Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Page 1
Fréttir og þjóðmál
íslendingaþættir
Tækjaóð-
ir bjart-
sýnis-
menn
s
Islendingar eru bjartsýnir og
tækjaóðir, taka öruggt starf
fram yfir góð laun, hafa
dregið úr fituneyslu og vilja
herða refsingar við skattalaga-
brotum. Þetta er meðal þess
sem lesa má úr nýjustu neyslu-
og lífsstílskönnun Gallups.
Á 70% íslenskra heimila er
til örbylgjuofn og er þetta hlut-
fall óvíða í heiminum hærra.
Fleiri heimili eiga myndbands-
tæki eða nærri 83% og um það
bil fjóröungur landsmanna á
myndbandsupptökuvél.
Athygli vekur einnig að á ríf-
lega þriðjungi íslenskra heim-
ila, eða 35,6%, eru 2 bílar. Um
helmingur á einn bíl, en aðeins
7,4% aðspurðra segja engan bíl
á heimilinu. Það er kannski
engin furða þótt treglega hafi
gengið að íjölga strætisvagna-
farþegum.
Á þremur af hverjum fjórum
heimilum er til reiðhjól, en
væntanlega er þar í flestum til-
fellirm um að ræða krakkahjól.
Meira um tœkjaóða
íslendinga á bls. 6.
Akureyrarbær verðlaunar íslandsflug fyrir lágu fargjöldin. í gær afhenti Sigfús Sigfússon frá íslandsflugi Jakob Björnssyni, bæjarstjóra, 100 flugfarmiða
á nýju, lágu fargjöldunum. Bæjarstjórinn stæðilegi ferðast nú fyrir aðeins 6.900 krónur þegar hann rekur erindi suður. Fleiri sáu sér leik á borði; hinir
stæðilegu Samherjabræður keyptu líka 100 miða til að reka erindi sín. Myn&.as
Halló Akureyri
Deilt um ábyrgð á unglingum
Flutningafyrirtæki
telja sig ekki bera
ábyrgð á unglingum
yngri en 16 ára sem
þeir flytja á Halló
Akureyri.
Forsvarsmenn Norðurleiðar
og Flugfélags íslands telja
vafasamt að hægt sé að
gera þá ábyrga gagnvart því að
koma unglingum, yngri en sex-
tán ára, aftur til baka hafi þeir
komið án eftirlits á hátíðina
Halló Akureyri um verslunar-
mannahelgina. í Degi-Tímanum
í gær sagði Björn Jósef Arnviðar-
son, sýslumaður á Akureyri, að
hugsanlega yrði gripið til slíkra
aðgerða - og er það hluti af stór-
aukinni gæslu á hátíðinni í ár.
Er skylt að flytja alla
„Samkvæmt þeim reglum sem
okkur eru settar er okkur skylt
að flytja alla þá sem með okkur
vilja fara; svo framarlega sem
viðkomandi greiðir fargjaldið
og eru ekki öðrum farþegum í
bflnum til óþæginda. Því fæ ég
ekki séð að hægt sé að gera
okkur ábyrga að þessu leyti,“
sagði Þorvarður Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Norðurleiðar
hf. í samtali við Dag-Tímann.
„Ég held að þetta sé varla
Magnús Már Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri „Halló“, var ekki
með í ráðum.
framkvæmanlegt. Við getum
ekki spurt krakka sem vilja fara
með okkur hvert ferðinni sé
heitið. Til þess höfum við ekkert
leyfi. Við getum ekki heldur
spurt krakkana um skilríki til
þess að athuga hvort þau séu
yngri en sextán ára. Menn
spyrja bara um slíkt í áfengis-
verslunum.
„Við spyrjum ekki
svona
„Við erum alla daga að flytja
unglinga undir sextán ára aldri -
og við spyrjum þau ekki að því
hvert tilefni ferðarinnar sé. Það
gerum við ekki heldur ætli þau
að fljúga norður á Akureyri um
verslunarmannahelgina. Lítum
reyndar svo á að við höfum ekk-
ert leyfi til þess að spyrja svona,“
sagði Thor Ólafsson, markaðs-
stjóri Flugfélags Islands.
Sjálfur kveðst Thor hafa efa-
semdir um að lagalega standist
að draga fólksílutningayfirtæki
til ábyrgðar með þeim hætti
sem sýslumaðurinn á Akureyri
boðar.
Efasemdir
Ekki náðist í Björn Jósef Arn-
viðarson, sýslumanns vegna
þessa mál í gær. Staðgengill
hans, Guðjón Björnsson, sagðist
hins vegar ekki vita til þess að
lúnn lagalegi þáttur þessara
boðuðu aðgerða gagnvart fólks-
flutningafyrirtækjunum hafi
verið kannaður.
Magnús Már Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri IJalló Akur-
eyri, segir að þeir sem standa
að hátíðinni hafi ekki verið með
í ráðum og reyndar hafi miklar
efasemdir um aðgerðirnar á
alla lund. -sbs.
Bls. 9
Er
Sighvatur
Blair?
Lífið í landinu
lllugi um
Hæstarétt
þBUGK&DECKER
I__Handverkfæri
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNl 31 * SÍMI 562 7222 • BREFASIMI S62 1024