Dagur - Tíminn Akureyri - 04.09.1997, Blaðsíða 5
Jkgur-mmttmt
Fimmtudagur 4. sepember 1997 -17
LIFIÐ I LANDINU
herja í bæjarstjórn Hveragerðis.
Eftir átakasaman
tíma í bœjarstjórn
Hveragerðis hefur
Knútur Bruun söðl-
að um og er orðinn
hóteleigandi í
Hveragerði. Knútur
er lœrður lögmaður
og sinnti því starfi
um árabil. Hann
var einnig um tíma
einn umsvifamesti
listaverkasali og
listaverkasafnari
landsins.
Nýbyggt gestaheimili þitt
ber vott um myndlistar-
ástríðu þína, en herberg-
in prýða jjöldi listaverka. Hefur
myndlistaráhuginn fylgt þér frá
barnœsku?
„Áhuginn vaknaði snemma.
Það var töluvert af myndlistar-
verkum á heimilinu þar sem ég
ólst upp. Ég dvaldist einnig
mikið hjá móðursystur minni
Elínu sem var gift Ludvík Storr
og heimili þeirra minnti á lista-
safn. Mörgum árum seinna
kynntist ég Sverri Haraldssyni
myndlistarmanni og ætli hann
hafi ekki þroskað myndlistar-
smekk minn einna mest.“
Hvað kenndi Sverrir þér
helst?
„Ég lærði af honum hvað
handverkið, teiknikunnáttan og
menntunin skiptir miklu máli í
myndlist. Ég er gamaldags í
mér hvað þetta snertir. Það er
farið að kalla allan andskotann
myndlist, og er kannski allt í
lagi, en mér flnnst hugtakið
orðið ansi vítt.“
Frændi Jóhanns Sig-
urjónssonar
Hvaða myndlistarmenn hafa
verið þér minnisstœðir, aðrir en
Sverrir?
„Ég á skemmtilegar minn-
ingar um Kjarval. Um það leyti
sem ég útskrifaðist úr Háskól-
anum tók ég að mór það verk-
efni að smala saman myndum í
stóra sýningu sem haldin var í
Melaskóla í tilefni af afmælishá-
tíð Reykjavíkurborgar. Ég heim-
sótti meðal annars Kjarval, sem
tók á móti mér í vinnustofu
sinni í föðurlandsbrókum ein-
um fata og vildi lítið með mig
hafa og helst ekki lána mér
myndir. Fór ég vonsvikinn af
okkar fundi. Klukktíma síðar
kom leigubílstjóri inn í Mela-
skóla og sagði að maður sæti
úti í bfl og vildi tala við mig.
Það var Kjarval sem sagði:
„Ungi maður, ert þú náfrændi
Jóhanns Sigurjónssonar?" Ég
kvað já við. „Þá mátt þú fá allar
mínar myndir." - Sýningin
skartaði afar fallegum Kjarvals-
myndum.
Ég kynntist Svavari Guðna-
syni nokkuð þegar hann var
orðinn gamall maður. Hann var
elskuleg persóna og heimsmað-
ur í list sinni. Síðasti vinur
minn úr hópi myndlistarmanna
var Jóhanna Kristín Yngvadótt-
ir, feiknamikill talent, en lést 37
ára gömul. Hún var sterkur ka-
rakter, stórgreind og ákaflega
sjarmerandi kona. Hún var
mjög næm og virtist sjá inn í
aðra heima."
Hefur þú aldrei málað sjálf-
ur?
„Nei, það
hefur aldrei
hvarflað að mér
að byrja á því. í
menntaskóla
ætlaði ég að
verða skáld og
orti nokkuð. Ég
var hins vegar
afskaplega fljót-
ur að uppgötva
að ég orti illa og
læknaðist um leið af öllum lista-
draumum."
Þú rakst Listmunahúsið í
Lœkjargötu í nokkur ár.
„Ég rak Listmunahúsið í ein
sex ár á áttunda áratugnum og
það var skemmtilegur tími,
hver sýningin rak aðra, margar
þeirra býsna athyglisverðar.
Kaffihús var á sama stað, inn-
angengt á milli og staðurinn
andaði af lifandi menningu.
Nú vonast ég til þess að
Hveragerði gangi í endurnýjun
lífdaga og verði alvöru menn-
ingarbær."
Ágætir kommúnistar
Þú ert lögfrœðingur að mennt
og vitanlega sjálfstœðismaður
eins og lögfrœðingar verða
nœstum sjáljkrafa. Af hverju
fylgir þessi stjórnmálaskoðun
stéttinni?
„Ef ég á að gefa mjög íhalds-
samt svar þá fræðist maður í
lögfræði um reglur samfélags-
ins og viðurkennir þær sem
réttan grundvöll. Þeir sem efast
ekki um reglurnar og vilja
viðhalda þeim eru íhaldssamir.
Hinir sem vilja breyta þeim eru
þá róttækir. Listamenn eru
menn sem vilja breyta og til-
heyra því seinni hópnnm. Ann-
ars eru vinstri og hægri orðin
úreld hugtök í pólitík. Eftir að
kommúnisminn leið undir lok
þá týndi maður glæpnum. í
gamla daga mat ég á ýmsan
hátt íslenska kommúnista. Þeir
voru verðugir andstæðingar,
höfðu ákveðna skoðun og voru
ekki hræddir við að halda henni
fram. Annars er ég ekki eins
íhaldssamur nú og ég var áður
fyrr. Ég er töluverður andstæð-
ingur frjálshyggjusjónarmiða og
mér finnst að stjórnmál eigi
fyrst og fremst að snúast um
hagsmuni fjöldans og ekkert
annað.“
Þú varst
oddviti Sjálf-
stœðisflokksins
í bœjarstjórn
Hveragerðis en
félagar þínir
sneru síðan við
þér bakinu og
gengu til sam-
starfs við
minnihlutann.
Eru sárindi íþér vegna þess?
„Ég tel mig hafa farið í pólit-
ík af hugsjón. Ég hafði hug á
því að búa til, með aðstoð
margra annarra, fyrirmyndar-
samfélag. Ágreiningur milli mín
og ráðins embættismanns, sem
nú er bæjarstjóri, mögnuðust
smám saman og áður en ég
vissi af voru samherjar mínir
farnir að semja við andstæðing-
ana. Nei, það eru engin sárindi
en ég get ekki neitað því að ég
varð reiður þegar þetta gerðist
því mér þóttu þessir menn vera
að eyðileggja tækifæri sem við
höfðum til uppbyggingar þessa
bæjar. En pólitík í Hveragerði
er mjög óvægin eins og oft vill
verða í litlum samfélögum."
Ertu tilbúinn að fara aftur út
í pólitík?
„Til þess að svo verði þarf
gríðarlega margt að breytast.
Ég get ekki hugsað mér að
vinna með þessu sama fólki aft-
ur og ég þykist vita að það vilji
ekki vinna með mér.“
Draumur rætist
En af hverju fluttistu til Hvera-
gerðis?
„Allt frá því ég var kornung-
ur maður hefur mér fundist
Hveragerði sjarmerandi bær.
Ég flutti hingað nokkru eftir
erfiðan skilnað og byggði mér
hús hér efst í Hveragerði, með
sundlaug, heitum potti og gufu.
En húsið er of stórt fyrir mig og
sambýliskonu mína og ég vildi
leyfa fleirum að njóta þessa.
Ég átti mér einu sinni það
markmið að verða mjög efnað-
ur til þess eins að geta hætt að
vinna fyrir mér á miðjum aldri
og farið að snúa mér að verk-
efnum án tillits til tekna af
þeim. Það hefur ekki farið á
þann veg, en við getum sagt að
hluti af draumum mínum sé að
rætast með þessu gistiheimili. f
eðli mínu hef ég alltaf verið
byggingamaður, og þetta gisti-
heimili er mitt verk, mín bygg-
ing og ég er stoltur af henni.
Þetta tókst vel með aðstoð góðs
arkítekts og ágætum iðnaðar-
mönnum. Mér líður vel hérna
og ég er viss um að þeim sem
hingað koma á eftir að líða vel.
Hér er kyrrð, falleg náttúra og
gönguleiðir til allra átta. Þetta
er draumastaður."
Heldurðu að þú eigir eftir að
búa hér í Hveragerði alla œvi?
„Ég er svo mikill sveimhugi
að ég get varla svarað þessari
spurningu. En ef ég á að leggja
til grundvallar skoðanir mínar í
dag þá svara ég játandi. Ég hef
trú á því að hér eigi ég eftir að
verða gamall rnaður."
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sala og endurnýjun
áskriftakorta er hafin.
Innifalið í áskriftarkorti eru
6 sýningar.
5 sýningar á Stóra sviðinu:
ÞRJÁR SYSTUR -
Anton Tsjekhof
GRANDAVEGUR 7 -
Vigdís Grímsdóttir
HAMLET -
William Shakespeare
ÓSKASTJARNAN -
Birgir Sigurðsson
KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS
- Bertholt Brecht
1 eftirtalinna sýninga að
eigin vali:
LISTAVERKIÐ -
Yazmina Reza
KRABBASVALIRNAR -
Marianne Goldman
POPPKORN-
Ben Elton
VORKVÖLD MEÐ KRÓKÓDÍLUM -
Hallgrímur H. Helgason
GAMANSAMI HARMLEIKURINN -
Eve Bonfati og Yves Hunstad
KAFFI -
Bjarni Jónsson
MEIRI GAURAGANGUR -
Ólafur Haukur Símonarson
Almennt verð áskriftarkorta
kr. 8.220,-
Eldri borgarar og öryrkjar
kr. 6.600,-
Miðasalan er opin alla daga í
september frá kl. 13-20.
Einnig er tekið á móti símapönt-
unum frá kl. 10 virka daga.
Frost og Funi
heitir gistiheimil-
ið sem Knútur
Brún hefur opnað
í FLveragerði.