Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Page 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Page 19
JOaginr-®mrám Laugardagur 14. júní 1997 - 31 SKAK Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Blindskák er eitt þeirra fyrirbæra skáksögunnar sem í gegnum tíðina hafa vakið hvað mesta athygli á meðal almennings. Mörgum er óskiljanlegt hvernig hægt er að teíla „blindandi" jafnvel margar skákir samtímis, án þess að hafa fyrir framan sig skákborð eða taflmenn til að þreifa á. Það hefur enda verið sýnt að blindskák tekur háan toll af fólki, bæði líkamlega og and- lega, og sums staðar hefur hún jafnvel verið bönnuð af yfirvöld- um, eins og til dæmis í Sovét- ríkjunum sálugu. Heimildir eru til um blind- skák allt frá 8. og 9. öld, þar sem segir frá eftirsóttum og virtum arabískum skákmeistur- um sem tefldu allt að ijórar blindskákir samtímis. Einnig eru til gamlar kínverskar þjóð- og dæmisögur þar sem blind- skák kemur við sögu. Ein slíkra sagna segir frá sigursælum hershöfðingja sem í dulargervi smyglaði sér inn í mikilvægan bæ til að kanna hvernig hann gæti best farið að því að her- taka hann. Eina nóttina gat hann ekki sofið þar sem hann heyrði á stöðugt tal tveggja kvenna í næsta herbergi. Hann gat ekki séð þær í myrkrinu, en sem hann hlustaði á tal þeirra gerði hann sér grein fyrir að þær voru að tefla skák blind- andi. Honum varð um og hann hugsaði með sjálfum sér að ef konur bæjarins væru svo afl- miklar að geta blindandi stjórn- að herjum sínum, þá væru karl- mennirnir án efa ósigrandi. Sagan segir að hershöfðinginn hafi þá forðað sér úr bænum og ákveðið að finna önnur lönd til að herja á. Endurvakin á 18. öld Þrátt fyrir háan aldur blind- skákarinnar virðist það hins vegar ekki vera fyrr en á 18. öld sem hún er endurvakin, eft- ir langan svefn, af franska meistaranum Philidor. Aðeins 18 ára að aldri vakti Philidor, sem líka var afkastamikið tón- skáld, geysilega athygli á Café de la Régence í París. Þar tefldi hann blindandi 2 skákir sam- tímis við skákmeistara sem máttu horfa á taflið. Upp frá því varð það vinsælla á meðal góðra skákmeistara að tefla slík blind fjöltefli, og í lok 19. aldar voru sumir af bestu meisturun- um farnir að tefla blindskákir á 12 skákborðum samtímis. Skákmenn eins og Morphy, Zukertort, Paulsen og Black- burne voru mjög góðir í blind- skák og sýndu oft listir sínar á því sviði, jafnvel oftar en heilsu- samlegt getur talist. Frægar frásagnir eru til dæmis til af blindfjöltefli Morphy við 8 bestu skákmenn Parísar á Café de la Regence árið 1858. Morphy sat í 10 klukkutíma í þar til gerðum hægindastól og tefldi án hlés, starandi á vegginn fyrir framan sig á meðan „sjáandi“ skák- meistararnir fyrir aftan hann sátu þungt hugsi yfir taflborð- unum. Morphy vann 6 skákir og gerði 2 jafntefli. Aðdáunarfullur blaðamaður skrifaði: „Morphy hefur sannað sig æðri Cesar, því að hann kom, hann sá ekki, hann sigraði.“ Heimsmet í blindskák Árið 1902 sló Bandaríkjamað- urinn Pillsbury nýtt heimsmet með því að tefla blindfjöltefli við 21 skákmeistara í Hannov- er. Síðari skákmenn, eins og Réti, Aljekín og Najdorf, slóu svo heimsmet Pillsbury, en sá sem komst lengst var ungverski stórmeistarinn Janos Flesch, sem árið 1970 tefldi samtímis 62 skákir blindandi. Eftir 12 klukkustunda setu hafði hann unnið 31 skák, gert jafntefli í 18 og tapað 3. Hann afsannaði því orð virts dagblaðs í Chicago, sem árið 1933, þegar Aljekín setti nýtt heimsmet og tefldi blindfjöltefli við 32, skrifaði: „Þetta afrek er áreiðanlega við ystu mörk þess sem mannshug- inn getur mögufega afkastað og mannlegt minni framkallað. Handan þessara marka hlýtur aðeins að vera að finna ringul- reið og brjálsemi.“ Þótt ótrúlegt megi virðast tefldi Koltanowski oft af meiri snilli blindandi en sjáandi. Eft- irfarandi skák var tefld á blind- fjölteflinu í Antwerpen 1931: Hvítt: Koltanowski Svart: Dunkelblum Max-Lange-árás 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d4 exd4 6. e5 d5 7. exf6 dxc4 8. Hel+ Be6 9. Rg5 Dd5 10. Rc3 Df5 11. Rce4 Bb4 12. c3 dxc3 13. bxc3 Ba5 14. g4 Dg6 15. Rxe6 fxe6 16. Í7+ Kxí7 17. Rg5+ Kg8 18. Hxe6 Dd3 19. Del Hf8 20. He8 Dd7 21. Hxf8+ Kxf8 22. Ba3+ Re7 23. Hdl Dxg4+ 24. Kfl Dxg5 25. Hd5 Dh4 26. Hh5 Df6 27. Hf5 og svartur gaf, 1-0. Að lokum er ekki úr vegi að minna á að blindir hafa líka gaman að því að tefla og geta náð langt á því sviði eins og öðrum. I stað þess að tefla eig- inlega „blindskák“ tefla blindir hins vegar oftast á sérstaklega útbúnum taflborðum og með þar til gerðum taflmönnum. Reitir borðsins eru misháir og hvítu mennirnir frábrugðnir þeim svörtu svo að teflendur geta áttað sig á stöðunni með því að snerta mennina og borð- ið á milli leikja. Alþjóðablindraskáksam- bandið var stofnað árið 1958 og það hefur staðið fyrir heims- meistarakeppnum og regluleg- um Ólympíuskákmótum blindra frá árinu 1961. BRIDGE Björn Þorláksson skrifar Evrópumótið í bridge hefst á morgun í Montecatini á Ítalíu. ísland keppir í kvennaflokki og opnum flokki og hlýtur takmarkið að vera eitt af fimm efstu sætunum þannig að liðin komist í heimsmeist- arakeppnina sem 1‘ram fer í Túnis í október. Það ætti að vera raunhæft viðmið í opna flokknum en kvennahðið er lítt skrifað blað. Björn Eysteinsson er fyrirliði karlahópsins en hann skipa; Jón Baldursson-Sævar Þor- björnsson, Aðalstoinn Jörgen- sen-Matthías Þorvaldsson og Guðmundur Páll Arnarson-Þor- lákur Jónsson. í kvennaflokki spila Guðrún Óskarsdóttir, Anna ívarsdóttir, Ljósbrá Bald- ursdóttir, Jacqui McCreal, Est- her Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Ragnar Her- mannsson þjálfaði liðið er Björn Theódórsson er liðsstjóri. Dagur-Tíminn tók Guðmund Pál tali rétt áður en íslensku landsliðin héldu utan og bað hann að spá í spilin. Liðið er mjög leikreynt en GPA er ekkert alltof bjartsýnn á árangur. „Lið- ið er sterkt á pappírunum og e.t.v. gengur þetta en eins gæt- um við dottið niður í miðjumoð- ið. Mér finnst e.t.v. ekki sami eldmóður í liðinu og oft hefur verið en menn ganga til verks eins og í hverri annarri vinnu, aðalatriðið er að vélin virki. Við erum búnir að gera þetta svo oft að eldmóðurinn kemur ekki fyrr en á staðnum. En ég á von á að adrenalínið flæði þegar fyrsta gjöfin er tekin upp. Ann- ars gengur ekki neitt,“ segir GPA. Það gæti sett strik í reikn- inginn að Þorlákur og GPA hafa ekkert spilað saman í hálft ár en þeir eiga átta ára feril sam- an og því kemur það e.t.v ekki að sök. Guðmundur telur ítali og Frakka langefsta á blaði hvað varðar sigurmöguleika en næst komi Svíar, Norðmenn og jafn- vel Danir ásamt vonandi Islend- ingum. Á síðasta stórmóti í Ródos spiluðu öll íslensku pörin nokkuð jafnt og virtust jöfn að styrkleika. Sú staða hefur meira og minna ekki verið fyrir hendi allt frá árinu 1991, að mati GPA og vonandi verður uppskeran eftir því. Áfram ís- land, jafnt konur sem karlar. Bikarinn 1997 Allmörgum leikjum er lokið í 1. umferð Bikarsins 1997 og hafa úrslit orðið eftirfarandi: Björgvin Leifsson Húsavik- Guðjón Bragason Hellu 82-124 Guðmundur Ólafsson Akranesi- Sparisjóður Mýrasýslu 90-145 SS Brú Akureyri- Sparisjóður Hornafj. 126-11 Bryndís Þorsteinsd. Reykjavík- Birgir Ö. Steingrímsson 84-112 Neon Reykjavik- Einir Hornafirði 128-83 Bílanes Kaflavík- Rúnar Einars. AK/Rek 115-91 Þorsteinn Guðjónsson Dalvík- Jens Jensson Reykjavík 115-91 Jón N. Gíslason Reykjavík- Ham ísafjörður 51-112 Sveinn Áðalgeirsson Húsavík- Gunnlaug Einarsd. R.vík 87-73 Ólafur Steinason Selfoss- Aðalsteinn Sveinsson 121-95 Guðný Guðjónsdóttir Reykjavík- Gissur Jónasson Ak. 103-110 ingurinn. Til að gera langa sögu stuttu fékk sagnhafi tvo slagi, 1100 til andstæðinganna. Reyndar vinnst slemma í AV en ekki er hún góð. Samanburðurinn hófst: „Við eigum eitt hræðilegt spil.“ „Já, við líka.“ „Spil 17.“ „Já, það er líka vonda spilið okkar. Fínt þau fóru saman.“ „Ekki fóruð þið í „allann“?“ „Nei, við spiluðum 2 lauf.“ „Jájá og við spiluðum einn spaða 1100 niður. Bíddu, sagð- irðu 2 lauí???“ „Já, austur opnaði og ég sagði tvö lauf. Það var ekki rætt hvort það væri krafa en ég taldi svo ekki vera og sagði pass. Þau unnust!“ Þrátt fyrir þessi vísindi vann sveit Guðjóns leikinn nokkuð örugglega. Gylfi Baldurs- son Reykja- vík-Guðlaugur Bessason ÓI- afsvík 115-83. Umsjónar- mann skortir þekkingu til að álykta mikið um úr- slit þessara leikja en þó er ljóst að það kemur á óvart að sveit Rún- ars Einars- sonar skyldi bera skarðan hlut á Suður- nesjum. í bikarleik sveitar Guð- jóns Braga- sonar gegn íslenska landsliðið i sveit Björg- vins frá Húsavík var spilara harðlega refsað fyrir að út- spilsdobla sögn á fyrsta sagn- stigi. Lítum á það: 9653 854 7532 D87 AKG4 K987 43 K973 AD6 AKD * T86 ADGT2 GT2 G94 Sagnir: Norður Austur Suður Vestur pass pass pass llauf pass lhjarta doblf?) redobl lspaði dobl pass pass opnum flokki í bridge. Norður gaf og passaði og það sama gerði austur, Gaukur Hjartarson, þar sem tígulopnun í Prescisionkerfi hans og Frið- geirs, makkers hans, lofar 12 punktum ef spilin eru jafnskipt. Það hvarflaði eitt andartak að suðri að opna á veikum tveimur í hjarta en það er óöguð sögn og því varð passið fyrir val- inu.Vestur hóf leikinn á sterku laufi og eftir jákvætt hjartasvar Gauks sem hafði ekkert með lit- inn að gera, taldi suður lag að útspilsdobla. Tilfinningin var að vestur myndi verða sagnhafi í grandsamningi. En þetta reynd- ist ekki góður tími fyrir hetju- dáðir. Friðgeir redoblaði að sjálfsögðu á jöfnum hættum og norður sá að samningurinn myndi að öllum lfkindum standa - jafnvel moð yfir- slag/slögum - og prófaði einn spaða. En hakkavélin var kom- in af stað. Gaukur doblaði og einn spaði doblaður varð samn-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.