Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Blaðsíða 4
16- Fimmtudagur 4. september 1997
;®agra--®mmm
UMBUÐALAUST
Helma er best?
Ragnhildur
Vigfúsdótfir
skrifar
Sífellt fleiri upplifa vinnu-
staðinn sem þann griða-
stað sem heimilið er
venjulega talið eiga að vera. í
vinnunni eru flestir umkringdir
jákvæðu fólki og fá að njóta sín
faglega, vinnustaðurinn er oft
huggulegur og þrifalegur, án
þess að viðkomandi þurfl að
hafa fyrir því sjálfur, utanað-
komandi áreiti eru sjaldnast
meiri en meðal-jóninn ræður
við, verkefnin eru yfirleitt ekki
óyflrstíganleg og oftast má
finna einhvern sem er tilbúinn
að hjálpa ef allt virðist ætla að
fara í hönk. Á mörgum stöðum
er mötuneyti, maður sækir
bara matinn sinn og engar
refjar, það er að segja ekkert
uppvask. Flestum líður því vel í
vinnunni. Pó vinnan sé jafnvel
ekki mesti
gleðigjafinn eru
flestir ánægðir
á vinnustaðnum
sjálfum - og
kvíða jafnvel
fyrir að fara
heim. Þar bíða
börnin og mak-
inn og álagið er
ólýsanlegt. Það
þarf að kaupa
inn, elda, taka
til, þrífa, sinna
börnunum og
makanum,
sinna fjölskyldxmni og vinunum
- jafnvel áhugamálum.
Þó vinnan sé jafn-
vel ekki mesti
gleðigjafinn eru
flestir ánœgðir á
vinnustaðnum
sjálfum - og kvíða
jafnvel fyrir að
fara heim.
Heimílið
verður vinnan
Listinn er óendanlegin- og
mörgum finnst þeir vera sífellt
að án þess að koma nokkru í
verk. Þeir verða fyrir stans-
lausum neikvæðum athuga-
semdum, frá maka og börnum.
Þeim flnnst þeim sjaldan takast
vel upp og líður iðulega illa
heima. Margir foreldrar flýja
stressið heima fyrir og finna
frið í vinnunni.
Þetta virðast í fljótu bragði
vera skilaboðin í nýrri bók eftir
bandaríska félagsfræðinginn
Arlie Russefl Hochschild: The
Time Bind, When Work becom-
es Home and Home becomes
Work - sem mætti í fljótu bragði
snara á íslensku sem í hlekkj-
um tímans, þegar vinnan verð-
ur heimili og heimilið verður
vinna. Arlie þessi varði þremur
árum í að rannsaka vinnu-
staðamenningu Amerco, sem er
dulnefni hennar yfir stórfyrir-
tæki þekkt fyrir fjölskylduvæna
starfsmannastefnu. Fáir starfs-
menn fóru hins vegar fram á
að fá að vinna hlutastarf eða
notfærðu sér sveigjanlegan
vinnutíma.
Vinnan frekar
en börn og maki
Bók Arhes hefur vakið mikla at-
hygli vestanhafs og því verið
slegið upp að
foreldrar taki
vinnuna fram
yfir börn sín.
Það er þó að-
eins hálfur
sannleikurinn,
Arlie sýnir
fram á að sí-
vaxandi hörku
gætir á vinnu-
markaði. Þótt
fyrirtækið gefi
sig út fyrir að
setja fjölskyld-
una í fyrirrúm
þá er það aðeins í orði en ekki
á borði. Sannleikurinn er sá að
hagsmunir fyrirtækisins eru
öðrum æðri, ef starfsmenn
yfirgefa staðinn að loknum átta
tíma vinnudegi en áður en
vinnu dagsins er lokið, er það
litið illu auga. Það eru aðeins
aumingjar sem vilja vinna
hlutastarf, ekki sannir meðlimir
ljölskyldunnar Amerco. Þrátt
Finnst sumum virkilega miklu skemmtilegra að vera í vinnuni en heima hjá sér?
fyrir allt tal Amerco um gildi
fjölskyldunnar er raunveru-
leikinn sá, segir Arlie, að þrátt
fyrir aukinn gróða hafi Amerco
skyndilega orðið nískt og nastý,
fyrirtækið lækkaði launin og
fækkaði fólki. Það þarf ekki
mikið ímyndunarafl til að sjá
hvaða áhrif það hefur haft á
„val“ starfsmanna.
Menning fyrirtækja
Niðurstaða Arlies er að allir
starfsmenn, bæði konur og
karlar, verði að snúa bökum
saman í „vinnuhreyfingu", rétt
eins og gert var þegar barist
var fyrir átta stunda vinnudegi.
Það verði að breyta menningu
fyrirtækjanna þannig að þau
verði í raun fjölskylduvæn. Það
þarf ekki að koma á óvart að
þessi boðskapur hennar féll í
fjö 1 mið 1 askuggann af foreldrum
sem stendur á sama um börn
sín og taka vinnuna fram yflr
heimilið.
\conung' Mar-
okkófaetursina
Dagbókarbrot
Dagbók Davíðs:
Kæra dagbók. Lífið á toppn-
um er einmanalegt. Hugsa
sér; öll þessi völd og mér
leiðist samt. Ég er að hugsa
um að gera eitthvað
skemmtilegt í kvöld. Djöfull
væri gaman að kalla
þingflokkinn saman, setja
öll nöfnin í hatt og draga
um stólinn hans Frikka. Sjá
upplitið á hyskinu. Svo fengi
eyjamaðurinn hann
kannski, ha ha hí hí, það
væri frábært. Þau myndu
halda að ég væri klikkaður.
Talaði við Óla í gærkvöldi og
grét eftir samtalið. Ég þarf
að komast til útlanda,
slappa af, komast í burtu
frá þessum stöðugu hring-
ingum og böggi frá þessum
Haarde karakter. „Verð ég
ekki ráðherra?" Getur mað-
urinn ekki látið mig í friði.
Kannski læt ég byggja eitt-
hvað. Svo var einhver
fréttamaður að spyrja hvað
mér þætti um sameiningu
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Ég fletti upp í
ævisögu Jóns Þorláks og sá
að hann sagði einu sinni:
„Þetta hlýtur að vera grín.“
Það er flott setning, ég ætla
að nota hana þegar frétta-
maðurinn kemur. Bless.
Dagbók Halldórs:
Svo ég haldi nú áfram á
sömu nótum og frá því í gær
þá er ég nú óumdeilanlega
myndarlegasti ráðherrann
og svo á ég flottustu kápuna
þó hún sé nú orðin- dáldið
lúin, þreytt og þvæld en það
getur líka verið dáldið töff-
aralegt að vera í svona
þvældu dýraskinni og þá er
ég sko mesti töffarinn í rík-
isstjórninni enda fer ég
víða, mikil ósköp, ég er eins
og útspýtt selskinn um allar
jarðir; alltaf að ferðast og
ferðast og ferðast, hring eft-
ir hring eftir hring fer bolt-
inn inn og út um gluggann
alveg eins og þessi frétta-
maður sem birtist mér í
draumi sem dýrlegt ævintýr
og spurði hvort ég ætlaði að
sameinast Sjálfstæðisflókkn-
um og ég sagði honum að
eiga sig, nei grín, ég gerði
grín að því EN! hugsaði að
það væri nú nær að Sjálf-
stæðisflokkurinn sameinað-
ist mér því ég er töffari, JÉA
JÉA JÉA FLOTTASTUR,
meira af þessu á morgun
því ég er ráðherra og þú, ...
ert bara dagbók.
Dagbók Hannesar:
Vaknaði frekar innantómur
og niðurdreginn í morgun
og hugsaði um tilgangsleysi
allra hluta eins og Bísam-
rottan í Múmínálfunum. Bí-
samrottan vissi sem er að
þegar allt kemur til alls þá
er tilgangslaust að fara á
fætur á morgnana. Muna:
að tala við Pétur og athuga
hvort hann geti ekki endur-
sýnt Múmínálfana. Fór á
fætur í hádeginu og borðaði
hrísgrjónagraut frá 1944.
„Hádegisverðurinn er aldrei
ókeypis - en stundum er
hann ódýr.“ Það er gott nafn
á næstu bók, svona húsráð
piparsveina.
Til hvers að setja fram
hugmyndir þegar æðstu
ráðamenn gera grín að mér.
Einu sinni var hlustað, nú
er hlegið.
En hvað er að þessari
hugmynd? Sjáðu Halldór,
hann er sætur og töffari.
Það lekur af honum kjör-
þokkinn eins og lýsi af fláð-
um sel.
Koss, koss, þú skilnings-
ríka dagbók.
Garri.