Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Side 2
14 - Laugardagur 8. febrúar 1997 eLísLsLisjð Fyrir smáfólldð Enn og aftur þurfum við að leggja höf- uðið í bleyti og finna okkur eitthvað sniðugt og skemmtilegt til að gera með krökkunum. Hvað íinnst ykkur um þess- ar hugmyndir? Barnamyndskreytingar Sýningin „Myndskreytingar í norrænum barnabókum" stendur enn yfir í Lista- safninu á Akureyri. Fallegar og skemmtilegar myndir sem börnin ættu að hafa gaman af að skoða. Ef þið viljið leyfa smáfólkinu að kynnast listinni er þetta rétta sýningin. Brúöubfllinn verður meö sívinsæla sýningu I Bæjar- bfói. Brúðubíliinn í Firðinum Hafnfirskir krakkar mega nú kætast og fara í leikhúsfötin því að von er á Brúðu- bílnum í Hafnarfjörð. Brúðubfllinn verð- ur með sína sívinsælu sýningu í Bæjar- bíói í dag, laugardag, og verða tvö leikrit á dagskránni. Að sjálfsögðu eru allir krakkar velkomnir og byijar sýningin klukkan þrjú. Aðgangseyrir er 500 krón- ur. Draumafákurinn Norsk kvikmynd um hana Marit, 8 ára, verður sýnd í Norræna húsinu kl. 14 á sunnudaginn og er aðgangur ókeypis. Marit er nýbúin að eignast systkini sem fær alla athygli fjölkyldunnar og því fer hana að dreyma um að eignast hest. Á gangi úti í skógi í sumarfrnnu heyrir hún í gauknum, stiflir sér undir tré því þá uppfyllist ósk hennar, eða hvað...? Leikhúsin Skrípalæti trúðanna í Trúðaskólanum í Borgarleikhúsinu halda áfram. Örfá sæti eru laus á morgun, sunnudag, og miðinn er á 1200 kr. (fyrir börn og fullorðna). Þá er Maggi Scheving enn að sprikla í Loftkastalanum í leikriti sínu Áfram Latibær. Það eru örfá sæti laus í dag, laugardag, en uppselt á morgun. Miðinn kostar 1200 kr. fyrir börn og 1700 kr. fyrir fullorðna. Fjöfskylduspilin Hvernig er það annars með öll þessi fjöl- skylduspil sem seljast eins og heitar lummur (maður hefur reyndar ekki rek- ist á lummuvagna undanfarin ár) eða bara eins og kók í dós/bauk, fyrir hver jól? Hvernig væri nú að taka upp Picti- onary eða Trivial Pursuit eða Undir sól- inni eða Fimbulfambið og hafa það huggulegt með fjölskyldunni á laugar- dagseftirmiðdegi? Snjókarlar og kerlingar Síðan er auðvitað spurning um að not- færa sér eitthvað allan þennan hvíta snjó sem nú prýðir götur og garða víða á landinu. Ef fer að hlána væri t.d. hægt að grípa tækifærið og hnoða nokkra snjóbolta, jafnvel búa til snjókarl, eða kerlingu. Snjóhús væri auðvitað toppur- inn. Engar galdralausnir Iþróttir fyrir alla hvetja fólk til að kynna sér starfsemi líkamsræktar- stöðva nú um helgina. Átakið er í samvinnu við Dag- Tímann og Rás 2, en eins og lesendur okkar vita er dágóður hópur í ströngu aðhaldi og þjálfun á síð- um blaðsins og í líkamsræktarstöðvun- um Vaxtarræktinni og Aerobic Sport. Ef þú ert að hugsa um að slást í hópinn vilja íþróttir fyrir alla létta þér fyrsta skrefið - þú getur tekið það í dag! En fyrst heilræði frá Þorsteini G. Gunnars- syni, framkvæmdastjóra samtakanna: Allt of algengt er að fólk helfi sér út í líkamsræktina af fullum krafti, af meira kappi en forsjá og gefist síðan upp vegna þess að árangurinn var ef til vill ekki sá sem viðkomandi átti von á. Til þess að auðvelda sér að byija í lflcamsrækt er nauðsynlegt að hafa nokkur atriði í huga: 1. Gerðu áætlun. Finndu þér tíma sem hentar vel til æf- inganna. Best er að tengja æfingarnar vinnutíma. Æfa þá fyrir vinnu, í hádeg- inu ef kostur er, eða strax að vinnu lok- inni. Mun erfiðara reynist að drífa sig í líkamsræktina þegar fólk er komið heim úr vinnunni. Best er því að taka æfinga- fötin til á kvöldin og setja æfingatöskuna á áberandi stað, þannig að hún gleymist nú ekki heima. Gott er að setja sér það markmið að æfa þrisvar sinnum í viku en það er nauðsynlegt til þess að ná raunverulegum árangri og ekki í styttri tíma en 20 mínútur í senn. 2. Settu þér markmið. Afar mikilvægt er að setja sér strax í upphafi nokkuð nákvæm markmið og gera sér grein fyrir því af hverju þú vilt æfa. Sumir æfa til að grenna sig, aðrir til að auka þol og styrk en fyrst og fremst æfir fólk til þess að bæta heilsuna. Mark- miðin verða að vera raunhæf og auðvelt að uppfylla þau. Óraunhæft er til að mynda að ætla sér að missa 10 kfló á tveimur vikum. 3. Finndu þér æfingafélaga Þótt margir kjósi að æfa einir, er afar gott að eiga sér æfingafélaga, einn eða fleiri. Félagar sem æfa á sama stað á sama tíma hvetja hvern annan til að stunda æfingarnar reglulega. 4. Prófaðu sem flestar greinar Líkamsrækt á að vera skemmtileg en það sem einum hentar á ekki alltaf við um annan. Það skiptir því miklu máli að þér líki það sem þú ert að gera. Prófaðu sem flestar greinar; til dæmis göngu, skokk, sund, þolfimi, pallapuð, tækjasal og hjólreiðar. Ef þú finnur til leiða, skiptu um grein. 5. Haltu æfingadagbók. Mjög gott er að halda æfingadagbók, þar sem skráðar eru lágmarksupplýsingar um æfingarnar, s.s. hvað er æft, hversu lengi, hver líkamsþyngdin er, hver púls- inn er við áreynslu og árangur æfing- anna. Víða opið í dag: Vegna átaksins okkar verða eftirtaldir aðilar með opið hús: Egilsstaðir: Táp og fjör, Reynivöllum 5. Opið hús laugardaginn 8. febrúar. Boðið upp á léttan þolfimitíma kl. 11.00. Hraðari tíma kl. 13.00. Fólki kynnt það sem lflc- amsræktin hefur upp á að bjóða. Akureyri: Bjarg, Bugðusíðu 1. Opið hús laugardag- inn 8. febrúar frá kl. 10.30 til 14.00. íþróttakennarar leiðbeina fólki og gefa góð ráð. Sauðárkrókur: Hreyfing, Aðalgötu 20. Opið hús laugar- daginn 8. febrúar. Gestum kynnt það sem Ukamsræktin hefur upp á að bjóða. Vestmannaeyjar: Opið hús í líkamsræktinni í íþróttamið- stöðinni. íþróttakennari leiðbeinir gest- um og gefur góð ráð. Reykjavík: Máttur, Faxafeni. Boðið var upp á ókeypis þolfimitíma í vikunni með góð- um árangri. Góða skemmtun, gott betra líf! IÞROTTIR FVRIR RLLR Hugmyndaflugið mohgunbuuio Velkominn Steinar Sumir virkja vatnsföll og jarðvarma, við virkjum fólk. Steinar S. jónsson hefur ákveðið að Ijá okkur orku sína. Við fögnum því. Velkominn Steinar. , Á góðum stað í hlíbun- HRAíiNBjS-^SIIm5 utá.m**'*'**■--' - “ FUBUGRUND KÓP. - GOTT jjj- y aóð ca 80 fm 3js h«rt3. íbúö. s« SutwtvlM. Hentór «> stuú { M.H. 09 v«fsto. Vefö 3J2 mtHJ- lagi. Við birtum hér til gamans dæmi um auglýsingar sem gripu augu ritstjórnar vegna frumleika og sniðugs orðavals. Hrísalundur á Akur- eyri er með á nótun- um og þar á bæ fylgjast menn geinilega vel með fréttum: „Það eru viðsjárverðir tímar. Hafísinn nálgast," segir í auglýsingunni og í fram- haldi er fólk hvatt til að hamstra sér mat til að vera við öllu búið ef „landsins forni fjandi“ léti á sér kræla. Og hjá Fast- eignasölunni Borgir í Reykjavík virkja þeir hvorki vatnsföll né jarðvarma. Þeir virkja fólk. y\I ig úr garði gerðar að þær veki athygli. Og þá er eins gott að hugmynda- flugið sé í góðu HRÍSALUXDUH_ f'yri r þ ig! Það eru viðsjár- verðir tímar Hafísinn nálgast Erum enn bírg af ódýrum alþýðumat og lokkandi steikum ásamt hlöðnu fiskbordi A 1 • ílagi Viðskipti eru harður heimur og vissara að hafa allar klær úti sé ætlunin að standa sig. í því tilliti skipa auglýsingar mikilvægan sess. Ekki er nóg að muna eftir að auglýsa heldur þurfa auglýsingarnar líka að vera þann-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.