Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.05.1997, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 7. maí 1997 ®ctgur-®mtmrt Umbíiðalcmst Lokaður herpingur Hlín Agnarsdóttir skrifar Hvar varstu pabbi, þegar ég var lítil og þurfti á þér að halda, hvers vegna fórum við aldrei saman út á kvöldin að skoða stjörnurnar og af hverju kemurðu alltaf svona seint heim á kvöldin og sefur allar helgar þegar sólin ski'n? Af hverju grætur mamma þegar maturinn er rétt að verða til og þú svona reiður á svipinn? Spyr barn sem aldrei kynntist föður sínum, spyrja börn í leikriti sem við öll höfum leikið í, börn sem áttu föður, en voru samt föður- laus. í dag spyrja karlmenn sig hvar þeir brugðust og hvernig þeir geta brugðist við því. Það var gott að vera eins og kona sem þegir í samkunduhúsi og hlusta bara þegar karlar krunkuðu í Borgarleikhúsinu s.l. föstudag. Pað kom reyndar fram í einu erindinu að hlustun og einbeiting væru sérlegir eig- inleikar kvenna, að karlar töl- uðu meira og hlustuðu minna. Ég hefði óskað að pabbi minn væri með mér á þessu þingi, en hann er kominn yfir sjötugt og fór að skoða jaka á Skeiðarár- sandi með mömmu. Hafði viss- ar áhyggjur af því að kynsystur mínar yrðu í meirihluta, því þær eru svo hjálpfúsar og sam- viskusamar þegar illa haldnir karlmenn eru annars vegar. En sem betur fór voru þær í minni- hluta í frekar fámennum hópi karla sem þarna var saman- kominn. Samkoman minnti mig á árdaga Rauðsokkahreyfingar, þar sem meðvitaðasti hluti kvenna ræddi ástand kvenkyns- ins í heiminum. Þær voru á sín- um tíma álitnar skrítnar af stórum hluta kynsystra sinna sem ekki tóku þátt í svona pípi. Þetta viðhorf heyri ég nú aftur frá sumum karlmönnum sem hía á þessa sem nú halda uppi merkjum meðvitaðra og jafn- réttissinnaðra karla. Kyn öfga og valds Góð vinkona mín sagði eitt sinn að fyrir henni væri fátt jafn kynþokkafullt í fari karlmanns og greiður aðgangur hans sjálfs að tilfinningum sínum. Á þessu hrafnaþingi töluðu karlmenn hispurslaust um tilfinningar, um samskipti við börn sín, kyn- líf og hjónaband. Þeir ræddu ekki svo mikið um konur og var ég þeim þakklát að rakka ekki niður kynsystur mínar og kenna þeim um farir sínar ekki sléttar eins og sumum von- sviknum körlum hættir til. Það gerðu sumar konur gjarnan hér áður og gera enn, vildu alltaf finna sökudólg í karlkyninu, kannski af því að þær urðu fyrir vonbrigðum í tilfinningalífinu. Einn fyrirlesaranna sagði að konan hans kæmi í þriðja sæti á eftir börnunum og bílnum, en hann lét þess líka getið að hann væri sérstakur áhugamaður um bíla. Gagnstætt því sem mörg- um konum finnst um eigið kyn, fannst málshefjendum yfirleitt gott að vera karlmaður. Ekki skrítið svosem, þeir hafa margskonar forréttindi og fríð- indi sem konur hafa ekki. En þrátt fyrir að það sé gott að vera karlmaður, þá er það ekki alveg þrautalaust. Karlar eru oftar til vandræða í þjóðfélag- inu fyrst í skóla, þar sem drengir eiga frekar en stúlkur við náms- og hegðunarerfið- leika að stríða. Karlar beita líka oftar ofbeldi og leiðast frekar út í fíknir, afbrot og andfélagslega hegðun. Karlar eru kyn öfga og valds, þótt þeir ráði ekki öllu heima hjá sér. Konur stjórna þar og stjórnsemi þeirra á heimilunum er kannski þeirra leið til að sýna og beita valdi, eins og t.d. þegar þær endur- klæða börnin á morgnana áður en þau fara á barnaheimilið, af því faðirinn hefur ekki verið nógu smart í fatavali. Eða þegar þær velja gardín- ur fyrir alla glugga og ráða öllu mynda- og styttuvali og láta karlinn síðan elta sig um alla íbúð með hamarinn í annarri höndinni, tilbúinn að negla þeg- ar kallið kemur. Öfgar karl- manna birtast helst í vinnufíkn og fjarvistum frá heimili og fjöl- skyldu og svo í taumlausri vímuefnanotkun. Þeir álíta vinnuna upphaf og endi allsjafnvel þótt það sé marg- sannað að óhófleg viðvera á vinnustað skili hvorki meiri af- köstum né auki framleiðni. Að gefast upp Oft haldast þessar tvær fíknir kyrfilega í hendur og bitna að lokum á hjónabandi og Qöl- skyldu með þeim afleiðingum að konan fer og karlmaðurinn situr eftir í sorg, tengslalaus við börn sín og vini, sem konan hefur oftast séð um að rækta. Þá er bara eitt eftir; að gefast upp og láta sér segjast, taka nýja stefnu eða flýja á enn meiri hraða inn í verkefni og vinnu og lausbeislað raðkynlíf, þar sem tveir líkamar snertast, en ekki tvær sálir. Lokast inni í heimi einsemdar og kvíða. Karlímyndin, karlhlutverkið, karlfyrirmyndin, allt er þetta til umræðu eftir að hefðbundið hlutverk kvenna breyttist með þjóðfélagsbyltingu markaðsaíl- anna eftir stríðslok. Hefðbundið hlutverk karla sem fyrirvinna íjölskyldu og heimilis er að renna sitt skeið á enda, jafnvel þótt langt sé í launajafnrétti kynjanna. Karlar þurfa því ekki síður en konur að endurskoða stöðu sína. Þeir geta ekki afsak- að sig með því að konur og ný- fengið frelsi þeirra hafi ruglað þá í ríminu. Ef þeir vilja öðlast öryggi sitt á nýjan leik, hætta að vera sakbitna kynið, þá þurfa þeir að vera tilbúnir að láta vanþroskuðu gæjana hía á sig, því þeir eiga líka eftir að Sigurður Svavarsson var einn þeirra sem krunkaði í Borgarleikhúsinu um stöðu karlmannsins. koma með skottið milli lapp- anna þegar enginn er eftir til að leggja í einelti. Þeir þurfa líka að þora að missa niðrum sig, hætta að leika gáfumanna- leikinn, setja upp asnaeyrun um stund og hlusta á þá sem eru búnir að ganga í gegnum þetta allt og hafa engu að tapa lengur. Lokaður herpingur og barnaleg þrákelkni víkur þá vonandi fyrir opnum örmum og nýju frelsi. Sighvatur í framsókn? Fjölmiðlasameining er nafngiftin sem Margrét Frímannsdóttir gaf sam- einingarfrumkvæði Sighvats Björgvinssonar, sem fram kom á sameiginlegum fundi á Akureyri um helgina. Mar- grét benti á að Sighvatur nefndi málið ekki við sig áður en hann tilkynnti landslýð um sameiningar- áformin. Af því dregur hún þá ályktun að málið hafi verið útbúið fyrir ijölmiðla fyrst og fremst og í einhverri alþjóðlegri sig- urvímu eftir kosningarnar í Bretlandi. Garri hefur hins vegar trú á því að það sé engin tilviljun að Sighvatur haíi ekki nefnt málið við Margréti áður en hann kom fram með þessar hugmyndir. Tesurnar f fyrsta lagi er ótrúlegt að Sig- hvatur fari að deila sviðsljós- inu með Allaböllum eftir að hafa eytt öllum þessum tíma í að upphugsa heilar tíu tesur um sameiningu. Miklu eðli- legra er að hann baði sig fyrst upp úr kastljósinu um stund og njóti þess að menn tali um „tíu tesur Sighvatar" af svip- aðri andakt og marxistar töl- uðu um „tesur Feuerbachs". I annan stað er það allsendis óvíst að Sighvatur sé að tala við kommana þó hann láti raunar líta svo út. Garra sýnist á þessum tíu tesum hans sem birtust hér í Degi Tfmanum í gær að hann gæti allt eins ver- ið að tala við Framsókn- arflokkinn eins og Allaballa. Sighvatur er svo uppfullur af Blairískum frjálslyndishug- myndum að það það jaðrar við að hann sé að verða liberal demokrat frekar en sósíal demókrat! Framsókn hefur einmitt stillt sér upp á liberal línunni í pólitfk þannig að ef fúkyrðin um helmingaílokka- skiptastjórnina í upphafi og lok ræðu hans eru tekin sem stjórnarandstöðu- rethoric, þá ættu tesurnar að höfða mjög sterkt til gamal- gróinna fram- sóknarmanna. Og Garri fær raunar ekki bet- ur séð en að Sig- hvatur sé hrein- lega orðinn hálf- gerður fram- sóknarmaður. Það getur varla verið tilviljun að Sighvatur minn- ist ekkert á það hver eigi fsland eða nauðsyn þess að landið verði eitt kjör- dæmi. Það sem ekki er Hann talar heldur ekkert um landbúnaðarmálin, sem lengi vel hafa markað krötum sór- stöðu m.a. gagnvart framsókn. Hann er líka orðin óttalega þokukenndur í Evrópumálun- um og ætti í raun miklu meiri samleið með Halldóri Ásgríms en þeim Svavari og Hjörleifi. Sighvatur talar fjálglega um umhverfismál, neytendamál, einkavæðingu ríkisfyrirtækja o.fl. o.fl., sem auðveldlega gæti verið tekið upp úr kosninga- stefnuskrá framsóknarflokks- ins. Hann vill örva „erlenda fjárfestingu", „sveigjanlegan vinnumarkað, stöðugleika og blandað hagkerfi", alveg eins og vinur hans Finnur Ingólfs- son. Það er því kannski ekki nema von að ýmsir framsókn- armenn hafi tekið kipp í gær og spurt hvort Sighvatur væri að koma í flokkinn! Það er aðeins í auðlinda- skattinum sem Sighvatur vill leggja á, að framsóknarmenn eru á öndverðum meiði. Slíkt er þó ágreiningsmál í fram- sókn líka að því er Garra skilst þannig að minna má þetta nú ekki vera. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.