Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.01.1997, Qupperneq 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.01.1997, Qupperneq 15
I jOagur-ÍEímmn Þriðjudagur 28. janúar 1997 - 27 Skemmtilegur hann litli Tumi Bjartur Valdimarsson 6 ára skólastrákur: Tumi er heillaður af Bat- man en hann fékk að horfa á fullorðinsmynd- ina í sjónvarpinu um daginn og smokraði Batman reglu- lega inn í samtalið til að kappinn færi nú áreiðanlega ekki forgörðum í upptalningunni. Tól- in og tækin í kringum Batman höfðu sér- stakt aðdráttarafl og þá ekki síður brynjan og hann svaraði því játandi - á innsoginu - hvort hann vildi vera Batman. „Þetta var svo skemmtileg svona spennumynd.“ „En það sem mér finnst leiðinlegast er Dýrin í Fagraskógi á stöð l.“ Afi á Stöð 2 þykir Tuma líka býsna skemmtilegur og þátturinn „með svona tannbursta og fullt af dýrum. Hann heitir þarna Bústólp- arnir." Þegar Tumi er seinn í háttinn nær hann stundum glefsum úr full- orðinsdagskránni og er mikið fyrir grínþætti Ríkissjónvarpsins. „Langskemmtilegast í sjónvarpinu er fyndni þátturinn, Spaugstofan, og svo eru líka lang- skemmtilegastir karlarn- ir í Dagsljósi, stóri og litli sem eru með svona englakúlu uppi á sér, og eru að gera svolítið fyndin brögð og svoleið- is. Svo er líka skemmti- legt hann þarna litli, þú veist, Gaui litli. Það var skemmtilegast þegar hann var í sundlauginni, hann var að synda svona upp og á ská. Hausinn var alltaf síðastur ofan í og fyrstur upp.“ AHUGAVERT I I( V O L D Stöð 2 kl. 20.50 SYN kl. 21.00 Áhyggjufllll barnfóstra Skemmtileg flölskyldumynd Þrátt fyrir skringileg uppátæki sín finnst barnfóstrunni Fran Fine líf sitt vera heldur tilbreytingarlaust þessa dagana. Hún leggur því til við Maxwell að þau geri eitthvað í málinu en hann er tregur til eins og áhorfendur Stöðvar 2 fá að sjá í þætti kvöldsins. En mitt í þessum hugleiðingum barnfóstrunnar fær hún þær fréttir að foreldrar hennar ætli að skilja. Fran Fine er að vonum brugðið enda getur hún ekki hugsað sér að mamma hennar og pabbi haldi hvort í sína áttina. Hún tekur því málið föstum tökum og byrjar á því að hafa samband við ömmur sín- ar og treystir á liðveislu þeirra í þessu erfiða máli. Að auki hef- ur barnfóstran miklar áhyggjur af Gracie. Sveitasöngvarinn Kenny Rogers leikur aðalhlutverkið í kvik- mynd kvöldsins á Sýn. Myndin, sem er frá árinu 1982, heitir Sex á einu bretti, eða Six Pack, en í henni segir frá bifreiða- stjóranum Brewster Baker sem tekur að sér það hlutverk að ganga sex munaðarlausum börnum í föður- og móðurstað. Eins og við er að búast hefur þetta mikla breytingu í för með sér fyr- ir Baker enda er systkinahópurinn, fimm strákar og ein stelpa, ansi fyrirferðarmikil. Þrátt fyrir að fremja óknytti stöku sinnum eru þetta góðir krakkar inn við beinið og með þeirra hjálp tek- ur Baker upp sína fyrri iðju og fer að keppa í kappakstri. Leik- stjóri er Daniel Petrie. Kapphlaup ömurleikans Kannski var það tómur misskilningur, en ein- hvern veginn stóð fjölmiðla- rýnir dagsins í þeirri trú að Gísli Rúnar gæti verið bara þó nokkuð fyndinn, og það jafnvel með stíl þegar hann er í góðu stuði. Og jú jú, vissulega segir hann stund- um skemmtilega brandara og er stundum skemmtilega ósvífinn, en því miður er allt of mikið um það að brand- ararnir séu bara hallæris- legir og ósvífnin sömuleiðis. Kannski er þetta bara gjör- samlega vonlaust form sem búið er að troða honum inn í. í samanburði við Hemma Gunn, er reynsluleysi Gísla Rúnars líka ansi áberandi, enda Hemmi búinn að slíp- ast ansi lengi og kominn á það stig að það er eins og hlutirnir gerist bara ósjálf- rátt. Reynslan bjargar Hemma þó ekki frá því að vera hallærislegur með af- brigðum, enda sennilega ekki að því stefnt, en hann er þó að mestu laus við vandræðaganginn sem enn er að plaga Gísla Rúnar meir en góðu hófi gegnir. Útkoman er hvað sem öðru líður sú, að Gísla Rún- ari hefur tekist að búa til sjónvarpsefni sem er ennþá ömurlegra en þættir Hemma Gunn, og er það töluvert af- rek út af fyrir sig. Það er samt eitthvað við Gísla Rún- ar, einhver barnaleg óþekkt og asnalegir pörupiltastælar, sem gera það að verkum að rýnir dagsins „heldur með“ honum í kapphlaupinu við Hemma, þrátt fyrir allt. SJÓNVARP TT T \7 \ D T» JL V x JL e Ú SJÓNVARPIÐ 16.20 Helgarsportið. 16.45 Leiöarljós. 17.30 Fréttir. 17.35 Sjónvarpskringlan. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Barnagull. 18.25 Mozart-sveitin (The Mozart Band). Fransk/spænskur teiknimynda- flokkur um fjóra tónelska drengi og uppá- tæki þeirra. 18.55 Andarnir frá Ástralíu. Bresk/ástr- alskur myndaflokkur um ævintýri og átök ungrar stúlku. 19.20 Ferðaleiðir. Kafaö í djúpin (Thalassa). Frönsk þáttaröö frá fjarlæg- um ströndum. 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagsljós. 21.05 Perla. Bandarískur myndaflokkur í léttum dúr um miöaldra ekkju sem sest á skólabekk. Aöalhlutverk: Rhea Pearlman. 21.30 Ó. Þáttur meö fjölbreyttu efni fyrir ungt fólk. 22.00 Tollverðir hennar hátlgnar (13:13) (The Knock). Bresk sakamála- syrpa um baráttu haröskeyttra tollvaröa viö smyglara sem svtfast einskis. 23.00 Ellefufréttir. 23.15 Viðskiptahornið. Umsjónarmaöur er Pétur Matthíasson. 23.30 Dagskrárlok. STOÐ 2 09.00 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 Systurnar 13.45 Chicago-sjúkrahúsie. 14.35 Mörk dagslns. 15.00 SJónvarpsmarkaðurínn. 15.25 Góöa nótt, elskan. 15.55 Krakkarnir við flóann. 16.20 Sögur úr Andabæ. 16.50 Sagnaþulurinn. 17.15 Áki já. 17.30 Glæstar vonir. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19 20. 20.00 Eiríkur. 20.20 Fjörefnið. 20.50 Barnfóstran. 21.20 Þorpslæknirinn. Ný þáttaröð um þorpslækninn Paul Dangerfield. 22.15 New York löggur. 23.10 Sjónarvotturinn. (Fade to Black). Del Calvin tekur athafnir nágranna sinna upp á myndband. Kvöld eitt kveikir hann á tökuvélinni sem er beint að íbúö snot- urrar Ijósku. Honum bregöur þegar hann sér karlmann myröa Ijóskuna en þegar hann kallar til lögregluna er lítill trúnaöur lagður á sögu hans. 1992. Bönnuö börn- um. 00.35 Dagskrárlok. s T <ö Ð STOÐ 3 08.30 Heimskaup 18.15 Barnastund. 18.35 Hundalíf (My Life as a Dog) (14:22). Eric hefúr áhyggjur af Johnny og Zoe. Þau hafa ekki talaö saman um hríð og Eric óttast aö skilnaöur geti verið á næsta leiti. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Kyrrahafslöggur (Pacific Blue) (7:13). 20.45 Nærmynd (Extreme Close-Up) Lor- enzo Lamas er í nærmynd í kvöld en hann lék eitt aöalhlutverkanna í sápu- óperunni Falcon Crest og sömuleiöis í spennuþáttunum The Renegade sem sýndir voru á Stöö 3 í fyrra. 21.10 Fastagestur í fangelsi (Time after Time II) (6:7). Breskur gamanmyndaflokk- ur um náunga sem baslar við að brjóta upp fjölskylduhefðina og vera heiöarlegur. 21.35 Rýnirinn (The Critic). 22.00 48 stundir (48 Hours). Frétta- menn CBS-sjónvarpsstöðvarinnar brjóta nokkur athyglisverö mál til mergjar. 22.45 Evrópska smekkleysan (e) (Eurotrash). 23.15 David Letterman. 24.00 Dagskrárlok Stöövar 3. svn © SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Beavis og Butthead. Ómótstæði- legir grínistar sem skopastjafnt aö sjálf- um sér sem öðrum en ekkert er þeim heilagt. Tónlist kemur jafnframt mikiö viö sögu í þáttum tvímenningana. 18.00 Taumlaus tónlist. 19.00 Ofurhugar (Rebel TV). Spennandi þáttur um kjarkmikla íþróttakappa sem bregða sér á skíðabretti, sjósktði, sjó- bretti og margt fleira. 19.30 Ruðningur. Ruðningur (Rugby) er spennandi tþrótt sem er m.a. stunduð í Englandi og vtðar. í þessum þætti er fylgst meö greininni! Englandi en þar nýtur hún mikilla vinsælda. 20.00 Walker (Walker Texas Ranger). 21.00 Sex á einu bretti (Six Pack). 22.45 NBA körfuboltinn. Leikur vikunn- ar. 23.40 Lögmál Burkes (e) (Burke's Law). Spennumyndaflokkur um feðga sem fást viö lausn sakamála. Aðalhlutverk: Gene Barry og Peter Barton. 00.25 Spítalalíf (e) (MASH). 00.50 Dagskrárlok. RAS 1 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segðu mér sögu. Njósnir aö næturþeli eftir Guöjón Sveinsson. 09.50 Morgun- leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veður- fregnir. 10.15 Árdeglstónar. 11.00 Fréttlr. 11.03 Byggðalínan. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veður- fregnir. 12.50 Auðiind. 12.57 Dánar- fregnir og auglýsingar. 13.05 Aö tjalda- baki. Lokaþáttur: Starfssviö leikstjóra. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Á Snæfellsnesi. Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. 14.30 Miðdegistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 Náttúruvernd og Náttúruvernd ríkislns. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónstiginn. 17.00 Fréttir. 17.03 Víðsjá. 18.00 Fréttir. Víö- sjá heldur áfram. 18.30 Lesið fyrir þjóð- ina: Gerpla eftir Halldór Laxness. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veð- urfregnir. 19.40 Morgunsaga barnanna endurfiutt. Barnalög. 19.50 Tónlistar- kvöld Útvarpsins. 21.20 Sagnaslóö. 22.00 Fréttir. 22.10 Veöurfregnir. 22.15 Lestur Passiusálma. Frú Vigdís Finnboga- dóttir les (2) 22.25 Tónlist á síökvöldi. 23.00 Er vit í vísindum? Dagur B. Egg- ertsson ræöir viö Þorvald Sverrisson vís- indaheimspeking. (Endurflutt nk. sunnu- dag kl. 18.00.) 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.