans.
s
g hafði séð körfubolta áð-
ur. Það var í gagnfræða-
skóla hjá Jóni Þorsteins-
syni, í Ingimarsskóla, sem ég sá
körfur. Eg sá bara körfurnar
uppi á vegg og vissi ekkert til
hvers átti að nota þær. Það var
ekki kenndur körfubolti þá. Ég
kynntist körfubolta svo fyrst
fyrir alvöru hjá Sigríði Valgeirs-
dóttur í fþróttakennaraskólan-
um á Laugarvatni. Áður hafði
ég verið í sundi í Ægi og þá var
dundað við að kasta í körfur á
þrekæfingum," segir Einar Ól-
afsson, 69 ára körfuboltaþjálf-
ari.
Einar er Skagfirðingur og
Dalamaður að ætt, fæddur í
Reykjavík en alinn upp í Bisk-
upstungum. Lengst af hefur
hann þó búið í Reykjavík. Hann
er íþróttakennari að mennt, var
við nám á Laugarvatni 1948-
’49, og hefur starfað við
kennslu, fyrst við farkennslu og
svo við ýmsa skóla í Reykjavík,
nú síðast Langholtsskóla allt
þar til hann lagði kennsluna á
hilluna í fyrra. Ilann fór að
kynna sér körfubolta á Laugar-
vatni og eftir kennaranámið
þar og sá fljótlega að körfubolti
var „upplögð“ skólaíþrótt.
„Þetta er mjög skemmtileg
íþrótt. Ég hef alltaf haft gaman
af henni, baéði sem leikmaður
óg þjálfari,“ segir Einar.
Frjálsar og fótbolti
Á uppvaxtarárum Einars í
sveitinni voru einkum stundað-
ar frjálsar íþróttir og eftir að
hann fluttist á mölina var það
fótboltinn sem var algengastur.
Eftir að hann fór að kenna í
Reykjavík ákvað hann að leita
sér að xþróttafélagi þar sem
menn lögðu stund á körfubolta
svo að hann gæti kynnst þessari
íþrótt betur sem kennari. Það
var ekki að sökum að spyrja.
Einar hreifst af körfuboltanum
og fljótlega fór hann að leika
með ÍR.
Körfuboltinn átti erfitt upp-
dráttar á íslandi fyrstu áratug-
ina því að handboltinn hafði
náð mun sterkari fótfestu hér.
Um 1960 fór Einar að taka að
sér að þjálfa yngstu flokkana
meðfram fullri vinnu, síðar
þjálfaði hann meistaraflokk
Einar Ólafsson, 69 ára, hefur þjálfað ýmsa flokka í körfuboltanum hjá ÍR í
tæp 40 ár. Hann er gjarnan kallaður faðir körfuboltans enda kom hann
með fjöldann allan af nýjungum. Hann þjálfar nú yngri flokkana og ætlar
að halda því áfram enda heiisan góð og tíminn nægur því að hann er
hættur að vinna. Mynd: e.ói.
kvenna og svo var hann með
meistaraflokk karla á sínum
snærum í heil tíu ár. Talið er að
Einar sé sá þjálfari á íslandi
sem lengst hafi þjálfað sama
liðið. Það er heldur engin furða
því að hann náði frábærum ár-
angri með liðið. Á þessum
tíma varð ÍR íslands-
meistari og það er
náttúrulega tak-
markið.
Þó að Einar
hafi helgað ÍR
krafta sína þá kom
hann einnig við
sögu hjá öðrum lið-
um. Þannig var hann
til dæmis fenginn til
að þjálfa hjá ÍS,
íþróttafélagi stúd-
enta, Breiðabliki og
Haukum - aðeins þó í
tiltölulega stuttan tíma á
hverjum stað. í dag þjálfar
Einar yngstu flokkana hjá ÍR,
drengi undir 11 ára aldri og
stúlkur á aldrinum 12-13
ára.
Sprenging á
Spáni
En hvað
skyldi
vera
eftir-
minnilegast frá þessum langa
ferli?
„Ætli það sé ekki að vinna ís-
landsmeistaratitlana, þeir eru
nokkuð margir," svarar Einar
og kveðst ekkert
vera orðinn
þreyttur á
körfubolt-
að sér hafi þótt ánægjulegt að
þjálfa meistaraflokk ÍR. Þar
hafi verið góðir strákar.
„Það var ansi mikil spreng-
ing kringum Ólympíuleikana á
Spáni en svo er það farið að
dala núna,“ segir hann og vill
kenna sjónvarpinu um. Það hafi
verið auðveldara fyrir fólk að
fylgjast með leikunum á Spáni
en í Bandaríkjunum vegna
tímamismunarins. Einar heldur
sér í formi reglulega, gengur og
skokkar og býst við að halda
áfram að þjálfa.
Kom með nýjungar
Einn af lærisveinum Einars,
körfuboltamaðurinn kunni Þor-
steinn Hallgrímsson, sem
stundum er kallaður besti
körfuboltamaður á íslandi fyrr
og síðar, staðfestir að Einar sé
gjarnan kallaður faðir körfu-
boltans á fslandi og segir að
enginn vafi leiki á því að Einar
sé sá þjálfari sem mestu
hafi skilað af nýjung-
um inn í íslenskan
körfubolta. Fáir
hafi haft jafn
mikla þýö-
ingu og
hann.
-GHS
anum og
þjálfun-
inni eftir
öll þessi
ár. Ilann
hafi
alltaf
jafnað
sig vel
yfir
sumar-
ið. Svo
bætir
hann
við