Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 11
ttraíimL)-'mfjiíuí
Jktgur-®tmfam
t\fa\ .vj t Avt\>obtngunA - ö\
Laugardagur 19. júlí 1997 -11
PJOÐMAL
Sægreifaveldi, eins og við sjáum það í dag - þarf að strika út - segir Gunnar í Syðra-Vallholti.
P0Ssreixss&n
- veitt og unnið og siglt á er-
lendar hafnir - ef ekki tU full-
vinnslu hér í landi. Allur fiskur
í land innan 100 mílnanna.
Unninn heima í
sjávarþorpum,
umhverfis allt
land. - Þau
urðu til á sín-
um tíma vegna
fisksins - hann
var - er - og
verður - þeirra
lifibrauð um
ókomna tíð.
Það er lífsakk-
eri fólksins í
þessu landi, að
fuEnýta auð-
lindirnar. Það
er fullkomin þörf á því að ráða-
menn fari að skilja þessa ein-
földu staðreynd. Það er þjóðin
sem á fiskinn í sjónum. Það er
engin framtíð fyrir þjóðina, - að
einhverjir braskarar og spekúl-
antar, geti leikið sér með ijör-
egg þjóðarinnar, og tekið at-
vinnumöguleikana frá fólkinu
að vild sinni.
Sægreifar
Sægreifaveldi, eins og við sjáum
það í dag - þarf að strika út.
Hér geta allir haft vinnu, sé rétt
á haldið. Það er mikið að, ef at-
vinnu skortir í jafn stóru og fá-
mennu landi sem hér, þar sem
fremur þyrftu allir að vinna
tvöfalt verk til að standa undir
velferð og framtíð þjóðarinnar -
hvílíkt fámenni sem hér er.
Hvers konar menn hafa hér
ráðið, ef svo er - sem sagt er,
að fiskurinn sé dreginn upp úr
sjó með nýtískuvélum - rennt í
gegnum vinnslukerfin um borð,
og meira en helmingur aflans
út fyrir aftur, engum að gagni.
Aðeins hirt það besta. Shkir
veiðimenn ættu hvergi að sjást
á miðum.
Við förum illa að ráði okkar.
Veiðum of mikið, og förum illa
með aflann. Hryggilegt. En á
þessu græða sumir góðan pen-
ing. Hér er happdrættisþjóð.
Illa er farið með auðlindar lendur,
ýmsu má líkja við veggspjöll og slörk.
Auðurinn safnast á örfáar hendur,
en almúginn lifir við fátæktar mörk.
Hryggileg
lýsing - ef satt
reynist. Hvar
er nú forsjón-
in? Hvar er nú
Davíð? Golíat
berst um.
Hættum nú
þessari hringa-
vitleysu - þess-
ari gegndar-
lausu sóun
verðmæta, sem
okkur er trúað
fyrir, og höfum
engan rétt til að fara svo með -
sem gert er.
Þingmenn
Hér eiga foringjar okkar, þing-
mennirnir, mikið verk ógert, og
só þeim ofvaxið að hrinda
þessu þjóðþrifamáli í fram-
kvæmd, þarf jafnvel að kjósa
upp á nýtt, og þá án þeirra
kjörgengis, varla tökum við þó
af þeim kosningaréttinn. Viljum
við uppreisn íjöldans gegn kúg-
urimum? Dæmin blasa við um
allan heim. Svo má brýna að
bíti. Hvers vegna rís hinn kúg-
aði lýður upp og ætlar að ganga
af þjóðhöfðingjum sínum dauð-
um, eins og dæmin eru víða um
heim, núna síðast í Kongó. Vilj-
um við virkilega stuðla að shku
þjóðarmissætti hér á landi, með
því að ausa fé í einn og
skammta öðrum úr hnefa, en
slíkt er undirrót ógæfu og
ófarnaðar, og endar oftast með
skelfilegum afleiðingum.
Karp um skegg
Við erum svo fá hér, að við höf-
um ekki efni á því að standa í
innbyrðis deilum og karpi urn
keisarans skegg. Hér eiga allir
að vera sem einn maður, jafnir
og trúir þegnar þessarar út-
hafseyjar, sem er svo langt frá
öðrum byggðum bólum á jarð-
arkringlunni.
Verndum fiskimiðin, uppeld-
isstöðvarnar, og fullvinnum
fiskinn í landi til útflutnings.
þeir geta ekki selt fullunnin fisk
í sveltandi heimi.
Gætum okkar - verðum ekki
undir í baráttunni um gullið,
sem glepur og ginnir, og gerir
menn að þrælum sínum og fífl-
um.
Greinin er birt örlítið stytt m. samþ.
höfundar.
'fiylgstu með umfjöllun
um menningu og listir
í rbegi-Tímanum
Jagur-Hmmm
-besti tími dagsins
Styrktaraðili Leikfélags Akureyrar
Framhaldsskólinn
á Húsavík
Við Framhaldsskólann á Húsavík er laust
starf skólafulltrúa (ritara) frá 15. ágúst nk.
Æskileg menntun er stúdentspróf og góð hæfni í
mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til 30. júlí 1997.
Upplýsingar eru veittar í símum 464 2095 og 464
2075.
Skólameistari.
Það eru lélegir sölumenn, ef
(III
Framsóknarflokkurinn
Vinningaskrá sumarhappdrættis Framsóknarflokksins 1997
Dregið var 10. júlí 1997 og eru vinningsnúmer sem hér segir:
1. Vinningur nr. 24502
2. Vinningur nr. 588
3. Vinningur nr. 38056
4. Vinningur nr. 4239
5. Vinningur nr. 26388
6. Vinningur nr. 21980
7. Vinningur nr. 29014
8. Vinningur nr. 4963
9. Vinningur nr. 14640
10. Vinningur nr. 32849
11. Vinningur nr. 30780
12. Vinningur nr. 3604
13. Vinningur nr. 38625
14. Vinningurnr. 2253
15. Vinningur nr. 36506
Vinninga ber að vitja innan árs frá útdrætti. Nánari upplýsingar á
skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 5624480.
Hvers er að vænta af
verkalýðsforustu,
sem unir slíku
ófremdarástandi,
launamisrétti og mis-
munun - óréttlæti -
sem við blasir í
þjóðfélaginu?