Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Blaðsíða 3
(®agur-®trrratn Föstudagur 18. júlí 1997 - 3 Hafnarfjörður Ingvar klýfur flokkinn! Flest bendir til að nýr meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fæðist andvana. Alger klofningur virðist vera kominn upp á milli bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Skiptast þar í tvær fylkingar annars veg- ar Ingvar Viktorsson, bæjar- stjðri og með honum þeir Arni Hjörleifsson og Ómar Smári Ár- mannsson og svo hins vegar Tryggvi Harðarson og Valgerð- ur Guðmundsdóttir. Ágreining- ur er um núverandi meirihluta- samstarf með klofningsbroti Jó- hanns G. Bergþórssonar úr Sjálfstæðisflokknum en Ingvari, Árna og Ómari Smára er mjög í mun um að halda samstarfinu áfram. í kjallaragrein í DV í fyrradag gagnrýndi Ómar Smári Guðmund Árna fyrir hans framgöngu í málinu og taldi hana til vansa. í sjón- varpsfréttum í fyrrakvöld talaði Árni Hjörleifs svo um fimm- mannaklíku sem stæði á bakvið uppnámið í nafni sameiningar A-flokkanna. Tryggvi og Valgerður sendu í gær frá sér yíirlýsingu þar sem þau segja skoðun sína á meiri- hlut as amstarfmu. í yfirlýsingunni er lýst yflr óánægju með núverandi meiri- hluta og að þau telji að mynda eigi nýjan með Alþýðubandalagi vegna framtíðarhagsmuna jafn- aðarmanna á íslandi. Þrátt fyrir óánægju sína með meirihluta- samstarfið taka Tryggvi og Val- gerður fram að því verði ekki slitið nema að nýr meirihluti liggi fyrir. „Við gefum í raun frest fram í september en þá kemur bæjarstjórn saman en Magnús Jón og Ingvar kljást. það á eftir að ijalla um málið í flokknum og því ómögulegt að segja hvað gerist,“ sagði Tryggvi Harðarsson í gær. Magnús Jón: Kratar svari! Ljóst er að mikillar óánægju og óþoiinmæði er farið að gæta innan Alþýðubandalagsins með seinagang Alþýðuflokksins. Magnús Jón Árnason, oddviti Alþýðubandalags, segir liggja ljóst fyrir að Alþýðubandalag fari ekki í neinar viðræður á meðan meirihluti liggur fyrir. „Hvort að meirihlutinn er fall- inn, það er hlutur sem Aiþýðu- flokkurinn verður að svara og það er mál tii komið að Alþýðu- flokkurinn svari því hvaða bæj- arfulltrúar eru talsmenn hans.“ Það má því ljóst vera að shtni ekki upp úr meirihlutan- um nú á næstu dögum þá muni hann halda fram að næstu kosningum. Áreiðanlegar heim- ildir segja að Alþýðubandalagið muni ekki bíða fram í septem- ber til að mynda nýjan meiri- hluta. Alþýðuflokksmaður í Hafnarfirði segir mikinn vilja fyrir því í Alþýðuflokknum að slíta samstarfinu en Ingvar standi harður gegn því: „Hann klýfur flokkinn frekar en að slíta meirihlutanum." rm Sígarettur Bann á helstu tegundirnar Flestar algengustu tegundir af sígar- ettum með meiri tjöru en leyft verð- ur að selja frá ára- mótum. Stjórn ÁTVR hefur sett í innkaupareglur sínar ákvæði um nýtt há- mark tjöru í sígarettum, sem þýðir að af flestum al- gengustu tegundunum (Winston m.a.) verður það aðeins „létta" útgáfan sem eru undir því hámarki. Leyfilegt hámark tjöru sem vindlingur má gefa frá sór er nú 15 mg og samkvæmt verðlista frá ÁTVR er al- gengast er að tjöruinnihald- ið sé á bilinu 13-15 mg. En frá næstu áramótum verður leyfilegt hámark lækkað niður í 12 mg. Þór Oddgeirsson aðstoðar- forstjóri ÁTVR sagði svipað hafa átt sér stað áður, þegar núgildandi 15 mg hámark var sett. Hér áður fyrr hafi tjaran verið töluvert meiri. Framleiðendur hafi brugðist við með því að minnka tjöru- innihaldið. Hvort þeir geri það aftur nú sé enn ekki gott að segja, en hins vegar ljóst að pressan er öll niður á við. Það séu jafnvel til sígarettur með tjöru niður í 5-7 mg. Þar er um að ræða Royale LF og Gauloises Blondes LF. En al- gengast er að „léttar" sígar- ettur innihaldi 9 mg af tjöru. - HEI Rafmagnsgirðingai' Girt fyrir fjarskipti Menn hafa látið sig hafa truflanir frá rafmagnsgirðingum á simtöl en þykir stórum alvarlegra þegar þær trufla tölvusendingar. Gísli Sverrisson hjá RALA: „Höfum verið að benda mönnum á að hafa Póst og síma með í ráðum ef þeir ætla að girða með rafmagni.“ Rannsóknastofnun land- búnaðarins bendir mönn- um á að hafa menn frá Pósti og síma með í ráðum ef þeir ætla að setja upp raf- magnsgirðingar. Nokkur tilfelli eru um það að rafmagnsgirð- ingar hafi truflað síma. Hefur jafnvel gengið erfiðlega að ráða bót á þeim vanda, enda ekki al- veg ljóst hvað veldur. Menn hafa jafnvel látið sig hafa það þótt símtöl þeirra truflist af hvimleiðum smellum. Hins veg- ar þykir það öllu alvarlegra þegar girðingarnar trufla tölvu- sendingar, m.a. fax og korta- posa í verslunum svo dæmi séu nefnd. Að sögn Gísla Sverrissonar í bútæknideild RALA hefur síma- mönnum og girðingareiganda oftast tekist að leysa málin sín á milli. En Póstur og sími telji sig hins vegar hafa allan rétt sín megin, þannig að takist ekki að leysa vandann verði landeig- andinn að taka girðinguna úr sambandi. Rafmagnsgirðingar hafa m.a. þann kost að vera kringum helmingi ódýrari en gamli góði gaddavírinn. „Nei, það virðist ekki alveg ljóst hvað veldur þessum trufl- unum, menn hafa ekki fundið nákvæmlega hver skýringin er. Oftast er þetta kannski sam- bland af mörgu, þannig að það verður eiginlega að skoða hvert tilvik fyrir sig,“ sagði Gísli. Hljóðin í símanum segir hann ekki ósvipuð og að hlusta á spennugjafann sjálfan. Það komi smá smellir með u.þ.b. einnar sekúndu millibili, sem fólki þyki eðlilega hvimleitt. En öllu verra sé þegar girðingarn- ar fari að rugla tölvusendingar, sem nú fara stöðugt vaxandi. Gísli tekur fram að langflest- ar girðingar séu þó án þessara vandamála. En þetta er til stað- ar og full ástæða til að menn haíi það í huga ætli þeir í girð- ingarframkvæmdir. Hafa sam- band við Póst og síma og kanna hvar símstrengir liggja. Hafa símamenn með í ráðum frá upphafi, enda séu þeir allir af vilja gerðir að reyna að koma í veg fyrir þessi vandamál. - HEI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.