Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.02.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.02.1997, Síða 10
10 - Fimmtudagur 13. febrúar 1997 4 4Ditgur-'3Iúrtirm í Þ R HANDBOLTI • 1. deild karla Valsmenn stöðvuðu KA Válsmenn bundu enda á sigurgöngu KA-manna í hörkuskemmtilegum leik liðanna að Hlíðarenda í gær- kvöld. Leikur liðanna var mjög spennandi og minntu um margt á viðureignir liðanna frá síðasta vetri. Lokatölur urðu urðu 23:22 eftir að KA-menn höfðu skorað tvö síðustu mörk leiks- ins á lokamínútunni. Varnarleikur beggja liða og markvarsla var mjög góð í fyrri hálfleiknum. KA-menn voru heldur sterkari aðilinn í framan af leiknum og leiddu 8:11 í leik- hléi. KA-menn héldu síðan frumkvæðinu í jöfnum síðari hálfleik, allt þar til sex og hálf mínúta var til leiksloka, þá komust Valsmenn yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 20:19. Vals- menn juku síðan muninn í þrjú mörk, 23:20 en KA-menn skor- uðu tvö síðustu mörkin á loka- mínútunm. Guðmundur Hrafnkelsson varði mjög vel fyrir Val í síðari hálfleiknum og ungu strákarnir, Ari Allansson og Daníel Ragn- arsson komu mjög sterkir upp í síðari hálfleiknum. Valsmenn virðast vera á mikiiii uppleið og með sigri liðsins á KA hefur lið- ið lagt af velli tvö af þremur toppliðum deildarinnar í tveim- ur síðustu leikjum. Leó Örn Þorleifsson var frá- bær í fyrri hálfleiknum, hann reif félaga sína áfram í byrjun og skoraði fimm af fyrstu níu mörkum KA. Vörn og mark- varsla liðsins var mun betri en í undanförnum leikjum, sérstak- lega í fyrri hálfleiknum. Ari Allansson og Jón Krist- jánsson skoruðu fimm mörk fyrir Valsmenn, hjá KA var Ró- bert Julian Duranona marka- KARFA Ikvöld Úrvalsdeild: Grindavík-ÍR kl. 20 KR-SkaUagrímur kl. 20 Breiðablik-Keflavík kl. 20 Haukar-Þór kl. 20 Umferðinni lýkur annað kvöld með leikjum ÍA og Tindastóls og Njarðvíkur og KFÍ. Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 hæstur með átta mörk og Leó Örn Þorleifsson skoraði fimm mörk. ae/fe Guðjón hetja FH Guðjón Árnason var hetja FH- liðsins sem uppskar eitt stig á heimavelli sínum gegn ÍBV. Guðjón skoraði tíu mörk fyrir FH-Iiðið, þar af síðasta mark leiksins fjórum sekúndum fyrir leikslok, en lokatölur leiksins urðu 26:26. FH leiddi lengst af í leiknum og hafði fjögurra marka forskot í leikhléi, 17:13, en Eyjamenn voru komnir með undirtökin í leiknum á lokamínútunum. Zoltan Belany var atkvæða- mestur Eyjamanna með 11 mörk. Sveifla í Mosfellsbæ UMFA hafði yfirburði gegn daufum HK-mönnum í Mosfells- bænum í gærkvöld. Heimamenn náðu sjö marka forskoti í upp- hafsmínútum síðari hálfleiks- ins, 13:6 og hálfleikurinn virtist vera formsatriði. HK-menn náðu hins vegar að minnka muninn niður í eitt mark, 23:22 og átti möguleika á að jafna leikinn, en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin. Róbert Julian Duranona, stórskytta Guðjónsson og Daníel Ragnarsson Öruggir útisigrar hjá Haukum og Gróttu Topplið Hauka og lið Gróttu sem lengst af vetrarins hefur dvalið í botnsæti deildarinnar, gerðu út um andstæðinga sína fyrir leikhlé. Haukar voru allan tímann nokkrum skrefum á undan heimamönnum á Selfossi og höfðu náð sjö marka forskoti í leikhlé, 9:16 og Grótta hafði óvænt níu marka forskot í Seljaskólanum gegn ÍR, 8:17. Góð markvarsla Sigtryggs Al- bertssonar kom í veg fyrir að ÍR-ingar næðu að komast inn í leikinn í síðari hálfleiknum. KA-manna gerir sig líklegan til að reyna skot að marki Vals, en Eyþór taka hann föstum tökum. HANDBOLTI Urslit í gærkvöld: 1. deild karla: FH-ÍBV 26:26 Selfoss-Haukar 21:27 ÍR-Grótta 26:30 Valur-KA 23:22 UMFA-HK 25:22 Þriðj udagskvöld: Stjarnan-Fram 24:24 KNATTSPYRNA Þorsteinn Crl Skallagríms Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi, Þorsteinn Sveinsson, sem lék með Þórsliðinu á síðasta keppnis- tímabili, mun að öllum líkind- um ganga til liðs við úrvals- deildarlið Skallagríms innan fárra daga. Þorsteinn, sem býr nú á Akranesi, hefur áður leik- ið með Kópavogsliðunum Breiðablik og HK. Staðan í Haukar UMFA KA Fram ÍBV Valur Stjarnan FH Grótta ÍR Selfoss HK 1. deild 18 13 2 18 14 0 18 12 1 18 8 4 16 9 18 8 17 18 18 17 18 18 karla: 3 466: 468 485: 422: 400 410: 447: 10 456: 11 428: 11 417: 12 439: 13 406: 424 28 434 28 462 25 397 20 369 19 416 19 440 16 480 15 461 12 420 11 495 10 446 9 1. deild kvenna: FH-Haukar 24:22 Óvæntur sigur FH á Ilaukastúlkum sem þar með töpuðu sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan-Valur 35:20 Stjarnan komst upp að hliða Hauka á toppnum. Bæði liðin hafa 22 stig, en Stjarnan á leik til góða. Víkingur-Fram 16:24 SKÍÐI • Stórsvígskeppni HM í Sestriere Kristinn keyrði út úr brautinni í fyrri ferðinni Gruningen frá Sviss sigraði, en 41 af 110 keppendum heltust úr lestinni í fyrri umferðinni. Þátttöku Kristins Björns- sonar í stórsvigskeppninni á heimsmeistaramótinu í stórsvigi í gær tók skjótt af. Kristinn náði ekki að halda sér á erfiðri brautinni og skíðaði út úr brautinni ofarlega í brekk- unni eftir fimm eða sex hlið í fyrri umferðinni. Alls tóku 110 skíðamenn þátt í keppninni í stórsvigi og 41 þeirra keyrði út úr brautinni í fyrri umferðinni. Það var norskur skíðaþjálfari sem lagði brautina, en lagning hennar var harðlega gagnrýnd af mörgum keppendum í gær. Svisslendingurinn Michael von Gruningen sigraði með nokkr- um yfirburðum. Hann kom í mark á 2:48,23 og var rúmri sekúndu á undan Lasse Kjus frá Noregi. „Þær voru ekki margar beygjurnar hjá mér í dag, brautin var þétt lögð og færið þannig að það mátti ekki gera nein mistök," sagði Kristinn, eftir stórsvigið í gær. Hann sagðist ekki vera svekktur yfir útkomunni, en stefndi á að gera betur í svigkeppninni. Arnór Gunnarsson frá ísa- firði tók þá ákvörðun að taka ekki þátt í stórsvigskeppninni og hann sagðist ekki sjá eftir því. „Það kitlaði mig ekki að vera með, ég tala nú ekki um það þegar ég sá aðstæðurnar, brautin var mjög erfitt og færið skrýtið, þurr gervisnjór og kald- ur sem dúaði undan keppend- um. Ég var því ánægður með að vera ekki með,“ sagði Arnór. KARFA Bayless fékk eins leiks bann Ronald Bayless, leik- stjórnandi Skaga- manna, sem rekinn var af leikvelli í leik við Skalla- grím fyrir skömmu, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍA, þar sem Bayless er pott- urinn og pannan í leik liðs- ins, leikstjórnandi og aðal- skytta. Bayless mun því missa af leik félagsins við Tindastól á föstudagskvöld- ið, en Stólarnir mæta þá með hinn firnasterka Win- ston Peterson. gþö Athugasemrí fráKKÍ Pétur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, hafði samband við blaðið vegna umfjöllunar blaðsins í gær, um strand Skaga- manna á ísafirði. Pétur var að vonum ósáttur við ásak- anir um að starfsmenn KKÍ sætu með hendur í skauti og gerðu ekki neitt þegar veður eru válynd. Pétur sagði að farið væri eftir ákveðnum reglum þegar félög þurfa að ferðast um langan veg í óveðrum. Þær reglur eru einfaldar. Ef far- ið er akandi er leikur sett- ur á ef Vegagerðin og lög- regla telja leiðina færa. Ef aftur á móti er farið með flugvélum, eru leikir settir á svo framarlega sem flug- félögin treysta sér til að fljúga. Varðandi ósk for- ráðamanna einhverra fé- laga um að leika kl. 14 á ísafirði, sagði Pétur að ís- firðingar vildu það ekki vegna þess að þá kæmu færri áhorfendur á leikina. Skólafólk væri þá ekki komið á vistina og því væri farið eftir óskum ísfirðinga um leiktxma. Pétur benti jafnframt á að önnur félög væru ekki tilbxíin að taka á móti KFÍ-mönnum kl. 14 af nákvæmlega sömu ástæðu, þá kæmu færri áhorfendur á leiki þeirra. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.