Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.01.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-®mmm Þriöjudagur 28. janúar 1997 - 19
MENNING O G LISTIR
Sjonlausi
gagnrýnandinn
Hlín Agnars-
dóttir
svararJóni
Viðari Jónssyni
„En Um leið sýndi hann dómgreindar-
leysi, sem kannski er aðalástæða til þess
að hin unga leikkona hefur ekki sést á
sviði eftir þetta, ekki heldur í sýningum
Hh'nar Agnarsdóttur. Hefði hún þó átt að
geta fundið leikkonunni eitthvert verð-
ugt viðfangsefni, t.d. í hinum vinsæla
klósettleik sínum, úr því hún hafði slíka
trú á getu hennar."
Jón Viðar Jónsson um Hlín Agnars-
dóttur leikstjóra í Degi-Tímanum 24.
jan. 1997.
„Ég tek fram að ég hef enga skoðun
myndað mér á hæfileikum Ástu Arnar-
dóttur. Það get ég ekki gert, því ég hef
ekkert séð til hennar annað en leik
hennar í umræddri sýningu.“
Jón Viðar Jónsson um Ástu Arnar-
dóttur leikkonu í Degi-Tímanum 24. jan.
1997.
Elsku Jón Viðar. Ég las þessar klausur
í grein eftir þig hérna um daginn og
gerði mig seka um að fara að velta því
fyrir mér í alvöru, svona eins og hinir,
hvort eitthvað væri að þér. Guð hjálpi
mér, eins og eitthvað sé að þér, þó blaðið
hérna hafi spurt: „Hvað er að Jóni Við-
ari?“ og látið einhverja bölvaða óværu
úr leikhúsinu greina þig eins og hvern
annan geðsjúkhng. Hvílík mannfyrirlitn-
ing og dónaskapur. En samt er nú aug-
ljóst af þessum klausum, hvað er að þér.
Þú hlýtur bara að sjá ansi illa, annars
hefðirðu ekki farið með fleipur og úðað
yfir markið.
Sko, þér að segja alveg prívat, bara til
að bjarga þér út úr þessu klúðri sem bú-
ið er að hafa á prenti eftir þér, æ, þú
veist þarna um leikkon- ___________________
una sem þú segist ekki
hafa sóð leika, síðan ég
gerði þau mistök að
velja hana í stórt hlut-
verk í „Hvað dreymdi
þig, Valentína?" æ, hún
þarna, hvað heitir hún
nú aftur, já, hún Ásta
Arnardóttir, þá lék hún
einmitt eitt af verðugri
og eftirminnilegri hlut-
verkunum í vinsæla kló-
settleiknum mínum
„Konur skelfa“ sem þú
sást í fyrra og fjallaðir _________________
meira að segja um í
Dagsljósi. Það er samt ekki víst að þú
hafi séð hana þá, enda getur hún brugð-
...kveiktu nú einu sinni
á þínu merkikerti og
viðurkenndu eigin mis-
tök. Ég hef nefnilega
mjög ákveðna skoðun
á gagnrýnendum sem
geta ekki horfst í augu
við eigin mistök.
Jón Viðar, gettu hver Ásta er?
ið sér í allra kvikinda líki, þú veist
hvernig sumir leikarar eru, þeir eru nær
óþekkjanlegir frá einni sýningu til ann-
________________ arrar. Það gera hæfileik-
arnir sem þú átt svo erf-
itt með að mynda þér
skoðun á. Þú heyrðir
kannski ekki í henni í
þokkabót, æ, æ, ekki
segja mér að þú sért
heyrnarlaus í þokkabót.
Jæja, þú getur nú reynt
að bæta úr þessu öllu og
sjá hana Ástu aftur
núna í febrúar, því þá
fer klósettleikurinn
minn aftur af stað. En
þá verðurðu að lofa mér
því að fá þér ný gler-
augu, þótt ekki væri
nema til að lesa leikskrána, svo þú
þyrftir ekki að láta hanka þig á svona
smáatriðum. Annars er hætt við að þú
verðir aftur sakaður um mannfyrirlitn-
ingu og dónaskap.
Og bara svona til að þú Hæstiréttur
og Háskóli íslenskrar leiklistar verðir
þér ekki til enn meiri skammar og
bregðist ekki hlutverki þínu sem gagn-
rýnandi, þá langar mig til að segja þér
aftur alveg prívat, að hún Ásta er búin
að leika í þremur leiksýningum í Borgar-
leikhúsinu, síðan hún lék hjá mér í
„Konur skelfa“, sýningum sem þú hefur
fjallað um í Dagsljósi. Svona getur nú
sjónleysið farið með fólk. Heyrðu, það
var nú bara þetta, jú og svo eitt að lok-
um, kveiktu nú einu sinni á þínu merki-
kerti og viðurkenndu eigin mistök. Ég
hef nefnilega mjög ákveðna skoðun á
gagnrýnendmn sem geta ekki horfst í
augu við eigin mistök.
Ævintýraskáldið poppað upp
Þjóðleikhúsið: Litli Kláus og Stóri Kláus eftir H.C. Andersen, byggt
á leikgerð Lisu Tetzner.
Þýðing: Marta Indriðadóttir.
Söngtextar og Ijóð: Þórarinn Eldjárn.
Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir.
Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir.
Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir.
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason.
Frumsýnt á Stóra sviði 23. janúar.
Gunnar
JyF Stefánsson
Enn er leitað í sjóð gamalla æv-
intýra þegar setja skal á svið
barnasýningu. Meðal annarra
orða: eru ekki frumsamin
barnaleikrit í veröldinni leng-
ur? Ekki þar fyrir að ég búist
við að ný verk á þessu sviði taki
hinum gömlu fram, síður en
svo. En rétt væri að veifa öðru
hverju nýju tré á þessu sviði,
frekar en að halda stöðugt
áfram að kreista og afmynda
klassíkina og gera hana að
sleikipinnum eins og hinn tröll-
aukni vitundariðnaður stundar,
með Disneyfyrirtækið fremst í
flokki. En hér ræður vitaskuld
markaðssjónarmiðið ferðinni -
nema hvað?
Nú vil ég ekki beint segja að
sýningin á Litla Kláusi og Stóra
Kláusi sé afmyndun á leikriti
hins danska snillings. Vissulega
er meginþræði ævintýrsins
haldið hér en andrúmsloftið er
annað. Raunar er eins og menn
hafi ekki gert fyllilega upp við
sig hvort eigi að segja söguna
eða sýna hana - í líki trúðleiks,
söngleiks, dansleiks eða óperu,
en allar þessar tegundir má sjá
í sýningu Þjóðleikhússins. En
líka er H.C. Andersen sjálfur
látinn koma fram en hann
reynist svo
utanveltu í öllu
sjóinu. Af at-
vikum ævin-
týrsins sem hér
sjást má nefna
að ekki er
hlífst við að
henda af-
höggnum haus
ömmunnar
fram og aftur
um sviðið, sem
er víst nokkuð
harkalegt fyrir
yngstu börnin.
Hins vegar er
látið nægja að Litli Kláus segi
Lísu sinni frá „nasbráða" veit-
ingamanninum sem átti að bera
dauðri ömmunni öl út í vagn-
inn, skvetti framan í hana svo
hún féll við, en aumingja mað-
urinn hélt hann hefði drepið
hana. Þessi ágæta sena hjá
Andersen fer fyrir lítið í handa-
slætti Litla Kláusar.
Grimmd ævintýra
Það er freistandi að setja á
langar ræður um annað eins
efni og ævintýri Andersens, en
hér verður að víkja nánar að
sýningunni. Hún mun vera
fyrsta leikstjórnarverkefni Ás-
dísar Þórhallsdóttur og gæti ég
trúað að hún eigi eftir að setja
ýmsar barnasýningar á svið.
Hún fylgir þeirri stefnu sem nú
er hvarvetna uppi að „poppa“
efnið fyrir börnin og færa að
nokkru til nútímans. Hvað sem
um slíkt má segja tekst leik-
stjóranum að búa til litskrúð-
uga og fjöruga
sýningu. Til
þess nýtur hún
góðs fulltingis
búninga- og
leikmynda-
hönnuðar og
tónlistar-
manna, að
ógleymdum
söngtextahöf-
undi.
Sviðið er í
sterkum litum
og hringlaga
formum, svo og
búningar, nema
hvað Stóri Kláus er allur horn-
óttur. Gaman er að lesa í leik-
skránni ýmsar útlistanir að-
standenda sýningarinnar á
starfi sínu, í svörum við spurn-
ingum barnanna. Sýningin er
öðrum þræði hugsuð til að veita
þeim innsýn í leikhúsvinnu. Er
viðbúið að grunnskólar geti nýtt
sér hana í þeim tilgangi. Eða
eins og segir í upphafs- og loka-
söng:
Svið, við og þið,
þið, við og þetta svið
það er allt sem þarf
í okkar starf.
Leikendum verður mismikið
úr hlutverkunum eins og geng-
ur. Bergur Þór Ingólfsson og Jó-
hann Sigurðarson leika Kláus-
ana, Bergur líflega, hann er
geðfelldur barnaleikari, sýnist
mér, en Jóhann hefði mátt vera
fjöriegri og hrikalegri. Raunar
kemur hér sem víðar í barna-
sýningum upp tvískinnungur
þar sem hlífst er við að sýna þá
grimmd sem í ævintýrinu felst,
svo að jafnóðum er sorfinn af
broddurinn. Hins vegar sýndu
Jóhann og leikstjórinn vel
ágirnd Stóra Kláusar sem rekur
hann áfram og sá móralski boð-
skapur verksins komst fullvel til
skila.
Barnaleikrit og Þjóð-
leikhúsið
Ekki veit ég hvers vegna Lísa
(Sigrún Edda Björnsdóttir) er
látin vera svona smábarnaleg,
en sú persóna er viðbót við æv-
intýrið. Annars eru þau litlu
hjónin raunar eins og saklaus
börn í háttum sem er í mótsögn
við pretti Litla Kláusar. Amman
(Bryndís Pétursdóttir) er ósköp
góðleg og stendur álengdar í
engilslíki eftir að hún er dáin og
Stóri Kláus búinn að háls-
höggva hana.
Annars sé ég ekki ástæðu til
að útdeila einkunnum til leik-
araliðs Þjóðleikhússins. Það fór
sem vera bar faglega með sín
hlutverk í samhengi sýningar-
innar. Sönghópurinn var
skemmtilegur og lög Jóhanns
hljómuðu vel. Leikarar eru auð-
vitað misfallnir til söngs. Einn
bar af og var um leið ein
skemmtilegasta týpan í sýning-
unni: Örn Árnason í hlutverki
djáknans. Hann er hér látinn
vera matmaður mikill, - raunar
borðar hann ekki staðgóðan
mat heldur pitsur að nútímasið.
Um það syngur hann í óperustíl
sem Örn skilaði af mikilli prýði.
Ævintýrið Litli Kláus og Stóri
Kláus birtist hér einkum í líki
trúðleiks og söngleiks. Frjáls-
ræði það sem leikstjórinn veitir
sér verður til þess að stíll sýn-
ingarinnar verður nokkuð
skræpóttur, eins og búningar
persónanna. En um það er ekki
að sakast, börnin virtust
skemmta sér vel. Hins vegar
hefði leikhúsið vissulega átt að
sýna þessu verkefni þá virðingu
að frumsýna það síðsdegis á
laugardegi eða sunnudegi, en
ekki á virkum degi sem miður
hentar börnum og barnafólki.
Ég hef áður gagnrýnt þvflíkt
háttalag við frumsýningu
barnaleikrita hjá Þjóðleikhús-
inu og ítreka þá gagnrýni hér.
Barnaleikrit eiga skilið fullan
sóma af hálfu leikhússins, ekk-
ert minna.
Frjálsrœði það sem
leikstjórinn veitir sér
verður til þess að stíll
sýningarinnar verður
nokkuð skrœpóttur,
eins og búningar
persónanna.