Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.01.1997, Blaðsíða 16
|Bagur~©mttm
Þriðjudagur 28. janúar 1997
GMNI' NÓMLEFj;
800 70 80
^Dítgur-^tmmn
-besti tími dagsins!
Reykjavík
Úr dagbók lögregluimar í Reykjavík 24.-27. janúar
Dagbók helgarinnar tekur mið af
snjó og slæmu veðri á starfssvæði
Iögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnt
var um 41 umferðaróhapp, auk 5 slysa.
Þá voru lögreglumenn á tímabili löngum
uppteknir við að aðstoða fólk í ófærð og
hálku. Fólk hafði reyndar í útvarpi verið
hvatt til að vera ekki á ferðinni nema
nauðsyn krefði, en margir töldu sig ekki
þurfa að taka mark á þeim boðskap.
Tilkynnt var um 18 innbrot, 8 þjófnaði, 7
líkamsmeiðingar, eitt rán og 9 eignar-
spjöll. Fíkniefni komu við sögu í þremur
málum og afskipti voru höfð af 19 ein-
staklingum vegna ósæmilegrar ölvunar-
háttsemi á almannafæri. XX manns voru
vistaðir í fangageymslum um helgina.
Af innbrotum helgarinnar má nefna
innbrot í bifreiðir við Selbraut, á bif-
reiðastæði við Laugarásbíó og í Skeif-
unni. Aðfaranótt laugardags var skrif-
stofubúnaði stolið í innbroti í fyrirtæki
við Egilsgötu og farið var inn í hús við
Háagerði, aðstöðu lækna við Kleppsspít-
ala. Um nóttina var brotist inn í hús við
Árbæjarblett. Lögreglumenn fylgdu eftir
fótsporum, sem lágu frá vettvangi, að
húsi við Reyðakvísl. Þar voru 5 menn
handteknir og síðan færðir til yfir-
heyrslu. Lagt var hald á tölvu og prent-
ara, sem stolið hafði verið. Brotist var
inn í verslun við Laugaveg, hús við
Stigahh'ð, íbúð við Unufell, fyrirtæki við
Síðumúla, Ármúla, Vagnhöfða og við
Suðurlandsbraut. Þá voru 8 rúður brotn-
ar í skóla við Norðurfell. Aðfaranótt
mánudags var maður handtekinn innan
dyra í fyrirtæki við Síðumúla. Hann hafði
spennt þar upp glugga og farið inn. Þeg-
ar að var komið var hann í óða önn við
að reyna að eyðileggja aðvörunarkerfið,
án árangurs. Maðurinn var eftirlýstur
vegna gruns um að hafa staðið að öðr-
um innbrotum.
Akureyri
Úr dagbók lögreglunnar á Akureyri
vikuna 19.-25. janúar 1997
Síðastliðin vika var mjög um-
hleypingasöm. Þýða og frost til
skiptis, rigning, slydda og snjó-
koma einkenndu hana. Akstursskil-
yrði voru því í lakara lagi á götum
bæjarins.
í dagbók vikunnar eru 136 tilvik
færð til bókar.
Á laugardagskvöldi um kl. 20:00
var ekið utan í 13 ára ungling á
Þingvallastræti við hús nr. 29. Var
hann á gangi austur götuna að
sunnanverðu. Hann féll í
götuna og fór bifreiðin
yfir vinstri fót hans.
Ökumaður bifreið-
arinnar hélt ferð
sinni áfram austur
Þingvallastrætið
en talið er að um
fólksbifreið hafi
verið að ræða.
Drengurinn
náði að komast í
hús til að hringja eftir aðstoð ætt-
ingja. Var hann fluttur á slysadeild
F.S.A. til athugunar. Við athugun
kom í ljós að unglingurinn var brot-
inn á vinstri fæti við ökkla og var
með skrámur á mjöðm. Mál þetta er
nú til meðferðar hjá rannsóknardeild
lögreglunnar. Eru það tilmæli til öku-
manns bifreiðarinnar að hann gefi
sig fram við lögregluna vegna máls-
ins. Þá eru það einnig tilmæli til
þeirra er hafa einhverjar upplýsing-
ar um málið að hafa samband við
lögregluna.
Eignatjón en ekki meiðsli
í vikunni var tilkynnt til lögreglunnar
um 23 umferðaróhöpp. Ekki urðu
nein meiðsli í þeim svo vitað sé, að-
eins eignatjón. Hálka mun hafa verið
meðvaldur í þeim en þó má gera ráð
fyrir að ökumenn hafi ekki hagað
akstri í samræmi við aðstæður. Þrír
ökumenn voru teknir vegna gruns
um ölvun við akstur. Einn þeirra
hafði ekið á bifreið og farið af staðn-
um og annar hafði stolið bifreið og
var auk þess án ökuréttinda. Fjórtán
ökumenn og farþegar í bifreiðum
voru kærðir fyrir að nota ekki örygg-
isbelti í akstri. Þá voru 9 ökumenn
kærðir fyrir að virða ekki stöðvunar-
skyldu.
Á sunnudag var tilkynnt um inn-
brot í bifreið við Álfabyggð 10. Var
hliðarrúða brotin til að komast inn í
hana. Úr henni var stolið
. Kenwood útvarpi og
geislaspilara. Þá var
tilkynnt um innför í
tvær bifreiðar við
Álfabyggð 16. Þær
voru ólæstar en
engu var stolið úr
þeim, einungis ruslað
til í þeim. Þeir sem ein-
hverjar upplýsingar hafa
sem leitt gætu til að upplýsa
þessi mál eru vmsamlegast beðnir að
snúa sér til lögreglunnar.
Göngugata ekki bílastæði
Um helgina var tilkynnt um 4 lík-
amsmeiðingar til Iögreglunnar. Þau
mál eru til meðferðar hjá rannsókn-
ardeild lögreglunnar. Nokkuð bar á
ölvun um helgina og gistu 5 menn
fangageymslur en mörgum var ekið
til síns heima.
Svo sem allir í bænum munu vita
var Hafnarstræti ( Göngugatan ) ný-
lega gert að vistgötu. Ekki má leggja
þar bifreiðum nema á sex merktum
stæðum, sem eru fyrir fatlaða og þá
sem þurfa á heilsugæslustöðina og
sýsluskrifstofuna á Akureyri. Lög-
reglan hefur haft afskipti af og sekt-
að nokkra ökumenn fyrir að leggja í
götunni. Eru það tilmæli frá lögregl-
unni að ökumenn virði þær umferð-
arreglur er gilda í götunni. GR
Skátaskáli brennur
Á föstudag fótbrotnaði maður er hann
datt í hálku á Skúlagötu. Hann var flutt-
ur með sjúkrabifreið á slysadeild. Um
kvöldið voru aðilar staðnir að því að
stela eldsneyti af bifreiðum í Álakvísl.
Þeir voru handteknir. Þá voru tveir
menn færðir á lögreglustöð eftir að fíkni-
efni fundust í fórum þeirra er þeir voru
stöðvaðir í akstri á Bústaðavegi. Um
hálfellefuleytið var tilkynnt um eld í húsi
í Heiðmörk. Þar reyndist vera um að
ræða skátaskála, sem
varð alelda á
skömmum tíma.
Fólk, sem verið
hafði í skálan-
um, komst út
án teljandi
vandræða.
Skálinn
brann til
ösku.
Öku-
maður
og far-
þegi voru
íluttir á slysa-
deild með
sjúkrabifreið
eftir harðan
árekstur
tveggja bif-
reiða á
Strandvegi
skömmu fyrir
miðnætti.
Aðfaranótt laugardags voru tveir
menn færðir í fangageymslu eftir slags-
mál á veitingastað við Pósthússtræti. Eft-
irlitsmenn vínveitingahúsa töldu gesti út
af veitingahúsi við Austurstræti. Um of
marga gesti reyndist vera að ræða í hús-
inu. Tveir menn á bifreið voru hand-
teknir á Sölvhólsgötu. Þeir höfðu verið
staðnir að því að stela þar stöðumæli.
Ökumaðurinn er grunaður um ölvunar-
akstur. Maður var sleginn í hnakkann á
veitingastað við Hverfisgötu. Hann var
íluttur á slysadeild. Þá var annar maður
fluttur þangað skömmu síðar eftir að
hann fannst meðvitundarlaus á veitinga-
húsi við Hafnarstræti. Maður kom á mið-
borgarstöð lögreglunnar og kærði lík-
amsárás, sem hann hafði orðið fyrir á
veitingastað við Tryggvagötu þá um
nóttina. Þá tilkynnti gestur hótels árás,
sem hann hafði orðið fyrir af völdum
tveggja manna á Laugavegi. Hann
meiddist lítilsháttar á úlnlið. Loks kom
maður á slysadeild undir morgun er
sagðist hafa orðið fyrir árás á Túngötu
fyrr um nóttina. í öllum framangreind-
um tilvikum virtist vera um minniháttar
meiðsli að ræða.
Hundur í rusli
Á laugardagsmorgun voru tveir menn
færðir á lögreglustöð eftir að lítilsháttar
af fíkniefnum hafði fundist við húsleit við
Einarsnes. Kona datt í hálku fyrir utan
verslun í Skeifunni og var flutt á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Hundur stal
ruslapoka í Reykjabyggð síðdegis á laug-
ardag og bar hann heim að nálægum
bæ. Ökumaður og farþegi voru fluttir á
slysadeild eftir harðan árekstur tveggja
bifreiða á Gullinbrú. Þrennt var ílutt á
slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða
á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleit-
isbrautar á laugardagskvöld. Bifreið
stöðvaðist á staur í Ártúnsbrekku. Aðrar
lentu út af við Rafstöðvarveg og við Vest-
urlandsveg. Drengur klemmdi löngutöng
í húsi við Kaplaskjólsveg með þeim af-
leiðingum að nöghn fór af. Lögreglu-
menn óku honum á slysadeild. Skömmu
fyrir miðnætti komu tveir menn að öðr-
um í undirgöngum við Iðufell. Annar
hafði hníf í hendi, en
notaði hann ekki til
að ógna með. Þeir
báðu manninn hins
vegar um peninga
og lét hann þá hafa
peningabuddu með
eitt þúsund krónum
í. Mannanna var
leitað, en án ár-
angurs. Um nóttina
skar kona sig á
glerbroti á fæti í
Hjaltabakka. Henni
var ekið á
slysadeild.
Unglingavandamál að
hverfa
Undir morgun voru fimm piltar hand-
teknir í Lækjargötu eftir að þeir höfðu
skemmt sér við að vinna þar skemmdir á
tveimur bifreiðum. Piltarnir voru sel-
fluttir á móti lögreglu heimabyggðar
þeirra. Annars sáust unglingar ekki í
miðborginni um helgina, ekki frekar en
endranær undanfarna mánuði. Ástæða
er til að vekja athygli á því að þar hefur
orðið mikil og jákvæð breyting til hins
betra í þeim efnum. Þá er ljóst að veru-
lega góður og almennur árangur hefur
náðst eftir að foreldrar og unglingar
fóru að fylgja ákveðnar eftir ákvæðum
um bann við útivist að næturlagi. Áhrifa
þess er m.a. farið að gæta í minni áfeng-
isneyslu unglinga, hækkun áfengis-
neyslualdurs, fækkun afbrota á meðal
þessa aldurshóps o.fl. Ástæða er og til að
þakka foreldrafélögum og öðrum þeim
sem að þessum málum hafa komið.
Þessir aðilar eru hvattir til að halda
áfram á sömu braut og stefna að enn
frekari árangri.
Mönnum var bjargað út úr fyrirtæki
við Fossháls á sunnudag. Þeir höfðu lok-
ast inni er lyklarnir höfðu gleymst í
skránni að utanverðu. Maður féll í hálku
við Eiðistorg og skarst á höfði. Hann var
fluttur á slysadeild. Um kvöldið fannst
þýfi úr innbrotum í húsi við Stóragerði.
M.a. var um að ræða þýfi úr innbrotum í
húsnæði FÍB og áhöld úr innbroti í hár-
greiðslustofu frá því um helgina. Tæki til
fíkniefnaneyslu og efnisleifar fundust og
á staðnum. Ó.