Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Blaðsíða 7
jDagur-CEtmúm
Miðvikudagur 22. janúar 1997 -19
i M E N N I N G O G LISTIR
Ekki tilbúin veröld
- heldur ekta
Hvað er græn ferðamennska?
„Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem sprett-
ur upp í kjöifar neikvæðra áhrifa fjöldaferða-
mennsku sem kennir okkur hvernig við eigum
að taka ábyrgð á okkar gjörðum gagnvart
náttúrunni þegar við ferðumst. Þetta er svona
upplýst ferðamennska."
Ferðamennska er ekki
lengur spurning um
að panta sér farmiða,
fljúga til útlanda, slump-
ast ú einhver œvintýri eða
hafa það bara gott. Ferða-
mennska snýst um úthugs-
aða markaðssetningu, A
síðustu árum hefur hug-
myndin um grœna ferða-
mennsku síast inn í vitund
œ fleiri ferðamanna og
telja ferðamálafrömuðir
hana vœnlega leið til að
markaðssetja ísland.
Ferðaskrifstofan Landnáma,
sem tók til starfa í Reykjavík
fyrir skemmstu, er sú eina sem
sérhæfir sig í vistvænum ferða-
lögum til útlanda og innan-
lands. Að sögn Ingiveigar
Gunnarsdóttur, ferðamálafræð-
ings hjá Landnámu, hafa við-
brögð fólks verið mjög góð og
einkum hringi eldra fólk sem
ekki nennir að flatmaga á
ströndum. „Það vill ekki tilbúna
veröld heldur ekta. Ferða-
mynstur fólks er að breytast.
Það er farið að sækja meira í
ákveðna upplifun á ferðalög-
um.“
- En hvernig getið þið tryggt
ferðamönnum upplifanir?
„Það liggur í skipulagning-
unni. Við förum á staðinn og
tökum út aðstæður. Svo sendum
við fulltrúa frá fyrirtækinu með
í allar ferðir."
- Hvernig er dæmigert grænt
ferðalag? „f staðinn fyrir að
fara á ferðamannastaðina í
Grikklandi t.d. þá göngum við
inn í litlu grísku þorpin þar sem
við kynnumst mannlífinu. Við
förum sem sagt út af margt-
roðnum slóðum. Við erum ekki
að sækja í kraðak heldur í
mannh'fið sjálft í landinu."
- Verður eftir sem áður gist á
Hilton og öðrum alþjóðlegum
hótelkeðjum?
„Við reynum að nota litla
íjölskyldurekna gististaði þann-
ig að það sé staðurinn sem
hagnist en ekki einhver rík fjöl-
skylda í Bretlandi. Og helst um-
hverfisvæna staði. Við komum
t.d. til með að skipta við gisti-
stað í Ekvador sem er vottaður
umhverfisvænn. Frárennslið frá
hótelinu er hreinsað, sorp er
flokkað, umhverfisvæn efni not-
uð í ræstingu og allt endurnýtt
sem hægt er að endurnýta
o.s.frv.
En sums staðar neyðumst
við að skipta við hótel eins og
Mariott.“
- Eru þetta ekki margfalt
dýrari ferðir en pakkaferðirn-
ar?
„Þær eru örlítið dýrari. í
massaferðunum flýgur þú á
einn áfangastað, dvelur þar all-
an tímann og borgar bara flug
og gistingu. En hjá okkur flýgur
þú á áfangastaðinn og ferðast
svo um hann með fagleiðsögn.
Þú ert kannski aldrei meir en
2-3 nætur á hverjum stað og þá
er nánast allt innifalið. Kosta-
Ríka ferðin kostar t.d. 239.000
kr. í 17 nætur með vistfræði-
legri leiðsögn."
Vaxandi tíska
Að sögn Ingiveigar er græn
ferðamennska mjög vaxandi
tíska í alheimsferðamennsku,
bæði innan Evrópu og Banda-
ríkjamarkaði. „Það er t.d. talið
að um 50% Bandaríkjamanna
sem ferðast til annarra landa
hafi áhuga á fuglaskoðun. í
Kanada er þessi tala 75%.“
Og Ingiveig er jafnframt
sannfærð um að ef íslendingar
hæfu hvalveiðar á ný þá myndi
Bandaríkjamarkaður hrynja. ís-
lendingar yrðu gerðir að blóra-
bögglum fyrir hvalveiðarnar
enda hefðu Bandaríkjamenn
minni hagsmuna að gæta gagn-
Siðfræði græna ferðamannsins:
• Taktu ekkert - nema Ijósmyndir.
• Skildu ekkert eftir - nema fótspor þín.
• Dreptu ekkert - nema tímann.
vart þeim en Norðmönnum.
Þemaferðir
á íslandi
- Hvernig eru grænu ferðirn-
ar um ísland?
„í staðinn fyrir að bjóða
hringferð um landið eins og
flestir gera þá erum við að taka
ákveðin svæði fyrir. Við verðum
t.d. með þemaferð um vatnið,
„Water, water everywhere -
and most of it to drink“. Með
því leggjum við áherslu á hrein-
leika landsins og vatnið sem
Ingiveig segir græna
ferðamenn einkum
skiptast í 3 hópa:
1. Fólk, 45 ára og upp-
úr, sem búið er að
koma börnum sínum
á legg. Yfirleitt vel
menntað, hefur
ferðast mjög víða og
hefur fjárráð.
2. Ungt fólk sem er
nýbúið að Ijúka há-
skóla, vill fara í
ódýrar ævintýraferð-
ir og safna sér
reynslu en undir for-
merkjum grænnar
ferðamennsku.
3. Náttúruverndar-
sinnar á öllum aldri.
spennandi form, jöklarnir, heita
vatnið o.s.frv. í þessari ferð er
innifalin fræðsla, sérstaklega
jarðfræði."
Ýmsar tegundir fræðinga
verða með í íslensku ferðunum,
svo sem jökla- eða jarðfræðing-
ar en einnig verða almennir
leiðsögumenn sem Landnáma
mun reyndar mennta sérstak-
lega í umhverfisfræði.
Glæst stóriðja
en skröltandi rútur
Enn hefur ísland ekki fengið
neinar alþjóðlegar vistvænar
vottanir í ferðamennskunni en
Ingiveig telur að ísland eigi
mikla framtíð fyrir sér í grænni
ferðamennsku svo lengi sem ís-
lendingar verði sjálfum sér
samkvæmir, þannig gangi t.a.m.
ekki að auglýsa hér hreint og
ómengað land þegar verið er að
setja álver á viðkvæma og fal-
lega staði. „Það eru hættuleg
skilaboð út á markaðinn.
Ferðamálayfirvöld verða þá að
staldra við og hugsa hvort þeim
sé stætt á því að auglýsa þetta
sem hreint land.“
Erlendir ferðamenn skildu
um 20 milljarða króna eftir í
landinu á síðasta ári en Ingiveig
segir að ferðaþjónustan sem at-
vinnugrein virðist samt ekki
vera nógu áþreifanleg.“ Nokkr-
ar rútur sem skrölta um landið
eru svo ómerkilegar miðað við
glæstar byggingar álvera og
raforkuvera en ferðamennskan
skilar þjóðarbúinu jafnvel meiri
hagnaði til framtíðar séð en
stóriðja."
lóa