Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 5
iDagur-ÍEmTmn Laugardagur 19. júlí 1997 - 5 Alþingi Hjörleifur Gutf- ormsson hefur loks eignast of- jarl, því ræður Steingríms J. Sigfússonar mæí ast mun lengri. Allaballar hötðu orðið Alþýðubandalagið var á sinn hátt stærsti flokkurinn á Alþingi á 121. löggjafarþinginu, þ.e.a.s. ef' mælt væri í ræðutíma, Alþýðubandalagsmenn- irnir 9 höfðu orðið í meira en fjórðung af ræðutíma þingsins - töluðu m.a.s. 10 stundum lengur heldur en 25 þingmenn Sjálfstæðisflokksins til samans - eða 120 stundir af samtals 462 stunda ræðutíma á síðasta þingi. Frammarar og kratar voru vart meira en hálfdrættingar á við allaballa. Meira en helmingur þessara 462ja klukkustunda mundi sparast ef enginn temdi sér meira málæði heldur en Vii- hjálmur Egilsson, enda kannski að von- um að hann skuli skila mestri „fram- leiðni" allra þingmanna. Vilhjálmur tal- aði um 80 sinnum, en aðeins rúmar 2 mínútur að meðaltah. Steingrími J. Sig- fússyni dugðu ekki minna en rúmar 7 mínútur að jafnaði. Hann hefði þannig þurft yfir 9 klukkustundir til að klára sig af öllum ræðum og Vilhjálms, sem dugði hins vegar 2.50 klukkutímar. Fyrir sínar 230 ræður þurfti Steingrímur 27 klukkutíma, en Vilhjálmur hefði afgreitt þær ahar á rúmum 8 tím- um. Það var samt Svavar Gestsson sem miklu oftar hafði eitthvað til málanna að leggja en nokkur annar, raunar um 130 sinnum oftar, en Ágúst Einarsson, sem næst oftast steig í stólinn. Yfir 380 sinn- um þurfti Svavar að láta ljós sitt skína á síðasta þingi, í alls 26 stundir. Feir Steingrímur, Svavar og Hjörleifur báru langt af öðrum um mælsku og sögðu um 1/6 hluta alls þess sem sagt var á síðasta þingi. Og tíu mælskustu þingmennirnir áttu um 40% ræðutím- ans, 183 klukkusíundir. Þeim tíu orðvörustu dugðu aftur á móti 15 klukkutímar fyrir allar sínar ræður og töluðu enda nær allir innan við 2 tíma. í þessum hópi var t.d. forseti þingsins, Ólafur G. (enda oft kvartað undan málæði annarra), þingflokksfor- maðurinn Valgerður Sverrisdóttir, hrekkjalómurinn Árni Johnsen og Guð- jón Guðmundsson, sem talaði sjaldnar en nokkur annar, aðeins 14 sinnum á síðasta þingi. - HEI Níu þing- menn Alþýðu- bandalags- ins töluðu töluðu leng- ur á síðasta þingi en samanlagð- ur 25 manna þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins. Ljósmyndasafn Guðný Gerður ráðin Borgarráð gegn sam- þykkt menningar- nefndar. Syni Erlends í SÍS hafnað. Fram- sókn ekki með. Borgarráð samþykkti með þremur samhljóða at- kvæðum á fundi sínum í gær að ráða Guðnýju Gerði Gunnarsdóttir sem forstöðu- mann Ljósmyndasafns Reykja- víkur. í bókun sjálfstæðismanna í borgarráði er vakin athygli á því að með þessu hafi borgar- ráðsfuhtrúar R-listans virt að vettugi fyrri ákvörðun meiri- hlutans í menningarnefnd borg- arinnar sem vildi ráða Einar Erlendsson í stöðuna. Hann er sonur Erlends Einarssonar fyrr- verandi forstjóra SÍS. Sjálfstæð- ismenn telja þetta vera merki um að verulegur ágreiningur sé innan R-lista á milli fufltrúa Kvennalista og Framsóknar- flokks, enda hafi enginn borg- arfulltrúi Framsóknar verið á fundi borgarráðs í gær. í bókun borgarráðsfulltrúa R-lista er þessum skýringum sjálfstæðismanna vísað á bug. Bent er á sérstök viðræðunefnd hafi einróma mælt með Guð- nýju Gerði og því sé ráðning hennar byggð á faglegum rök- um. -grh Stutt & taggoit Nýju laun toppanna Samkvæmt úrskurði Kjaradóms eru mánað- arlaun æðstu embættismanna þjóðarinnar sem hér segir: Forseti Islands er með 434.200 krónur, forsætisráðherra 417.900 kr. og aðrir ráð- herrar 379.900 krónur. Hvort tveggja er að meðtöldu þingfarakaupi sem nemur 211.700 krónum. Mánaðarlaun forseta Hæstaréttar eru 345.700 en aðrir hæstaréttadómarar fá 314.300 krónur og hið sama fær ríkissaksóknari. Ríkissátta- semjari er með 300.500 krónur, ríkisendurskoðandi 266.800 kr. og biskup íslands er með 262.400 krónur í laun á mánuði. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur er með 274.500 krónur í mánaðarlaun en aðrir dómstjórar 248.100 krónur. Mánaðarlaun héraðsdómara eru 239.400 og umboðsmaður barna er með 211.700 krónur. -grh Alþjóðleg æfing á íslandi Almannavarnaæfingin Samvörður 97 hefst á formlegan hátt næsta mánudagskvöld á íþróttavelhnum í Keflavík. Æfingin er liður í friðarsamstarfi Atlantshafsbandalags- ins og 26 annarra Evrópuríkja, Partnership for Peace, og koma alls um 400 manns frá 16 þjóðum til fslands til að taka þátt í henni ásamt um 600 íslendingum. Fyrstu er- lendu þátttakendurnir koma til landsins í dag en sjálf æfing- in fer fram á suðvesturlandi dagana 25.-27. júlí. Verður þá hkt eftir afleiðingum öflugs jarðskjálfla og mun erlenda hjálparliðið koma því íslenska til aðstoðar. Opnunarhátíðin á mánudag hefst klukkan 19. Þar munu hðsmenn allra sautján þátttökuþjóða koma saman, leikin verður tónlist og flutt ávörp. Samtímis verður haldin sýning á íþróttasvæðinu á þeim tækjum og búnaði sem þátttökusveitirnar hafa með- ferðis. Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina. AI Pétur Hafstein vanhæfur? Jón Oddsson, hæstarréttarlögmaður, hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir mannréttindadómstóli Evrópu fyrir hönd þriggja umbjóðenda sinna vegna meints vanhæfis Péturs Kr. Hafstein, hæstarréttardómara og fyrrum forseta- frambjóðenda. Alls er um fimm mál er að ræða. Fyrir liggja tvö mál hjá mannréttindadómstólnum sama eðlis. Það eru mál Hreins Loftssonar hdl. og Kjartans Ragnarssonar hdl. Þannig eru sjö mál á skrá hjá dómstólnum. Lögmennirnir sem um ræðir telja Pétur Kr. Hafstein vanhæfan þar sem hann hafi tekið við frjálsum framlögum á opinn banka- reikning sem stuðningsmenn Péturs opnuðu. Hann hafi með því misst hæfi sitt sem óhlutdrægur dómari. rm Þrír góðir: Páll, stórfiskurinn og Dagur-Tíminn! Risasjóbirtingur Eyjaljarðará er landskunn sem ein gjöfulasta silungsveiðiá landjns, en Páll Stefánsson átti kannski ekki von á þessu! 11 punda sjóbirtingi! Einar Long í veiðafæradeild KEA telur svona birting einsdæmi í ánni, sem hingað til hefur verið nefnd bleikjuá. Dýrið tók maðk á svæði tvö, Torfum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.